Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Segist ekki vera að spara sig fyrir HM

    Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, hefur sætt gagnrýni fyrir slaka frammistöðu á fyrstu vikum tímabilsins. Hann hefur verið sakaður um að spara krafta sína fyrir komandi heimsmeistaramót í fótbolta, ásakanir sem hann vísar á bug.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Þrjár vítaspyrnur er nýliðarnir sigruðu meistarana

    Nýliðar Liverpool gerðu sér lítið fyrir og unnu afar óvæntan 2-1 sigur er liði tók á móti ríkjandi meisturum Chelsea í 1. umferð ensku Ofurdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld í leik þar sem öll mörkin voru skoruð af vítapunktinum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Phillips frá vegna meiðsla og HM í hættu

    Þegar Manchester City festi kaup á Kalvin Phillips í sumar var vonast til að hann myndi veita Rodri samkeppni sem aftasti miðjumaður liðsins. Phillips vildi fara í stærra lið sem væri að berjast um titla en að sama skapi spila til að tryggja sæti sitt í enska landsliðinu fyrir HM í Katar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Son setti þrennu í stórsigri Tottenham

    Kóreumaðurinn Heung-Min Son spilaði rétt rúman hálftíma er Tottenham tók á móti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Eftir að hafa ekki skorað eitt einasta mark á tímabilinu hlóð Son í þrennu af bekknum og Tottenham vann öruggan 6-2 sigur.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Jóhann Berg lagði upp sigurmark Burnley

    Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley unnu góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Bristol City í ensku B-deildinni í kanttspyrnu í dag. Jóhann Berg kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik og lagði upp sigurmark heimamanna.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Skytturnar byrja á stór­sigri

    Arsenal og Brighton & Hove Albion mættust í fyrsta leik ensku úrvalsdeildar kvenna í fótbolta í kvöld. Skytturnar unnu 4-0 stórsigur og byrja tímabilið af krafti.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Foster leggur hanskana á hilluna

    Markvörðurinn Ben Foster hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Hann staðfesti það í hlaðvarpi sínu nú fyrir stuttu. Ekki er langt síðan Newcastle United reyndi að falast eftir kröftum markvarðarins en hann ákvað að segja pass og hefur nú lagt hanskana á hilluna.

    Enski boltinn