
„Örlögin ákváðu að þetta færi í oddaleik“
Darri Freyr Atlason var að vonum ekkert sérstaklega ánægður eftir tapið gegn Val á heimavelli í kvöld
Darri Freyr Atlason var að vonum ekkert sérstaklega ánægður eftir tapið gegn Val á heimavelli í kvöld
Valur tryggði sér oddaleik með að vinna KR í DHL-höllinni í kvöld. Liðin mætast í oddaleik á föstudag.
Þór Þ. tryggði sér sæti í undanúrslitum Domino's deildar karla með sigri í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld.
KR-ingar hafa skotið Valsmenn næstum því í kaf í fyrstu þremur leikjum liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í körfubolta og vantar bara einn sigur í viðbót til að senda Valsliðið í sumarfrí.
„Þó að við beitum ekki sektum eða heimaleikjabanni þá lítum við þetta að sjálfsögðu alvarlegum augum,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður körfuknattleikssambands Íslands, um áflogin í Grindavík í gærkvöld.
Jakob Örn Sigurðarson verður með KR í kvöld þegar liðið mætir Val í Vesturbænum í fjórða og hugsanlega lokakafla einvígis Reykjavíkurliðanna sem vakið hefur mikla athygli.
Karlalið KR í körfubolta og knattspyrnu hafa bæði verið sigursæl á síðustu árum og því kemur slæmt gengi þeirra á heimavelli undanfarið ár á óvart.
KR og Valur mætast í Vesturbænum annað kvöld í leik þar sem Íslandsmeistarar KR geta tryggt sæti sitt í undanúrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. Liðið vann magnaðan sigur á Hlíðarenda í síðasta leik og leiðir 2-1 í einvíginu.
Grindavík knúði fram oddaleik gegn Stjörnunni með sigri í fjórða leik liðanna á heimavelli sínum í kvöld. Það var mikill hasar í HS-Orku höllinni enda sæti í undanúrslitum Domino´s deildarinnar í húfi.
Það var mikill hiti í leik Grindavíkur og Stjörnunnar í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta í kvöld. Grindavík knúði fram oddaleik með naumum sigri, 95-92, en í 3. leikhluta leiksins sauð allt upp úr í stúkunni.
Bræðurnir Teitur og Gunnar Örlygssynir eru báðir nýir í stjórn Körfuknattleiksdeildar UMFN en ný stjórn var kosin á aðalfundi deildarinnar í gær.
KR varð á sunnudagskvöldið aðeins fjórða liðið í sögu úrslitakeppninnar sem var með innanborðs tvo þrjátíu stiga leikmenn í venjulegum leiktíma. Það hefur heldur betur boðið gott fyrir þessi lið.
KR er komið í 2-1 gegn Val í átta liða úrslitum Domino's deildar karla. Liðin hafa mæst fimm sinnum í vetur og allir leikirnir unnist á útivelli.
Þjálfari KR var ánægður með leik sina manna í kvöld þegar KR vann Val 103-115 í Origo höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Þar með er KR komið með 2-1 forystu í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Dominos deildar karla.
Þór Þorlákshöfn komast 2-1 yfir í einvíginu á móti Þór Akureyri. Þetta var mikill sóknarleikur og algjör spennutryllir sem endaði með að heimamenn höfðu betur 109 - 104.
Þór Þorlákshöfn vörðu heimavöllinn sinn í kvöld þegar þeir unnu nafna sína frá Akureyri 109-104 í miklum sóknarleik. Lárus Jónsson þjálfari Þór Þorlákshafnar var afar sáttur með sigurinn.
Áþreifanleg spenna er milli liða KR og Vals í körfubolta sem eigast við í þriðja leik sínum í úrslitakeppni Domino's-deildar karla að Hlíðarenda klukkan 20:10 í kvöld. Allt ætlaði upp úr að sjóða eftir síðasta leik liðanna í Vesturbæ á miðvikudag.
Keflavík er komið í undanúrslit Domino's deildar karla eftir sigur á Tindastól í þriðja leik liðanna suður með sjó. Keflavík snéri leiknum við undir lok leiksins.
Herði Axel Vilhjálmssyni, leikmanni Keflavík, var gífurlega létt eftir fjögurra stiga sigur Keflavíkur á Tindastóli í kvöld. Um tíma leit út fyrir að Keflavík væri að fara að tapa sínum fyrsta heimaleik í vetur en Stólarnir voru yfir langan part leiksins og voru meðal annars með eins stigs forskot og áttu boltann þegar mínúta var eftir af leiknum.
Stjörnuna vantar nú aðeins einn sigur til viðbótar til að komast í undanúrslit Domino‘s deildar karla eftir að hafa unnið Grindavík, 85-69, í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitunum í Ásgarði í dag.
Ægir Þór Steinarsson, leikstjórnandi Stjörnunnar, lék mjög vel þegar Garðbæingar unnu Grindvíkinga, 85-69, í dag.
Njarðvíkingurinn Örlygur Aron Sturluson hefði haldið upp á fertugsafmælið sitt í dag ef hann hefði lifað en hann lést af slysförum fyrir rúmu 21 ári síðan. Nágrannarnir úr Keflavík minnast hans um helgina með rausnarlegum hætti.
Frá og með næsta þriðjudegi mega 300 áhorfendur vera í hverju sóttvarnahólfi, í stað 150 áður, á íþróttakappleikjum á Íslandi.
„Persónulegt“ uppgjör KR og Vals, eins og Kristófer Acox orðaði það, hefur ekki farið framhjá neinum. Spennan í einvíginu er áþreifanleg eftir fyrstu tvo leikina og lætin utan vallar of frjálsleg að mati sóttvarnalæknis og yfirlögregluþjóns.
Slóvenski bakvörðurinn Mirza Sarajlija mun ekki spila fleiri leiki með Stjörnunni í úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta.
„Í fyrsta lagi er þetta náttúrulega gaman,“ sagði Kristófer Acox um „persónulegt“ einvígi Vals og KR í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta. Einvígi sem heldur betur hefur staðið undir væntingum.
Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var kominn með nýja starfslýsingu í Domino's Körfuboltakvöldi í gærkvöldi en þá var farið yfir leik tvö í átta liða úrslitunum.
„Í þessum fjölmörgu skjáskotum sem við höfum fengið í morgun er ljóst að mönnum hefur hlaupið kapp í kinn í gærkvöld, og þurfa að bæta sig,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á fundi almannavarna í dag, aðspurður um sóttvarnabrot áhorfenda á íþróttaleikjum.
Það hafa komið upp mörg mál að undanförnu þar sem leikmenn Domino's deildarinnar í körfubolta hafa verið dæmdir í leikbann. Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu þetta í þættinum sínum í DHL-höllinni í gær.
Valur er búið að jafna metin gegn grönnum sínum í KR í átta liða úrslita einvígi liðanna í Domino's deild karla.