Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Lovísa Arnardóttir skrifar 7. október 2025 11:04 Eftir því sem börn á fleiri börn á grunnskólaaldri er líklegra að það telji sumarfríið of langt. Vísir/Vilhelm Rúmlega helmingi landsmanna finnst sumarfrí grunnskólanema vera hæfilega langt á meðan þriðjungur telur það vera of langt og 16 prósent of stutt. Marktækt fleiri körlum en konum finnst sumarfríið vera of stutt en 35 prósentum þeirra finnst það of stutt og 31 prósent kvenna. Tuttugu prósent karla vilja lengja það en aðeins tólf prósent kvenna. Þetta eru niðurstöður könnunar Prósents þar sem spurt var um lengd sumarfrís grunnskólanema og hvort fólk væri hlynnt eða andvígt styttingu eða lengingu þess. Spurt var í netkönnun og var úrtakið um tvö þúsund manns. Svarhlutfall var 52 prósent. Um helmingur þeirra sem á tvö börn eða fleiri telur fríið of langt. Sautján prósent þeirra sem á ekki barn á grunnskólaaldri telur það of stutt. Prósent Niðurstöður könnunarinnar sýna einnig að marktækt hærra hlutfall þeirra sem eru á aldrinum 25 til 44 ára telur sumarfrí grunnskólanema vera of langt í samanburði við aðra aldurshópa. Hæst er hlutfallið meðal þeirra sem eru á aldrinum 35 til 44 ára en þar telur nærri helmingur eða 46 prósent að fríið sé of langt. 44 prósent þeirra á aldrinum 25 til 34 ára eru sammála því. Dreifing eftir aldri þeirr sem svara. Flestir á aldrinum 25 til 44 ára telja fríið of langt. Líklegast er að þau eigi yngri börn á grunnskólaaldri. Prósent Hæst er hlutfallið hjá þeim sem eru 45 til 54 ára sem telja það of stutt, eða 23 prósent. Fast á eftir eru þeir sem eldri en 22 prósent þeirra sem eru 65 ára eða eldri telja það of stutt og 20 prósent þeirra sem eru á aldrinum 55 til 64 ára. Munur er á því eftir því hvar fólk býr hvort það telji sumarfríið of langt eða of stutt. Prósent Í niðurstöðunum má einnig sjá að marktækt fleirum sem búa á höfuðborgarsvæðinu finnst sumarfríið vera of langt en þeim sem búa á landsbyggðinni. 38 prósentum þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu finnst fríið of langt á meðan helmingur telur það hæfilegt og tólf prósent telja það of stutt. Á landsbyggð telja 22 prósent fríið of langt, rúmur helmingur telur það hæfilegt og 23 prósent telja það of stutt. Fleiri börn, of langt frí Þá kemur einnig fram í niðurstöðum að líklegra sé að fólk telji fríið of langt eftir því sem börnunum fjölgar. Þannig telur um helmingur þeirra sem eiga tvö börn eða fleiri á grunnskólaaldri að sumarfríið sé of langt og 38 prósent þeirra sem eiga eitt barn á grunnskólaaldri. Um þriðjungur þeirra sem eiga ekki barn á grunnskólaaldri telja það of langt. Alls eru um 41 prósent andvíg því að sumarfrí grunnskólanema á Íslandi sé stytt um tvær vikur, 25 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg og 33 prósent eru hlynnt því að sumarfrí sé stytt um tvær vikur. Flest í aldurshópnum 35 til 44 ára eða 44 prósent eru hlynnt því að sumarfrí grunnskólanema á Íslandi yrði stytt um tvær vikur. Gögnum var safnað frá 3. til 17. september 2025 í netkönnun í kjölfar þess að Erlingur Sigvaldason, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, lagði fram tillögu á fundi borgarstjórnar um að stytta sumarfrí barna. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, sagði í kjölfarið að hann væri til í umræðu um sumarfrí barna. Skoðanakannanir Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Frístund barna Tengdar fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Borgarfulltrúar Viðreisnar lögðu fram tillögu í vikunni um að kanna hvort stytta ætti sumarfrí grunnskólabarna um allt að tvær vikur. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra segist til í að taka umræðuna um málið. 20. september 2025 14:49 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Sjá meira
