„Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Davis Geks átti góðan leik í kvöld þegar Tindastóll vann Stjörnuna í fyrsta leik úrslitaviðureignar Bónus deildar karla. Geks átti risastóra þriggja stiga körfu sem var lykil partur af sigri Tindastóls. Hann fór yfir atvikið eftir leikinn. Körfubolti 8.5.2025 23:44
Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Ægir Þór Steinarsson átti frábæran leik með Stjörnunni á móti Tindastól í kvöld í fyrsta leik lokaúrslitanna. Það dugði þó ekki til því Stjörnumenn misstu niður fimm stiga forkost á síðustu fjörutíu sekúndum leiksins og eru lentir 0-1 undir á móti Stólunum. Körfubolti 8.5.2025 23:34
Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Tindastólsmenn eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í körfubolta eftir þriggja stiga sigur á Stjörnunni, 93-90, í spennuleik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Körfubolti 8.5.2025 19:33
„Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti 8.5.2025 14:02
Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti 5.5.2025 23:11
„Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ansi ósáttur við dómgæsluna í kvöld þegar hann mætti í viðtal við Andra Más eftir tap gegn Stjörnunni 74-70 í oddaleik. Körfubolti 5. maí 2025 22:46
„Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Hilmar Smári Henningsson var stigahæstur Stjörnumanna í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Bónus-deildar karla í dramatískum oddaleik gegn Grindavík. Körfubolti 5. maí 2025 21:47
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Það var rafmögnuð stemming í Umhyggjuhöllinni í kvöld þegar Stjarnan og Grindavík mættust í oddaleik. Grindvíkingar lentu 2-0 undir í einvíginu en tryggðu sér oddaleikinn með ótrúlegri endurkomu í síðasta leik. Körfubolti 5. maí 2025 18:31
Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Stjarnan og Grindavík mætast í oddaleik í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta í kvöld. Eftir spennutrylli í leik fjögur segist Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, sjaldan á Íslandi hafa þurft að glíma við lið með eins mikil einstaklingsgæði og lið Grindavíkur. Körfubolti 5. maí 2025 12:01
„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Benedikt Guðmundsson taldi ekki tímabært að svara því áður en tímabilið klárast hvort Tindastóll sé besta lið sem hann hefur þjálfað, en játaði ást sína á Sigtryggi Arnari Björnssyni. Körfubolti 4. maí 2025 22:30
„Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Hörður Axel Vilhjálmsson lék sinn síðasta leik á ferlinum þegar Álftanes tapaði fyrir Tindastóli í gær. Eftir leikinn fóru sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds yfir feril Harðar Axels. Körfubolti 4. maí 2025 10:33
„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Hörður Axel Vilhjálmsson er hættur í körfubolta. Álftanes féll úr leik í úrslitakeppninni gegn Tindastóli í kvöld og Hörður tilkynnti eftir leik að skórnir væru á leið upp á hillu. Körfubolti 3. maí 2025 21:32
„Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Grikkinn reynslumikli, Dimitrios Agravanis, var stigahæstur Tindastólsmanna í kvöld þegar liðið lagði Álftanes 90-105 og tryggði sér þar með farseðilinn í úrslitaeinvígi Bónus-deildar karla. Körfubolti 3. maí 2025 21:25
Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Hamar jafnaði úrslitaeinvígið upp á sæti í úrvalsdeildinni 1-1 með 122-103 sigri gegn Ármanni. Körfubolti 3. maí 2025 19:04
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Stærsti leikur í sögu Álftaness í kvöld og tímabilið undir. Leikurinn var mjög jafn í byrjun og átti raunar eftir að verða það þar til undir lok þriðja leikhluta. Þá settu gestirnir í gírinn og völtuðu yfir heimamenn. Körfubolti 3. maí 2025 18:33
„Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Jeremy Pargo var alsæll þegar hann mætti í settið hjá Bónus Körfuboltakvöldi eftir ævintýralegan sigur Grindavíkur á Stjörnunni, 95-92, í Smáranum í gær. Körfubolti 3. maí 2025 11:02
„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar sagði sitt lið ekki hafa gert nægilega vel undir lok leiksins gegn Grindavík í kvöld en hann var jafnframt stóryrtur í garð dómara leiksins. Körfubolti 2. maí 2025 22:13
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Grindavík náði að knýja fram oddaleik í einvígi sínu gegn Stjörnunni í undanúrslitum Bónus-deildarinnar. Grindavík vann í kvöld 95-92 sigur eftir magnaða endurkomu. Körfubolti 2. maí 2025 21:29
„Ég hef hluti að gera hér“ DeAndre Kane átti stórkostlegan leik fyrir Grindavík sem vann ótrúlegan sigur á Stjörnunni í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildarinnar. Oddaleikur liðanna fer fram á mánudag. Körfubolti 2. maí 2025 21:24
Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Gleðin skein úr hverju andliti í Grindavík í gær og bjartsýni var í lofti, þegar 90 ára afmæli UMFG var fagnað og íþróttamannvirki opnuð almenningi, í fyrsta sinn frá rýmingu vegna náttúruhamfaranna á Reykjanesskaga. Sport 2. maí 2025 11:30
„Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Dedrick Deon Basile skoraði 25 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 5 fráköst í ótrúlegum sigri Tindastóls á Álftanesi í þriðja leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Bónus deild karla í körfubolta. Körfubolti 29. apríl 2025 21:44
Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sigtryggur Arnar Björnsson eignaðist barn rétt áður en Tindastóll tók á móti Álftanesi í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta. Sigtryggur Arnar var þó ekki á fæðingadeildinni og er klár í slaginn. Körfubolti 29. apríl 2025 19:19
Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Það var pressa á báðum liðum í kvöld þegar Tindastóll tók á móti Álftanesi í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla. Stólarnir þurftu að verja sinn heimavöll og gestirnir verða að sækja í það minnsta einn sigur norður en staðan í einvíginu var 1-1 fyrir leikinn í kvöld. Körfubolti 29. apríl 2025 18:31
Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Tindastóll á stuðningsmenn víða og þar á meðal á hinu háa Alþingi þar sem Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks, flutti ræður í Tindastólstreyju í tilefni dagsins. Körfubolti 29. apríl 2025 15:45
„Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, segir pressuna á liðinu ekki meiri fyrir leik kvöldsins gegn Álftanesi í undanúrslitum Bónus deildarinnar í körfubolta sökum þeirrar staðreyndar að þeir leiki á heimavelli og að einvígið sé nú í járnum. Körfubolti 29. apríl 2025 13:01
Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Umhyggjuhöllin stóð ekki alveg undir nafni þegar Stjarnan og Grindavík áttust við í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta í gær. Stuðningsmönnum liðanna lenti saman og hnefarnir voru látnir tala. Körfubolti 29. apríl 2025 12:31