Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifa 18. nóvember 2025 14:31 Ytra mat á starfsemi grunnskóla á Íslandi hefur legið niðri síðan árið 2021. Engin reglubundin úttekt fer nú fram af hálfu mennta- og barnamálaráðuneytisins og samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins er ekki gert ráð fyrir að mat hefjist á ný fyrr en að lokinni endurskoðun á hlutverki ríkis og sveitarfélaga í menntakerfinu sem er ekki fyrr en árið 2027. Í reynd þýðir þetta að engin sjálfstæð, opinber greining á gæðum grunnskólastarfs á Íslandi verður til staðar í að minnsta kosti sex ár. Þetta hlé er er kerfislæg brotalöm sem snertir grundvallarréttindi barna og trúverðugleika menntakerfisins. Lögin krefjast ábyrgðar ekki biðar Samkvæmt 35. grein grunnskólalaga nr. 91/2008 ber ráðherra skylda til að meta reglubundið gæði skólastarfs í landinu, með innra og ytra mati. Sú skylda er ekki valkvæð heldur sett til að tryggja jafnræði, fagmennsku og rétt barna til gæða í námi, óháð búsetu. Á meðan sveitarfélög og skólar vinna stöðugt að sjálfsmati og umbótaverkefnum, hefur ytra matið, faglegi spegilinn og sameiginlegi viðmiðunarpunkturinn, horfið. Það er óásættanlegt að ráðuneytið, sem setur reglur um gæði skólastarfs, skuli láta eigið eftirlit liggja niðri árum saman. Afleiðingar eru ójöfnuður og skortur á trausti Án virks ytra mats eykst hættan á ójöfnuði milli sveitarfélaga og skóla.Sum sveitarfélög hafa burði til að fjárfesta í gæðastarfi og ráðgjöf, önnur ekki. Þannig verða gæði skólastarfs meira háð fjárhag sveitarfélags en ekki réttindum barnsins. Um leið veikist traustið milli skóla, foreldra og samfélagsins. Af hverju þarf að endurvekja ytra mat hið fyrsta? Ytra mat á að tryggja jafnræði barna óháð búsetu, styðja skóla með faglegri utan að komandi sýn og veita samfélaginu traustar upplýsingar um gæði menntakerfisins og nýtingu fjármuna. Þegar þessu ferli er slegið á frest missa skólar mikilvæg tækifæri til að spegla starf sitt í óháðum gæðaviðmiðum og sveitarfélög fá ekki það faglega aðhald sem lög og menntastefna gera ráð fyrir. Menntun er samfélagssáttmáli Í annarri aðgerðaáætlun vegna Menntastefnu er áætlun um að „skýra hlutverk ríkis og sveitarfélaga“ sem er vissulega nauðsyn, en ekki afsökun fyrir aðgerðaleysi.Ekkert barn á að bíða eftir réttindum sínum í menntakerfi sem er án eftirlits og stuðnings. Ráðuneytið verður að tryggja að ytra mat verði tekið upp að nýju hið fyrsta til að endurheimta gagnsæi, jafnræði og traust. Menntun er grunnstoð hvers samfélags og að fylgjast með gæðum hennar er ekki valkostur, heldur lögbundin skylda. Álfhildur Leifsdóttir er kennari og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir er leik- og grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla- og menntamál Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Ytra mat á starfsemi grunnskóla á Íslandi hefur legið niðri síðan árið 2021. Engin reglubundin úttekt fer nú fram af hálfu mennta- og barnamálaráðuneytisins og samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins er ekki gert ráð fyrir að mat hefjist á ný fyrr en að lokinni endurskoðun á hlutverki ríkis og sveitarfélaga í menntakerfinu sem er ekki fyrr en árið 2027. Í reynd þýðir þetta að engin sjálfstæð, opinber greining á gæðum grunnskólastarfs á Íslandi verður til staðar í að minnsta kosti sex ár. Þetta hlé er er kerfislæg brotalöm sem snertir grundvallarréttindi barna og trúverðugleika menntakerfisins. Lögin krefjast ábyrgðar ekki biðar Samkvæmt 35. grein grunnskólalaga nr. 91/2008 ber ráðherra skylda til að meta reglubundið gæði skólastarfs í landinu, með innra og ytra mati. Sú skylda er ekki valkvæð heldur sett til að tryggja jafnræði, fagmennsku og rétt barna til gæða í námi, óháð búsetu. Á meðan sveitarfélög og skólar vinna stöðugt að sjálfsmati og umbótaverkefnum, hefur ytra matið, faglegi spegilinn og sameiginlegi viðmiðunarpunkturinn, horfið. Það er óásættanlegt að ráðuneytið, sem setur reglur um gæði skólastarfs, skuli láta eigið eftirlit liggja niðri árum saman. Afleiðingar eru ójöfnuður og skortur á trausti Án virks ytra mats eykst hættan á ójöfnuði milli sveitarfélaga og skóla.Sum sveitarfélög hafa burði til að fjárfesta í gæðastarfi og ráðgjöf, önnur ekki. Þannig verða gæði skólastarfs meira háð fjárhag sveitarfélags en ekki réttindum barnsins. Um leið veikist traustið milli skóla, foreldra og samfélagsins. Af hverju þarf að endurvekja ytra mat hið fyrsta? Ytra mat á að tryggja jafnræði barna óháð búsetu, styðja skóla með faglegri utan að komandi sýn og veita samfélaginu traustar upplýsingar um gæði menntakerfisins og nýtingu fjármuna. Þegar þessu ferli er slegið á frest missa skólar mikilvæg tækifæri til að spegla starf sitt í óháðum gæðaviðmiðum og sveitarfélög fá ekki það faglega aðhald sem lög og menntastefna gera ráð fyrir. Menntun er samfélagssáttmáli Í annarri aðgerðaáætlun vegna Menntastefnu er áætlun um að „skýra hlutverk ríkis og sveitarfélaga“ sem er vissulega nauðsyn, en ekki afsökun fyrir aðgerðaleysi.Ekkert barn á að bíða eftir réttindum sínum í menntakerfi sem er án eftirlits og stuðnings. Ráðuneytið verður að tryggja að ytra mat verði tekið upp að nýju hið fyrsta til að endurheimta gagnsæi, jafnræði og traust. Menntun er grunnstoð hvers samfélags og að fylgjast með gæðum hennar er ekki valkostur, heldur lögbundin skylda. Álfhildur Leifsdóttir er kennari og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir er leik- og grunnskólakennari.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun