Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - Keflavík 1-7 | Leiknir fallinn eftir slæman skell Leiknismenn eru fallnir úr Bestu deild karla í fótbolta eftir 7-1 tap liðsins gegn Keflavík í næstsíðustu umferð deildarinnar á Würth-vellinum í dag. Íslenski boltinn 22. október 2022 16:20
Mögnuð Anna Svava sló í gegn í Besta þættinum Leikkonan Anna Svava Knútsdóttir sló svo sannarlega í gegn í liði Vals þegar liðið mætti FH í Besta þættinum, þar sem reynir á gáfur og knattspyrnuhæfileika keppenda. Fótbolti 21. október 2022 13:31
„Hef aldrei haft smekk fyrir því að sjá félagið mitt í fallbaráttu“ Ómar Ingi Guðmundsson fékk óvænt tækifæri til að þjálfa meistaraflokk karla hjá uppeldisfélaginu sínu, HK. Hann hefur þjálfað hjá félaginu í 22 ár og er enn með 6. flokk karla. Íslenski boltinn 21. október 2022 08:00
Síðasti heimaleikur Leiknis ekki spilaður í Breiðholti Leiknismenn hafa fært síðasta heimaleikinn sinn í Bestu deild karla í sumar en þetta verður líklega síðasti heimaleikur liðsins í efstu deild í einhvern tíma. Íslenski boltinn 20. október 2022 14:30
Vildi skipuleggja flug í frí en fékk bara miða í aðra áttina: „Þetta var algjört áfall“ Danski varnarmaðurinn Jesper Juelsgård segir að sér hafi verið illa brugðið þegar hann fékk að vita það fyrir rúmri viku að hann yrði ekki áfram leikmaður knattspyrnuliðs Vals. Börn hans þrjú hafi verið komin inn í íslenska skólakerfið og hann reiknað með að búa áfram á Íslandi. Íslenski boltinn 20. október 2022 10:01
Markahæstur þeirra sem eftir eru en má semja við hvaða félag sem er Guðmundur Magnússon, mögulega verðandi markakóngur Bestu deildarinnar í fótbolta, er með riftunarákvæði í samningi sínum við Fram og getur því samið við hvaða félag sem er nú í haust. Íslenski boltinn 20. október 2022 09:46
Heimaleikjabann Víkinga fellt niður Ekkert verður af fyrsta heimaleikjabanninu í sögu íslensks fótbolta, sem Víkingur Reykjavík átti að sæta, því áfrýjunardómstóll KSÍ hefur fellt úrskurð þess efnis úr gildi. Íslenski boltinn 19. október 2022 14:55
Arnór, Jesper, Heiðar og Sebastian í burtu frá Val Valsmenn eru þegar komnir vel á veg með að móta þann leikmannahóp sem Arnar Grétarsson fær í hendurnar þegar hann tekur við sem þjálfari liðsins að loknu tímabilinu í Bestu deild karla í fótbolta. Íslenski boltinn 19. október 2022 13:32
Botnar ekkert í ummælum Rúnars: „Finnst vitleysan hafa náð nýjum hæðum“ Kjartan Henry Finnbogason var látinn skrifa undir uppsögn á samningi sínum við KR fyrir æfingu liðsins í síðustu viku. Hann botnar hvorki upp né niður í ummælum Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, um að hann eigi ár eftir af samningi sínum við félagið. Íslenski boltinn 18. október 2022 07:30
Jökull framlengir í Garðabæ Jökull I. Elísabetarson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta, hefur framlengt samning sinn hjá félaginu. Frá þessu greindi félagið sjálft á samfélagsmiðlum sínum í dag. Íslenski boltinn 17. október 2022 21:31
Átta ár síðan Eyjamenn unnu síðast þrjá leiki í röð í efstu deild Eyjamenn björguðu sér frá falli úr Bestu deild karla með sannfærandi 3-1 útisigri á Fram um helgina. Liðið er það eina sem hefur unnið alla leiki sína í úrslitakeppninni í ár. Íslenski boltinn 17. október 2022 17:00
Sjáðu öll mörkin sem voru skoruð í Bestu deildinni um helgina Þriðja síðasta umferð tímabilsins í Bestu deildinni fór fram um helgina og þar voru skoruð samtals 21 mark. Íslenski boltinn 17. október 2022 12:02
„Þú getur ekki hlaupið um og keyrt niður fólk“ Eyjamenn fengu víti á móti Fram í gær og í græna herbergi Stúkunnar voru menn ekki sammála um hvort um réttan dóm hafi verið að ræða. Stúkumenn fóru hins vegar yfir það hvernig þau mál enduðu áður en þeir komu inn í myndver til að taka upp þátt gærkvöldsins. Íslenski boltinn 17. október 2022 11:01
Freyr telur fyrirliða Víkinga þann vanmetnasta í Bestu deildinni Freyr Alexandersson var gestur í hlaðvarpinu Chess After Dark á dögunum. Þar fór hann yfir víðan völl og kom meðal annars inn á þá staðreynd að Júlíus Magnússon, fyrirliði bikarmeistara Víkings, væri vanmetnasti leikmaður deildarinnar. Fótbolti 16. október 2022 23:30
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 3-0 | Þægilegt hjá heimamönnum Valur vann loks leik í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar karla í fótbolta þegar Stjarnan heimsótti Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn náðu góðum tökum á leiknum og unnu 3-0 að lokum. Íslenski boltinn 16. október 2022 21:50
Birkir Már: Við þurfum að vinna fólkið aftur á völlinn og vera Val til sóma aftur Hann fór mikinn hann Birkir Már Sævarsson í sigri Vals á Stjörnunni fyrr í kvöld. Valur vann leikinn 3-0 en leikið var á Origo vellinum að Hlíðarenda. Birkir skoraði, lagði upp mark og lék vel varnarlega í leiknum. Fótbolti 16. október 2022 21:30
„Við vorum frábærir í fyrri hálfleik“ ÍBV vann 3-1 sigur á Fram í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld og tryggði sér því öruggt sæti í Bestu deildinni að ári. Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV var gríðarlega sáttur í leikslok. Fótbolti 16. október 2022 19:45
Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 1-3 | ÍBV með þriðja sigurinn í röð Fram tók á móti ÍBV í þriðju umferð neðri hluta Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. Það var mikið undir fyrir ÍBV sem þurfti sigur til að vera öruggt frá fallsæti. ÍBV byrjaði leikinn töluvert betur og leiddi 3-0 yfir í hálfleik. Framarar minkuðu muninn í seinni hálfleik en það dugði ekki til og 3-1 sigur ÍBV staðreynd. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 16. október 2022 19:00
„Brekka fyrir okkur“ Leiknir og ÍA gerðu 2-2 jafntefli í botnslag Bestu deildar karla í dag. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var ósáttur með niðurstöðuna. Fótbolti 15. október 2022 23:01
Höskuldur: Vorum betra liðið en þetta féll ekki með okkur Breiðablik tapaði 0-1 gegn KR í kvöld. Þetta var fyrsta tap Breiðabliks á heimavelli í deildinni á tímabilinu og var Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, svekktur með tap kvöldsins. Sport 15. október 2022 21:55
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KR 0-1 | KR eyðilagði hátíðina á Kópavogsvelli KR vann Breiðablik 0-1 á Kópavogsvelli. Leikurinn var afar lokaður og var markalaust í hálfleik. KR byrjaði síðari hálfleik betur og Kristján Flóki braut ísinn á 57. mínútu sem reyndist sigurmark leiksins. Íslenski boltinn 15. október 2022 21:06
Jón Þór mun stýra Skagamönnum áfram á næsta tímabili Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, verður áfram við stjórnvölinn hjá félaginu sama hvort liðið falli úr efstu deild eða ekki. Fótbolti 15. október 2022 20:30
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KA 1-1 | Baráttan um 2. sætið endaði með jafntefli Víkingur Reykjavík og KA skildu jöfn 2-2 þegar liðin mættust í 24. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Víkingsvellinum í Fossvoginum í kvöld. Íslenski boltinn 15. október 2022 18:54
„Þakka vindinum fyrir það“ Guðmundur Kristjánsson, varnarmaður FH, skoraði eitt mark í 2-3 endurkomu sigri FH gegn Keflavík á HS Orku vellinum. Fótbolti 15. október 2022 17:30
Umfjöllun: Leiknir R.-ÍA 2-2 | Jafntefli í Breiðholti Leiknir og ÍA gerðu 2-2 jafntefli í sannkölluðum botnslag í Bestu-deildinni í dag. Íslenski boltinn 15. október 2022 17:00
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - FH 2-3 | Ótrúleg endurkoma FH suður með sjó FH vann 2–3 endurkomusigur á HS Orku vellinum í Keflavík í kaflaskiptum leik en Keflavík skoraði fyrstu tvö mörk leiksins. Íslenski boltinn 15. október 2022 15:55
Utan vallar: Hvað er í gangi hjá KR? Sumarið hjá meistaraflokkum KR í knattspyrnu hefur ekki verið upp á marga fiska. Mikið gekk á hjá kvennaliði félagsins sem endaði í neðsta sæti Bestu deildar og leikur því í Lengjudeildinni að ári. Hjá körlunum hefur einnig mikið gengið á en liðið getur þó endað í fjórða sæti þrátt fyrir að lykilmenn hafi misst mikið úr vegna meiðsla. Framkoma félagsins í garð Kjartans Henry Finnbogasonar hefur hins vegar vakið upp hörð viðbrögð. Íslenski boltinn 15. október 2022 10:00
Blikar munu reyna verja titilinn í búningum frá Nike Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur gert fjögurra ára samning við íþróttavörurisann Nike. Það þýðir að lið Breiðabliks í Bestu deild karla mun klæðast búningum frá Nike þegar liðið hefur titilvörn sína vorið 2023. Íslenski boltinn 15. október 2022 09:30
Blikar unnu meistaratitilinn en hver vinnur kapphlaupið um markametið? Breiðablik er Íslandsmeistari í knattspyrnu þótt enn séu þrjár umferðir eftir af Bestu deild karla. Það er líka ljóst að Víkingur og KA fá hin Evrópusætin. Það er því kannski að litlu að keppa í lokaumferðunum en það er samt eitt markamet í boði fyrir bæði Blika og Víkinga. Íslenski boltinn 14. október 2022 15:46
Besti þátturinn: Steindi Jr. fór á kostum gegn Víkingum Afturelding og Víkingur áttust við í sjöttu viðureign Besta þáttarins sem nú er komin út. Í þættinum eru leikmenn og stuðningsmenn liða í Bestu deildinni paraðir saman í keppni á móti pari frá öðru liði. Íslenski boltinn 14. október 2022 13:43