Þegar safna skal í sarpinn Þegar hausta tekur tek ég sinnaskiptum. Ég hætti að grilla fisk í kvöldmat og elda frekar kássur og súpur. Ég hætti að klæðast skærlitu flíkinni (þessari einu sem ég á) og dreg fram svartar peysur, skyrtur og buxur. Bakþankar 3. september 2013 06:00
Flugþrá Líklega er ég með snert af einhverju heilkenni sem gerir það að verkum að ég fæ brennandi en handahófskenndan áhuga á einhverju ákveðnu. Ég hef safnað frímerkjum af miklum móð, sökkt mér í erótískar glæpamyndir gerðar á Ítalíu á áttunda áratugnum og eytt sólarhringum í að byggja líkön af byggingum úr gifsi. Bakþankar 2. september 2013 10:45
Hinn fyrsti makríll Í ferð minni til Óslóar í vikunni hitti ég gamlan skólabróður minn sem dvalist hefur þar um nokkurt skeið. Hann þóttist forframaður, vildi kynna mig fyrir siðum þessara stóru frændþjóðar og krafðist þess að ég keypti makríl í dós Bakþankar 31. ágúst 2013 06:00
Hvað á barnið að heita? Einhver sagði mér einu sinni að maður ætti alltaf að skíra nafni sem hæfir forseta. Það er ágætis ráð og viðmið þegar flett er í gegnum nafnabækur og misjafnar samsetningar skoðaðar. Ætli þau Tíbrá og Brúnó hefðu orðið góðir húsráðendur á Bessastöðum? Bakþankar 30. ágúst 2013 07:00
Hjartveiki í Vatnsmýri Það er búið að gera hjartveika akureyska stelpu að "poster-girl“ fyrir því að ef flugvöllurinn fer muni börn deyja. Þetta er ósvífið og ósmekklegt. Bakþankar 29. ágúst 2013 06:00
Viltu verða stuðmóðir? Æskuvinkona mín eignaðist barn fyrir nokkrum mánuðum. Eins og mér leiðist tal um bleiur og barnastóla þá verð ég nú að viðurkenna að ég gladdist þegar mér bárust fregnir af óléttu hennar. Henni fæddist sonur. Krummi og hann er eiginlega fullkominn. Bakþankar 27. ágúst 2013 09:39
Lækaðu Obi-Wan – mín eina von! Vissulega erum við ekki í Rússlandi, Afríku eða í Sýrlandi en við getum samt tekið skýra afstöðu og ákvörðun um að leiða ofbeldi aldrei hjá okkur. Bakþankar 26. ágúst 2013 07:00
Heilbrigðiskerfi á hlaupum Undanfarna daga er búið að vera einstaklega notalegt að vera á Facebook þar sem hver á fætur öðrum tilkynnir um maraþonhlaup í þágu góðgerða. Það er fallegt hvað margir styrkja eitthvað sem er þeim tengt, í minningu eða til stuðnings einhverjum sem þeim þykir vænt um. Það minnir okkur á það góða við að vera í samfélagi manna. Bakþankar 24. ágúst 2013 08:00
Viltu kaffi? Tiltölulega nýlega fór þeim skiptum sem starfsmenn ÁTVR spurðu mig um skilríki að fækka. Allan þrítugsaldurinn, blessuð sé minning hans, var stundin jafnvandræðaleg þegar ég mætti á kassann. Verð ég spurður eða ekki? Vissara að rétta bara kortið til þess að koma í veg fyrir að þurfa að leita að ökuskírteininu til að sanna 28 ára aldur minn. Bakþankar 23. ágúst 2013 07:24
Árið er 2033… Ég vakna við vindinn. Fyrsta haustlægðin er mætt. Horfi út um gluggann. Lítill hvítur plastpoki flýgur í hringi á bílastæðinu. Einhver hefur keypt brauðstangir með pitsunni í gær. Hólmsheiðin er samt allt í lagi hverfi þannig lagað. Þetta er reyndar svolítið frá en húsnæðisverðið er alla vega eftir því. Bakþankar 23. ágúst 2013 07:00
Dvergurinn með happdrættismiða Eruð þið búin að heyra söguna af dvergnum sem var að selja happdrættismiða og bankaði upp á á sambýli fyrir þroskahefta með þeim afleiðingum að þroskahefta fólkið handsamaði hann og lokaði inni í skáp því það hélt að hann væri álfur? Bakþankar 22. ágúst 2013 07:45
Fangakúlur samfélagsins Hjónabönd hanga eins og fangakúla um ökkla samfélagsins. Ég varpa þessu fram, sísona, þó að það sé vissulega erfitt því kúlan er úr járni. Þetta er nefnilega ekki fullmótuð hugmynd hjá mér. Hjónabandið er það hins vegar. Bakþankar 21. ágúst 2013 00:00
Helvítið hann Hannes Það sést ekki á mér en stundum gleymi ég að borða. Í síðustu viku fattaði ég það um tíuleytið að ég hafði gleymt kvöldmatnum. Aðframkominn af næringarskorti gekk ég þungum skrefum að nálægum pitsustað og pantaði konung flatbakanna: pepperóní og ananas. Bakþankar 19. ágúst 2013 07:00
Barbarískir skokkarar Margir láta hlaupabylgjuna sem tryllir lýðinn víða um heim fara í taugarnar á sér. Hlauparar hlaupa líka í fötum sem leyna alltof litlu, hafa brenglaðan tónlistarsmekk, auk þess sem þeir virðast allir byrja að snýta sér á ferð án þess að nokkuð tissjú komi þar við sögu. Bakþankar 17. ágúst 2013 07:00
Þriðja árstíðin Stundum er sagt í hálfkæringi að á Íslandi séu bara tvær árstíðir; vor og haust. Það er ekki rétt. Þær eru þrjár: Sumar, haust og jól. Bakþankar 16. ágúst 2013 07:00
Hötum fortíðina Það er ekkert verra en að hlusta á einhvern mæra eitthvað gamalt. Allt sem er nýtt er betra en það sem er gamalt. Denzel Washington er miklu betri leikari en Sir Laurence Olivier, Mike Tyson hefði getað lamið Muhammed Ali með annarri og Pelé kæmist varla í liðið hjá Ungmennafélaginu Magna á Grenivík. Bakþankar 15. ágúst 2013 00:01
Við steypum í kvöld Tilbúið til samsetningar, leiðbeiningar fylgja. Þetta hljómaði hreint ekki svo illa, við færum létt með þetta. Svona handlagin bæði! Ég hugsaði mig ekki tvisvar um þegar ég sá hýsið síðan auglýst á afslætti í ofanálag, nú skyldi byggður garðskúr. Bakþankar 14. ágúst 2013 07:00
Brattari á útlensku Á mínum stutta blaðamannsferli hef ég tekið viðtöl við nokkra bráðskemmtilega útlendinga sem hingað komu vegna áhuga á hruninu og meintum hetjuviðbrögðum Íslendinga við því. Bakþankar 13. ágúst 2013 07:00
Pottadólgurinn Frjálslyndið faðmar mig fastar með hverju árinu sem líður. Bakþankar 12. ágúst 2013 09:33
Bliki í þrjár klukkustundir Það er erfitt að útskýra það og ég hef á tilfinningunni að maður megi ekki segja það. Maður gæti verið stimplaður þjóðernissinni, orð sem fólk hefur ólíkan skilning á en yfirleitt neikvæðan, eða þá væminn. Bakþankar 10. ágúst 2013 11:00
Fávitar og hommar Ég sagði vinum mínum frá þeirri upplifun að hafa farið á afskekkta eyju í Viktoríuvatni þar sem börnin örmögnuðust af hlátri yfir að ég væri svo hvít að það væri enginn litarmunur á handarbakinu og lófanum. Bakþankar 9. ágúst 2013 10:15
Öryggi og hræðsla Heimurinn er öruggari staður nú en fyrir tveimur áratugum. Þetta er stór fullyrðing. Mig langar næstum til að vera ósammála henni án þess að heyra rökin. Er þetta satt? Bakþankar 8. ágúst 2013 07:00
Mannréttindi og sýnileiki Nú, þá hljótið þið að þekkja Steffý og Hrefnu,“ sagði konan áhugasöm og leit til skiptis á mig og kærustuna mína. Við litum hvor á aðra og ég fór í huganum í gegnum samræður mínar við þessa ókunnugu konu. Ég hafði sagt henni frá náminu, sumarstarfinu, fjölskyldunni og svo þegar kærastan mín kom aðvífandi sagði ég konunni að hún væri í lögfræði. Steffý og Hrefna hringdu engum bjöllum á neinum þessara vígstöðva. Bakþankar 7. ágúst 2013 07:00
Eggjasamlokurnar kvaddar Næstum þrjú ár eru síðan ég skreið á fertugsaldurinn, og það sama á við um marga vini mína. Aldurinn fer misilla í mannskapinn, sumir eiga erfitt með að kyngja því að vera orðnir þetta gamlir á meðan aðrir taka hækkandi aldri fagnandi. Bakþankar 6. ágúst 2013 09:00
Flugnafælan Ótti er órökrétt tilfinning. Fólk óttast ólíka hluti, sumir óttast margt, aðrir fátt. Ég óttast til dæmis eftirtalið: hæð (en þó ekki of mikla – mér líður illa á svölum fimm hæða fjölbýlishúss en ágætlega á þverhníptri, 200 metra hárri klettabrún), hafið (það er einhvern veginn endalaust á alla kanta, dimmt og djúpt og hýsir allskyns hættu – en samt hef ég snorklað innan um risaskötur þar sem ekki sér til botns og líkað vel), sársauka (sem er síðan aldrei svo slæmur þegar á reynir) og síðast en ekki síst, það órökréttasta af öllu: skordýr. Bakþankar 2. ágúst 2013 07:00
Innflytjendur óskast Allir réttir sem teljast sérstaklega íslenskir eru bragðvondir og ólystugir. Fyrir utan auðvitað pönnuköku- og rúgbrauðsbakstur eigum við okkur enga sérstaka sögu eða hefð í matargerð Bakþankar 1. ágúst 2013 06:00
Uns hún sannar sig Hún greip fram í fyrir kynninum, mótmælti og hló ekki að bröndurunum hans. Hún sló hann út af laginu og hálfpartinn gerði lítið úr innleggjum hans. Bakþankar 31. júlí 2013 06:00
Ekki trúuð á eina lausn Skólakerfi má aldrei vera heilagt. Þess vegna er ég sammála nýja menntamálaráðherranum um að við þurfum að skoða alla skólana okkar ofan í kjölinn. Bakþankar 30. júlí 2013 10:28
Strákasaga Þegar ég var fimm ára ansaði ég engu öðru nafni en Emil, gekk um með pottlok og blótaði yfirvaldinu fyrir að gera mig ekki að strák. Bakþankar 29. júlí 2013 09:00
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun