Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Loftslagsmálin til umræðu á þingi Norðurlandaráðsins

Þing Norðurlandaráðs, hið 71. í röðinni, fer fram í Stokkhólmi í vikunni en þar koma saman þingmenn og ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum. Loftslagsmál, sjálfbærni og þátttaka ungs fólks í mótun markmiða eru áberandi á dagskránni. Ísland fer með formennsku í ráðinu á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Kanna þurfi lögmæti kirkjusamnings

Undirnefnd sem fjárlaganefnd skipaði vegna nýs samnings ríkisins við Þjóðkirkjuna telur að óska þurfi eftir ítarlegum upplýsingum frá fjármálaráðuneyti um samninginn. Ríkisendurskoðun meti hvort samningurinn er í samræmi við lög um opinber fjármál.

Innlent
Fréttamynd

Háar fjárhæðir árlega frá ríkinu vegna ORRA

Gríðarlegur kostnaður fer í viðhald og rekstur bókhaldskerfis ríkisins. Kerfið er í eigu Oracle og Advania. Fyrirtækin fá hundruð milljóna árlega frá ríkinu vegna kerfisins. Fjármála- og efnahagsráðherra telur rétt að skoða málið.

Innlent
Fréttamynd

Vill göng undir Tröllaskaga

Varaþingmaður Framsóknarflokksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra láti hefja vinnu við frumhönnun og mat á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga.

Innlent
Fréttamynd

Mælti fyrir frumvarpi um nýja stjórnarskrá

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, mælti í dag fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Logi segist í samtali við Vísi vera hóflega bjartsýnn á að málið nái fram að ganga.

Innlent
Fréttamynd

Sökuðu hvor annan um hringlandahátt

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, svaraði þingmanni Pírata fullum hálsi sem sagði hringlandahátt ríkja í stefnu stjórnvalda um veggjöld. Sigurður Ingi sakaði Pírata á móti um hringlandahátt í sinni stefnu.

Innlent
Fréttamynd

„Ekki krúttlegur friðarklúbbur“

Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um aðild Norður-Makedóníu að NATO með 32 atkvæðum en 11 sátu hjá. Þeirra á meðal voru allir þingmenn Vinstri grænna en flokkurinn hefur alla tíð verið andvígur aðild Íslands að NATO.

Innlent
Fréttamynd

Gengur gegn hagsmunum barns að fangelsa foreldri

Það gengur beinlínis gegn hagsmunum barna að fangelsa foreldri fyrir tálmun á umgengni, líkt og frumvarp sem liggur fyrir Alþingi gerir ráð fyrir. Þetta segir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands sem mælir harðlega gegn því að frumvarpið verði samþykkt.

Innlent
Fréttamynd

Allir nema einn samþykktu að hefja frumkvæðisrannsókn

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti á fundi sínum í dag að hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi ráðherra í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Tillagan var samþykkt með öllum atkvæðum nefndarmanna nema einu.

Innlent
Fréttamynd

Segir enga sátt ríkja um frumvarp um þjóðarsjóð

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar segir ljóst að engin sátt ríki um frumvarp um þjóðarsjóð í ljósi þess að fjögur nefndarálit voru gefin út þegar málið var afgreitt úr efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í vor.

Innlent
Fréttamynd

Eru fyrst og fremst að taka til

Ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boða aðgerðir til að einfalda regluverk. Binda vonir við að önnur ráðuneyti og sveitarfélög grípi til sömu aðgerða.

Innlent
Fréttamynd

„Nú eigum við að flýta okkur hægt“

Ekki liggur fyrir hvernig best verður gætt að heildarhagsmunum ríkisins við sölu á eignarhlutum þess í bönkunum. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.

Innlent