Þinglokasamningar í höfn: Lögreglulögin fljúga í gegn með breyttum örorkulífeyri Formenn þingflokkanna náðu rétt fyrir miðnætti í gær saman um afgreiðslumála fyrir frestun funda Alþingis. Stefnt er að þingfrestun á morgun. Samkvæmt upphaflegri starfsáætlun Alþingis átti þingfrestun að vera fyrir viku síðan. Innlent 21. júní 2024 10:21
Bein útsending: Spennandi lokasprettur á Alþingi Von er á spennandi umræðum á Alþingi og afgreiðslu mála á því sem stefnir í að verða næstsíðasti þingfundur yfirstandandi þings. Beint streymi má sjá að neðan. Innlent 21. júní 2024 10:16
Stærstu mál þingsins munu rata í ruslið Margir eru hugsi eftir vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur í gær. Bjarkey sat rjóð í kinnum, en hún sat fast og taldi sig eiga inni það að stjórnarflokkarnir myndu verja hana. Sem þeir og gerðu, allir nema einn. Jón Gunnarsson sat hjá og þung orð féllu. Innlent 21. júní 2024 09:31
Stjórnarflokkarnir séu farnir að stilla sér upp fyrir kosningabaráttu Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að, þó að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir hafi varist vantrausti með talsverðum meirihluta, varpi atkvæðagreiðslan enn skærara ljósi á þá úlfúð og óeiningu sem ríkir í ríkisstjórnarsamstarfinu. Innlent 20. júní 2024 21:15
„Ég er mjög ósátt við það að hann kjósi að sitja hjá” Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra og þingkona Vinstri grænna er ekki sátt við Jón Gunnarsson þingmann Sjálfstæðisflokksins og hjásetu hans í atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu á hendur henni sem greitt var atkvæði um á þingi í dag. Innlent 20. júní 2024 17:22
Landsmenn fái að skila umsögnum um þá sem vilja ríkisborgararétt Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að sér þætti eðlilegt ef landsmönnum gæfist kostur á að senda umsagnir um þá einstaklinga sem Alþingi greiðir atkvæði um hvort fái ríkisborgararétt hér á landi. Innlent 20. júní 2024 16:58
Sanngjarnt lífeyriskerfi: Áframhaldandi óréttlæti handa þeim sem fá skertar lífeyrisgreiðslur vegna fjármagnstekna maka Um þessar mundir liggur fyrir Alþingi frumvarp til breytingar á lögum um almannatryggingar. Yfirlýst markmið frumvarpsins er að búa til einfaldara og réttlátara örorkulífeyriskerfi. Skoðun 20. júní 2024 14:01
Lagareldisfrumvarpið ekki klárað í vor Ríkisstjórninni hefur ekki tekist að ná saman um lagareldisfrumvarpið í atvinnuveganefnd. Upphaflega stóð til að klára málið fyrir þinglok. Ágreiningur stjórnarliða snýr aðallega að ákvæðum um sektir og gjaldheimtu. Innlent 20. júní 2024 13:35
Allar líkur á því að eiginmaður Páls Óskars verði íslenskur ríkisborgari Allar líkur eru á því að Edgar Antonio Lucena Angarita eiginmaður Páls Óskars Hjálmtýssonar, verði brátt íslenskur ríkisborgari. Þetta er ljóst eftir að allsherjar-og menntamálanefnd lagði til í dag að hann yrði meðal 23 sem fái íslenskt ríkisfang. Lífið 20. júní 2024 13:22
Jón sat hjá Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi ekki atkvæði um vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra. Tillagan var felld með talsverðum meirihluta greiddra atkvæða. Innlent 20. júní 2024 12:50
Greiða atkvæði um vantrauststillöguna Alþingismenn greiða atkvæði um vantrauststillögu Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra á þingfundi dagsins. Innlent 20. júní 2024 10:53
Loksins ábyrg og öfgalaus útlendingapólitík í Samfylkingunni Þegar Kristrún Frostadóttir tók við formannshlutverki í Samfylkingunni lofaði hún flokksmönnum og almenningi öllum að undir hennar forystu myndi Samfylkingin sýna hæfni og styrk í stjórnarandstöðu. Skoðun 20. júní 2024 09:31
Vilhjálmur segir stjórnarflokkana opinbera valdasýki sína Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og formaður Verkalýðsfélags Akraness, er ómyrkur í máli á Facebook-síðu sinni en honum þykir ekki forsvaranlegt að Sjálfstæðisflokkurinn vilji verja Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra vantrausti. Innlent 20. júní 2024 09:06
Örlagavaldur íslenskra heimila Ég var hluti af íslenskri verkalýðshreyfingu þegar samþykkt var á landsþingi Alþýðusambandsins að upptaka Evru og innganga í Evrópusambandið væri hið eina rétta fyrir íslenskt samfélag. Því miður var þessari ályktun stungið ofan í skúffu. Skoðun 20. júní 2024 08:30
„Þessi vantrauststillaga verður felld“ Vantrauststillaga Miðflokksins á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra vegna meintra slælegra vinnubragða hennar við útgáfu leyfis til Hvals hf. um veiðar á langreyði verður tekin til umræðu á Alþingi á morgun. Innlent 19. júní 2024 23:01
Launaþróun æðstu embættismanna eigi að fylgja öðrum launum Forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, segir það forgangsmál ríkisstjórnarinnar að vinna bug á verðbólgu og skapa Seðlabankanum skilyrði til að lækka vexti. Til að það gangi eftir verði forsendur nýgerðra kjarasamninga að standast og forðast þurfi launaskrið „sem endar í höfrungahlaupi á vinnumarkaði með þekktum afleiðingum.“ Innlent 19. júní 2024 22:23
Virkja leyniherbergi Alþingis vegna frumvarps um ríkisborgararétt Ákveðið var í dag að virkja leyniherbergi Alþingis vegna frumvarps um ríkisborgararétt. Þingmönnum verður í samræmi við það heimilt að skoða trúnaðargögn sem tengjast frumvarpinu í sérstöku herbergi, undir eftirliti, fram að afgreiðslu málsins. Ekki má skrifa niður eða taka myndir af gögnunum. Innlent 19. júní 2024 20:18
Loksins Mannréttindastofnun Mannréttindi eru hornsteinn frelsis, friðar, þróunar og réttlætis og þau ber að heiðra og hlú að þeim. Mannréttindi koma ekki að sjálfu sér heldur eru ákvörðun sem þarf að festa í lög, koma inn í kerfi, venja stofnanir við og viðhalda. Skoðun 19. júní 2024 15:30
Jódís segir þingið þjakað af kvenfyrirlitningu Jódís Skúladóttir Vinstri grænum vill meina að Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra hafi mátt sæta kvenfyrirlitningu, ítrekað hafi verið talað niður til hennar og sagt að Bjarni Benediktsson réði öllu. Þær raddir hafi nú þagnað. Innlent 19. júní 2024 13:29
Forsætisráðherra vill skerða launahækkun æðstu embættismanna verulega Samkvæmt frumvarpi forsætisráðherra um laun æðstu embættismanna munu laun þessa hóps hækka mun minna um næstu mánaðamót en ella hefði orðið samkvæmt gildandi lögum. Forseti Alþingis segir að miðað hafi áfram í viðræðum þingflokksformanna í gærkvöldi um þingfrestun og vantrauststillaga á matvælaráðherra verði tekin fyrir á morgun. Innlent 19. júní 2024 11:46
„Það er þetta viðvarandi ólögmæti“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fylkja sér um vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir stjórnsýslu hvalveiðimálsins, allt frá því að Svandís Svavarsdóttir tók ákvarðanir í málinu sem matvælaráðherra, hafa verið óboðlega. Innlent 18. júní 2024 20:45
Fjármálaráðherra hafi slátrað eigin samgönguáætlun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn spurði Sigurð Inga Jóhannsson fjármálaráðherra hvernig það mætti vera að samgönguáætlun hafi verið slátrað en þar eru allar samgönguáætlanir landsins undir. Sigurður Ingi sagði Þorbjörgu Sigríði nota gildishlaðin lýsingarorð og túlka orð sín frjálslega. Innlent 18. júní 2024 15:40
Gagnrýnir viðbúnað lögreglu og takmarkað aðgengi almennings að Austurvelli Þingmaður Pírata gagnrýnir mikinn viðbúnað lögreglu við hátíðarhöld á Austurvelli í gær. Ekki sé góður bragur á að fagna þjóðhátíð með grindverki á milli þjóðarinnar og valdastéttarinnar. Þá fer hann fram á að forseti Alþingis banni lífverði forsætisráðherra á Alþingi. Innlent 18. júní 2024 13:07
Vantrauststillaga lögð fram Þingmenn Miðflokksins munu leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra við upphaf þingfundar í dag. Atkvæði verða greidd um tillöguna á morgun. Innlent 18. júní 2024 12:53
Stjórnarflokkarnir ekki enn komnir með forgangslista mála Stjórnarandstaðan hefur enn ekki verið upplýst um hvaða mál stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að fá afgreidd á yfirstandandi vorþingi. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir formenn þingflokka stjórnarflokkanna forðast að ræða stöðuna. Innlent 18. júní 2024 11:42
Samfylkingin ætli ekki að „bara vera með upphrópanir“ Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður Samfylkingarinnar segir flokkinn búa sig undir að taka við landsstjórninni. Í því felist að taka afstöðu til allra mála á þeim forsendum að „iðka það sem við segjum og ekki bara vera með upphrópanir og andstöðu verandi í minnihluta“. Innlent 18. júní 2024 08:31
Flokkurinn standi ekki lengur með mannréttindum Bæjarfulltrúi í Garðabæ segist hafa sagt sig úr Samfylkingunni vegna áherslna flokksins í útlendingamálum. Hann treystir flokknum ekki lengur í mannréttindamálum. Innlent 17. júní 2024 11:52
Tökum Viktor á þetta og enn lengra Það er oft á dag upp á síðkastið sem ríkistjórnarsambandinu er spáð lokum og bara tímaspursmál hvenær við þurfum að kjósa, margir þingmenn farnir að halda stefnuræður í tíma og aðallega ótíma, þetta er farið að smitast inn í þingsal og engin veit hvað er að gerast og sennilega síst þingmennirnir sjálfir, vantraust ríkjandi og hver höndin upp á móti annari og Háttvirtur Forsætisráðherra flissar í þingsal að öllu saman. Skoðun 17. júní 2024 10:30
„Hvernig getur sama fólk snúist svona í skoðunum sínum?“ Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn vera veikari án Þorbjargar Þorvaldsdóttur, bæjarfulltrúa í Garðabæ, sem tilkynnti fyrr í dag að hún væri hætt í Samfylkingunni. Það segir hún í færslu á Facebook þar sem hún beinir jafnframt spjótum sínum að Samfylkingunni. Innlent 16. júní 2024 20:30
Oddviti Garðarbæjarlistans hættir í Samfylkingunni Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðarbæ, hefur sagt sig úr Samfylkingunni vegna áherslu flokksins í útlendingamálum. Kornið sem virðist hafa fyllt mælinn hjá Þorbjörgu var að þingflokkur Samfylkingarinnar hafi setið hjá þegar kosið var um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra í vikunni. Innlent 16. júní 2024 17:42