Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Sjálfstæðiskonur guldu afhroð

Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna

Niðurstöður úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Þannig eru karlar í efstu fjórum sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi og hlýtur Elín Hirst þingkona afleita kosningu en hún kemst ekki í efstu sex sætin.

Innlent
Fréttamynd

Segir Sigurð Inga hafa fengið reiðilestur frá Sigmundi Davíð á miðstjórnarfundi

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins lýsti því í ræðu í almennum umræðum á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins á Akureyri í gær, að hann gæti ekki boðið sig fram til varaformennsku að óbreyttri stjórn flokksins á flokksþingi hans sem ákveðið var í gær að fram færi dagana 1. til 2. október næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er í sjokki yfir þessu!“

Helga Dögg Björgvinsdóttir formaður Landssamband sjálfstæðiskvenna vill að forystan beiti sér fyrir því að niðurstaða prófkjörsins í Kraganum verði ekki endanleg.

Innlent
Fréttamynd

Ari Trausti leiðir lista VG í Suðurkjördæmi

Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur leiðir lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi en tillaga uppstillingarnefndar flokksins vegna komandi þingkosninga var samþykkt á félagsfundi í Selinu á Selfossi í dag.

Innlent