Búið að safna 69 milljónum fyrir Dukic fjölskylduna CrossFit kappinn Lazar Dukic drukknaði á heimsleikunum á dögunum en fljótlega eftir þetta hræðilega slys þá fór af stað söfnun fyrir fjölskyldu Serbans. Sport 20. ágúst 2024 09:30
Sara sýndi sína upplifun af martröð heimsleikanna Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir hefur verið að sýna frá lífi sínu í reglulegum þáttum á Youtube og í þeim nýjasta sýnir hún frá því þegar hún mætti á heimsleikana daginn eftir hræðilegan atburð í fyrstu grein. Sport 20. ágúst 2024 08:31
„Þetta er ekki stríð, þetta er íþrótt“ Besta CrossFit fólks heims beinir nú spjótum sínum að CrossFit samtökunum eftir að Lazar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna. Sport 16. ágúst 2024 08:31
Snorri Barón þekkti Lazar vel en þeir höfðu ekki talast við í tvö ár Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit fólks eins og Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, sér mikið eftir því að hafa ekki kyngt stoltinu og náð sáttum við serbneska CrossFit kappann Lazar Dukic. Sport 15. ágúst 2024 08:30
Katrín Tanja: Ekki verið hlustað á okkur Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er ein þeirra sem hafa minnst serbneska CrossFit mannsins Lazar Dukic. Hún er líka í hópi þess fólks í CrossFit fjölskyldunni sem hefur bent á þá staðreynd að íþróttafólkið hafi lengi haft áhyggjur af öryggi sínu í krefjandi keppni við hættulegar aðstæður. Sport 14. ágúst 2024 09:31
Sorgmædd Sara Sigmunds tjáir sig um andlát Lazar Dukic Sara Sigmundsdóttir, ein helsta afrekskona Íslands í CrossFit, minntist Lazar Dukic sem lést á heimsleikunum, í færslu á Instagram-síðu sinni. Sport 13. ágúst 2024 23:31
Anníe Mist: Íþróttin sem við elskum öll brást Lazar Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir skrifaði minningarorð um Lazar Dukic. Hún hefur eins og fleiri í CrossFit heiminum, átt mjög erfitt með að meðtaka þennan hryllilega atburð þegar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna á fimmtudaginn var. Sport 13. ágúst 2024 08:30
„Í lokin var ákvörðunin bara það sem CrossFit samtökin vildu sjálf“ Eiginkona eins keppandans á heimsleikunum í CrossFit hefur gagnrýnt hvernig staðið var að ákvörðuninni um að halda keppni áfram á heimsleikunum. Það var gert þrátt fyrir að einn keppandi hafi drukknað í fyrstu grein leikanna. Sport 12. ágúst 2024 13:02
Aðeins fimmtíu metra frá marki þegar hann drukknaði Rudy Trevino var eitt af vitnunum er Lazar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna í CrossFit. Sport 12. ágúst 2024 08:31
Búið að safna yfir 58 milljónum fyrir fjölskyldu Dukic Serbinn Lazar Dukic drukknaði í fyrstu grein á heimsleikunum í CrossFit á fimmtudaginn og fljótlega fór í gang söfnun fyrir kærustu hans og fjölskyldu. Sport 12. ágúst 2024 07:31
Björgvin Karl endaði sextándi á heimsleikunum í CrossFit Bandaríkjamaðurinn James Sprague og ástralska konan Tia-Clair Toomey urðu um helgina heimsmeistarar í CrossFit. Sport 12. ágúst 2024 06:30
Keppni heldur áfram á heimsleikunum: „Það er ekkert allt íþróttafólkið andlega tilbúið“ Heimsleikarnir í CrossFit hófust á fimmtudag en keppni var skyndilega hætt þegar Lazar Ðukic drukknaði. Umdeild ákvörðun var svo tekin í gær um að halda keppni áfram yfir helgina. Umboðsmaðurinn Snorri Barón segir íþróttafólk ekki allt andlega tilbúið til þess. Sport 10. ágúst 2024 08:00
Ríkjandi heimsmeistarar í CrossFit draga sig úr keppni Ríkjandi heimsmeistarar í CrossFit, bæði í flokki karla og kvenna, hafa ákveðið að draga sig úr keppni á heimsleikunum í ár í kjölfar andláts Lazar Đukić á leikunum í gær. Sport 9. ágúst 2024 23:31
Snorri Barón: Keppnin heldur áfram með blessun fjölskyldu Lazars „Það undirbýr sig enginn fyrir þetta, þetta er algjörlega óhugsandi að einhver láti lífið í keppni,“ segir umboðsmaðurinn Snorri Barón Jónsson, sem staddur er í Texas á heimsleikunum í CrossFit þar sem keppandinn Lazar Đukić drukknaði í gær. Sport 9. ágúst 2024 14:28
