Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Kristján Már Unnarsson skrifar 5. október 2025 22:40 Inga Dóra Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri samskipta- og sjálfbærnimála Air Greenland. Egill Aðalsteinsson Þjóðarflugfélag Grænlendinga, Air Greenland, hefur orðið fyrir stórfelldu fjárhagstjóni vegna metfjölda aflýstra flugferða til nýja flugvallarins í Nuuk. Inga Dóra Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Air Greenland, segir félagið aldrei hafa lent í öðru eins í yfir sextíu ára sögu sinni. Í fréttum Sýnar var fjallað um þær breytingar sem orðið hafa í flugvallarmálum Grænlands. Það var í lok nóvember í fyrra sem breiðþota Air Greenland kvaddi Kangerlussuaq-flugvöll þegar hún hélt þaðan í síðasta reglubundna áætlunarflugið til Danmerkur. Í næsta flugi frá Kaupmannahöfn varð hún fyrsta flugvélin til að lenda á nýju flugbrautinni í Nuuk en þúsundir Grænlendinga mættu þá til að fagna tímamótunum. Airbus A330-breiðþota Air Greenland lendir á nýja flugvellinum í Nuuk.Egill Aðalsteinsson „Það sem átti að vera svo rosalega jákvætt, þegar við lentum hérna 28. nóvember... - það voru tíu þúsund manns sem stóðu hérna og tóku á móti vélinni, stóru þotunni okkar,“ segir Inga Dóra Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri samskipta- og sjálfbærnimála Air Greenland, í viðtali á Nuuk-flugvelli. Þess í stað hafa menn upplifað vonbrigði sökum þess hversu miklu oftar hefur þurft að aflýsa flugi til Nuuk miðað við Kangerlussuaq. „Við vissum að það myndi gerast. En það hefur bara verið ótrúlega mikið út af veðri, af aflýsingum, sem við bara aldrei höfum upplifað áður í sögu okkar, sem eru sextíuogfimm ár núna bráðum.“ Úr nýju flugstöðinni í Nuuk.Egill Aðalsteinsson Á fyrstu sex mánuðum þessa árs voru 59 aflýsingar í Nuuk miðað við aðeins þrjár á sama tíma í fyrra þegar Kangerlussuaq var flugmiðstöðin. „Þegar kemur að veðráttunni þá er rosalega lítið hægt að gera - annað en bara sætta sig við það,“ segir Inga Dóra í viðtali sem sjá má hér: En fleira hefur plagað Nuuk, eins og vandræði með hálku á brautinni og tafir í vopnaleit og afhendingu farangurs. Þá hefur það ítrekað gerst að þurft hefur að snúa flugvélinni við, jafnvel þegar hún er komin langleiðina til Nuuk. „Við höfum þurft að fara til baka til Kaupmannahafnar, millilendum í Keflavík til þess að fá eldsneyti og höldum svo til baka til Kaupmannahafnar. Það hefur náttúrlega valdið mikilli gremju, fólk er bara þreytt á þessu, að fara í svona langa ferð upp á kannski þrettán klukkutíma í flug með viðkomu í Keflavík,“ segir Inga Dóra. Þar sem Nuuk er safnflugvöllur fyrir allt Grænland hafa aflýsingar víðtæk áhrif á farþega frá öðrum byggðum, sem komast ekki strax áfram í framhaldsflug og neyðast til að gista í Nuuk. Þeir þurfa bæði fæði og húsnæði og stundum í fleiri en einn dag. Farþegum frá hinum ýmsu byggðum Grænlands á leið til útlanda er safnað saman á flugvellinum í Nuuk, þaðan sem millilandaflugið er núna.Egill Aðalsteinsson „Og hver á að borga þann reikning? Það lendir oft á okkur, bitnar á okkur.