Óttast að Katrín landsliðsfyrirliði sé með slitið liðband Katrín Jónsdóttir, fyrirliði nýrkrýndra bikarmeistara Vals og íslenska landsliðsins, mun hugsanlega ekki spila fleiri leiki á tímabilinu og missa þar af leiðandi af landsleiknum mikilvæga á móti Frökkum á laugardaginn. Íslenski boltinn 16. ágúst 2010 14:00
Katrín: Alltaf jafn gaman að vinna titla Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals, var kát eftir bikarúrslitaleikinn í dag. Valur vann 1-0 sigur en sjálfsmark Stjörnunnar réði úrslitum. Íslenski boltinn 15. ágúst 2010 21:15
Sjálfsmark tryggði Valskonum bikarinn Valskonur lögðu Stjörnuna 1-0 í bikarúrslitum kvenna í dag. Eina mark leiksins var sjálfsmark Stjörnunnar en það skoraði Kristrún Kristjánsdóttir á tólftu mínútu. Íslenski boltinn 15. ágúst 2010 17:39
Kvennalið Blika missir fimm lykilmenn Breiðablik er að missa fimm leikmenn sem hafa verið lykilmenn í liðinu í sumar. Þetta eru Greta Mjöll Samúelsdóttir, Hekla Pálmadóttir, Sandra Sif Magnúsdóttir Maura Q Ryan og markmaðurinn Katherine Loomis. Íslenski boltinn 10. ágúst 2010 23:45
Jafnt hjá Val og Stjörnunni Valur og Stjarnan gerðu jafntefli í stórleik kvöldsins í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu. Lokatölur í Garðabænum voru 2-2 eftir að Stjarnan komst tvisvar yfir. Íslenski boltinn 10. ágúst 2010 21:12
Jóhannes: Tókum eflaust út okkar skerf af heppni í sumar í dag Jóhannes Karl Sigursteinsson gat ekki annað en hrósað stelpunum sínum í hástert eftir að Breiðablik komst áfram í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í dag. Íslenski boltinn 10. ágúst 2010 19:30
Aftur stórsigur hjá kvennaliði Breiðabliks Breiðablik burstaði rúmenska liðið Targu Mures í forkeppni Meistaradeildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld 7-0. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö af mörkunum. Íslenski boltinn 7. ágúst 2010 20:01
Valskonur komnar með sex stiga forskot á toppnum Kvennalið Vals steig stórt skref í átta að fimmta Íslandsmeistaratitlinum í röð með 3-0 sigri á Þór/KA á Vodafone-vellinum í kvöld. Þór/KA gat með sigri minnkað forskot Vals niður í eitt stig en í staðinn eru Valskonur komnar með sex stiga forskot á Breiðablik sem er í 2. sætinu. Íslenski boltinn 6. ágúst 2010 22:15
Freyr: Erum til í hvað sem er ef liðið er svona gírað „Við vorum miklu betri aðilinn í dag," sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, eftir sigurinn örugga gegn Þór/KA í kvöld. Íslenski boltinn 6. ágúst 2010 21:30
Rakel: Vandamál sumarsins að klára færin „Mér fannst við alls ekki vera lélegar í þessum leik. Það var alveg barátta til staðar," sagði Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Þórs/KA, eftir 3-0 tap fyrir Valskonum í kvöld. Íslenski boltinn 6. ágúst 2010 21:27
Langþráður og glæsilegur sigur Grindavíkurstelpna Grindavík endaði sex leikja taphrinu í Pepsi-deild kvenna í fótbolta með glæsilegum 4-1 heimasigri á Aftureldingu í kvöld. Það voru líka óvænt úrslit því botnlið FH og Hauka náðu bæði í stig á móti liðum talsvert ofar en þau í töflunni. Íslenski boltinn 6. ágúst 2010 21:19
