Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar 15. október 2025 06:47 Þessa dagana hefur starf mitt verið á dagskrá á kaffistofum og í heitum pottum þessa lands. Ég er nefnilega íslenskukennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð, einum af þeim fjórum skólum sem skylda nemendur sína til þess að lesa Sjálfstætt fólk eftir nóbelskáldið Halldór Laxness. Það er mér því ljúft og skylt að útskýra af hverju mér finnst að við eigum að kenna einmitt þessa bók eftir einmitt þennan mann. Galdurinn við Sjálfstætt fólk er sá að hún er mjög krefjandi fyrir lesandann að því leyti að aðalpersónan Bjartur er ekkert sérstaklega góð manneskja. Þetta á raunar líka við um Jón Hreggviðsson, aðalpersónu Íslandsklukkunnar, sem heitu pottunum finnst líka of flókin til að „henda í“ nemendur og mér finnst líka mjög gaman að kenna. Lesandi bókmennta á að samsama sig með aðalpersónum, finna til með þeim og spegla sig í þeim, en öll slík hegðun gagnvart þeim félögum er afskaplega óþægileg. Þrátt fyrir þetta er augljóst fyrir lesandann að báðir eiga þeir skilið réttlæti í sínum samfélögum. Það á nefnilega ekki að þurfa að sýna fram á manngæsku sína eða siðferði til þess að eiga skilið réttlæti og sanngirni. Þessi krefjandi afstaða gagnvart bókinni reynist ýmsum flókin, bæði nemendum og rígfullorðnu fólki. Þess vegna er Bjartur í Sumarhúsum stundum hylltur sem einhvers konar hetja þrátt fyrir alla hans vankanta, af því að í samfélagi, þar sem öll umræða er pólariseruð og svarthvít, ræður fólk illa við að líka ekki við aðalpersónu bókarinnar, en hafa samúð með aðstæðum hennar og finnast þær ranglátar. Þó er þetta einmitt sú ástæða sem mér finnst vega þyngst í þeirri ákvörðun að halda áfram að kenna þessa erfiðu bók. Ungmenni sem við lok íslenskunáms á þriðja þrepi eiga, samkvæmt aðalnámskrá að „átta sig á samfélagslegum skírskotunum og ná duldum boðskap og hugmyndum, sýna þroskaða siðferðisvitund, víðsýni, sköpunarhæfni og samlíðan í málflutningi sínum, umfjöllun og verkum“ verða að geta lesið bókmenntir sem reyna á þessa þætti, bókmenntir þar sem lesandinn er krafinn um að geta haft flóknar tilfinningar og tekið flókna afstöðu. Það er ekki auðvelt að læra Sjálfstætt fólk. Það er raunar ekki alltaf auðvelt að kenna Sjálfstætt fólk. En það á heldur ekki alltaf að vera auðvelt að vera í námi. Ég kæri mig alls ekki um að vera kennari sem „mætir nemendum þar sem þau eru“. Ég lít ekki á það sem mitt hlutverk eða starf. Mitt starf er að hjálpa nemendum að þroskast og vaxa, að fá þau einmitt til þess að hætta að vera þar sem þau eru þegar þau koma til mín og gera þau reiðubúin til að takast á við lífið á nýjan hátt. Nám verður að vera erfitt og krefjandi, annars erum við ekki að sinna okkar skyldum. Nemendur okkar í MH eru yfirleitt stoltir og ánægðir með sig eftir að hafa lesið þessa krefjandi bókmennt, enda mega þau alveg vera það. Það er alveg sérstök tilfinning sem fylgir því fyrir unga manneskju að ráða við erfitt og flókið verkefni sem hún hefði ekkert endilega ráðist í nema tilneydd og uppgötva að þó það hafi verið erfitt, þá réði hún við það. Eftir Sjálfstætt fólk virka aðrar bækur auðveldari en áður og það að halda því fram að ungt fólk geti ekki eða eigi ekki að lesa þessa bók af því að hún sé of flókin er að gera lítið úr þessu frábæra fólki sem leggur sig virkilega fram við að lesa, þroskast og læra. Og ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum. Höfundur er íslensku- og bókmenntafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bókmenntir