Fylgi Sjálfstæðisflokksins upp um sex prósent milli kannanna hjá MMR Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 28,7 prósent, tæplega sex prósentustigum hærra en við síðustu könnun MMR sem framkvæmd var í byrjun apríl 2021. Fylgi Samfylkingar fer niður í 11,3 prósent. Innlent 30. apríl 2021 11:32
Seðlabankastjóri vildi ekki ræða áhrif hagsmunahópa Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, baðst undan því að mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis til að ræða ummæli hans í nýlegu viðtali um áhrif hagsmunahópa í íslensku samfélagi. Fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni segir Ásgeir ekki hafa talið sig réttan manninn til að ræða málið. Innlent 29. apríl 2021 19:43
Frelsi fjölmiðla Einhver mikilvægasta auðlind í hverju lýðræðissamfélagi eru frjálsir fjölmiðlar þar sem fagleg og gagnrýnin umfjöllun veitir valdamönnum aðhald og heldur almenningi upplýstum. Skoðun 29. apríl 2021 13:44
Alþingi vill svör frá heilbrigðisráðherra Þung gagnrýni á heilbrigðisráðherra í kjölfar breytinga á skipulagi og framkvæmd skimana fyrir krabbameini í leghálsi leiddi til þess að Alþingi fól ráðherranum um miðjan mars að vinna skýrslu um málið. Skoðun 29. apríl 2021 07:30
Staðhæfir að nettröll á vegum Vg fari um samfélagsmiðla Gunnar Smári Egilsson, hugmyndafræðingur Sósíalistaflokks Íslands, heldur því fram fullum fetum að Vinstri græn geri út fólk til að spilla pólitísku samtali á samfélagsmiðlum. Innlent 28. apríl 2021 13:43
Konur eiga betra skilið Það er ljóst að það hefur því miður ríkt ófremdarástand í einu af mikilvægustu heilbrigðismálum þessa kjörtímabils sem snúast um heilbrigði kvenna; breytingar á skimun á legháls – og brjóstakrabbameini. Skoðun 28. apríl 2021 12:31
Opið bréf til menntamálaráðherra: Fagþekkingin liggur hjá okkur „Ég fagna því að fleiri vilji taka þátt í þessari vinnu og það eru allir velkomnir að borðinu,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í forsíðuviðtali við eitt iðnfélaganna í mars í fyrra. Hún hafði verið spurð hvers vegna fulltrúar launamanna hefðu ekki verið hafðir með í ráðum þegar tillögur voru mótaðar um eflingu iðn- og tæknináms. Skoðun 28. apríl 2021 09:01
„Vond uppskrift af hamingju í lífinu að biðja um að það sé allt öðruvísi“ „Lífið er erfitt og ég nota þetta oft á börnin mín að það sé of mikið að gera í skólanum eða prófið hafi verið ósanngjarnt eða hvað sem það kann að vera,“ segir Bjarni Ben er fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Lífið 27. apríl 2021 16:31
Meint klámhögg Brynjars og meintur grátur Guðmundar Þingmenn takast hart á um umdeild ummæli sem féllu þar sem heiðurslaun listamanna voru notuð til dæmis. Sem segir talsvert um átakalínur í íslenskri pólitík, ef að er gáð. Innlent 27. apríl 2021 13:59
Á lokametrunum með sorgarorlof fyrir foreldra sem missa barn „Það er á lokametrunum,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra um nýtt frumvarp varðandi sorgarorlof. Lífið 27. apríl 2021 09:30
Endurnýjun ekki til marks um óánægju með þingflokkinn Mikil endurnýjun verður í þingflokki Vinstri Grænna í haust. Nýir oddvitar eru í öllum kjördæmum þar sem forval hefur farið fram og þingmönnum hefur ítrekað verið hafnað. Formaður Vinstri Grænna telur þetta ekki endurspegla óánægju. Innlent 26. apríl 2021 19:30
Katrín: Stórfyrirtæki sem misbjóða samfélaginu missa virðinguna Mennta- og menningarmálaráðherra segir Samherja hafa gengið of langt í viðbrögðum sínum við umfjöllun um fyrirtækið. Innlent 26. apríl 2021 18:25
Brynjar segir engin heiðurslaun hugsanleg án Samherja og annarra sambærilegra fyrirtækja Brynjar Níelsson alþingismaður sendir Bubba Morthens tóninn í pistli þar sem hann rís upp Samherja til varnar. Innlent 26. apríl 2021 15:41
Skúli Magnússon kjörinn umboðsmaður Alþingis Skúli Magnússon, dómsstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefur verið kjörinn umboðsmaður Alþingis til næstu fjögurra ára. Hann var kosinn af Alþingi í morgun og tekur við embætti þann 1. maí. Innlent 26. apríl 2021 14:10
Lilja telur Samherja hafa gengið of langt Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir Samherja hafa gengið of langt í viðbrögðum sínum við umfjöllun Ríkisútvarpsins um fyrirtækið. Innlent 26. apríl 2021 13:39
Tekist á um sóttvarnaaðgerðir í Víglínunni Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fer yfir stöðuna í baráttunni gegn covid 19 veirunni hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni í Víglínunni í dag. Þá takast þær Sigríður Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Inga Sæland formaður Flokks fólksins á um ólík sjónarmið í baráttuni í þættinum. Innlent 25. apríl 2021 16:30
