Snæfell minnkaði forskot Keflavíkur - úrslitin í kvennakörfunni Snæfell minnkaði forskot Keflavíkur á toppi Dominosdeildar kvenna í körfubolta í kvöld en 20. umferð af 28 fór þá fram. Snæfell vann Njarðvík í Ljónagryfjunni á sama tíma og topplið Keflavíkur tapaði heima á móti Val. Körfubolti 6. febrúar 2013 21:08
Valskonur unnu topplið Keflavíkur Valskonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar þær skelltu sér til Keflavíkur og unnu 19 stiga sigur á toppliði Keflavíkur, 97-78. Þetta var aðeins annað tap Keflavíkurliðsins á deild og bikar á tímabilinu. Körfubolti 6. febrúar 2013 20:55
Keflavík vann toppslaginn í Stykkishólmi Keflavík er með sex stiga forystu á toppi Domino's-deildar kvenna eftir sigur á Snæfelli í Stykkishólmi, 75-66. Körfubolti 2. febrúar 2013 17:33
Arnar Freyr og Ingibjörg í Keflavík Leikstjórnendurnir og parið Arnar Freyr Jónsson og Ingibjörg Jakobsdóttir hafa gengið til liðs við Keflavík eftir hálfs árs dvöl í Danmörku. Körfubolti 31. janúar 2013 23:33
Ólöf Helga glímir við taugaskemmdir í skothendinni - ferillinn í hættu Ólöf Helga Pálsdóttir, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Njarðvíkur á síðasta tímabili og núverandi leikmaður Grindavíkur í Dominos-deild kvenna hefur nánast ekkert getað spilað með Grindavíkurliðinu á þessu tímabili. Víkurfréttir segja frá því í dag að það sér óvíst hvort Ólöf Helga leiki hreinlega aftur körfubolta en hún er 27 ára gömul. Körfubolti 31. janúar 2013 18:32
Landsbyggðin vann í Stjörnuleiknum Það var stuð og spenna í Stjörnuleik Dominos-deildar kvenna í kvöld en þar þurfti að framlengja leikinn til þess að knýja fram úrslit. Körfubolti 30. janúar 2013 22:07
Smith vann þriggja stiga keppnina Stjörnuleikurinn í Dominos-deild kvenna fer fram í kvöld og nú er nýlokið æsispennandi þriggja stiga keppni. Körfubolti 30. janúar 2013 20:43
Stjörnuleikur kvenna í Keflavík í kvöld Stjörnuleikur kvenna í körfubolta fer fram í kvöld eftir tveggja ára hlé en leikurinn fer að þessu sinni fram í Toyota-höllinni í Keflavík eða á heimavelli toppliðs Dominos-deildar kvenna. Körfubolti 30. janúar 2013 16:00
Keflavíkurkonur í Höllina í tuttugasta sinn Það verða Keflavík og Valur sem spila til úrslita í Powerade-bikar kvenna í körfubolta í Laugardalshöllinni 16. febrúar næstkomandi en það kom í ljós þegar Keflavíkurkonur unnu 73-70 sigur á Snæfelli í Stykkishólmi í dag. Valskonur komust í úrslitaleikinn með sigri á Hamar í Hveragerði í gær. Körfubolti 26. janúar 2013 17:25
Valskonur vandræðalaust í úrslit Valur er komið í úrslit Powerade-bikarkeppni kvenna eftir öruggan sigur á Hamri í Hveragerði, 86-39. Körfubolti 25. janúar 2013 21:28
Valur lagði Hauka | Löng bið KR á enda Heil umferð fór fram í Domino's-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Topplið Keflavíkur og Snæfells unnu bæði sigra í leikjum sínum. Körfubolti 23. janúar 2013 20:58
Löng taphrina endar í DHL-höllinni í kvöld Heil umferð fer fram í Dominos-deild kvenna í körfubolta en tveir leikir fara fram á höfuðborgarsvæðinu og tveir verða spilaðir á Suðurnesjunum. Þetta er 18. umferð deildarinnar en eftir hana eru tíu umferðir eftir af deildarkeppninni. Körfubolti 23. janúar 2013 17:00
Valskonur missa tvö stig til Snæfells Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur úrskurðað Snæfelli 20-0 sigur í leik á móti Val í Dominos-deild kvenna í körfubolta í fyrsta leik ársins 2013 en þetta kemur fram í frétt á heimasíðu sambandsins. Snæfell hefur þar með tíu stiga forskot og betri innbyrðisstöðu á móti Val í baráttunni um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Körfubolti 23. janúar 2013 15:01
Sextán ára stelpa fékk flest atkvæði í Stjörnuleikskosningunni Sara Rún Hinriksdóttir, sextán ára stelpa úr Keflavík, fékk flest atkvæði í netkosningu um byrjunarliðin í Stjörnuleik kvenna í körfubolta sem fram fer í Keflavík miðvikudaginn 30. janúar næstkomandi. Körfubolti 23. janúar 2013 11:30
Enginn tvíhöfði í Hólminum Körfuknattleikssambandið hefur gefið út tímasetningar á undanúrslitaleikjum í Powerade-bikarnum sem fara fram um næstu helgi. Snæfellingar fengu heimaleiki hjá bæði körlum og konum en leikirnir fara samt fram sitthvorn daginn. Körfubolti 21. janúar 2013 15:45
Keflavík vann eftir framlengingu - öll úrslitin í kvennakörfunni Þrjú efstu liðin í Domnios-deild kvenna unnu öll sína leiki í kvöld þegar 17. umferðin fór fram. Topplið Keflavíkur bjargaði sér fyrir horn á móti KR á heimavelli og vann eftir framlengingu. Snæfell og Valur unnu líka sína leiki en Valskonur voru næstum því búnar að missa frá sér sigurinn í lokin á móti botnliði Fjölnis. Körfubolti 16. janúar 2013 21:07
Keflavík í undanúrslit bikarsins Keflavík tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum Powerade-bikarkeppni kvenna með sigri á KR-ingum. Körfubolti 12. janúar 2013 15:38
Keflavíkurstúlkur í stuði | Úrslit kvöldsins Það er ekkert lát á góðu gengi kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta en liðið vann í kvöld sinn fimmtánda sigur í sextán leikjum í deildinni. Körfubolti 9. janúar 2013 20:54
Haukarkonur fyrstar til að vinna Keflavík - öll úrslitin Haukakonur komu mikið á óvart með því að vinna tólf stiga sigur á toppliði Keflavíkur, 73-61, í 15. umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í dag en þetta var fyrsta tap Keflavíkur á tímabilinu. Þrjú efstu lið deildarinnar töpuðu í fyrstu umferðinni eftir jólafrí og það var því nóg af óvæntum úrslitum í leikjum dagsins enda hafði Keflavíkurliðið unnið fjórtán fyrstu deildarleiki sína í vetur. Körfubolti 5. janúar 2013 18:22
Ótrúlegur endurkomusigur Njarðvíkurkvenna Njarðvíkurkonur enduðu sex leikja taphrinu sína í Dominos-deild kvenna í körfubolta með dramatískum 87-85 endurkomusigri á móti botnliði Fjölnis. Fjölnir náði mest 20 stiga forskoti í leiknum og var fimmtán stigum yfir í hálfleik, 44-29. Körfubolti 5. janúar 2013 17:30
Butler byrjar vel með Valskonum Valskonur byrja nýja árið vel í kvennakörfunni því þær sóttu tvö stig í Stykkishólm í dag í fyrsta leik fimmtándu umferðar Dominos-deildar kvenna. Snæfell var búið að vinna Val tvisvar örugglega í vetur en Valskonur unnu hinsvegar 81-64 sigur í leik liðanna í dag. Körfubolti 5. janúar 2013 16:34
Mætast tvisvar sinnum með lið sín á einum sólarhring Ingi Þór Steinþórsson, þjálfar báða meistaraflokkana hjá Snæfelli í körfuboltanum og sömu sögu er að segja af Ágústi Sigurði Björgvinssyni sem þjálfar báða meistaraflokkana hjá Val. Á næsta sólarhring mætast þeir tvisvar sinnum með lið sín. Körfubolti 5. janúar 2013 14:00
Pálína valin best í fyrri umferðinni Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var kosin besti leikmaður fyrri hluta Dominos-deildar kvenna í körfubolta en verðlaunin voru afhent í dag. Körfubolti 3. janúar 2013 15:05
Butler aftur til Íslands - búin að semja við Val Jaleesa Butler, fyrrum leikmaður Hamars og Keflavíkur, er komin aftur í íslenska körfubolann því hún hefur gert samning við lið Vals í Dominos-deild kvenna. Þetta kom fyrst fram á Karfan.is. Körfubolti 3. janúar 2013 12:15
Valskonur í miklu stuði á móti Njarðvík Valskonur endurheimtu fjórða sætið í Dominos-deild kvenna í körfubolta eftir sannfærandi 39 stiga stórsigur á Njarðvík, 95-56, í Vodafonehöllinni í dag. Þetta var síðasti leikurinn í kvennakörfunni fyrir jólafrí. Körfubolti 15. desember 2012 15:27
Fjórtandi sigur Keflavíkurkvenna í röð | Myndasyrpa úr Grafarvogi Keflavík hélt sigurgöngu sinni í Domino's-deild kvenna í körfubolta áfram í kvöld en liðið lagði botnlið Fjölnis í Grafarvogi 103-92. Körfubolti 12. desember 2012 21:54
Keflavíkurstúlkur ósigrandi Keflavík er enn ósigrað í Dominos-deild kvenna en liðið vann nauman fimm stiga sigur á Val í dag. Keflavík búið að vinna alla þrettán leiki sína. Körfubolti 8. desember 2012 18:54
KR lagði Njarðvík suður með sjó Einn leikur fór fram í Dominos-deild kvenna í kvöld. KR fór þá góða ferð suður með sjó og lagði Njarðvík. Körfubolti 5. desember 2012 21:26
Keflavík vann toppslaginn í Stykkishólmi | Tólf sigrar í röð Keflavík vann fjögurra stiga sigur á Snæfelli í uppgjöri toppliðanna í Domino's-deild kvenna í körfuknattleik í dag, 74-70. Þetta var tólfti sigur Keflavíkur í deildinni í röð en liðið hefur unnið alla leiki sína. Körfubolti 1. desember 2012 18:44
Ellefu sigrar í röð hjá Keflavík - Úrslit kvöldsins í kvennakörfunni Keflavíkurkonur héldu sigurgöngu sinni áfram í Dominosdeild kvenna í kvöld með því að vinna 40 stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík. Snæfell slapp með nauman sigur úr Grindavík og KR styrkti stöðu sína í 3. sætinu með sigri á botnliði Fjölnis. Valskonur töpuðu sínum fjórða leik í röð þegar Haukaliðið skellti þeim á Ásvöllum. Körfubolti 28. nóvember 2012 21:10