Heimsleikarnir halda áfram þrátt fyrir fráfall Dukic Þrátt fyrir að keppandi á heimsleikunum í CrossFit, Lazar Dukic, hafi látist í gær halda leikarnir áfram. Sport 9. ágúst 2024 09:54
Katrín Tanja minnist Dukic: „Sorglegra en orð fá lýst“ Katrín Tanja Davíðsdóttir, fyrrverandi heimsmeistari í CrossFit, minnist Lazar Dukic, sem lést á heimsleikunum, í færslu á Instagram. Sport 9. ágúst 2024 07:30
Söfnun hafin fyrir fjölskyldu Dukic Söfnun er hafin fyrir fjölskyldu Lazar Dukic sem lést á heimsleikunum í CrossFit í dag. Dukic drukknaði þegar fyrsta keppnisgrein dagsins fór fram. Sport 8. ágúst 2024 22:42
Mikil viðbrögð eftir atvikið hræðilega á heimsleikunum Forsvarsmenn heimsleikanna í CrossFit fá mikla gagnrýni á samfélagsmiðlum eftir dauðsfall keppanda á leikunum í dag. Annie Mist Þórisdóttir hefur sent fjölskyldu hins látna samúðarkveðjur. Sport 8. ágúst 2024 19:22
Keppandi á heimsleikunum í CrossFit drukknaði í keppni Forsvarsmenn heimsleikana í CrossFit hafa staðfest að keppandi hafi fundist látinn eftir að hafa drukknað í einni af greinum dagsins. Leit hafði staðið yfir eftir að keppandinn skilaði sér ekki yfir endalínuna í sundhluta greinarinnar. Sport 8. ágúst 2024 15:59
Ætla að ameríkuvæða „Húsafellshelluna“ á þessum heimsleikum Það styttist í heimsleikana í CrossFit og að venju hafa lekið út upplýsingar um hvaða og hvernig greinar bíða besta CrossFit fólks heims í baráttunni um heimsmeistaratitilinn í ár. Sport 2. ágúst 2024 08:30
Má ekki koma til Bandaríkjanna og missir því af heimsleikunum Rússinn Ilya Makarov fékk óvænt keppnisrétt á heimsleikunum í CrossFit á dögunum vegna lyfjahneykslis mótherja hans en ekkert verður þó að því að hann keppi á leikunum. Sport 19. júlí 2024 16:46
Snorri um upphaf sitt og Söru: „Væflaðist inn á skrifstofu hjá mér“ Umboðsmaðurinn Snorri Barón Jónsson er gríðarlega þekktur innan CrossFit-heimsins, allavega hér á landi. Hann segir upphafið að því ævintýri megi rekja til ársins 2016 þegar Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir „væflaðist inn á skrifstofu“ hjá honum. Sport 19. júlí 2024 07:00
Guðbjörgu boðið á CrossFit mót í Egyptalandi Íslenska CrossFit konan Guðbjörg Valdimarsdóttir fékk boð um að keppa á CrossFit mótinu Combat Games sem verður haldið í Egyptalandi í september. Sport 18. júlí 2024 12:31
Heimsleikarnir gætu byrjað klukkan sex um morguninn Það styttist í heimsleikana í CrossFit sem að þessu sinni fara fram í Texas fylki í Bandaríkjunum. Sport 17. júlí 2024 09:01
Féll á lyfjaprófi og lið hennar fær ekki að keppa á heimsleikunum Carla Cornejo, fyrirliði CrossFit Complex Wodex liðsins, gerði liðsfélögum sínum mikinn óleik og sá til þess að hún og liðsfélagarnir fá ekki að upplifa drauminn sinn að keppa á heimsleikunum í CrossFit í ár. Sport 9. júlí 2024 08:30
Var kominn inn á heimsleikana í CrossFit en féll á lyfjaprófi Það eru ekki góðar fréttir af undanúrslitamóti Asíu fyrir heimsleikanna í CrossFit því í ljós kom að þrír höfðu svindlað í keppninni. Sport 5. júlí 2024 09:31
Rödd CrossFit fær ekki lengur að lýsa heimsleikunum CrossFit samtökin tóku stóra ákvörðun á dögunum þegar ákveðið var að reka frægasta lýsanda íþróttarinnar. Sport 29. júní 2024 08:01
„Finnst ég geta afkastað mun meira yfir daginn“ Harpa Lind átti við mikla þreytu að stríða ásamt því að hún fór í liðþófa aðgerð árið 2021 en með tilkomu Natures Aid hefur líðan í líkamanum verið betri til muna. Lífið samstarf 20. júní 2024 10:22
„Markmiðið klárlega að vinna heimsleikana“ Bergrós Björnsdóttir stefnir hraðbyri í að verða næsta stjarna Íslands í CrossFit. Hún stefnir langt, ætlar sér að verða atvinnumaður í íþróttinni, og hefur gengið í gegnum viðburðaríka mánuði upp á síðkastið. Sport 19. júní 2024 10:00
Engin dóttir í fyrsta sinn í sextán ár CrossFit staðreyndasíðan Known & Knowable vekur á athygli á fjarveru íslenskra CrossFit kvenna á heimsleikunum í haust. Sport 19. júní 2024 08:41