Samstaða hefði myndast gegn konu í umtöluðu nauðgunarmáli
23 ára gömul kona sem sýknuð var af ásökunum um rangar sakargiftir í nauðgunarmáli var greind með áfallastreituröskun eftir endurtekin viðtöl hjá sálfræðingi. Skilaboð til vinkonu þess efnis að kynlíf með stráknum hefði verið gott voru ekki nægjanleg til að sanna að hún væri sek um rangar sakargiftir. Samstaða virtist hafa myndast meðal hóps gegn konunni.