Tveggja ára dómur fyrir nauðgun á Þjóðhátíð Landsréttur hefur dæmt Helga Fannar Sæþórsson í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa, á Þjóðhátíð 2015, nauðgað konu sem ekki gat spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Innlent 20. september 2019 17:08
Dómur mildaður í nauðgunarmáli manns sem kom GPS-tæki fyrir í bíl konu sinnar Landsréttur hefur mildað dóm yfir karlmanni á fertugsaldri fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu sinni og að koma GPS-tæki fyrir í bíl konunnar, án hennar vitundar, í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum hennar. Innlent 20. september 2019 16:59
Þinghaldi lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni Dómari féllst á beiðni saksóknara sem sagði vitnið óttaslegið og telja viðvist fólks í dómsalnum geta haft áhrif á framburð sinn. Innlent 20. september 2019 13:46
Deilt um dagbókarfærslur lögreglu í stóra amfetamínmálinu Verjendur og saksóknari í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem þrír menn eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði tókust á um það fyrir dómi í dag hvort ákæruvaldinu beri að leggja fram dagbókarfærslur lögreglu í málinu. Innlent 20. september 2019 12:30
Guðmundar og Geirfinnsmálið: „Ríkið er nú komið í stríð við Hæstarétt“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, segir það hafa komið skjólstæðingi sínum á óvart að ríkisstjórnin skyldi hafa krafist sýknu af skaðabótakröfum Guðjóns vegna fangelsunar hans í Gerfinnsmálinu. Innlent 20. september 2019 09:10
Bensínþjófur slapp með sekt Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í vikunni ungan mann til að greiða Olíuverzlun Íslands 67 þúsund króna skaðabætur auk dráttarvaxta fyrir að hafa ítrekað stolið bensíni frá fyrirtækinu. Innlent 20. september 2019 06:15
Dómurinn frá 1980 hafi fullt sönnunargildi um málsatvik Ríkið telur að byggja eigi á málsatvikum eins og þeim er lýst í sakfellingardómi Hæstaréttar frá 1980 um bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar. Ný gögn sem aflað hefur verið gangi ekki framar þeim dómi. Fullyrðingum Guðjóns um ólöglegar rannsóknaraðgerðir hafnað sem ósönnuðum með öllu. Innlent 20. september 2019 06:15
Stefna Landspítalanum vegna andláts barns Þau Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeirsson hafa stefnt Landspítalanum til greiðslu miska- og skaðabóta vegna alvarlegra mistaka starfsfólks á fæðingardeild spítalans í ársbyrjun 2015. Innlent 19. september 2019 18:27
Meiðyrðamál Manna í vinnu tekin fyrir Eiríkur Jónsson baðst einn afsökunar vegna ummæla eða fréttar í tengslum við starfsmannaleigu sem var sökuð um misnotkun á starfsmönnum. Hópur verkalýðsforingja fékk kröfubréf. Tvö meiðyrðamál tekin fyrir á morgun. Innlent 19. september 2019 06:15
Lýstu áhyggjum af meðferð skattamála við þingfestingu Jafnt sækjendur, verjendur og dómarar telja meðferð skattlagabrota ekki í lagi nú þegar þrír dómar hafa fallið hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Fjórða málið er komið til efnismeðferðar í Strassborg. Þetta kom fram við þingfestingu máls í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn. Innlent 18. september 2019 07:15
Prófessor sagður tapa trúverðugleika sínum Tónlistarprófessor sem gerði samanburðargreiningu á lögunum Söknuði og You Raise Me Up er sagður hafa fórnað trúverðugleikanum með vinnubrögðunum. Þetta kemur fram í andsvörum lögmanns Jóhanns Helgasonar fyrir dómi. Innlent 18. september 2019 06:30
„Hættur að kippa sér upp við svona atvik í Breiðholtinu“ Íbúar í grennd við Leifasjoppu þar sem Árni Gils Hjaltason er sakaður um tilraun til manndráps árið 2017 báru vitni um rifrildi og mögulegan eftirleik árásar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 17. september 2019 13:59
Sextán kíló af kókaíni, milljónir í reiðufé en allir neita sök Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt neita sök í umfangsmiklu kókaínmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Innlent 17. september 2019 11:26
Átti í átökum skömmu fyrir áflogin við Leifasjoppu Þetta kom fram í fyrsta skipti þegar réttað var yfir Árna í annað skipti vegna ákæru um tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Innlent 17. september 2019 11:00
