Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Forsala á tengiltvinnbílum frá Jeep hafin

ÍSBAND Jeep umboðið í Mosfellsbæ hefur nú hafið forsölu á fyrstu tengiltvinnbílum (e.Plug-In-Hybrid) frá Jeep. Í boði eru Jeep Compass í þremur útgáfum, Limited, Trailhawk og „S“ og Jeep Renegade í Trailhawk útgáfu.

Bílar
Fréttamynd

Ert þú með eitt­hvað grænt í gangi?

Síðustu ár hafa bílaframleiðendur markvisst aukið framleiðslu á umhverfisvænni farartækjum og í dag er úrval rafmagns-, hybrid- og tengiltvinnbíla allt annað og meira en það var.

Skoðun
Fréttamynd

MG ný bíltegund á Íslandi

Hin sögufræga bíltegund MG sem margir þekkja frá gamalli tíð hefur formlega innreið sína á íslenska bílamarkaðinn síðar í þessum mánuði þegar bílaumboðið BL kynnir hinn nýja framhjóladrifna og rafknúna sportjeppa MG ZS EV í sýningarsalnum við Sævarhöfða.

Bílar
Fréttamynd

Nýr Land Rover Defender 110 kynntur víða á höfuðborgarsvæðinu

BL frumsýndi um helgina, nýjan Land Rover Defender 110. Sýningin var haldin samtímis á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Mismunandi útbúnum Defender bílum var stillt upp með ýmsum aukabúnaði í sínu náttúrulega umhverfi á toppi Úlfarsfells, í hesthúsakerfinu í Víðidal, við Nauthól í Fossvogi og við veitingastaðinn Sjáland í Garðabæ. Á hverjum sýningarstað voru mismunandi útfærslur Defender sýndar m.t.t. véla og valbúnaðar.

Bílar
Fréttamynd

Kia stefnir á 11 rafbíla fyrir 2025

Kia Motors kynnti á dögunum áætlunina Plan S eða áætlun fyrirtækisins um rafvæðingu og hreyfanleika auk tengjanleika og sjálfbærni. Kia ætlar að gegna forystuhlutverki innan bílaiðnaðarins í framtíðinni og einbeita sér að rafbílum og rafvæðingu í stað framleiðslu á ökutækjum með brunahreyflum.

Bílar
Fréttamynd

Myndband: Tesla Model 3 ekur á oltinn flutningabíl

Myndband náðist af Tesla Model 3, líklegast á sjálfstýringu, aka á mikilli ferð á flutningabíl sem oltið hafði á hraðbraut í Taívan. Sjálfvirka bremsukerfið virkaði ekki en ökumaðurinn reyndi að hemla á síðustu stundu en náði ekki að forða árekstri.

Bílar
Fréttamynd

Sala hafin á Mercedes-Benz EQV

Nýr Mercedes-Benz EQV rafbíll er kominn í sölu hjá Bílaumboðinu Öskju en hann verður frumsýndur síðar í sumar. Nú þegar hefur verið mikil eftirspurn eftir EQV sem er stór lúxusbíll og rúmar allt að 8 farþega.

Bílar
Fréttamynd

Hobby næst flestu nýskráðu ökutækin í maí

Húsbíla og hjólhýsaframleiðandinn Hobby var næst mest nýskráða tegund ökutækja hér á landi í maí. Toyota vermdi topp sætið með 112 ökutæki nýskráð en Hobby var í öðru sæti með 74 eintök á meðan Ford nældi í þriðja sæti með 64 eintök.

Bílar
Fréttamynd

Myndband:Nýr Nissan Z sést loksins

Eftir 12 ár af framleiðslu af 370Z hefur Nissan loksins tilkynnt um að ný kynslóð sé væntanleg. Á Youtube rás Nissan má sjá myndband þar sem fjöldi nýrra kynslóða kemur fram, þar á meðal Nissan Z.

Bílar
Fréttamynd

Tesla Model X hlaðin með mannafli

Finnskur uppfinningamaður hefur smíða hleðslustöð sem notast við mannafl. Nánar tiltekið hreyfiorku hjólaliðs sem hjólar rafmagn inn á bílinn.

Bílar
Fréttamynd

Leclerc brunar á Ferrari SF90 í Mónakó

Ferrari ökumaðurinn Charles Leclerc ók hinum glænýja Ferrari SF90 Stradale hybrid á götum Mónakó á dögunum. Ástæðan var endurgerð stuttmyndarinnar C’était un rendez-vous frá 1976.

Bílar
Fréttamynd

Eigendur dísilbíla eiga rétt á bótum frá Volkswagen

Dómstóll í Þýskalandi komst að þeirri niðurstöðu að bílaframleiðandinn Volkswagen þyrfti að greiða eigendum dísilbíla sem fyrirtækið átti við til að blekkja yfirvöld bætur í dag. Tugir þúsunda dómsmála hafa verið höfðuð í Þýskalandi vegna útblásturshneykslisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Herjeppinn sem átti að sigra heiminn

Trúlega eru fáar bifreiðar jafn einkennandi fyrir aldamótaárin eins og hinn tröllvaxni Hummer. Þá mátti gjarnan sjá stórstjörnur á borð við Britney Spears, Tupac, Arnold Schwarzenegger og Harry Kewell keyra um á þessum fokdýra jeppa.

Erlent
Fréttamynd

Reglugerð um stafræn ökuskírteini í samráðsgátt

Verkefnastofan Stafrænt Ísland hefur unnið að tæknilegri útfærslu stafrænna ökuskírteina í samstarfi við ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytið. Frumvarp til breytinga á reglugerð um ökuskírteini hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.

Innlent