Umfjöllun: Valskonur í lykilstöðu eftir öruggan sigur á Þór/KA Valur er með sex stiga forystu í Pepsi-deild kvenna eftir leiki kvöldsins. Valskonur unnu öruggan sigur á Þór/KA 3-0 á Vodafone-vellinum og þurfa að misstíga sig hressilega í þeim umferðum sem eftir eru til að missa af Íslandsmeistaratitlinum. Íslenski boltinn 6. ágúst 2010 21:00
Olga Færseth tekur fram skóna að nýju - Skiptir í Selfoss Olga Færseth, ein allra mesta markadrottning í sögu kvennafótboltans, hefur tekið skóna úr hillunni. Síðast lék hún 2008 með KR. Þetta kemur fram á vefsíðunni sunnlenska.is. Íslenski boltinn 1. ágúst 2010 14:02
Fyrsta tap Vals - steinlá í Árbænum Valur tapaði sínum fyrsta leik í Pepsi-deild kvenna í kvöld er það steinlá fyrir Fylki í Árbænum, 3-0. Íslenski boltinn 27. júlí 2010 21:10
Katrín: Þetta er langt í frá að vera búið Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals og landsliðsins, lék í landsliðsstöðunni sinni en ekki í sinni vanalegu stöðu á miðjunni þegar Valur tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum með 3-0 sigri á Þór/KA á laugardaginn. Íslenski boltinn 26. júlí 2010 06:00
Kristín Ýr: Ég og Hallbera náum rosalega vel saman Kristín Ýr Bjarnadóttir var í miklu stuði á Vodafone-vellinum í dag þegar hún skoraði þrennu í 3-0 sigri Vals á Þór/KA í undanúrslitaleik VISA-bikars kvenna. Íslenski boltinn 24. júlí 2010 17:15
Rakel: Áttum að vera búnar að skora úr okkar færum Rakel Hönnudóttir og félagar í Þór/KA-liðinu tókst ekki að verða fyrsta kvennaliðið frá Akureyri til þess að komast í bikarúrslitaleikinn þegar liðið tapaði 3-0 fyrir Val á Vodafone-vellinum í dag. Íslenski boltinn 24. júlí 2010 17:00
Freyr: Það fór um mig þegar þær fengu dauðfæri í upphafi Freyr Alexandersson, þjálfari kvennaliðs Vals, var kátur eftir að hafa horft upp á sínar stelpur tryggja sér sæti í bikarúrslitaleiknum með 3-0 sigri á Þór/KA á Vodafone-vellinum í dag. Íslenski boltinn 24. júlí 2010 16:45
Stjarnan í bikarúrslit kvenna í fyrsta sinn í sautján ár Það verða Stjörnukonur sem mæta Íslands- og bikarmeisturum Vals í úrslitaleik VISA-bikar kvenna 15. ágúst næstkomandi. Stjarnan sló út b-deildarlið ÍBV með 2-1 sigri í Eyjum í dag. Íslenski boltinn 24. júlí 2010 16:20
Þrenna frá Kristínu Ýr kom Val í bikarúrslitin Valskonur eru komnar í bikarúrslitaleikinn þriðja árið í röð eftir 3-0 sigur á Þór/KA í undanúrslitaleik liðanna í VISA-bikar kvenna í dag. Íslenski boltinn 24. júlí 2010 13:45
Hvaða lið komast í bikaúrslitaleikinn hjá konunum? Undanúrslitaleikir VISA-bikars kvenna fara fram í dag, Valur tekur á móti Þór/KA á Vodafone-vellinum og á sama tíma spila 1. deildarlið ÍBV og Stjarnan á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum. Báðir leikirnir hefjast klukkan 14.00. Íslenski boltinn 24. júlí 2010 11:15
Fá Valskonur gull- silfur og bronsskóinn í ár? Valskonur eru í frábærum málum í Pepsi-deild kvenna eftir leiki gærkvöldsins með sex stiga forskot á toppnum auk þess að eiga leik inni á liðið í öðru sæti sem er Breiðablik. Valsliðið hefur skorað 51 mark í 11 leikjum eða 28 mörkum meira en næsta lið og nú er svo komið að liðið á þrjá markahæstu leikmenn deildarinnar. Íslenski boltinn 21. júlí 2010 16:00
Greta: Æðislegt að allt sé hægt í fótboltanum „Mér fannst við ekkert vera lélegri en þær í byrjun og svo fáum við tvö mörk á okkur og missum mann af velli. Þess vegna finnst mér frábært að við sýndum þennan baráttuanda og fáum stigin þrjú" sagði Greta Mjöll Samúelsdóttir kantmaður Blikastúlka gríðarlega ánægð eftir að Blikar náðu að vinna sig úr því að vera 0-2 undir og vinna leikinn 3-2. Íslenski boltinn 20. júlí 2010 22:43
Elva: Ég veit ekki hvað gerðist „Þetta er gríðarlega sárt, við komumst 2-0 yfir og við höldum sjálftrausti þrátt fyrir að fá á okkur mark fljótlega. Þetta gekk bara ekki í dag, við hættum eiginlega bara eftir annað markið og seinni hálfleikurinn var virkilega dapur," sagði Elva Friðjónsdótti, leikmaður Þórs/KA svekkt eftir 3-2 tap gegn Breiðablik í kvöld. Íslenski boltinn 20. júlí 2010 22:40
Umfjöllun: Endurkoma Blika fullkomnuð Breiðabliksstúlkur sýndu ótrúlegan karakter í kvöld þegar þær tryggðu sér 3-2 sigur á Þór/KA á heimavelli en þær unnu sig úr stöðunni 0-2 manni færri. Með þessu hafa þessi lið sætaskipti í 2. og 3. sæti, Breiðablik situr nú í 2. sæti með 23 stig, sex stigum á eftir Valsstúlkum sem eru efstar. Íslenski boltinn 20. júlí 2010 22:32
Valsstúlkur skrefi nær titlinum - Ótrúlegur sigur Blika Valsstúlkur fóru langt með að tryggja sér titilinn í Pepsi-deild kvenna í kvöld en þær eru nú með sex stiga forskot á Breiðablik og á auk þess leik til góða. Íslenski boltinn 20. júlí 2010 21:15
Heil umferð í Pepsi-deild kvenna í kvöld - Stórleikur í Kópavogi Breiðablik tekur á móti Þór/KA í stórleik kvöldsins í Pepsi-deild kvenna en heil umferð fer fram í deildinni í kvöld. Liðin eru í öðru og þriðja sætinu á eftir Val. Íslenski boltinn 20. júlí 2010 18:00
Fanndís með langþráð mörk í góðum sigri Blika á KR Breiðablik vann 4-0 sigur á KR í Pepsi-deild kvenna í kvöld en leiknum var flýtt vegna þátttöku Breiðabliksliðsins í Evrópukeppninni. Íslenski boltinn 16. júlí 2010 21:03
Mateja Zver fagnaði verðlaununum með tvennu á móti Grindavík Þór/KA minnkaði forskot Vals á toppi Pepsi-deildar kvenna í fjögur stig með 5-0 sigri á Grindavík á Akureyri í kvöld. Mateja Zver skoraði tvö mörk í leiknum og lagði upp það þriðja en hún var í gær kosin besti leikmaður fyrri umferðarinnar af þjálfurum í deildinni. Íslenski boltinn 14. júlí 2010 21:00
Fylkir skoraði fimm á móti Blikum og Stjarnan burstaði Aftureldingu Fjórir leikir fóru fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld og það voru skoruð alls 26 mörk í þessum leikjum. Valskonur eru komnar með sjö stiga forustu á toppnum eftir 7-2 sigur á Haukum en Fylkir og Stjarnan unnu flotta sigra í kvöld, Fylkir vann 5-3 sigur á Blikum og Stjarnan burstaði Aftureldingu 6-0. Íslenski boltinn 13. júlí 2010 20:42