Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2025 16:01 Úkraínskur verkfræðingur prófar nýjan dróna. AP/Efrem Lukatsky Tilkynningum um rússneska dróna eða rússneskar herþotur inn í lofthelgi eða á loftvarnarsvæðum ríkja Atlantshafsbandalagsins hefur náð nýjum hæðum í þessum mánuði. Þetta hefur varpað ljósi á holur í vörnum NATO og í senn vakið spurningar um hvað ráðamönnum í Rússlandi standi til. Víða hafa vaknað spurningar um það hvort ráðamenn í Rússlandi vilji láta reyna á vilja innan bandalagsins til að verja aðildarríki og mögulega gera ríkjunum erfiðara að standa við bakið á Úkraínumönnum. Í stuttu máli sagt þá var 21 dróna flogið inn í lofthelgi Póllands fyrr í mánuðinum. Senda þurfti orrustuþotur til að skjóta einhverja þeirra niður. Rússar sögðu það hafa verið mistök. Drónarnir hefðu farið af leið vegna rafrænna truflana frá Úkraínu en Pólverjar hafa gefið lítið fyrir þá afsökun. Vísa þeir meðal annars til fjölda drónanna og þess að einhverjum þeirra hafi verið breytt og eldsneytistankar þeirra stækkaðir. Það bendi til þess að þeim hafi vísvitandi verið flogið gegnum Úkraínu og til Póllands. Pólverjar búast við fleiri rússneskum drónum í framtíðinni. Sjá einnig: Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Þá var þremur rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands og þar voru þær í tólf mínútur áður en ítalskir flugmenn flugu til móts við þá rússnesku. Þetta segja Eistar hafa verið einstaklega blygðunarlaust brot á fullveldi þeirra en ráðamenn í Rússlandi þvertaka fyrir að þetta hafi hafi gerst. Ráðamenn í Rúmeníu og Lettlandi hafa einnig sagt að einum stökum rússneskum drónum hafi verið flogið inn í lofthelgi þeirra fyrr í mánuðinum. Við þetta bætast svo drónalætin í Danmörku og í Noregi undanfarna daga en þar hafa spjótin beinst að Rússum, eftir að Danir hafa neyðst til að loka fjölda flugvalla um tíma eftir að drónum var flogið yfir þá. Drónar hafa einnig sést yfir borpöllum og öðrum stöðum í Danmörku. Sjá einnig: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Metta Frederiksen, forsætisráðherra, hefur kallað ástandið fjölþátta stríð. Hún ræddi við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, á föstudaginn og þá meðal annars um drónana í Danmörku. Hann segist hafa deilt upplýsingum með forsætisráðherranum og segir þörf á frekar samráði en Úkraínumenn hafa heimsins mestu reynslu af því að verjast drónum. Það að verjast drónum þarf einnig að vera skilvirkt og svara kostnaði. Ekki er hægt að skjóta niður tiltölulega ódýra dróna með rándýrum flugskeytum og herþotum til lengdar. Þess vegna notast Úkraínumenn við lagskiptar loftvarnir þar sem flugskeyti úr loftvarnarkerfum eins og Patriot eru að mestu notuð til að skjóta niður skotflaugar. Ódýrari loftvarnarkerfi eru notuð gegn stýriflaugum og enn ódýrari varnir eru notaðar gegn sjálfsprengidrónum, sé þetta útskýrt af mikilli einföldun. Tala sjálfir um stríð við NATO og ESB Eins og segir í grein AP fréttaveitunnar hafa Rússar ratað inn í lofthelgi NATO-ríkja í marga áratugi, og í kjölfarið látið eins og það hafi ekki gerst eða sagt það einföld mistök. Eftir innrásina í Úkraínu er spenna milli ríkjanna og Rússlands þó mun meiri og meira rúm til stigmögnunar en var áður. Fyrir þeirra leyti hafa ráðamenn í Rússlandi ítrekað talað á þann veg að þeir eigi í stríði við NATO og önnur ríki sem aðstoðað hafa Úkraínumenn með einhverjum hætti. Vísa þeir oft til grunnástæðna stríðsins og öryggiskrafna Rússlands, sem í einföldu