Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson og Lilja S. Jónsdóttir skrifa 11. október 2025 14:01 Sumum kynni að finnast þetta vera furðuleg spurning, við erum jú með Alþingi og ríkisstjórn í umboði þess og borgarstjórn í Reykjavík og sveitarstjórnir um allt land. En Vegagerðin var að senda frá sér litla fréttatilkynningu á vef sínum með sinni eigin spurningu: „Sundabraut: Brú eða göng?“ Vegagerðin svarar þessari spurningu eindregið með því að segja brú og það þótt samráðsferli við íbúa sé ekki lokið, umhverfismat ekki komið fram og meira að segja valdhafar á Íslandi, Alþingi, ríkisstjórn, innviðaráðherra og borgarstjórn hafi ekki kveðið upp úr um það. Það er því ekki að furða að spurt sé hver sé við völd í þessu landi þegar kemur að samgönguframkvæmdum. Undirrituð eru í samráðshópi um Sundabraut fyrir hönd Íbúasamtaka Laugardals og það verður að segjast að þessi spunatilkynning Vegagerðar ríkisins kom meira að segja okkur á óvart og höfum við þó kynnst vafasömum aðferðum hennar á opinberum vettvangi áður. Efnislega er tilkynningin mjög athyglisverð, svo ekki sé meira sagt. Það er ekki orði minnst á áhrifin á Laugardalshverfi eða Sundahöfn og síðan er fullyrt, án nokkurra raka að þetta verði „betri tenging fyrir Grafarvogsbúa“, þ.e. brú frekar en göng. Það er alveg víst að þessi tenging á eftir að verða fjölfarin leið stórra flutningabíla framhjá og í gegnum Grafarvog. Sú fullyrðing að „ekki er fyrirséð að umferð úr öðrum hverfum leiti í gegnum Grafarvog til að komast í gegnum brúna“ er besta falli hæpin og vafalaust röng. Með tvennum mislægum gatnamótum við Hallsveg og Borgarveg er áreiðanlegt að umferð á eftir að leita í gegnum Grafarvog í báðar áttir. Það munu miklu fleiri en Grafarvogsbúar finna þessa tengingu og umferð um Grafarvog ykist umtalsvert. Þetta myndi mjög fljótt kalla á tvöföldun Hallsvegar. Gangalausnin leiðir hins vegar mestu umferðina neðanjarðar framhjá Grafarvogi og samt sem áður geta íbúar hverfisins nýtt sér göngin til leiðarstyttingar til miðborgarinnar. Einnig er hæpið að halda því fram á hábrú bæti við möguleikum fyrir hjólandi og gangandi; það verða fáir sem leggja leið sína yfir hábrú óvarðir fyrir veðri og vindum, auk þess sem að það er nú þegar til brúuð hjólaleið við Geirsnef á milli hverfa. Enn frekari athygli vekur að fyrirhugað sé að leiða umferð „ofan á stokki á Sæbraut sem nær frá Holtavegi norður fyrir Sægarða“; við spyrjum, er sem sagt fyrirhugað að byggja annan Sæbrautarstokk norðan við Holtaveg? Hefur þetta verið skrifað í Samgöngusáttmálann eða samþykkt af valdhöfum yfirleitt? Íbúar í Laugardalshverfi munu ekki sætta sig við að Vegagerðin reki hraðbrautarbrú beint inn hverfið þeirra mótmælalaust og við spyrjum hver ræður þessum málum hér á landi, er það stofnun á vegum ríkisins eða lýðræðislega kjörnir valdhafar? Það er ekki verkefni Vegagerðarinnar að eyðileggja gróin hverfi borgarinnar. Verkefni Vegagerðarinnar er að framkvæma með hagsmuni allra íbúa fyrir brjósti og þeim er vel unnt að ná með Sundagöngum. Lilja S. Jónsdóttirer formaður Íbúasamtaka Laugardals og Gauti Kristmannsson er varaformaður ÍL Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Skipulag Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Sumum kynni að finnast þetta vera furðuleg spurning, við erum jú með Alþingi og ríkisstjórn í umboði þess og borgarstjórn í Reykjavík og sveitarstjórnir um allt land. En Vegagerðin var að senda frá sér litla fréttatilkynningu á vef sínum með sinni eigin spurningu: „Sundabraut: Brú eða göng?