Þetta eru niðurstöður könnunar Prósents þar sem spurt var um lengd sumarfrís grunnskólanema og hvort fólk væri hlynnt eða andvígt styttingu eða lengingu þess. Spurt var í netkönnun og var úrtakið um tvö þúsund manns. Svarhlutfall var 52 prósent. Um helmingur þeirra sem á tvö börn eða fleiri telur fríið of langt. Sautján prósent þeirra sem á ekki barn á grunnskólaaldri telur það of stutt. Prósent Niðurstöður könnunarinnar sýna einnig að marktækt hærra hlutfall þeirra sem eru á aldrinum 25 til 44 ára telur sumarfrí grunnskólanema vera of langt í samanburði við aðra aldurshópa. Hæst er hlutfallið meðal þeirra sem eru á aldrinum 35 til 44 ára en þar telur nærri helmingur eða 46 prósent að fríið sé of langt. 44 prósent þeirra á aldrinum 25 til 34 ára eru sammála því. Dreifing eftir aldri þeirr sem svara. Flestir á aldrinum 25 til 44 ára telja fríið of langt. Líklegast er að þau eigi yngri börn á grunnskólaaldri. Prósent Hæst er hlutfallið hjá þeim sem eru 45 til 54 ára sem telja það of stutt, eða 23 prósent. Fast á eftir eru þeir sem eldri en 22 prósent þeirra sem eru 65 ára eða eldri telja það of stutt og 20 prósent þeirra sem eru á aldrinum 55 til 64 ára. Munur er á því eftir því hvar fólk býr hvort það telji sumarfríið of langt eða of stutt. Prósent Í niðurstöðunum má einnig sjá að marktækt fleirum sem búa á höfuðborgarsvæðinu finnst sumarfríið vera of langt en þeim sem búa á landsbyggðinni. 38 prósentum þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu finnst fríið of langt á meðan helmingur telur það hæfilegt og tólf prósent telja það of stutt. Á landsbyggð telja 22 prósent fríið of langt, rúmur helmingur telur það hæfilegt og 23 prósent telja það of stutt. Fleiri börn, of langt frí Þá kemur einnig fram í niðurstöðum að líklegra sé að fólk telji fríið of langt eftir því sem börnunum fjölgar. Þannig telur um helmingur þeirra sem eiga tvö börn eða fleiri á grunnskólaaldri að sumarfríið sé of langt og 38 prósent þeirra sem eiga eitt barn á grunnskólaaldri. Um þriðjungur þeirra sem eiga ekki barn á grunnskólaaldri telja það of langt. Alls eru um 41 prósent andvíg því að sumarfrí grunnskólanema á Íslandi sé stytt um tvær vikur, 25 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg og 33 prósent eru hlynnt því að sumarfrí sé stytt um tvær vikur. Flest í aldurshópnum 35 til 44 ára eða 44 prósent eru hlynnt því að sumarfrí grunnskólanema á Íslandi yrði stytt um tvær vikur. Gögnum var safnað frá 3. til 17. september 2025 í netkönnun í kjölfar þess að Erlingur Sigvaldason, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, lagði fram tillögu á fundi borgarstjórnar um að stytta sumarfrí barna. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, sagði í kjölfarið að hann væri til í umræðu um sumarfrí barna.
Skoðanakannanir Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Frístund barna Tengdar fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Borgarfulltrúar Viðreisnar lögðu fram tillögu í vikunni um að kanna hvort stytta ætti sumarfrí grunnskólabarna um allt að tvær vikur. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra segist til í að taka umræðuna um málið. 20. september 2025 14:49 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Sjá meira
Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Borgarfulltrúar Viðreisnar lögðu fram tillögu í vikunni um að kanna hvort stytta ætti sumarfrí grunnskólabarna um allt að tvær vikur. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra segist til í að taka umræðuna um málið. 20. september 2025 14:49