máli sagt snúa að kröfum Rússa um að ríkjum Austur-Evrópu verði í raun vísað úr NATO. Þegar kemur að því hvað Rússum gengur til kemur ýmislegt til greina. Eitt það helsta er að sjá viðbrögð NATO við fjölþátta ógnum Rússa, finna veikleika innan bandalagsins og reyna að nýta þá. Þannig gætu Rússar grafið undan samstöðu innan NATO með því að einangra ríki Austur-Evrópu, sem vilja ganga harðar fram gegn Rússum, og öðrum aðildarríkjum sem vilja stíga varlega til jarðar. Slíkar deilur eru þegar sagðar hafa átt sér stað á NATO-fundi fyrr í þessari viku. Þá fóru erindrekar frá Eistlandi, Póllandi og öðrum ríkjum fram á að byrjað væri að skjóta niður rússneska dróna og jafnvel flugvélar inn í lofthelgi NATO. Aðrir vildu það ekki. Fjölþáttaógnir geta líka leitt til þreytu og pirrings meðal íbúa ríkja sem finna fyrir þeim og þannig grafið undan samstöðu varðandi stuðningsaðgerðir með Úkraínumönnum. Sjá einnig: Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Aðrir telja mögulegt að Rússar geti með þessum tiltölulega ódýrum hætti dregið úr hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Því fleiri loftvarnarkerfi og flugskeyti sem NATO sendir til Póllands, Eistlands og annarra ríkja, því færri flugskeyti er hægt að senda til Úkraínumanna. Þeir þurfa mjög á þeim að halda til að skjóta niður rússneskar skot- og stýriflaugar. Umsvif smárra og ódýra dróna í hernaði hafa aukist til muna á nokkrum árum.AP/Yevhen Titov Vilja ýta undir deilur Í samtali við AP segir einn sérfræðingur í málefnum Rússlands að ráðamenn þar séu að senda frá sér ákveðin skilaboð. Þeim sé ætlað að draga úr vilja ráðamanna innan NATO við að koma að mögulegum öryggistryggingum handa Úkraínu ef og þegar friður kemst á. „Þetta er Moskva að reyna að segja: Sjáið hvað ástandið er hættulegt nú þegar og hversu hættulegt það gæti enn orðið,“ sagði Mark Galeotti. Hann sagði Rússa einnig vilja gera öðrum ljóst að þeir væru djarfari, skeytingarlausari og staðfastari en aðrir. Edward Lucas, annar sérfræðingur, sagði mögulegt að Rússar væru að reyna að reka fleyg milli ríkja NATO og koma þeirri spurningu fyrir í hugum ráðamanna á Vesturlöndum hvort þeir væru í raun og veru tilbúnir í átök við Rússa vegna Eystrasaltsríkjanna. „Rússar þurfa ekki að sigra NATO hernaðarlega ef þeir geta sigrað það pólitískt.“ Enn einn sérfræðingurinn vakti athygli á dræmum viðbrögðum Bandaríkjamanna við atvikunum hér að ofan. Þar á bæ hafa menn tekið undir frásagnir Rússa hvað varða mistök og hörð viðbrögð Evrópu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði fyrr í vikunni að hann væri þeirrar skoðunar að ríki Evrópu ættu að skjóta niður rússneskar flugvélar sem væri flogið inn í lofthelgi þeirra. Þegar hann var spurður hvort Bandaríkin myndu standa með bandalagsríkjum sínum í slíku tilfelli sagði Trump svo gott sem „kannski“. Hann sagði að það færi eftir kringumstæðunum. Max Bergmann, þriðji sérfræðingurinn, segir mörg ummæli Bandaríkjamanna eflaust hafa fallið vel í kramið hjá ráðamönnum í Kreml. Mögulega muni þeir ganga enn harðar fram vegna þeirra. Þurfa hraðar breytingar NATO var upprunalega stofnað með það að stöðva sovéska skriðdreka og eldflaugar en bandalagið stendur nú frammi fyrir nýjum og óljósari ógnum. Drónaflugin, tölvuárásir, áróðursherferðir, skemmdarverk og annarskonar fjölþátta ógnir hafa varpað ljósi á veikleika í vörnum bandalagsins. Í frétt Wall Street Journal segir að innan NATO hafi verið ákveðið að reyna að leggja meira púður í þróun varna gegn