Framhaldsskólar Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana hefur starf mitt verið á dagskrá á kaffistofum og í heitum pottum þessa lands. Ég er nefnilega íslenskukennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð, einum af þeim fjórum skólum sem skylda nemendur sína til þess að lesa Sjálfstætt fólk eftir nóbelskáldið Halldór Laxness. Það er mér því ljúft og skylt að útskýra af hverju mér finnst að við eigum að kenna einmitt þessa bók eftir einmitt þennan mann. Galdurinn við Sjálfstætt fólk er sá að hún er mjög krefjandi fyrir lesandann að því leyti að aðalpersónan Bjartur er ekkert sérstaklega góð manneskja. Þetta á raunar líka við um Jón Hreggviðsson, aðalpersónu Íslandsklukkunnar, sem heitu pottunum finnst líka of flókin til að „henda í“ nemendur og mér finnst líka mjög gaman að kenna. Lesandi bókmennta á að samsama sig með aðalpersónum, finna til með þeim og spegla sig í þeim, en öll slík hegðun gagnvart þeim félögum er afskaplega óþægileg. Þrátt fyrir þetta er augljóst fyrir lesandann að báðir eiga þeir skilið réttlæti í sínum samfélögum. Það á nefnilega ekki að þurfa að sýna fram á manngæsku sína eða siðferði til þess að eiga skilið réttlæti og sanngirni. Þessi krefjandi afstaða gagnvart bókinni reynist ýmsum flókin, bæði nemendum og rígfullorðnu fólki. Þess vegna er Bjartur í Sumarhúsum stundum hylltur sem einhvers konar hetja þrátt fyrir alla hans vankanta, af því að í samfélagi, þar sem öll umræða er pólariseruð og svarthvít, ræður fólk illa við að líka ekki við aðalpersónu bókarinnar, en hafa samúð með aðstæðum hennar og finnast þær ranglátar. Þó er þetta einmitt sú ástæða sem mér finnst vega þyngst í þeirri ákvörðun að halda áfram að kenna þessa erfiðu bók. Ungmenni sem við lok íslenskunáms á þriðja þrepi eiga, samkvæmt aðalnámskrá að „átta sig á samfélagslegum skírskotunum og ná duldum boðskap og hugmyndum, sýna þroskaða siðferðisvitund, víðsýni, sköpunarhæfni og samlíðan í málflutningi sínum, umfjöllun og verkum“ verða að geta lesið bókmenntir sem reyna á þessa þætti, bókmenntir þar sem lesandinn er krafinn um að geta haft flóknar tilfinningar og tekið flókna afstöðu. Það er ekki auðvelt að læra Sjálfstætt fólk. Það er raunar ekki alltaf auðvelt að kenna Sjálfstætt fólk. En það á heldur ekki alltaf að vera auðvelt að vera í námi. Ég kæri mig alls ekki um að vera kennari sem „mætir nemendum þar sem þau eru“. Ég lít ekki á það sem mitt hlutverk eða starf. Mitt starf er að hjálpa nemendum að þroskast og vaxa, að fá þau einmitt til þess að hætta að vera þar sem þau eru þegar þau koma til mín og gera þau reiðubúin til að takast á við lífið á nýjan hátt. Nám verður að vera erfitt og krefjandi, annars erum við ekki að sinna okkar skyldum. Nemendur okkar í MH eru yfirleitt stoltir og ánægðir með sig eftir að hafa lesið þessa krefjandi bókmennt, enda mega þau alveg vera það. Það er alveg sérstök tilfinning sem fylgir því fyrir unga manneskju að ráða við erfitt og flókið verkefni sem hún hefði ekkert endilega ráðist í nema tilneydd og uppgötva að þó það hafi verið erfitt, þá réði hún við það. Eftir Sjálfstætt fólk virka aðrar bækur auðveldari en áður og það að halda því fram að ungt fólk geti ekki eða eigi ekki að lesa þessa bók af því að hún sé of flókin er að gera lítið úr þessu frábæra fólki sem leggur sig virkilega fram við að lesa, þroskast og læra. Og ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum. Höfundur er íslensku- og bókmenntafræðingur
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar