Björgvin Karl ætlar að styrkja KR-liðið fyrir næsta sumar Björgvin Karl Gunnarsson er tekinn við kvennaliði KR í fótboltanum og segist ætla að koma KR-liðinu aftur í fremstu röð en til þess þurfi hann að fá nýja leikmenn. Íslenski boltinn 29. október 2010 20:30
Björgvin Karl þjálfar kvennalið KR næsta sumar Björgvin Karl Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari KR í Pepsi-deild kvenna í fótbolta og mun hann taka við liðinu af Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur. Björgvin Karl skrifaði undir þriggja ára samning en þetta kemur fram í frétt á heimasíðu KR. Íslenski boltinn 28. október 2010 16:19
Mist Edvardsdóttir farin úr KR í Val Mist Edvardsdóttir gerði í gær þriggja ára samning við Íslands- og bikarmeistara Vals en hún hefur leikið með KR undanfarin tvö tímabil og hefur verið einn allra besti leikmaður liðsins. Íslenski boltinn 26. október 2010 09:30
Blikastúlkur steinlágu í Frakklandi Kvennalið Breiðabliks er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir stórt tap, 6-0, gegn franska liðinu Juvisy Essone í kvöld. Íslenski boltinn 14. október 2010 19:22
Valur úr leik í Meistaradeildinni Kvennalið Vals hefur lokið keppni í Meistaradeild Evrópu þetta árið eftir jafntefli á heimavelli, 1-1, í síðari leiknum gegn spænska liðinu Rayo Vallecano. Íslenski boltinn 13. október 2010 17:15
Guðrún Jóna rekin frá KR Guðrún Jóna Kristjánsdóttir var í dag rekin sem þjálfari kvennaliðs KR. Kristrún Lilja Daðadóttir aðstoðarþjálfari er einnig hætt hjá KR en hún komst að samkomulagi um að hætta hjá félaginu þar sem hún hefur snúið sér að öðrum verkefnum. Íslenski boltinn 11. október 2010 13:30
Gunnar Magnús hættur með Grindavíkurstelpur Stjórn kvennaráðs knattspyrnudeildar Grindavíkur og Gunnar Magnús Jónsson hafa komist að samkomulagi um að Gunnar láti af störfum sem þjálfari Grindavíkur í Pepsideild kvenna en hann hefur þjálfað liðið undanfarin þrjú ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá knattspyrnudeild Grindavíkur. Íslenski boltinn 5. október 2010 15:15
Þór/KA í Meistaradeildina - FH féll með Haukum Þór/KA tryggði sér í dag 2. sæti Pepsi-deildar kvenna með 4-0 útisigri á Afturelding er fjórir síðustu leikirnir í lokaumferð deildarinnar fóru fram í dag. Þór/KA keppir því í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð ásamt Val. Íslenski boltinn 26. september 2010 16:01
Stjarnan með 8 mörk á KR-vellinum - Sandra markvörður skoraði Stjarnan tryggði sér fjórða sætið í Pepsi-deild kvenna með 8-0 sigri á KR í fyrsta leik lokaumferðar deildarinnar sem klárast síðan á sunnudaginn. Lindsey Schwartz og Rachel Rapinoe skoruðu báðar tvö mörk í leiknum en markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir var meðal markaskorara Stjörnunnar í leiknum. Íslenski boltinn 24. september 2010 19:30
Freyr: Stór áfangi bæði fyrir okkur og félagið „Gríðarlega ánægður og stór áfangi bæði fyrir okkur og félagið. Bara stoltur," sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, eftir að hafa fagnað Íslandsmeistaratitlinum í dag. Íslenski boltinn 19. september 2010 15:51
Katrín: Þetta er alltaf jafn gaman Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals, lyfti Íslandsmeistarabikarnum í dag eftir, 7-1, sigur Valsstúlkna gegn Grindavík. Hún segist aldrei verða þreytt á því að fagna titlinum. Íslenski boltinn 19. september 2010 15:43
Valur lyfti bikarnum eftir stórsigur Valsstúlkur tóku í dag við Íslandsbikarnum fyrir sigur í Pepsi-deild kvenna. Valur lagði þá Grindavík, 7-1, en var reyndar orðið meistari fyrir leikinn. Íslenski boltinn 19. september 2010 15:11
Dómararnir klæðast bleiku á sunnudaginn Dómarar í leik Vals og Grindavíkur í 17. og næstsíðustu umferð Pepsi-deildar kvenna á sunnudaginn mun ekki vera í sínum vanalega svarta dómarabúningi. Dómararnir munu hinsvegar klæðast bleiku til stuðnings brjóstakrabbameinsátaki. Íslenski boltinn 17. september 2010 13:45
Systir Margrétar Láru skorar á hana að spila með ÍBV næsta sumar ÍBV tryggði sér sæti í Pespi-deild kvenna á miðvikudaginn og sigur í 1. deild kvenna í gær með 3-1 sigri á Þrótti í úrslitaleik. Fyrirliði liðsins er Elísa Viðarsdóttir, yngri systir landsliðsframherjans Margrétar Láru Viðarsdóttur. Íslenski boltinn 6. september 2010 13:00
Freyr: Valur er Rosenborg Íslands Valsstúlkur hafa orðið Íslandsmeistarar fimm ár í röð. Eftir töp Breiðabliks og Þórs/KA á laugardaginn þurfti Valur aðeins að vinna Aftureldingu til að tryggja sér tvöfaldan sigur í ár eftir bikarmeistaratitilinn fyrir nokkrum vikum. Íslenski boltinn 6. september 2010 07:30
ÍBV vann 1. deild kvenna ÍBV vann 1. deild kvenna í knattspyrnu eftir úrslitaleik við Þrótt í dag. Lokatölur voru 3-1 fyrir Eyjastelpur. Íslenski boltinn 5. september 2010 14:55
Dóra María: Óvæntasti Íslandsmeistaratitillinn Dóra María Lárusdóttir bar fyrirliðaband Vals í dag, þar til Katrín Jónsdóttir kom inn á. Dóra gat fagnað vel eftir leikinn enda Íslandsmeistari með Val fimmta árið í röð. Íslenski boltinn 4. september 2010 20:30
Freyr: Stelpurnar eiga skilið að fagna loksins á laugardegi Freyr Alexandersson var stoltur maður eftir að Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Freyr stýrði liðinu einn annað árið í röð, og í bæði skiptin vann hann tvöfalt með liðið. Íslenski boltinn 4. september 2010 19:38
Valur tvöfaldur meistari annað árið í röð Valsstúlkur urðu Íslandsmeistarar í dag þegar þær unnu Aftureldingu 8-1 í Mosfellsbænum. Hagstæð úrslit gerðu það að verkum að liðið varð nokkuð óvænt meistari í dag. Íslenski boltinn 4. september 2010 19:22
Valur verður Íslandsmeistari í kvöld vinni það Aftureldingu Valur verður Íslandsmeistari á eftir vinni liðið Aftureldingu í Pepsi-deild kvenna. Leikurinn hefst klukkan 17. Þór/KA og Breiðablik töpuðu sínum leikjum í dag. Íslenski boltinn 4. september 2010 16:22
ÍBV og Þróttur upp í Pepsi deild kvenna ÍBV og Þróttur komust upp í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Liðin tryggðu sér sigur í úrslitakeppni 1. deildarinnar. Íslenski boltinn 1. september 2010 21:00
Blikar aftur í annað sætið Hlín Gunnlaugsdóttir skoraði eina mark Breiðabliks sem lagði Aftureldingu í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Öll lið deildarinnar hafa þar með spilað fimmtán leiki. Íslenski boltinn 1. september 2010 20:18
Fimm stjörnu sigur í Árbænum Stjarnan vann öruggan sigur á Fylki í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Stjörnustúlkur skoruðu fimm mörk gegn engu í Árbænum. Íslenski boltinn 31. ágúst 2010 20:18
Stórsigur Þórs/KA á FH fyrir norðan Þór/KA komst upp í annað sæti Pepsi-deildar kvenna með 5-1 sigri á FH í kvöld. Íslenski boltinn 30. ágúst 2010 22:22
Úrslitin í Pepsi-deild kvenna: Valur á sigurbraut sem fyrr Valur steig enn eitt skrefið í átt að Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild kvenna er Valsstúlkur pökkuðu KR saman, 7-0. Íslenski boltinn 29. ágúst 2010 16:01
Hrefna Huld á leið til Noregs Knattspyrnukonan Hrefna Huld Jóhannesdóttir heldur til Noregs í næsta mánuði þar sem henni hefur verið boðið að koma og æfa með norska B-deildarliðinu Grand Bodö. Íslenski boltinn 17. ágúst 2010 17:15
Óttast að Katrín landsliðsfyrirliði sé með slitið liðband Katrín Jónsdóttir, fyrirliði nýrkrýndra bikarmeistara Vals og íslenska landsliðsins, mun hugsanlega ekki spila fleiri leiki á tímabilinu og missa þar af leiðandi af landsleiknum mikilvæga á móti Frökkum á laugardaginn. Íslenski boltinn 16. ágúst 2010 14:00
Katrín: Alltaf jafn gaman að vinna titla Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals, var kát eftir bikarúrslitaleikinn í dag. Valur vann 1-0 sigur en sjálfsmark Stjörnunnar réði úrslitum. Íslenski boltinn 15. ágúst 2010 21:15
Sjálfsmark tryggði Valskonum bikarinn Valskonur lögðu Stjörnuna 1-0 í bikarúrslitum kvenna í dag. Eina mark leiksins var sjálfsmark Stjörnunnar en það skoraði Kristrún Kristjánsdóttir á tólftu mínútu. Íslenski boltinn 15. ágúst 2010 17:39
Kvennalið Blika missir fimm lykilmenn Breiðablik er að missa fimm leikmenn sem hafa verið lykilmenn í liðinu í sumar. Þetta eru Greta Mjöll Samúelsdóttir, Hekla Pálmadóttir, Sandra Sif Magnúsdóttir Maura Q Ryan og markmaðurinn Katherine Loomis. Íslenski boltinn 10. ágúst 2010 23:45
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti