Ísland í dag - Íslensk YouTube stjarna með milljónir áhorfa

Steinunn Anna Svansdóttir er sextán ára Hafnfirðingur, sem fyrir nokkrum árum gekk í gegnum erfiða tíma. Hún lét það ekki draga úr sér og fór að búa til myndbönd sem hún birti inni á YouTube. Til vinnslunnar notaði hún iPad sem hún fékk í fermingjargjöf og fljótlega fór boltinn að rúlla. Í dag er Steinunn með rúmlega 53.000 fylgjendur á síðunni sinni, sem heitir BornToBeFighter. Alls hefur verið horft sex milljón sinnum á myndböndin hennar og er hún farin að þéna vel á meðan hún skemmtir sér við vinnsluna. Steinunn æfir einnig hópfimleika með Stjörnunni og er í landsliðinu. Þá er hún vinsæl á Instagram þar sem ríflega 20 þúsund manns fylgja henni. Nánar verður fjallað um þessa hæfileikaríku stelpu í Íslandi í dag á Stöð 2 klukkan 18.55 í kvöld.

20055
00:39

Vinsælt í flokknum Ísland í dag