Björgunarsveitarmenn minnast félaga síns
Björgunarsveitarmenn afhentu Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, fyrsta neyðarkallinn í morgun og hófst þannig árlegt fjáröflunarátak þeirra. Neyðarkallinn í ár er straumvatnsbjörgunarmaður og með honum minnast björgunarsveitir félaga síns sem lést á æfingu við Tungufljót á síðasta ári.