Grindavík á toppinn Grindavíkurstúlkur komust í kvöld upp á hlið granna sinna í Keflavík á toppi Iceland Express deildarinnar þegar liðið vann sigur á Fjölni 79-68 í Grafarvogi. Þá unnu Haukar nauman sigur á Hamri í Hveragerði 73-69. Körfubolti 9. janúar 2008 21:43
Valur vann topplið Keflavíkur Einn leikur var í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld. Valur vann Keflavík 97-94 í æsispennandi leik sem var tvíframlengdur. Körfubolti 8. janúar 2008 22:29
KR skellti Íslandsmeisturunum Þrír leikir voru á dagskrá í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í dag. KR-stúlkur lögðu Íslandsmeistara Hauka 80-74 í Hafnarfirði þrátt fyrir að vera án stórskyttunnar Monique Martin. Körfubolti 5. janúar 2008 19:41
Ágúst velur fyrsta landsliðshópinn Ágúst Björgvinsson, nýráðinn landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, hefur valið fyrsta landsliðshóp sinn sem kemur saman til æfinga um helgina. Körfubolti 20. desember 2007 11:46
Grindavík vann KR í æsispennandi leik Grindavík vann í kvöld KR í æsispennandi leik í toppslag í Iceland Express deild kvenna. Góð byrjun Grindvíkinga í fjórða leikhluta tryggði á endanum tveggja stiga sigur, 86-84. Körfubolti 19. desember 2007 21:06
Tvö heitustu liðin mætast í kvöld Tvö heitustu liðin í Iceland Express deild kvenna mætast í Grindavík í kvöld þegar heimastúlkur mæta toppliði KR sem komst á toppinn með því að vinna Keflavík 90-81 í síðustu umferð. Körfubolti 19. desember 2007 13:02
Valur vann Fjölni Valur vann í kvöld dýrmætan sigur á Fjölni í Iceland Express deild kvenna en liðin eru bæði í neðri hluta deildarinnar. Körfubolti 18. desember 2007 21:19
65 stig Martin skutu KR á toppinn KR er komið á toppinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta eftir að liðið skellti Keflavík 90-81 í kvöld. Monique Martin fór hamförum í liði KR og skoraði 65 stig í leiknum. Körfubolti 12. desember 2007 21:55
Watson: Með meira sjálfstraust TaKesha Watson er nú á sínu öðru ári með Keflavík en hún var í dag valinn besti leikmaður fyrstu níu umferða Iceland Express deildar kvenna. Körfubolti 11. desember 2007 15:30
Jón Halldór: Keflvíkingar sætta sig ekki við 2. sæti Jón Halldór Eðvarðsson var í dag útnefndur besti þjálfarinn í fyrstu níu umferðunum í Iceland Express deild kvenna. Körfubolti 11. desember 2007 15:00
TaKesha Watson valin best TaKesha Watson, leikmaður Keflavíkur, var í dag valin besti leikmaður fyrstu níu umferðanna í Iceland Express-deild kvenna. Körfubolti 11. desember 2007 11:59
Stórleikur í Keflavík í kvöld Í kvöld fara fram tveir leikir í Iceland Express deild kvenna í körfubolta og hefjast þeir báðir klukkan 19:15. Fjölnir og Hamar eigast við í Grafarvogi og í Keflavík mætast topplið heimamanna og Íslandsmeistarar Hauka. Körfubolti 5. desember 2007 12:31
Naumur sigur hjá Haukastúlkum Íslandsmeistarar Hauka lentu í kröppum dansi í Grafarvoginum í kvöld þegar liðið lagði Fjölni 73-71 eftir framlengdan leik í Iceland Express deild kvenna. Staðan var jöfn 63-63 að loknum venjulegum leiktíma, en Haukaliðið hélt sjó í framlengingunni og vann nauman sigur. Körfubolti 28. nóvember 2007 22:04
Enn sigrar Keflavík Keflavík vann í kvöld sinn áttunda leik í röð í Iceland Express deild-kvenna og er liðið enn taplaust á leiktíðinni. Körfubolti 21. nóvember 2007 23:15
KR vann Hauka Í dag fóru fram þrír leikir í Iceland Express deild kvenna. Íslandsmeistarar Hauka töpuðu á útivelli fyrir KR, 88-81. Körfubolti 17. nóvember 2007 20:42
Sigurganga Keflavíkur heldur áfram Keflavíkurstúlkur halda áfram óslitinni sigurgöngu sinni í Icelan Express deild kvenna og í kvöld lagði liðið Hamar í Hveragerði 81-70 þar sem góður endasprettur tryggði Keflavík sigurinn. Körfubolti 14. nóvember 2007 22:10
Fyrsti sigur Valsstúlkna Kvennalið Vals vann í dag sinn fyrsta sigur í Iceland Express deildinni þegar liðið skellti Fjölni í Grafarvogi 78-58. Liðin eru á botni deildarinnar með eitt stig hvort. Körfubolti 11. nóvember 2007 21:30
Fyrsti sigur Vals Valur og Hamar mættust í botnslag Iceland Express deildar kvenna í kvöld. Bæði lið voru án sigurs fyrir leikinn. Körfubolti 8. nóvember 2007 23:26
Haukasigur í framlengingu Haukar unnu tveggja stiga sigur á Grindavík, 88-90, í æsispennandi framlengdum leik í Grindavík í gær. Joanna Skiba fékk tækifæri til þess að tryggja Grindavík sigur á vítalínunni fimm sekúndum fyrir leikslok en klikkaði á báðum vítum sínum og það varð að framlengja. Körfubolti 8. nóvember 2007 00:01
Keflavík vann nauman sigur á KR Topplið Keflavíkur í Iceland Express-deild kvenna vann í kvöld nauman sigur á KR, 69-66. Körfubolti 7. nóvember 2007 23:35
Áfall fyrir Keflavík Kvennalið Keflavíkur hefur orðið fyrir miklu áfalli eftir Bryndís Guðmundsdóttir sleit krossbönd í hné í leik með unglingaflokki félagsins í gær. Bryndís hefur verið lykilmaður í sterku toppliði Keflavíkur á leiktíðinni. Körfubolti 6. nóvember 2007 12:03
Fyrsti sigur Fjölnis í efstu deild kvenna frá upphafi Fjölnir vann í dag sögulegan sigur á Hamar í Hveragerði þegar liðið vann sinn fyrsta leik í efstu deild kvenna í körfubolta í sögu félagsins. Körfubolti 3. nóvember 2007 18:08
Watson fór hamförum í stórsigri Keflavíkur Kesha Watson átti ótrúlegan leik í kvöld þegar lið Keflavíkur valtaði yfir Grindavík í uppgjöri suðurnesjaliðanna í Iceland Express deild kvenna. Körfubolti 31. október 2007 22:35
Haukar og Grindavík með fullt hús Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. Haukar, Grindavík og KR unnu sína leiki en Haukar og Grindavík eru á toppnum með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Körfubolti 24. október 2007 22:41
Þrír leikir í kvennakörfunni í kvöld Í kvöld fara fram þrír leikir í Iceland Express deild kvenna í körfubolta. Grindavík tekur á móti Val í Grindavík klukkan 19:15 og á sama tíma mæta Haukar Fjölni á Ásvöllum. Klukkan 20 taka svo KR-ingar á móti Hamri í DHL-höllinni. Körfubolti 24. október 2007 14:21
Grindavík vann Fjölni Grindavík vann í dag góðan sigur á Fjölni í Iceland Express deild kvenna, 76-62 á útivelli. Körfubolti 20. október 2007 19:01
Haukar lögðu Hamar Einn leikur fór fram í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld. Íslandsmeistarar Hauka gerðu góða fer í Hveragerði og lögðu Hamar 85-76 eftir að hafa verið einu stigi undir í hálfleik 42-41. Haukar hafa unnið báða leiki sína í deildinni til þessa en Hamarsstúlkur eru án sigurs. Körfubolti 17. október 2007 22:14
Naumur sigur hjá meisturunum Íslandsmeistarar Hauka unnu nauman sigur á nýliðum KR 74-71 í kvöld þegar þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna í körfubolta. Keflvíkingar burstuðu Fjölni 88-51 og Grindavík vann auðveldan sigur á Hamri 94-65. Körfubolti 13. október 2007 19:18
Handalögmál á verðlaunaafhendingu Til handalögmála kom milli tveggja landsliðskvenna í körfubolta eftir úrslitaleik Keflavíkur og Hauka í Meistarakeppninni í gær. Keflavík vann öruggan sigur í leiknum en nokkur hiti var í leikmönnum eftir að flautað var. Körfubolti 8. október 2007 12:40
Keflavíkurstúlkur deildarbikarmeistarar Keflavíkurstúlkur tryggðu sér sigur í Powerade bikarnum í körfubolta í dag þegar þær lögðu lið Hauka í úrslitaleik 95-80. Haukaliðið vann alla titla sem í boði voru á síðustu leiktíð, en Keflvíkingar sáu til þess að þær endurtaka það ekki í ár. Körfubolti 30. september 2007 17:35