Íslenskir hvítflibbakrimmar sleppa við þungar refsingar Aðeins níu prósent af sektum dómstóla innheimtast á Íslandi. Ástandið er verra eftir því sem sektin er hærri. Fangelsiskerfið er svo gott sem sprungið. Flestir fullnusta refsingar með samfélagsþjónustu sem getur að hámarki orðið 480 klukkustundir. Innlent 14. september 2019 10:00
Par ákært fyrir milligöngu um vændi þriggja kvenna frá Perú Kona og karl hafa verið ákærð fyrir milligöngu um vændi þriggja útlendra kvenna á þremur stöðum í Reykjavík seint á árinu 2017. Málið hefur þegar verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákærðu neita bæði sök. Innlent 14. september 2019 07:00
Sautján ára dómur fyrir manndráp á Austurvelli Landsréttur hefur staðfest sautján ára fangelsisdóm yfir Degi Hoe Sigurjónssyni fyrir að verða Albananum Klevis Sula að bana með hnífsstungu á Austurvelli í desember 2017. Innlent 13. september 2019 15:13
Segist samviskusamlega hafa tilkynnt um andlát föður síns Kona um sextugt sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið sér fjármuni af bankareinkningi dánarbús föður hennar. Það á hún að hafa gert með fimm millifærslum sem námu samtals 2,2 milljónum króna. Innlent 13. september 2019 12:51
Sakaður um árás á mann að næturlagi fyrir utan Hressó Héraðssaksóknari hefur ákært 23 ára karlmann fyrir sérstaka hættulega líkamsárás aðfaranótt sunnudagsins 5. júní árið 2016. Innlent 13. september 2019 11:49
Ákærð fyrir árás með Dobermann hund í Grafarholti Héraðssaksóknari hefur höfðað mál á hendur 26 ára konu fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Grafarholti í júní 2017. Innlent 13. september 2019 10:33
Þjarmaði að réttarmeinafræðingnum við aðalmeðferð í máli Árna Gils Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Árna Gils Hjaltasyni, sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps fyrir utan Leifasjoppu í Breiðholti í mars 2017, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 12. september 2019 15:00
Kristján Markús mætti ekki en neitar sök Kristján Markús Sívarsson, sem ákærður er fyrir að hafa brotið gegn lífi og líkama barnsmóður sinnar með því að koma henni ekki undir læknishendur er hún veiktist lífshættulega vegna kókaíneitrunar, mætti ekki fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þegar málið var þingfest. Innlent 12. september 2019 10:08
Sigur Rós vísar til fordæmis Jóns Ásgeirs Verjandi Orra Páls Dýrasonar vísaði til fordæmis mála sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Bjarni Ármansson unnu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu þegar hann krafðist þess að máli gegn honum vegna skattalagabrota yrði vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Viðskipti innlent 12. september 2019 10:04
Klemmdist á milli bifreiðanna og hlaut margþætt opið beinbrot Ökumaður bifreiðar sem olli alvarlegu umferðarslysi við Hellisheiðarvirkjun þann 1. febrúar síðastliðinn var í Héraðsdómi Suðurlands á miðvikudag dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Innlent 10. september 2019 12:26
Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. Innlent 10. september 2019 11:34
Fyrrverandi gjaldkeri UMFG ákærður fyrir fjárdrátt Fyrrverandi gjaldkeri Ungmennafélags Grundarfjarðar, UMFG, hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir fjárdrátt. Innlent 9. september 2019 20:58
Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í Borgarfirði Þess er krafist að fjöldi tækja og tóla til fíkniefnaframleiðslu verði gerður upptækur í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Innlent 9. september 2019 11:45
Dánarorsökin alvarleg kókaíneitrun Tæplega fertugur karlmaður þarf í næstu viku að taka afstöðu til ákæru um að hafa brotið gegn lífi og líkama barnsmóður sinnar miðvikudaginn 24. janúar 2018. Innlent 6. september 2019 13:58
Þrjú fíkniefni í blóðinu og eitt í þvaginu Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært tvítugan mann fyrir ítrekuð brot á umferðar- og fíkefnalagabrot, sem hann á að hafa framið í fyrra. Innlent 5. september 2019 11:12
Kemur í ljós á þriðjudag hvort mannréttindadómstóllinn taki Landsréttarmálið fyrir Á heimasíðu Mannréttindadómstólsins kemur fram að næst komi efri deildin til fundar á mánudag og taki ákvörðun í málinu. Þá verður tilkynnt um niðurstöðuna á þriðjudag. Innlent 4. september 2019 17:49