Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar 15. desember 2025 10:47 Á árinu 2025 lauk hundraðasti neminn doktorsgráðu við Háskólann í Reykjavík (HR). Við tímamót sem þessi er vert er að staldra við og velta því upp hvað það er sem gerir háskóla að háskóla. Það er ekki nóg fyrir háskóla að miðla þekkingu, sem er nú þegar til, heldur þarf háskóli líka að skapa nýja þekkingu og svo miðla henni áfram. Í umræðu um háskólastarf heyrast oft kröfur um skjótar niðurstöður, mælanlegar afurðir og bein tengsl við atvinnulíf. Slíkt skiptir auðvitað máli, en það sem gleymist stundum er að nýsköpun byggir nær alltaf á einhverju sem varð til í grunnrannsóknum, einhverju sem varð til vegna forvitni, gagnrýnnar hugsunar og hæfni til að rannsaka hið óþekkta. Og þar gegna doktorsnemar lykilhlutverki. Þeir eru ekki bara viðbót við rannsóknastarf heldur burðarás þess. Doktorsnemar hanna tilraunir, þróa aðferðir, greina gögn, skrifa styrkumsóknir og vísindagreinar og tengja rannsóknahópa í háskólunum okkar við alþjóðlegt rannsóknasamfélag. Staðreyndin er sú að án doktorsnema væri erfitt að halda úti öflugu vísindastarfi. Þegar doktorsnámi hnignar, þá veikjast rannsóknahópar, birtingum fækkar, alþjóðlegt samstarf dvínar og hæfnin til að sækja í samkeppnissjóði minnkar. Afleiðingarnar verða veikari nýsköpun enda fær hún sína næringu úr nýrri þekkingu. Grunnrannsóknir eru stundum vanmetnar vegna þess að þær lofa ekki alltaf einhverskonar afurð strax á næsta ársfjórðungi. Grunnrannsóknir skapa þó dýrmæt verkfæri í verkfærakistu framtíðarinnar sem er nýr skilningur, nýjar mæliaðferðir, ný líkön og nýjar leiðir til að takast á við áskoranir og vandamál. Þegar slíkur grunnur er fyrir hendi geta háskólar, fyrirtæki og stofnanir byggt ofan á hann og þá verða til tæknilausnir, ný fyrirtæki, betri þjónusta, aukið öryggi, bætt heilbrigði og sterkari samfélagslegir innviðir. Samspil grunnrannsókna og nýsköpunar er lykilatriði hér enda er nýsköpun án grunnrannsókna fremur á yfirborðinu og endurbætir fremur en að umbreyta. Sömuleiðis eru grunnrannsóknir án tengingar við nýsköpun síður sýnilegar og nýttar. Sterkur háskóli þarf því hvort tveggja og þar er doktorsnámið mikilvægasti hlekkurinn. Í dag eru rúmlega 100 nemendur í doktorsnámi við HR. Ef við viljum að íslenskt þekkingarsamfélag haldi áfram að dafna, þurfum við að gera doktorsnám raunhæft og eftirsóknarvert. Við þurfum að tryggja stöðugleika í fjármögnun, styðja rannsóknainnviði, rækta alþjóðleg tengsl og skapa gott vinnuumhverfi. Það er ekki bara hagsmunamál háskóla, heldur samfélagsins alls. Hundrað doktorsgráður segja okkur að hér sé verið að byggja upp getu sem skiptir máli. Næsta skref er að halda áfram að efla hana og nýta, því framtíð nýsköpunar byggist á fólki sem fær rými til að spyrja, prófa og uppgötva, samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda, nýsköpunar og atvinnulíftengsla við HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Sjá meira
Á árinu 2025 lauk hundraðasti neminn doktorsgráðu við Háskólann í Reykjavík (HR). Við tímamót sem þessi er vert er að staldra við og velta því upp hvað það er sem gerir háskóla að háskóla. Það er ekki nóg fyrir háskóla að miðla þekkingu, sem er nú þegar til, heldur þarf háskóli líka að skapa nýja þekkingu og svo miðla henni áfram. Í umræðu um háskólastarf heyrast oft kröfur um skjótar niðurstöður, mælanlegar afurðir og bein tengsl við atvinnulíf. Slíkt skiptir auðvitað máli, en það sem gleymist stundum er að nýsköpun byggir nær alltaf á einhverju sem varð til í grunnrannsóknum, einhverju sem varð til vegna forvitni, gagnrýnnar hugsunar og hæfni til að rannsaka hið óþekkta. Og þar gegna doktorsnemar lykilhlutverki. Þeir eru ekki bara viðbót við rannsóknastarf heldur burðarás þess. Doktorsnemar hanna tilraunir, þróa aðferðir, greina gögn, skrifa styrkumsóknir og vísindagreinar og tengja rannsóknahópa í háskólunum okkar við alþjóðlegt rannsóknasamfélag. Staðreyndin er sú að án doktorsnema væri erfitt að halda úti öflugu vísindastarfi. Þegar doktorsnámi hnignar, þá veikjast rannsóknahópar, birtingum fækkar, alþjóðlegt samstarf dvínar og hæfnin til að sækja í samkeppnissjóði minnkar. Afleiðingarnar verða veikari nýsköpun enda fær hún sína næringu úr nýrri þekkingu. Grunnrannsóknir eru stundum vanmetnar vegna þess að þær lofa ekki alltaf einhverskonar afurð strax á næsta ársfjórðungi. Grunnrannsóknir skapa þó dýrmæt verkfæri í verkfærakistu framtíðarinnar sem er nýr skilningur, nýjar mæliaðferðir, ný líkön og nýjar leiðir til að takast á við áskoranir og vandamál. Þegar slíkur grunnur er fyrir hendi geta háskólar, fyrirtæki og stofnanir byggt ofan á hann og þá verða til tæknilausnir, ný fyrirtæki, betri þjónusta, aukið öryggi, bætt heilbrigði og sterkari samfélagslegir innviðir. Samspil grunnrannsókna og nýsköpunar er lykilatriði hér enda er nýsköpun án grunnrannsókna fremur á yfirborðinu og endurbætir fremur en að umbreyta. Sömuleiðis eru grunnrannsóknir án tengingar við nýsköpun síður sýnilegar og nýttar. Sterkur háskóli þarf því hvort tveggja og þar er doktorsnámið mikilvægasti hlekkurinn. Í dag eru rúmlega 100 nemendur í doktorsnámi við HR. Ef við viljum að íslenskt þekkingarsamfélag haldi áfram að dafna, þurfum við að gera doktorsnám raunhæft og eftirsóknarvert. Við þurfum að tryggja stöðugleika í fjármögnun, styðja rannsóknainnviði, rækta alþjóðleg tengsl og skapa gott vinnuumhverfi. Það er ekki bara hagsmunamál háskóla, heldur samfélagsins alls. Hundrað doktorsgráður segja okkur að hér sé verið að byggja upp getu sem skiptir máli. Næsta skref er að halda áfram að efla hana og nýta, því framtíð nýsköpunar byggist á fólki sem fær rými til að spyrja, prófa og uppgötva, samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda, nýsköpunar og atvinnulíftengsla við HR.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar