Falskur söngur heykvíslakórsins Hver stal kökunni úr krúsinni í gær? Geir stal kökunni úr krúsinni í gær. "Ha, ég? Ekki satt.“ Hver þá? "Björgólfur stal kökunni úr krúsinni í gær.“ Bakþankar 20. janúar 2012 06:00
Góðan dag, kæri vinur Ég stóð í forstofu Barnaskóla Reykjavíkur og horfði á kennara taka á móti drengjum í skólann. Þeim mætti ekki aðeins hlýtt viðmót heldur kveðjan: "Góðan dag, kæri vinur.“ Í þessum skóla, eins og öðrum góðum menntastofnunum, er fólk ræktað. Góðan daginn er ljómandi ávarp, en varð elskulegt þegar kæri vinurinn bættist við. Kennararnir vanda málfar sitt, eru vinir nemenda sinna og nefna þá vini. Ég er viss um, að svo vinsamleg ávörp hafa góð áhrif á nemendur, á kennarana sjálfa, á skólabrag og þar með uppeldisaðstæður. Síðan seytlar þessi vinátta upp úr skólatöskum og úr barnamunnum inn á heimilin. Hvernig við tölum við hvert annað skiptir máli. Bakþankar 19. janúar 2012 06:00
Á frímiða inn í nýja árið Jólatréð stendur enn í stofunni hjá mér þó að komið sé fram yfir miðjan janúar. Skrautlaust reyndar. Ég hef ekki komið því í verk að þvælast með það í Sorpu enda tréð rétt um tveir metrar á hæð og mikið um sig. Ég mikla fyrir mér að troðast með það niður stigaganginn og hvað þá að fóta mig með það í hálkunni á útitröppunum. Hef heldur ekki leyst þá gestaþraut að koma því inn í fjölskyldubílinn, svo í stofunni stendur það enn eins og plássfrek pottaplanta. Bakþankar 18. janúar 2012 11:00
Fýluferð á föstudegi Andskotinn, þetta er vesen,“ hugsaði ég með mér þegar ég uppgötvaði að ég hafði keyrt um á útrunnu ökuskírteini í þrjá mánuði. Ég gróf upp símanúmerið hjá gamla ökukennaranum mínum og pantaði ökumat síðar í sömu viku. Ökumatið gekk bara nokkuð vel; ég þótti vera öruggur ökumaður en mætti vera aðeins duglegri við að gefa stefnuljós. Þá þarf ég að gæta þess að stoppa alveg, en ekki næstum því, við stöðvunarskyldu. Gott og vel, ég var kominn með ökumatið og gat þá endurnýjað ökuskírteinið hjá sýslumanni. Það var föstudagur og ég ákvað að klára málið bara strax. Bakþankar 17. janúar 2012 06:00
Með höfuðið uppi í rassgatinu Nýtt upphaf hefur alltaf heillað mig, sama hversu stóran eða lítinn viðburð það felur í sér. Ég endurræsi tölvuna mína oft á dag, hendi reglulega öllu úr ísskápnum mínum og læt stundum þvo öll fötin mín í einu. Allt í nafni endurnýjunar. Ég hef skipt nokkuð reglulega um vinnu síðustu ár og eftir misheppnuð ástarsambönd rofar ekki til í huga mínum fyrr en ég átta mig á ferskleikanum sem felst í nýju upphafi. Bakþankar 16. janúar 2012 20:00
Karlmennskan í fyrirrúmi Ég komst aldeilis í hann krappan nýverið þegar ég gekk örna minna í háskólanum í Kordóba. Mér var ekkert voðalega mikið mál en þar sem ég átti langa ökuferð fyrir höndum taldi ég betra að tæma blöðruna. Þegar ég kem svo á þetta íturvaxna salerni er þar heilt hreingerningarlið að störfum. Þrjár konur með spreibrúsa, tuskur, moppu og mikinn hreingerningarvagn. Bakþankar 16. janúar 2012 07:00
Paraskevidekatriaphobia Af því að það er gaman að skrifa þetta orð. Svo má líka prófa að segja það… ekki vera hrædd, þið verðið hvorki lostin eldingu né bitin af svörtum stigaketti þótt þið prófið að segja orð sem þið hafið líklegast aldrei heyrt sagt og vitið ekkert hvað þýðir. Orð eru bara orð, er það ekki? Bakþankar 13. janúar 2012 06:00
Konungur dýranna er ekki ljón Krúttfréttir af dýrum eru klassískt fréttaefni. Konungur dýranna í íslenskum fjölmiðlum er hins vegar alls ekki ljón. Langt í frá. Það er pandabjörn. Bakþankar 12. janúar 2012 06:00
Hált í hvoru Þegar Jón Gnarr varð borgarstjóri biðu margir í ofvæni eftir því hvernig hann myndi spjara sig á hinu "pólitíska svelli“. Enginn meinti það bókstaflega en sú er engu að síður orðin raunin; hið pólitíska svell er orðið að áþreifanlegum veruleika í Reykjavík, undir brakandi kliði í brotnum mjöðmum og undnum hnjám. Bakþankar 11. janúar 2012 06:00
Man einhver eftir Manning? Þrátt fyrir takmarkalitla möguleika til að verða sér úti um upplýsingar og koma þeim á framfæri á nýstárlegan máta er stundum eins og íslenskir fjölmiðlar nýti sér allir sömu fréttauppsprettuna. Á þetta bæði við um innlendar sem erlendar fréttir. Kannski endurspeglar það umræðuhefðina í samfélaginu; svo virðist sem okkur láti best að fókusa á eitt afmarkað mál þar til við hættum að hafa áhuga á því og snúa okkur síðan að því næsta. Þess vegna virðist manni stundum sem mál hverfi úr vitund okkar, eitthvað sem allir eitt sinn ræddu liggur í þagnargildi. Bakþankar 10. janúar 2012 06:00
Kaupmátturinn kemur í kvöld Í upphafi árs fálmum við innst inn í hugarfylgsnin og athugum hvað leynist í myrkum skotunum. Við gröfumst fyrir um líðan okkar og lofum sjálfum okkur að bæta bæði hag og heilsu, hvort sem það er gert með hugrækt, líkamsrækt eða vetraráformum um sumarferðalag. Sumir einsetja sér líka að taka fjárhaginn fastari tökum en áður og bregða sér á námskeið í heimilisbókhaldi. Nú er það nefnilega sjálfur Kaupmátturinn sem segir helst til um ástand íslensku þjóðarinnar. Rétt fyrir jól byrja fjölmiðlar að flytja fréttir af ferðum Kaupmáttarins mikla og auðvitað kom hann arkandi ofan úr fjöllunum með poka fullan af glingri. Og vei þeim sem ekki fengu nýja spjör. Þeir þurfa ekki að kemba hærur sínar. Bakþankar 9. janúar 2012 07:00
Köllun forseta Varla hafði forseti Íslands lokið nýársávarpi sínu þar sem hann gaf í skyn að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs í sumar, fyrr en samkvæmisleikurinn "Finnum forseta“ upphófst í fjölmiðlum og hvar sem fólk kom saman. Í sjálfu sér er ekkert athugavert við að þjóðin svipist nú um eftir heppilegum frambjóðendum í sínum röðum og ástæðulaust er að setja út á að fjölmiðlar taki að sér hlutverk ákveðins leitarljóss í þessari eftirgrennslan. Að mínu mati væri þó afar óæskilegt ef fyrir því myndaðist sú stemning að fjölmiðlar einir hefðu tillögurétt í þessum efnum. Bakþankar 7. janúar 2012 06:00
Trjálundur framliðinna gæludýra Það er enginn maður með mönnum um þessar mundir nema komið hafi verið að máli við hann um að bjóða sig fram til forseta. Ég varð því upp með mér þegar skorað var á mig að taka slaginn. Það var að vísu eiginmaðurinn sem setti fram þá frómu ósk. Hann hafði nefnilega augastað á goðsagnarkenndum vínkjallara Bessastaða. Tvennt kom til í ákvörðun minni um að sækjast ekki eftir embættinu. Þótt fólk af minni árgerð megi aka bíl, drekka áfengi, fjölga sér, setja banka á hausinn og dikta upp lög á Alþingi höfum við ekki aldur til að neita sömu lögum staðfestingar með konunglegu veifi innblásnu sjálfsþóttafullum þjóðernismóði því forseti þarf að vera minnst 35 ára. Þótt þessi fyrri ástæða teljist nokkuð óhagganleg vó hin síðari sem hér fer á eftir hins vegar þyngra. Bakþankar 6. janúar 2012 06:00
Stóra áramótaheitið Þorir þú? Áramót veita tækifæri til að núllstilla og forgangsraða. Framundan er opinn tími. Hvernig getur þú notið þess tíma best, sem þér er gefinn? Ef þú lætur aðeins stjórnast af áreiti daganna og gerir ekkert annað en að bregðast við hættir þú að heyra rödd hjartans. Þá blæs viskan hjá og spekin líka. Siglandi skip þarfnast stefnu og menn þarfnast líka stjórnar á sínum lífssjó. Bakþankar 5. janúar 2012 06:00