drónum. Verið sé að leita nýrrar tækni til að finna dróna og granda þeim ef þörf er talin á því. Einnig sé verið að skoða hvort gera eigi breytingar á stefnu bandalagsins þegar kemur að því að skjóta dróna og þá sérstaklega með tilliti til þess að varnarkerfi gegn drónum verða eflaust að miklu leyti sjálfstýrð. Þá snýr önnur spurning að því að þegar kemur að almennum flugvöllum innan landamæra aðildarríkja eru það ríkjanna sjálfra að verja þá. Það er ekki hlutverk NATO. Ratsjár NATO eru einnig ekki hannaðar til að greina smáa, létta og oft hægfara sjálfsprengidróna en þar á sér einnig stað mikil rannsóknarvinna og þróun. Þessi vinna er þó enn sem komið er að mestu bundin við notkun í hernaði. Það mun taka lengri tíma að verja borgaralega innviði, eins og flugvelli, gegn drónum. Erindrekar frá NATO og Evrópusambandinu hafa fundað um mögulegar lausnir og hvort hægt verði að reisa einskonar drónamúr í Austur-Evrópu, sem nota ætti til að greina og jafnvel granda drónum frá Rússlandi. Rússland Vladimír Pútín NATO Evrópusambandið Hernaður Pólland Eistland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Fréttaskýringar Tengdar fréttir Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Rússlandsforseti muni auka og breiða út stríðsresktur sinn verði hann ekki stöðvaður. Stríðið væri knúið áfram af nýrri vopnatækni og gervigreind. Alþjóðalög hefðu ekkert gildi án valdamikilla vina og vopna. Þetta kom fram í ávarpi hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í morgun. 24. september 2025 15:06 Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Ráðamenn í Rússlandi gefa lítið fyrir þau ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að Úkraínumenn geti sigrað Rússa. Rússar muni sigra Úkraínu, af því þeir eigi engra annarra kosta völ og ætla þeir því ekki að hætta hernaði sínum í Úkraínu fyrr en markmiðum þeirra hafi verið náð. 24. september 2025 10:38 Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Tvær þýskar herþotur voru sendar á loft í gær þegar rússnesk eftirlitsvél af gerðinni Ilyushin II-20M flaug yfir Eystrasalt og hunsaði beiðnir um að gera grein fyrir sér. 22. september 2025 06:50 Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vladimír Pútín, kollegi hans í Rússlandi, hafi valdið sér miklum vonbrigðum síðan Trump varð aftur forseti. Það væri vegna þess hve erfitt hefði verið að fá Pútín til að láta af árásum sínum á Úkraínu og semja um frið. 18. september 2025 15:56 Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Saksóknarar í Litháen segjast hafa svipt hulunni af hópi manna tengdum Rússlandi sem skipulagt hafi og framkvæmt íkveikjuárásir víðsvegar um Evrópu. Einhverjir mannanna hafa verið handteknir en þeir eru meðal annars grunaðir um að senda eldsprengjur um borð í flugvélar DHL á vegum Leyniþjónustu rússneska hersins (GRU). 18. september 2025 14:09 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Víða hafa vaknað spurningar um það hvort ráðamenn í Rússlandi vilji láta reyna á vilja innan bandalagsins til að verja aðildarríki og mögulega gera ríkjunum erfiðara að standa við bakið á Úkraínumönnum. Í stuttu máli sagt þá var 21 dróna flogið inn í lofthelgi Póllands fyrr í mánuðinum. Senda þurfti orrustuþotur til að skjóta einhverja þeirra niður. Rússar sögðu það hafa verið mistök. Drónarnir hefðu farið af leið vegna rafrænna truflana frá Úkraínu en Pólverjar hafa gefið lítið fyrir þá afsökun. Vísa þeir meðal annars til fjölda drónanna og þess að einhverjum þeirra hafi verið breytt og eldsneytistankar þeirra stækkaðir. Það bendi til þess að þeim hafi vísvitandi verið flogið gegnum Úkraínu og til Póllands. Pólverjar búast við fleiri rússneskum drónum í framtíðinni. Sjá einnig: Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Þá var þremur rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands og þar voru þær í tólf mínútur áður en ítalskir flugmenn flugu til móts við þá rússnesku. Þetta segja Eistar hafa verið einstaklega blygðunarlaust brot á fullveldi þeirra en ráðamenn í Rússlandi þvertaka fyrir að þetta hafi hafi gerst. Ráðamenn í Rúmeníu og Lettlandi hafa einnig sagt að einum stökum rússneskum drónum hafi verið flogið inn í lofthelgi þeirra fyrr í mánuðinum. Við þetta bætast svo drónalætin í Danmörku og í Noregi undanfarna daga en þar hafa spjótin beinst að Rússum, eftir að Danir hafa neyðst til að loka fjölda flugvalla um tíma eftir að drónum var flogið yfir þá. Drónar hafa einnig sést yfir borpöllum og öðrum stöðum í Danmörku. Sjá einnig: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Metta Frederiksen, forsætisráðherra, hefur kallað ástandið fjölþátta stríð. Hún ræddi við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, á föstudaginn og þá meðal annars um drónana í Danmörku. Hann segist hafa deilt upplýsingum með forsætisráðherranum og segir þörf á frekar samráði en Úkraínumenn hafa heimsins mestu reynslu af því að verjast drónum. Það að verjast drónum þarf einnig að vera skilvirkt og svara kostnaði. Ekki er hægt að skjóta niður tiltölulega ódýra dróna með rándýrum flugskeytum og herþotum til lengdar. Þess vegna notast Úkraínumenn við lagskiptar loftvarnir þar sem flugskeyti úr loftvarnarkerfum eins og Patriot eru að mestu notuð til að skjóta niður skotflaugar. Ódýrari loftvarnarkerfi eru notuð gegn stýriflaugum og enn ódýrari varnir eru notaðar gegn sjálfsprengidrónum, sé þetta útskýrt af mikilli einföldun. Tala sjálfir um stríð við NATO og ESB Eins og segir í grein AP fréttaveitunnar hafa Rússar ratað inn í lofthelgi NATO-ríkja í marga áratugi, og í kjölfarið látið eins og það hafi ekki gerst eða sagt það einföld mistök. Eftir innrásina í Úkraínu er spenna milli ríkjanna og Rússlands þó mun meiri og meira rúm til stigmögnunar en var áður. Fyrir þeirra leyti hafa ráðamenn í Rússlandi ítrekað talað á þann veg að þeir eigi í stríði við NATO og önnur ríki sem aðstoðað hafa Úkraínumenn með einhverjum hætti. Vísa þeir oft til grunnástæðna stríðsins og öryggiskrafna Rússlands, sem í einföldu máli sagt snúa að kröfum Rússa um að ríkjum Austur-Evrópu verði í raun vísað úr NATO. Þegar kemur að því hvað Rússum gengur til kemur ýmislegt til greina. Eitt það helsta er að sjá viðbrögð NATO við fjölþátta ógnum Rússa, finna veikleika innan bandalagsins og reyna að nýta þá. Þannig gætu Rússar grafið undan samstöðu innan NATO með því að einangra ríki Austur-Evrópu, sem vilja ganga harðar fram gegn Rússum, og öðrum aðildarríkjum sem vilja stíga varlega til jarðar. Slíkar deilur eru þegar sagðar hafa átt sér stað á NATO-fundi fyrr í þessari viku. Þá fóru erindrekar frá Eistlandi, Póllandi og öðrum ríkjum fram á að byrjað væri að skjóta niður rússneska dróna og jafnvel flugvélar inn í lofthelgi NATO. Aðrir vildu það ekki. Fjölþáttaógnir geta líka leitt til þreytu og pirrings meðal íbúa ríkja sem finna fyrir þeim og þannig grafið undan samstöðu varðandi stuðningsaðgerðir með Úkraínumönnum. Sjá einnig: Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Aðrir telja mögulegt að