“ Ofaná bætist skortur á gistirými og segir Inga Dóra Air Greenland ítrekað hafa þurft að láta farþega gista í flugstöðinni. Þá hafi þurft að útvega sal og láta farþega fá lítið rúm, teppi og kodda. Fyrir starfsfólk Air Greenland hafa undanfarnir mánuðir verið einstaklega erfiðir og krefjandi, ekki síst fyrir Ingu Dóru sem samskiptastjóra flugfélagsins. Tvær Dash 8 Q200-vélar Air Greenland við nýju flugstöðina í Nuuk.Egill Aðalsteinsson „Þetta er ekkert smá rosalegt álag. Og ég hef oft staðið bara í flugstöðinni til þess að reyna að hjálpa til með að útskýra hvernig ástandið er og út af hverju við erum í svona ástandi.“ Rekstrartap Air Greenland fjórfaldaðist á fyrri helmingi þessa árs miðað við árið á undan, fór úr um 400 milljónum íslenskra króna upp í um 1.700 milljónir króna, jókst um 1.300 milljónir íslenskra króna. „Þetta er rosalegur kostnaður sem hefur fylgt okkur núna bara í ár,“ segir Inga Dóra. Hér má sjá þotuna lenda á nýja flugvellinum í fyrsta sinn þann 28. nóvember í fyrra: Grænland Fréttir af flugi Veður Samgöngur Tengdar fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. 12. maí 2025 22:11 Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Íslenskir flugumferðarstjórar á vegum Isavia hafa undanfarinn áratug annast flugumferðarþjónustu fyrir Grænlendinga. Með breytingum á flugvallakerfi landsins eru horfur á að ekki verði lengur þörf fyrir Íslendingana. 21. september 2025 20:40 Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Prófanir á flugleiðsögutækjum annarra þjóða eru ein sérhæfðasta útrás íslenska fluggeirans. Þannig er flugvél Isavia nýtt í mælingum fyrir Grænlendinga, Færeyinga og Norðmenn og íslenskir flugprófanamenn gegna um þessar mundir lykilhlutverki í úttekt á nýjum flugvöllum Grænlands. 28. september 2025 21:11 Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Í fréttum Sýnar var fjallað um þær breytingar sem orðið hafa í flugvallarmálum Grænlands. Það var í lok nóvember í fyrra sem breiðþota Air Greenland kvaddi Kangerlussuaq-flugvöll þegar hún hélt þaðan í síðasta reglubundna áætlunarflugið til Danmerkur. Í næsta flugi frá Kaupmannahöfn varð hún fyrsta flugvélin til að lenda á nýju flugbrautinni í Nuuk en þúsundir Grænlendinga mættu þá til að fagna tímamótunum. Airbus A330-breiðþota Air Greenland lendir á nýja flugvellinum í Nuuk.Egill Aðalsteinsson „Það sem átti að vera svo rosalega jákvætt, þegar við lentum hérna 28. nóvember... - það voru tíu þúsund manns sem stóðu hérna og tóku á móti vélinni, stóru þotunni okkar,“ segir Inga Dóra Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri samskipta- og sjálfbærnimála Air Greenland, í viðtali á Nuuk-flugvelli. Þess í stað hafa menn upplifað vonbrigði sökum þess hversu miklu oftar hefur þurft að aflýsa flugi til Nuuk miðað við Kangerlussuaq. „Við vissum að það myndi gerast. En það hefur bara verið ótrúlega mikið út af veðri, af aflýsingum, sem við bara aldrei höfum upplifað áður í sögu okkar, sem eru sextíuogfimm ár núna bráðum.“ Úr nýju flugstöðinni í Nuuk.Egill Aðalsteinsson Á fyrstu sex mánuðum þessa árs voru 59 aflýsingar í Nuuk miðað við aðeins þrjár á sama tíma í fyrra þegar Kangerlussuaq var flugmiðstöðin. „Þegar kemur að veðráttunni þá er rosalega lítið hægt að gera - annað en bara sætta sig við það,“ segir Inga Dóra í viðtali sem sjá má hér: En fleira hefur plagað Nuuk, eins og vandræði með hálku á brautinni og tafir í vopnaleit og afhendingu farangurs. Þá hefur það ítrekað gerst að þurft hefur að snúa flugvélinni við, jafnvel þegar hún er komin langleiðina til Nuuk. „Við höfum þurft að fara til baka til Kaupmannahafnar, millilendum í Keflavík til þess að fá eldsneyti og höldum svo til baka til Kaupmannahafnar. Það hefur náttúrlega valdið mikilli gremju, fólk er bara þreytt á þessu, að fara í svona langa ferð upp á kannski þrettán klukkutíma í flug með viðkomu í Keflavík,“ segir Inga Dóra. Þar sem Nuuk er safnflugvöllur fyrir allt Grænland hafa aflýsingar víðtæk áhrif á farþega frá öðrum byggðum, sem komast ekki strax áfram í framhaldsflug og neyðast til að gista í Nuuk. Þeir þurfa bæði fæði og húsnæði og stundum í fleiri en einn dag. Farþegum frá hinum ýmsu byggðum Grænlands á leið til útlanda er safnað saman á flugvellinum í Nuuk, þaðan sem millilandaflugið er núna.Egill Aðalsteinsson „Og hver á að borga þann reikning? Það lendir oft á okkur, bitnar á okkur.“ Ofaná bætist skortur á gistirými og segir Inga Dóra Air Greenland ítrekað hafa þurft að láta farþega gista í flugstöðinni. Þá hafi þurft að útvega sal og láta farþega fá lítið rúm, teppi og kodda. Fyrir starfsfólk Air Greenland hafa undanfarnir mánuðir verið einstaklega erfiðir og krefjandi, ekki síst fyrir Ingu Dóru sem samskiptastjóra flugfélagsins. Tvær Dash 8 Q200-vélar Air Greenland við nýju flugstöðina í Nuuk.Egill Aðalsteinsson „Þetta er ekkert smá rosalegt álag. Og ég hef oft staðið bara í flugstöðinni til þess að reyna að hjálpa til með að útskýra hvernig ástandið er og út af hverju við erum í svona ástandi.“ Rekstrartap Air Greenland fjórfaldaðist á fyrri helmingi þessa árs miðað við árið á undan, fór úr um 400 milljónum íslenskra króna upp í um 1.700 milljónir króna, jókst um 1.300 milljónir íslenskra króna. „Þetta er rosalegur kostnaður sem hefur fylgt okkur núna bara í ár,“ segir Inga Dóra. Hér má sjá þotuna lenda á nýja flugvellinum í fyrsta sinn þann 28. nóvember í fyrra:
Grænland Fréttir af flugi Veður Samgöngur Tengdar fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. 12. maí 2025 22:11 Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Íslenskir flugumferðarstjórar á vegum Isavia hafa undanfarinn áratug annast flugumferðarþjónustu fyrir Grænlendinga. Með breytingum á flugvallakerfi landsins eru horfur á að ekki verði lengur þörf fyrir Íslendingana. 21. september 2025 20:40 Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Prófanir á flugleiðsögutækjum annarra þjóða eru ein sérhæfðasta útrás íslenska fluggeirans. Þannig er flugvél Isavia nýtt í mælingum fyrir Grænlendinga, Færeyinga og Norðmenn og íslenskir flugprófanamenn gegna um þessar mundir lykilhlutverki í úttekt á nýjum flugvöllum Grænlands. 28. september 2025 21:11 Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. 12. maí 2025 22:11
Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Íslenskir flugumferðarstjórar á vegum Isavia hafa undanfarinn áratug annast flugumferðarþjónustu fyrir Grænlendinga. Með breytingum á flugvallakerfi landsins eru horfur á að ekki verði lengur þörf fyrir Íslendingana. 21. september 2025 20:40
Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Prófanir á flugleiðsögutækjum annarra þjóða eru ein sérhæfðasta útrás íslenska fluggeirans. Þannig er flugvél Isavia nýtt í mælingum fyrir Grænlendinga, Færeyinga og Norðmenn og íslenskir flugprófanamenn gegna um þessar mundir lykilhlutverki í úttekt á nýjum flugvöllum Grænlands. 28. september 2025 21:11
Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42