Amstrið tekur yfir Sviptingar urðu í Stjórnarráðinu um áramótin og stokkað var upp í skipan ráðuneyta. Sjálfsagt eru þetta heilmikil tíðindi en einhvern veginn kippti ég mér ekkert upp við þetta. Forsetinn tilkynnti að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur, en ég kippti mér ekki heldur upp við það. Nennti ekki að taka þátt í vangaveltum um hver yrði næsti forseti né hvort von væri á "ferskari“ vindum í stjórnmálunum með nýjum framboðum. Hef hálfpartinn litla trú á stjórnmálaafli sem hefur hvorki stefnuskrá né nafn þegar það stígur fram. Bakþankar 4. janúar 2012 06:00
Forsetakjör á nýjum forsendum Komandi forsetakjör kann að verða ólíkt þeim fyrri í ljósi þess að sitjandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur breytt eðli embættis síns. Það er eiginlega orðin klisja að segja það en embættið er orðið pólitískara. Skýrasta dæmið er án efa að Ólafur virkjaði málskotsrétt forseta með því að hafna í þrígang að skrifa undir lög frá Alþingi. Þá hefur Ólafur í raun leyft sér hin síðari ár að reka eigin utanríkisstefnu án, að því er virðist, mikils samráðs við utanríkisþjónustuna. Með þessi fordæmi til staðar er eftir meiru að slægjast fyrir stjórnmálahreyfingar landsins að koma "sínum manni“ að. Bakþankar 3. janúar 2012 06:00
Megi rokkið lifa þó ég deyi Undanfarin þrjú ár hef ég verið heimagangur hjá fjölskyldu einni í bænum Baza hér í Andalúsíu þar sem ég hef verið að hjálpa unglingunum á bænum að nema ensku. Mér er minnisstætt þegar ég hóf þessa heimavitjun hversu fjörugur fjölskyldufaðirinn var. Hann er gamall rokkari og leiftraði allur þegar ég gerði grein fyrir aðdáun minni á Led Zeppelin og Deep Purple. Mér er einnig minnisstætt þegar þessi fimmtugi fjölskyldufaðir yngdist um þrjátíu ár þegar hann var að búa sig undir að fara á tónleika með AC/DC í Sevilla. Bakþankar 2. janúar 2012 14:45
Ár fáránleikans Árið 2011 er á enda. Þvílíkt ár. Eitt það minnisstæðasta er hiklaust framtakssemi tveggja stúlkna úr ungliðahreyfingu Framsóknarflokksins, en þær héldu svokallað VIP-partí í höfuðstöðvum flokksins við Grensásveg. Fólk hreinlega elskaði að kjamsa á málinu og umfjöllun fjölmiðla setti ný viðmið, enda hafði Ríkissjónvarpið aldrei áður verið með beina útsendingu frá slíkum viðburði. Bakþankar 31. desember 2011 08:00
Bleika lýsum grund Jæja, enn eitt árið er að renna í mark og hægt að fara að hlakka til áramótanna enda kösturinn í garðinum með myndarlegasta móti. Það er eitthvað svo persónulegt, einstakt og ljúft við að sjá sitt gamla ár fuðra upp í eigin garði: öll gömlu Fréttablöðin, pappadiskana frá því í grillveislunni í sumar og gömlu Billy-hillurnar. Stundin er yndisleg rétt fyrir áramót þegar eldarnir kvikna í hverjum garði, allir takast í hendur og rifja upp árið sem er að líða, kveðja það sem brennur á bálinu og taka fagnandi á móti nýju ári sem bera mun með sér efnivið í nýtt bál að ári. Áramótabrennan í garðinum er minn uppáhaldssiður. Bakþankar 30. desember 2011 00:01
Skammarleg íslensk þögn Bandaríkjamenn nutu samúðar heimsbyggðarinnar allrar eftir árásirnar á New York fyrir tíu árum. Þá samúð hefði mátt nýta til að skapa ástand samhygðar og bætts skilnings manna á millum. Það var ekki gert. Þvert á móti. Í staðinn var mannskepnan enn frekar dregin í dilka og enn skýrari línur dregnar utan um hver væru við og hver væru hinir. Bakþankar 28. desember 2011 06:00
"Bara helgisaga“ Sennilega hefur engin flökkusaga farið eins víða og sagan af fæðingu Jesú. Jólaguðspjallið er löngu orðið snar þáttur af íslenskum jólum og þar af leiðandi menningu okkar. Aftansöngurinn í útvarpinu er ómissandi í jólahaldi margra heimila og skólar setja gjarnan upp helgileiki þar sem fyrsta setningin er oftar en ekki: "En það bar til um þessar mundir að boð kom frá Ágústusi keisara að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina.“ Þegar þessi setning hljómar í útvarpinu á aðfangadagskvöld þýðir hún í raun: "Jólin eru komin.“ Bakþankar 24. desember 2011 06:00
Dauði, skattar og jólin koma Jæja. Þá er runnin upp blessuð Þorláksmessan. Þau okkar sem þekkja daginn betur undir heitinu "ég-veit-að-jólainnkaupin-eru-formlega-orðin-sein-hjá-mér-svo-viltu-ekki-yfir-mér-messa“ vitum hvað bíður okkar: Leit að bílastæði, tómar hillur, panikk-kast og loks stöðumælasekt. Þau sem keyptu jólagjafirnar á sumarútsölunum og pökkuðu þeim inn undir berum himni í garðinum með vitin full af angan af nýslegnu grasi og grillpinnum spyrja vafalaust hvers vegna við huguðum ekki að þessu fyrr. Það er jú ekkert öruggt í þessu lífi annað en dauðinn, skattar og að jólin koma. Einhverjir kunna að svara því til að ástæðan sé skipulagsleysi, skortur á framsýni, jafnvel almenn leti. Ekki ég. Ástæða þess að ég mun slást um dreggjar jólaverslunarinnar í dag með olnbogana að vopni er einföld. Ég er ásótt af anda rusls liðinna jóla. Bakþankar 23. desember 2011 06:00
Jólasaga sem virkar Hver bekkurinn á fætur öðrum gekk frá Melaskóla yfir í Neskirkju á mánudaginn var. Yngstu börnin settust á fremstu bekkina í kirkjunni. Stærri börnin voru í miðjunni og efstu bekkingarnir sátu aftast. Allir gátu því séð. Svo komu mörg leikskólabörn líka og fengu heiðurssæti svo þau gætu notið sem best. Hvað var í uppsiglingu? Af hverju þessi spennti skari og brosandi foreldrar og ástvinir? Bakþankar 22. desember 2011 06:00
Gleðin í gjöfunum Ragnheiður TryggvadóttirÁ jólunum verðum við bljúg í hjarta og viljum sýna okkar nánustu væntumþykju á ýmsan hátt, gjarnan með gjöfum. Það þarf auðvitað ekki að sýna kærleika með veraldlegum hlutum, óveraldlegar gjafir geta leynst innan í jólapakkanum og glatt engu síður. Þetta er fallega hugsað og orð að sönnu. Bakþankar 21. desember 2011 06:00
Stærsta frétt ársins Bandaríska tímaritið Time velur í desember ár hvert þann einstakling sem þykir hafa markað dýpst spor í veraldarsöguna á árinu. Stundum hefur tímaritinu tekist vel upp við þetta val en þó alls ekki alltaf en útnefningin er ekki ætluð sem upphefð enda hafa miður geðslegir einstaklingar á borð við Adolf Hitler og Kómeini erkiklerk orðið fyrir valinu. Tímaritinu hefur hins vegar sjaldan tekist jafn vel upp og í ár þegar „Mótmælandinn“ varð fyrir valinu. Bakþankar 20. desember 2011 07:00
Bíóbörn Getið þið gert ykkur í hugarlund hvað það væri sérkennilegt að sjá börn grípa fyrir eyrun í hvert skipti sem þau stigu fæti inn í bókasafn vegna þess að þar væri leikin svo hávær tónlist? Foreldrarnir yrðu að hvísla róandi að barninu að herða nú upp hugann, barnabókadeildin væri rétt handan við hornið og þangað næðu lætin ekki. Allt yrði í lagi. Þessi sérkennilegi veruleiki blasir við þegar farið er með börn í bíó hér á landi og jafnvel þótt í boði séu kvikmyndir sérstaklega ætlaðar þeim. Bakþankar 19. desember 2011 06:00
Jóladraumur Jóladraumar eru í mörgum litum. Sumir láta sig dreyma um hvít jól af snjó og frosti, fyrir öðrum eru jólin rauð eins og klæði jólasveina, sumir eiga blá og einmanaleg jól og fyrir ekki svo mörgum árum voru engin jól með jólum nema þau væru svört, jólatréð og allt. Þá eru ótalin bleiku fiðrildajólin sem eflaust glöddu marga þegar þau voru í tísku. Bakþankar 16. desember 2011 06:00
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun