Sigurður Heiðar: „Skorti hugrekki og trú þegar á hólminn var komið" Sigurður Heiðar Höskuldsson var missáttur við frammistöðu lærisveina sinna hjá Leikni Reykjavík þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Fram í Bestu deild karla í fótbolta í Úlfarsárdal í kvöld. Fótbolti 15. ágúst 2022 23:01
„Í hálfleik vorum við að missa titilinn úr höndunum á okkur“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var afar ósáttur við sína menn í fyrri hálfleiknum í jafnteflinu gegn Breiðabliki. Hann segir að þrátt fyrir Víkingar hafi ekki unnið séu þeir enn á fullu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Íslenski boltinn 15. ágúst 2022 22:22
Jón Þórir: „Sáttur við jákvæð áhrif þeirra sem komu inná" Jón Þórir Sveinsson var vitanlega ánægður með leik sinna manna þegar Fram vann sannfærandi sigur gegn Leikni í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fótbolti 15. ágúst 2022 22:21
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Víkingur 1-1 | Jafnt í stórleiknum Breiðablik og Víkingur skildu jöfn, 1-1, í stórleik 17. umferðar Bestu deildar karla í kvöld. Sölvi Snær Guðbjargarson kom Blikum yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Danijel Dean Djuric jafnaði fyrir Víkinga eftir rúman klukkutíma. Íslenski boltinn 15. ágúst 2022 22:20
„Jafntefli er betra fyrir okkur en þá“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að jafnteflið gegn Víkingi, 1-1, kæmi sínum mönnum betur en Íslands- og bikarmeisturunum. Íslenski boltinn 15. ágúst 2022 22:07
Umfjöllun og viðtöl: Fram-Leiknir R. 4-1 | Fram forðast fallsvæðið enn frekar Fram hafði betur með fjórum mörkum gegn einu þegar liðið fékk Leikni Reykjavík í heimsókn í Úlfarsárdal í 17. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Fram er nú að gæla sterklega við að komast á efra skiltið á töflunni en Leiknir er enn í kjallaranum. Íslenski boltinn 15. ágúst 2022 21:04
Umfjöllun: Keflavík-KR 0-0 | Bæði lið ósátt með jafntefli Það var virkilega fallegt veður í Keflavík í kvöld þegar að heimamenn fengu KR í heimsókn á Nettóvöllinn. Sól og heiðsýrt en kólnaði talsvert þergar að líða tók á leikinn. Bæði liðin í hatramri baráttu um efstu sex sætin í Bestu deildinni. Fyrir leikinn var KR í sjötta sæti með 24 stig en Keflavík í því sjöunda með 21 og ljóst að bæði liðin myndu selja sig dýrt. Það er skemmst frá því að segja að þrátt fyrir skemmtilega takta og mörg færi lauk leiknum með markalausu jafntefli, 0-0. Íslenski boltinn 15. ágúst 2022 19:50
„Mjög gott að fá stórleik eftir svona vonbrigði“ Risaleikur Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld kemur strax í kjölfarið á Evrópuævintýrum liðanna. Þjálfarar liðanna fagna því. Íslenski boltinn 15. ágúst 2022 14:01
Búinn að eiga beinan þátt í tólf mörkum KA-liðsins í röð Nökkvi Þeyr Þórisson var maðurinn á bak við öll þrjú mörk KA-manna í sigrinum á Skagamönnum í Bestu deildinni í gær og nú eru liðnir fimm heilir leikir og fjórar vikur síðan að KA-menn skoruðu án þátttöku hans. Íslenski boltinn 15. ágúst 2022 13:30
Stórleikur sem bæði lið verða að vinna Í kvöld mæta Íslands og bikarmeistarar Víkings á Kópavogsvöll og mæta þar toppliði Bestu deildar karla. Um er að ræða þau tvö lið sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og voru framan af tímabili talin líklegust til afreka í sumar. Nú er komið annað hljóð í landann og þurfa bæði lið á sigri að halda þar sem bæði KA og Valur virðast allt í einu ætla að blanda sér í toppbaráttuna. Íslenski boltinn 15. ágúst 2022 13:01
Unglingar gerðu aðsúg að Gísla eftir upptökuleikinn en Óli Jó grínaðist í honum Fjöldi þjóðþekktra knattspyrnumanna kemur við sögu í upptöku frá leik KR og FH frá árinu 1991, þar sem dómari leiksins var með hljóðnema. Börn og ungmenni gerðu aðsúg að dómara eftir leik og létu ljót orð falla. Íslenski boltinn 15. ágúst 2022 11:04
Utan vallar: Hugur manns er hjá þeim sem halda bæði með FH og Man. United Að vera bæði FH og Manchester United stuðningsmaður í dag er algjört kvalræði og þau hin sömu hljóta að þurfa á miklum og jákvæðum stuðningi að halda eftir enn eina martraðarhelgina. Fótbolti 15. ágúst 2022 10:01
Valsmenn í sjötta himni, Nökkvi Þeyr allt í öllu hjá KA og ÍBV sökkti FH Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í gær, sunnudag. Alls litu 15 mörk dagsins ljós í þremur stórsigrum en mörkin má öll sjá hér að neðan. Íslenski boltinn 15. ágúst 2022 08:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur-Stjarnan 6-1 | Mörkunum rigndi á Hlíðarenda Valur vann sannfærandi 6-1 sigur þegar Stjarnan kom í heimsókn á Origo-völlinn að Hlíðarenda í 17. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Íslenski boltinn 14. ágúst 2022 22:47
Tryggvi Hrafn: „Mér fannst ég skulda sjálfum mér, liðsfélögum og fólkinu frammistöðu“ Valsmenn unnu frábæran 6-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deild Karla á Hlíðarenda í kvöld. Tryggvi Hrafn Haraldsson var ásamt öðrum sóknarmönnum Vals magnaður í leiknum. Sport 14. ágúst 2022 21:40
Þór stöðvaði sigurgöngu HK Þór Akureyri bar 2-0 sigur úr býtum þegar liðið fékk topplið Lengjudeildar karla í fótbolta, HK, í heimsókn í Þorpið í kvöld. Fótbolti 14. ágúst 2022 20:54
Jón Þór: Stór móment sem breyta þessum leik Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ánægður með andann í sínu liði þrátt fyrir 3-0 tap gegn KA í dag. Liðið situr í botnsæti deildarinnar og hefur nú tapað sjö leikjum í röð. Fótbolti 14. ágúst 2022 20:33
Hallgrímur: Við erum bara í þessari toppbaráttu Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA, var ánægður með 3-0 sigur sinna manna gegn ÍA á Greifavellinum á Akureyri í dag. Arnar Grétarsson, aðalþjálfari liðsins, tók út sinn annan leik af fimm leikja banni sem hann hefur verið dæmdur í. Fótbolti 14. ágúst 2022 20:05
Nökkvi: Þegar maður heyrir áhuga þá reikar hugurinn eitthvað KA vann 3-0 sigur gegn ÍA í Bestu deild karla á Greifavellinum í dag. Skagamenn misstu mann af velli með rautt spjald eftir 35. mínútna leik og heimamenn gengu á lagið með þremur góðum mörkum í seinni hálfleik. Hallgrímur Mar skoraði eitt mark og Nökkvi Þeyr Þórisson tvö. Nökkvi er þar með orðinn markahæstur í deildinni sem stendur með 13 mörk. Fótbolti 14. ágúst 2022 19:06
Umfjöllun: KA-ÍA 3-0 | Nökkvi Þeyr í stuði þegar KA vann ÍA Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði tvö mörk og Hallgrímur Mar Steingrímsson eitt þegar KA vann sannfærandi 3-0 sigur gegn ÍA í 17. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á KA-vellinum í dag. Íslenski boltinn 14. ágúst 2022 18:04
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-FH 4-1 | Stórsigur Eyjamanna á líflitlum Hafnfirðingum Bæði lið þurftu nauðsynlega á sigri að halda þegar ÍBV tók á móti FH í fallslag. Eyjamenn höfðu betur og unnu sannfærandi 4-1 sigur á slökum FH-ingum. Íslenski boltinn 14. ágúst 2022 17:54
Sveinn svarar Arnari: „Alrangt að ég hafi á nokkurn hátt verið að strá salti í sár“ Sveinn Arnarsson, fjórði dómari í leik KA og KR í Bestu deild karla á dögunum, hefur svarað ummælum Arnars Grétarssonar, sem sá síðarnefndi lét falla í Þungavigtinni í dag. Íslenski boltinn 12. ágúst 2022 15:54
Lennon nú aðeins fimm mörkum frá markameti bikarkeppninnar Steven Lennon skoraði þrjú mörk fyrir FH-inga í 4-2 sigri á Kórdrengjum í átta liða úrslitum Mjólkursbikars karla í gærkvöldi og stók stórt stökk á listanum yfir þá markahæstu í sögu bikarsins. Íslenski boltinn 12. ágúst 2022 15:00
Arnar rak fjórða dómarann út af skrifstofu í KA-heimilinu daginn eftir leik Arnar Grétarsson, þjálfari KA, segist hafa farið langt yfir strikið í mótmælum sínum í leiknum gegn KR í Bestu deild karla. Hann vísaði fjórða dómara leiksins út af skrifstofu í KA-heimilinu daginn eftir. Íslenski boltinn 12. ágúst 2022 11:16
Búinn að skora meira en fimm sinnum fleiri mörk í ár en í fyrra KA-maðurinn Nökkvi Þeyr Þórisson var enn á ný á skotskónum í gærkvöldi þegar KA-liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Íslenski boltinn 11. ágúst 2022 12:01
„Þá þarf að taka þessa aganefnd og sópa henni allri út á haf“ Mikið hefur verið rætt og ritað um samskipti Arnars Grétarssonar og Sveins Arnarssonar, fjórða dómara í leik KA og KR á dögunum, eftir að sá fyrrnefndi var dæmdur í fimm leikja bann. Rikki G, Mikael og Kristján Óli í Þungavigtinni létu ekki sitt eftir liggja í umræðunni. Fótbolti 10. ágúst 2022 17:46
Yngstu leikmenn í sögu ÍA og KR koma úr gríðarlegum fótboltafjölskyldum Fornu fjendurnir KR og ÍA hafa bæði valdið vonbrigðum það sem af er sumri í Bestu deild karla í fótbolta. KR-ingar eru þó að því virðist að vakna af værum blundi á meðan ÍA er fast við botninn. Bæði lið hafa þó gefið mjög svo ungum leikmönnum nokkrar mínútur í sumar, mínútur sem skiluðu drengjunum í sögubækurnar. Íslenski boltinn 10. ágúst 2022 16:01
„KA mun áfrýja þessu máli og það mun bara fara í sinn farveg“ KA mun áfrýja fimm leikja banninu sem aganefnd KSÍ dæmdi Arnar Grétarsson, þjálfara liðsins, í. Þetta staðfesti Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í viðtali við Fótbolti.net. Íslenski boltinn 10. ágúst 2022 13:30
Sveinn dómari neitar að tjá sig um hvað gerðist og Arnar svarar ekki Arnar Grétarsson, þjálfari KA í Bestu deild karla í fótbolta, var í gær dæmdur í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ. Bannið fékk hann eftir að hafa fengið sitt annað rauða spjald í sumar, orð sem hann lét falla eftir að spjaldið fór á loft og atvik sem átti sér stað degi síðar. Íslenski boltinn 10. ágúst 2022 11:05
Markasyrpan: Sextánda umferð bauð upp á 26 mörk Hvorki meira né minna en 26 mörk voru skoruð í sextándu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu sem var leikin seinustu tvo daga. Íslenski boltinn 9. ágúst 2022 23:01