Vonar að frumvarp um bætur til sakborninga leiði til sátta Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að verði frumvarp hennar um sanngirnisbætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum að lögum sé til marks um skýran vilja Alþingis til að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem umrætt fólk sætti. Innlent 8. október 2019 20:28
Hljóð og mynd fari ekki saman í málflutningi þeirra sem vilja auka gjöld í sjávarútvegi Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir hugmyndir um útflutningsskatt síst til þess fallnar að styrkja samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs. Innlent 8. október 2019 18:45
„Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Innlent 8. október 2019 18:37
Stefnubreyting Trump í Sýrlandi verður rædd í ríkisstjórn Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á sýrlenska Kúrda, Verður tekin upp á vettvangi ríkisstjórnar Íslands. Innlent 8. október 2019 14:14
Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. Innlent 8. október 2019 13:33
Kalla eftir aðgerðum til að sporna við fækkun starfa í fiskvinnslu Það hlýtur að vera skylda okkar sem samfélags að skapa störf í kringum þær auðlindir sem Íslendingar búa yfir. Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Innlent 8. október 2019 09:59
Bótamáli rætt á Alþingi í dag 1. umræða um málið fer fram klukkan 15.45 að loknum umræðum um velsældarhagkerfið og jarðamál og eignarhald þeirra. Innlent 8. október 2019 08:00
Telur að hækka eigi erfðafjárskatt Þingmaður segir að fjármagns- og eignaskattar séu skattheimtuform 21. aldarinnar því með aukinni sjálfvirknivæðingu muni ójöfnuður aukast. Innlent 8. október 2019 07:45
Atvinnuveganefnd ræðir stöðu fiskvinnslunnar Samkvæmt tilkynningu á vef Alþingis er efni fundarins samkeppnisstaða innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB. Innlent 8. október 2019 07:00
Segir koma til greina að biðja um aðra EES-skýrslu Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir nýbirta skýrslu utanríkisráðuneytisins um EES-samninginn ekki svara þeim spurningum sem hún hafi átt að svara og íhugar að óska eftir annarri skýrslu. Innlent 6. október 2019 21:00
Telur Guðmundar- og Geirfinnsmálið byggjast á misskilningi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir alla hafa gleymt því að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir ýmislegt annað. Innlent 2. október 2019 19:07
Gisti- og fæðipeningar ríkisstarfsmanna lækka um helming Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins. Innlent 30. september 2019 16:41
Heildarupphæðin 759 milljónir króna þegar hlé var gert á viðræðum Frumvarpi forsætisráðherra til laga um heimild til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur verið dreift á Alþingi. Innlent 30. september 2019 16:21
Ræddu samgöngumál í Höfða Þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna og öll borgarstjórn Reykjavíkur funduðu í Höfða í dag. Innlent 30. september 2019 13:31
Þingmaður Pírata orðinn einkaflugmaður Smári McCarthy þingmaður Pírata tók einkaflugmannspróf í dag – og náði. Smári greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni í kvöld og segir langþráðan draum að rætast. Lífið 27. september 2019 22:55
Hreinn Loftsson og Eydís Arna aðstoða Áslaugu Örnu Eydís Arna Líndal og Hreinn Loftsson hafa verið ráðnir aðstoðarmenn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Innlent 27. september 2019 16:29
„Ríkisvaldinu verður að svíða undan svona misgjörningi og ofbeldi“ Þorgerður Katrín segir að fram til þessa hafi stjórnmálin að stærstum hluta gert harmsöguna verri. Innlent 27. september 2019 13:38
„Útfærslan skiptir öllu máli“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að það sé jákvætt að ríkið komi betur til móts við höfuðborgarsvæðið í hinum svokallaða samgöngupakka sem var undirritaður í gær en hann gagnrýnir samráðsleysi og segir útfærsluna skipta öllu máli. Innlent 27. september 2019 13:03
Frumvarp um bætur samþykktar úr ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði fram í ríkisstjórn í morgun frumvarp til laga um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Innlent 27. september 2019 12:51
Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálum og ekki sýnt þeim áhuga Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki átta sig á því hvers vegna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir sléttu ári síðan. Innlent 27. september 2019 09:00
Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Formaður Miðflokksins spyr hvort að forsætisráðherra telji að þeir verðskuldi skaðabætur vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðarinnar af hálfu yfirvalda. Innlent 27. september 2019 08:39
Samráð verður um stjórnarskrá Tveggja daga umræðufundur með þátttöku 300 Íslendinga verður haldinn í nóvember sem liður í samráði við almenning um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Innlent 27. september 2019 07:15
Samkomulag um uppbyggingu á samgönguinnviðum kynnt í dag Samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára verður undirritað síðar í dag. Innlent 26. september 2019 09:36
Verði ekki skylt að auglýsa í dagblöðum Fjármálaráðherra hefur sent inn til umsagnar breytingar á reglum um auglýsingar lausra starfa. Innlent 26. september 2019 06:00
Mælti fyrir frumvarpi um ráðstafanir vegna Brexit Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Innlent 25. september 2019 19:45
„Sárara en tárum taki“ að horfa upp á framkomu nefndarmanna Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýndi framkomu nefndarmanna á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Innlent 25. september 2019 15:29
Fengu ekki að sjá samkomulagið sjálft "Þetta er mjög undarlegt svo vægt sé til orða tekið,” segir Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Innlent 25. september 2019 14:32
Samkomulag um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu kynnt þingmönnum Formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir með ólíkindum að fyrirhugað samkomulag um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki fengið kynningu í nefndinni. Innlent 25. september 2019 11:43
Lítur eineltismál hjá embætti ríkislögreglustjóra alvarlegum augum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, ræddi hugmyndir sínar um skipulagsbreytingar löggæslu í landinu á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun. Innlent 25. september 2019 10:36
Rauk á dyr til að mótmæla Þórhildi Sunnu Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir fráleitt að málefni ríkislögreglustjóra hafi verið tekið fyrir í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins í morgun. Innlent 25. september 2019 10:08