“ Vegagerðin svarar þessari spurningu eindregið með því að segja brú og það þótt samráðsferli við íbúa sé ekki lokið, umhverfismat ekki komið fram og meira að segja valdhafar á Íslandi, Alþingi, ríkisstjórn, innviðaráðherra og borgarstjórn hafi ekki kveðið upp úr um það. Það er því ekki að furða að spurt sé hver sé við völd í þessu landi þegar kemur að samgönguframkvæmdum. Undirrituð eru í samráðshópi um Sundabraut fyrir hönd Íbúasamtaka Laugardals og það verður að segjast að þessi spunatilkynning Vegagerðar ríkisins kom meira að segja okkur á óvart og höfum við þó kynnst vafasömum aðferðum hennar á opinberum vettvangi áður. Efnislega er tilkynningin mjög athyglisverð, svo ekki sé meira sagt. Það er ekki orði minnst á áhrifin á Laugardalshverfi eða Sundahöfn og síðan er fullyrt, án nokkurra raka að þetta verði „betri tenging fyrir Grafarvogsbúa“, þ.e. brú frekar en göng. Það er alveg víst að þessi tenging á eftir að verða fjölfarin leið stórra flutningabíla framhjá og í gegnum Grafarvog. Sú fullyrðing að „ekki er fyrirséð að umferð úr öðrum hverfum leiti í gegnum Grafarvog til að komast í gegnum brúna“ er besta falli hæpin og vafalaust röng. Með tvennum mislægum gatnamótum við Hallsveg og Borgarveg er áreiðanlegt að umferð á eftir að leita í gegnum Grafarvog í báðar áttir. Það munu miklu fleiri en Grafarvogsbúar finna þessa tengingu og umferð um Grafarvog ykist umtalsvert. Þetta myndi mjög fljótt kalla á tvöföldun Hallsvegar. Gangalausnin leiðir hins vegar mestu umferðina neðanjarðar framhjá Grafarvogi og samt sem áður geta íbúar hverfisins nýtt sér göngin til leiðarstyttingar til miðborgarinnar. Einnig er hæpið að halda því fram á hábrú bæti við möguleikum fyrir hjólandi og gangandi; það verða fáir sem leggja leið sína yfir hábrú óvarðir fyrir veðri og vindum, auk þess sem að það er nú þegar til brúuð hjólaleið við Geirsnef á milli hverfa. Enn frekari athygli vekur að fyrirhugað sé að leiða umferð „ofan á stokki á Sæbraut sem nær frá Holtavegi norður fyrir Sægarða“; við spyrjum, er sem sagt fyrirhugað að byggja annan Sæbrautarstokk norðan við Holtaveg? Hefur þetta verið skrifað í Samgöngusáttmálann eða samþykkt af valdhöfum yfirleitt? Íbúar í Laugardalshverfi munu ekki sætta sig við að Vegagerðin reki hraðbrautarbrú beint inn hverfið þeirra mótmælalaust og við spyrjum hver ræður þessum málum hér á landi, er það stofnun á vegum ríkisins eða lýðræðislega kjörnir valdhafar? Það er ekki verkefni Vegagerðarinnar að eyðileggja gróin hverfi borgarinnar. Verkefni Vegagerðarinnar er að framkvæma með hagsmuni allra íbúa fyrir brjósti og þeim er vel unnt að ná með Sundagöngum. Lilja S. Jónsdóttirer formaður Íbúasamtaka Laugardals og Gauti Kristmannsson er varaformaður ÍL
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun