Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Bak­við tjöldin við gerð skjaldarins

    Karlalið Breiðabliks tekur á móti nýjum verðalaunagrip í Bestu deild karla á laugardaginn þegar liðið fær Víking í heimsókn í lokaumferð deildarinnar. Nýr verðlaunagripur Bestu deildarinnar var frumsýndur í byrjun mánaðarins þegar að Valskonur tóku í fyrsta skipti við meistaraskildinum. 

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Jasmín og Katrín rifta samningi við Stjörnuna

    Markadrottningin og nýja landsliðskonan Jasmín Erla Ingadóttir hefur rift samningi sínum við Stjörnuna og stefnir á atvinnumennsku. Katrín Ásbjörnsdóttir, sem varð þriðja markahæst í Bestu deildinni, hefur einnig nýtt ákvæði til að rifta samningi við félagið.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Utan vallar: Hvað er í gangi hjá KR?

    Sumarið hjá meistaraflokkum KR í knattspyrnu hefur ekki verið upp á marga fiska. Mikið gekk á hjá kvennaliði félagsins sem endaði í neðsta sæti Bestu deildar og leikur því í Lengjudeildinni að ári. Hjá körlunum hefur einnig mikið gengið á en liðið getur þó endað í fjórða sæti þrátt fyrir að lykilmenn hafi misst mikið úr vegna meiðsla. Framkoma félagsins í garð Kjartans Henry Finnbogasonar hefur hins vegar vakið upp hörð viðbrögð.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Jóhann snýr aftur til Þór/KA

    Jóhann Kristinn Gunnarsson var í dag ráðinn aðalþjálfari hjá Þór/KA til næstu þriggja ára. Jóhann þekkir vel til félagsins sem hann gerði að Íslandsmeisturum árið 2012.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Vildu ekki starfa saman og voru báðir látnir fara

    Perry Mclachlan og Jón Stefán Jónsson, sem í fyrra voru ráðnir til þriggja ára sem þjálfarar knattspyrnuliðs Þórs/KA, hafa báðir látið af störfum. Jón Stefán segir stjórn Þórs/KA hafa tekið þá ákvörðun þar sem þeir vildu ekki starfa saman.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Fjölbreytnin fer illa með íslenskan fótbolta

    Um leið og það ætti kannski að vera gleðiefni að kvennalið Stjörnunnar og karlalið KA nái þeim tímamótum að komast í Evrópukeppni í fótbolta þá má segja að það sé alls ekki hagur íslensks fótbolta. Það er vegna fyrirkomulags UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, sem þjónar hag stærstu knattspyrnuvelda álfunnar.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Arna Sif: „Mögulega besta tímabilið á ferlinum"

    Arna Sif Ásgrímsdóttir hefur leikið frábærlega á sínu fyrsta keppnistímabili með Val síðan hún gekk í raðir félagsins á nýjan leik síðasta haust. Arna Sif segir nýlokna leiktíð mögulega vera þá bestu á sínum ferli. 

    Sport