Umfjöllun viðtöl og myndir: Valur - Haukar 63-77 | Haukar komnir með innbyrðisstöðu gagnvart Val Haukar unnu gríðarlega mikilvægan 14 stiga sigur er liðið heimsótti Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Með sigrinum komu Haukar í veg fyrir að Valskonur myndu endurheimta toppsætið og Haukar eru nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur. Körfubolti 1. mars 2023 00:12
Stórsigur Vals í Kópavogi Valskonur fóru illa með Breiðablik þegar liðin áttust við í Subway deildinni í körfubolta í kvöld. Körfubolti 26. febrúar 2023 21:41
„Ég er alveg brjálaður“ Þorleifur Ólafsson var allt annað en sáttur eftir naumt tap Grindavíkur gegn Fjölni í 22. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Dalhúsum í kvöld. Körfubolti 26. febrúar 2023 21:15
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Grindavík 80-78 | Dramatískur sigur Fjölnis í spennutrylli Fjölnir vann nauman sigur á Grindavík í æsispennandi leik í Subway deildinni í körfubolta í kvöld. Körfubolti 26. febrúar 2023 21:00
„Enginn dómari hefur komið til mín og sagst vera að hætta því hann fái ekki nógu vel greitt“ Körfuboltadómarar á Íslandi hafa verið með lausan samning við Körfuknattleikssambandið í níu ár. Sambandið kveðst ekki skylt að semja sérstaklega við verktakastétt. Körfubolti 24. febrúar 2023 23:01
Rúnar: „Ég er stoltur af framlagi leikmanna minna“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna, var svekktur en ekki yfirgengilega óánægður eftir naumt tap hans liðs gegn Val 74-77 fyrr í kvöld, í viðtali við fréttamann Vísis. Körfubolti 22. febrúar 2023 23:03
Umfjöllun og viðtal: Njarðvík - Valur 74-77 | Valur vann tólfta sigurinn í röð með herkjum Njarðvík og Valur mættust fyrr í kvöld í tuttugustu og fyrstu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta á heimavelli Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni og það var hart barist í leiknum. Körfubolti 22. febrúar 2023 21:58
Góður endurkomusigur hjá Keflavík en Haukar fóru létt með Breiðablik Keflavík lenti óvænt í vandræðum gegn Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld en vann að lokum sigur eftir frábæran seinni hálfleik. Þá unnu Haukar risasigur á Breiðablik. Körfubolti 22. febrúar 2023 21:13
Sigurbjörg: „Fullt af góðum hlutum sem kom út úr þessum leik, en það er fullt sem við þurfum að bæta líka“ Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir, þjálfari ÍR, var nokkuð upplitsdjörf þrátt fyrir enn eitt tapið en hennar konur töpuðu gegn Grindavík í Subway-deild kvenna í nokkuð ójöfnum leik þar sem lokatölurnar urðu 77-62. Körfubolti 22. febrúar 2023 20:49
Umfjöllun og viðtal: Grindavík - ÍR 77-62 | Þægilegur Grindavíkursigur suður með sjó Grindavík vann öruggan sigur á ÍR í Subway-deild kvenna í körfuknattleik en liðin mættust í Grindavík í kvöld. Lokatölur 77-62 og Grindavík eygir því enn von um sæti í úrslitakeppninni. Körfubolti 22. febrúar 2023 19:53
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Haukar - Njarðvík 76-73 | Þriðji sigur Hauka í röð Haukar unnu Íslandsmeistara Njarðvíkur 76-73. Haukar voru einu stigi undir fyrir síðasta fjórðung en heimakonur byrjuðu fjórða leikhluta töluvert betur og þrátt fyrir endurkomu Njarðvíkur þá var góð byrjun Hauka of stór biti fyrir gestina sem skilaði sér í þriðja sigri Hauka gegn Njarðvík á tímabilinu. Körfubolti 19. febrúar 2023 23:06
Valskonur mörðu Fjölni og Blikar gerðu góða ferð í Breiðholtið Valskonur unnu nauman fimm stiga sigur er liðið tók á móti Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld, 109-104, og í Breiðholtinu vann Breiðablik öruggan 15 stiga sigur gegn heimakonum í ÍR, 64-79. Körfubolti 19. febrúar 2023 23:00
„Erum ekki orðnar nógu þroskaðar til að klára svona leiki“ Njarðvík tapaði í Ólafssal gegn Haukum. Leikurinn var jafn og spennandi en Haukar unnu að lokum þriggja stiga sigur 76-73. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur með fyrri hálfleik Njarðvíkur. Sport 19. febrúar 2023 22:35
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Grindavík 84-61 | Keflavík straujaði yfir Grindavík í seinni hálfleik Topplið Keflavíkur tók á móti grönnum sínum úr Grindavík í Blue-höllinni í Subway-deild kvenna í kvöld. Keflvíkingar varla misstigið sig í deildinni í vetur en Grindavík að rembast við að ná í síðasta sætið í úrslitakeppninni, svo að það var að miklu að keppa fyrir gestina. Körfubolti 19. febrúar 2023 21:19
„Var bara eins og þetta væri „easy“ æfing hjá Keflavík“ Grindvíkingar töpuðu illa fyrir Keflavík í Subway-deild kvenna í kvöld, lokatölur í Keflavík 84-61. Framan af leit þetta þó ekkert alltof illa út fyrir Grindavík en þær áttu virkilega góðan 2. leikhluta sem þær unnu 26-21. Við spurðum Þorleif Ólafsson, þjálfara Grindavíkur, af hverju hans konur hefðu ekki bara spilað allan leikinn eins og 2. leikhluta? Körfubolti 19. febrúar 2023 20:56
Sú reynslumesta ekki með í fluginu í dag Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, hefur neyðst til að gera eina breytingu á leikmannahópi sínum sem í dag ferðast til Ungverjalands. Körfubolti 6. febrúar 2023 11:31
Subway Körfuboltakvöld: Umræða um breytt fyrirkomulag Subway-deildar kvenna Þátturinn Subway Körfuboltakvöld var á dagskrá á fimmtudag þar sem Hörður Unnsteinsson og sérfræðingar fóru yfir tillögur sem liggja fyrir um breytt keppnisfyrirkomulag í Subway deild kvenna. Körfubolti 4. febrúar 2023 10:31
Aðallega fyrir andlegu hliðina að koma aftur og vera með Embla Kristínardóttir átti kröftuga innkomu af bekknum fyrir Valskonur í kvöld þegar þær báru sigurorð af Grindavík í Subway-deild kvenna, lokatölur 63-83 suður með sjó. Embla, sem er hokin af reynslu, bæði í deild og með landsliði Íslands þrátt fyrir ungan aldur, er að sögn hægt og bítandi að finna sitt gamla form en hún fór í barneignarleyfi undir lok árs 2021. Körfubolti 1. febrúar 2023 23:16
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Valur 63-83 | Valskonur keyrðu yfir Grindavík í seinni hálfleik Grindavík tók á móti Val í Subway-deild kvenna í HS-orku höllinni í kvöld. Valskonur fyrir leik á miklu skriði, með 10. deildarsigurinn í röð í sigtinu. Það hefur sömuleiðis verið stígandi í leik Grindavíkur sem daðra nú við að taka fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni. Körfubolti 1. febrúar 2023 22:00
Lárus Ingi: Við hvílum okkur svolítið í fyrri hálfleik Lárus Ingi Magnússon aðstoðarþjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, sem gegndi hlutverki aðalþjálfara í fjarveru Rúnars Inga Erlingssonar, var ekki beinlínis skælbrosandi eftir stórsigur á liði Breiðabliks 85-45 fyrr í kvöld. Körfubolti 1. febrúar 2023 21:31
Keflavík og Haukar með risasigra Keflavík og Haukar unnu einstaklega örugga sigra í Subway deild kvenna í kvöld. Körfubolti 1. febrúar 2023 21:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Njarðvík - Breiðablik 85-45 | Njarðvík kafsigldi Blika í síðari hálfleik Fyrsti leikur nítjándu umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta fór fram fyrr í kvöld í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Lið Njarðvíkur tók þar á móti liði Breiðabliks. Njarðvík hefur haft gott tak á Blikum og ekki breyttist það í kvöld, lokatölur 85-45. Körfubolti 1. febrúar 2023 20:00
„Mér finnst hún hafa verið snuðuð í þessu vali“ Sérfræðingur í körfuboltakvöldi telur að gengið hafi verið fram hjá einum leikmanni í Subway deild kvenna í körfubolta þegar nýjasti landsliðshópurinn var valinn. Körfubolti 31. janúar 2023 13:01
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Keflavík 81-74 | Valur vann toppslaginn Ekkert lið hefur lagt Keflavík að velli í Subway-deild kvenna, nema Valur. Hlíðarendafélagið fór með sigur af hólmi gegn Keflavík í annað sinn á þessari leiktíð í kvöld. Körfubolti 29. janúar 2023 22:24
Kristjana: Erum komnar með leiðtoga sem er jákvæð Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis, var sátt eftir nauman sigur gegn Breiðablik í 18. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Smáranum. Körfubolti 29. janúar 2023 22:08
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fjölnir 72-73 | Dramatískur sigur Fjölniskvenna Fjölnir vann nauman sigur á Breiðablik í botnslag 18. umferðar Subway-deildar kvenna í kvöld. Körfubolti 29. janúar 2023 22:00
Öruggt hjá Haukum og Njarðvík Tveimur leikjum er nýlokið í Subway deildinni í körfubolta. Körfubolti 29. janúar 2023 21:02
Sigrún snýr aftur til Hauka Körfuboltakonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir mun leika með Haukum út yfirstandandi keppnistímabil eftir að hafa ákveðið að hætta hjá Fjölni, þar sem hún var spilandi aðstoðarþjálfari. Körfubolti 27. janúar 2023 15:43
Bjarni: Ég hef aldrei lent í öðrum eins veikinda- og meiðslapakka eins og við erum búin að vera í Bjarni Magnússon þjálfari liðs Hauka í Subway deild kvenna í körfubolta var ekki yfirgengilega óánægður eftir tuttugu og eins stigs tap, 83-62, fyrir Keflavík í Subway-deild kvenna fyrr í kvöld. Hann var þó að sjálfsögðu ekki sáttur með ýmislegt í frammistöðu liðsins. Körfubolti 25. janúar 2023 23:15
Umfjöllun og viðtal: Keflavík - Haukar 83-62 | Góður sigur Keflavíkur í toppslagnum Keflavík vann góðan sigur á Haukum í toppslag Subway-deildar kvenna í körfuknattleik í kvöld. Keflavík heldur því góðri stöðu á toppi deildarinnar. Körfubolti 25. janúar 2023 22:00