Rússar geti með þessum tiltölulega ódýrum hætti dregið úr hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Því fleiri loftvarnarkerfi og flugskeyti sem NATO sendir til Póllands, Eistlands og annarra ríkja, því færri flugskeyti er hægt að senda til Úkraínumanna. Þeir þurfa mjög á þeim að halda til að skjóta niður rússneskar skot- og stýriflaugar. Umsvif smárra og ódýra dróna í hernaði hafa aukist til muna á nokkrum árum.AP/Yevhen Titov Vilja ýta undir deilur Í samtali við AP segir einn sérfræðingur í málefnum Rússlands að ráðamenn þar séu að senda frá sér ákveðin skilaboð. Þeim sé ætlað að draga úr vilja ráðamanna innan NATO við að koma að mögulegum öryggistryggingum handa Úkraínu ef og þegar friður kemst á. „Þetta er Moskva að reyna að segja: Sjáið hvað ástandið er hættulegt nú þegar og hversu hættulegt það gæti enn orðið,“ sagði Mark Galeotti. Hann sagði Rússa einnig vilja gera öðrum ljóst að þeir væru djarfari, skeytingarlausari og staðfastari en aðrir. Edward Lucas, annar sérfræðingur, sagði mögulegt að Rússar væru að reyna að reka fleyg milli ríkja NATO og koma þeirri spurningu fyrir í hugum ráðamanna á Vesturlöndum hvort þeir væru í raun og veru tilbúnir í átök við Rússa vegna Eystrasaltsríkjanna. „Rússar þurfa ekki að sigra NATO hernaðarlega ef þeir geta sigrað það pólitískt.“ Enn einn sérfræðingurinn vakti athygli á dræmum viðbrögðum Bandaríkjamanna við atvikunum hér að ofan. Þar á bæ hafa menn tekið undir frásagnir Rússa hvað varða mistök og hörð viðbrögð Evrópu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði fyrr í vikunni að hann væri þeirrar skoðunar að ríki Evrópu ættu að skjóta niður rússneskar flugvélar sem væri flogið inn í lofthelgi þeirra. Þegar hann var spurður hvort Bandaríkin myndu standa með bandalagsríkjum sínum í slíku tilfelli sagði Trump svo gott sem „kannski“. Hann sagði að það færi eftir kringumstæðunum. Max Bergmann, þriðji sérfræðingurinn, segir mörg ummæli Bandaríkjamanna eflaust hafa fallið vel í kramið hjá ráðamönnum í Kreml. Mögulega muni þeir ganga enn harðar fram vegna þeirra. Þurfa hraðar breytingar NATO var upprunalega stofnað með það að stöðva sovéska skriðdreka og eldflaugar en bandalagið stendur nú frammi fyrir nýjum og óljósari ógnum. Drónaflugin, tölvuárásir, áróðursherferðir, skemmdarverk og annarskonar fjölþátta ógnir hafa varpað ljósi á veikleika í vörnum bandalagsins. Í frétt Wall Street Journal segir að innan NATO hafi verið ákveðið að reyna að leggja meira púður í þróun varna gegn drónum. Verið sé að leita nýrrar tækni til að finna dróna og granda þeim ef þörf er talin á því. Einnig sé verið að skoða hvort gera eigi breytingar á stefnu bandalagsins þegar kemur að því að skjóta dróna og þá sérstaklega með tilliti til þess að varnarkerfi gegn drónum verða eflaust að miklu leyti sjálfstýrð. Þá snýr önnur spurning að því að þegar kemur að almennum flugvöllum innan landamæra aðildarríkja eru það ríkjanna sjálfra að verja þá. Það er ekki hlutverk NATO. Ratsjár NATO eru einnig ekki hannaðar til að greina smáa, létta og oft hægfara sjálfsprengidróna en þar á sér einnig stað mikil rannsóknarvinna og þróun. Þessi vinna er þó enn sem komið er að mestu bundin við notkun í hernaði. Það mun taka lengri tíma að verja borgaralega innviði, eins og flugvelli, gegn drónum. Erindrekar frá NATO og Evrópusambandinu hafa fundað um mögulegar lausnir og hvort hægt verði að reisa einskonar drónamúr í Austur-Evrópu, sem nota ætti til að greina og jafnvel granda drónum frá Rússlandi.