Ein stærsta klukka landsins farin að tifa Tröllvaxin klukka er farin að ganga á framhlið Alþingishótelsins við Austurvöll, sem senn hefur starfsemi. Innlent 23. apríl 2021 22:03
Telur einsýnt að Svandís sé að skamma Sjallana en ekki sig Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vera að tala til Sjálfstæðisflokksins en ekki stjórnarandstöðunnar þegar hún heldur því fram að baráttan við veiruna sé orðin að pólitísku bitbeini. Innlent 23. apríl 2021 14:17
Þórólfur líkti stöðu sinni við slökkviliðsmann með bundnar hendur Samfylkingarfólk heldur því fram að Svandís Svavarsdóttir sé milli tveggja elda: Þórólfs og eigin sannfæringar annars vegar og hins vegar Sjálfstæðisflokksins. Innlent 23. apríl 2021 11:03
Varaþingmaðurinn úr Pírötum sem greiddi atkvæði gegn frumvarpi Svandísar Aðeins tvö atkvæði voru greidd gegn sóttvarnalagafrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gær, þar sem skylduvist á sóttkvíarhóteli var leidd í lög fyrir ákveðna hópa við landamærin. Innlent 22. apríl 2021 14:29
„Aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var önnur þeirra tveggja þingmanna sem ekki studdu frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús og ráðstafanir á landamærum. Hún segir aldrei hafa verið eins litla ástæðu til að veita jafnmikilli valdbeitingu á landamærunum lagastoð. Innlent 22. apríl 2021 14:15
Ánægður með breytingarnar sem gerðar voru á frumvarpinu í nótt Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ánægðir að frumvörp um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga voru samþykkt í nótt. Lagabreytingin skyldar fólk frá tilteknum svæðum, miðað við útbreiðslu kórónuveirunnar, til að fara í sóttvarnahús milli skimana eftir komuna til landsins. Innlent 22. apríl 2021 12:19
Hefði viljað ganga lengra til að „stoppa lekann á landamærum“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, segir miður að ekki hafi verið gengið lengra í frumvarpi sem samþykkt var á Alþingi í nótt við að veita sóttvarnayfirvöldum heimild til að „stöðva lekann á landamærum.“ Hún telur ósamstöðu innan ríkisstjórnarinnar um að kenna. Innlent 22. apríl 2021 11:38
Frumvarpið samþykkt á Alþingi í nótt Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga, þar sem kveðið er á um sóttvarnahús og för yfir landamæri, var samþykkt á Alþingi á fimmta tímanum í nótt. Frumvarpið var samþykkt með 28 atkvæðum gegn tveimur, 22 greiddu ekki atkvæði og ellefu voru fjarstaddir. Innlent 22. apríl 2021 07:10
Þingfundi frestað enn einu sinni Þingfundi sem hefjast átti klukkan 21:30 hefur nú verið frestað til klukkan eitt. Fundinum hafði áður verið frestað til 23 og síðan aftur til miðnættis. Afgreiðsla frumvarps heilbrigðisráðherra um sóttvarna- og útlendingalög í velferðarnefnd hefur dregist á langinn og útlit fyrir að umræða um frumvarpið á þingi standi fram á nótt. Innlent 21. apríl 2021 22:04
Gerir fastlega ráð fyrir að frumvarpið taki „þónokkrum breytingum“ í kvöld Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir fastlega ráð fyrir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarnar- og útlendingalögum verði taki þónokkrum breytingum í meðförum velferðarnefndar í kvöld. Innlent 21. apríl 2021 19:53
Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. Innlent 21. apríl 2021 19:20
Covid faraldurinn hefur kostað ríkissjóð allt að fjögur hundruð milljarða Fjármálaráðherra segir kórónuveirufaraldurinn hafa kostað ríkissjóð um fjögur hundruð milljarða króna. Það hafi óumdeilanlega verið skynsamlegt að hefta möguleika covid 19 veirunnar til að komast inn í landið til að verja efnahagslífið. Innlent 21. apríl 2021 14:29
Sóttu að Bjarna og skilja ekkert í breyttum viðmiðum Hart var sótt að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á Alþingi í dag þegar þingmenn mættu í pontu hver á fætur öðrum og sögðu að blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar í gær um ráðstafanir á landamærunum hefði verið illskiljanlegur. Innlent 21. apríl 2021 14:00
Flokkur fólksins vill enn harðari reglur á landamærum Þingflokkur Flokks fólksins leggur fram breytingartillögur við sóttvarnafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem fela í sér að allir ferðamenn sem koma til landsins skuli dvelja í sóttvarnarhúsi eigi skemur en í sjö daga frá komu til lands og greiði sjálfir fyrir dvöl í sóttvarnarhúsi. Innlent 21. apríl 2021 12:03