Rússland Vladimír Pútín NATO Evrópusambandið Hernaður Pólland Eistland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Fréttaskýringar Tengdar fréttir Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Rússlandsforseti muni auka og breiða út stríðsresktur sinn verði hann ekki stöðvaður. Stríðið væri knúið áfram af nýrri vopnatækni og gervigreind. Alþjóðalög hefðu ekkert gildi án valdamikilla vina og vopna. Þetta kom fram í ávarpi hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í morgun. 24. september 2025 15:06 Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Ráðamenn í Rússlandi gefa lítið fyrir þau ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að Úkraínumenn geti sigrað Rússa. Rússar muni sigra Úkraínu, af því þeir eigi engra annarra kosta völ og ætla þeir því ekki að hætta hernaði sínum í Úkraínu fyrr en markmiðum þeirra hafi verið náð. 24. september 2025 10:38 Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Tvær þýskar herþotur voru sendar á loft í gær þegar rússnesk eftirlitsvél af gerðinni Ilyushin II-20M flaug yfir Eystrasalt og hunsaði beiðnir um að gera grein fyrir sér. 22. september 2025 06:50 Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vladimír Pútín, kollegi hans í Rússlandi, hafi valdið sér miklum vonbrigðum síðan Trump varð aftur forseti. Það væri vegna þess hve erfitt hefði verið að fá Pútín til að láta af árásum sínum á Úkraínu og semja um frið. 18. september 2025 15:56 Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Saksóknarar í Litháen segjast hafa svipt hulunni af hópi manna tengdum Rússlandi sem skipulagt hafi og framkvæmt íkveikjuárásir víðsvegar um Evrópu. Einhverjir mannanna hafa verið handteknir en þeir eru meðal annars grunaðir um að senda eldsprengjur um borð í flugvélar DHL á vegum Leyniþjónustu rússneska hersins (GRU). 18. september 2025 14:09 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Rússlandsforseti muni auka og breiða út stríðsresktur sinn verði hann ekki stöðvaður. Stríðið væri knúið áfram af nýrri vopnatækni og gervigreind. Alþjóðalög hefðu ekkert gildi án valdamikilla vina og vopna. Þetta kom fram í ávarpi hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í morgun. 24. september 2025 15:06
Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Ráðamenn í Rússlandi gefa lítið fyrir þau ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að Úkraínumenn geti sigrað Rússa. Rússar muni sigra Úkraínu, af því þeir eigi engra annarra kosta völ og ætla þeir því ekki að hætta hernaði sínum í Úkraínu fyrr en markmiðum þeirra hafi verið náð. 24. september 2025 10:38
Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Tvær þýskar herþotur voru sendar á loft í gær þegar rússnesk eftirlitsvél af gerðinni Ilyushin II-20M flaug yfir Eystrasalt og hunsaði beiðnir um að gera grein fyrir sér. 22. september 2025 06:50
Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vladimír Pútín, kollegi hans í Rússlandi, hafi valdið sér miklum vonbrigðum síðan Trump varð aftur forseti. Það væri vegna þess hve erfitt hefði verið að fá Pútín til að láta af árásum sínum á Úkraínu og semja um frið. 18. september 2025 15:56
Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Saksóknarar í Litháen segjast hafa svipt hulunni af hópi manna tengdum Rússlandi sem skipulagt hafi og framkvæmt íkveikjuárásir víðsvegar um Evrópu. Einhverjir mannanna hafa verið handteknir en þeir eru meðal annars grunaðir um að senda eldsprengjur um borð í flugvélar DHL á vegum Leyniþjónustu rússneska hersins (GRU). 18. september 2025 14:09