Úr Juventus í flatbökubikarinn í Rochdale Arthur Melo, nýjasti leikmaður Liverpool á Englandi, vinnur í því að komast í leikform eftir skipti hans frá Juventus til félagsins á lokadegi félagsskiptagluggans, þann 1. september. Enski boltinn 21. september 2022 08:30
Úrvalsdeildarfélögin leggja til að leikið verði til þrautar í FA-bikarnum Ensku úrvalsdeildarfélögin vilja að leikið verði til þrautar í FA-bikarnum í stað þess að liðin þurfi að mætast á ný verði jafntefli niðurstaðan í leikjunum. Enski boltinn 20. september 2022 21:01
Segist ekki vera að spara sig fyrir HM Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, hefur sætt gagnrýni fyrir slaka frammistöðu á fyrstu vikum tímabilsins. Hann hefur verið sakaður um að spara krafta sína fyrir komandi heimsmeistaramót í fótbolta, ásakanir sem hann vísar á bug. Enski boltinn 20. september 2022 08:31
Ten Hag fær ekki að versla leikmenn í janúar Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, fær ekki að kaupa fleiri leikmenn á þessu tímabili en fær þess í stað að eyða pening í næsta sumarglugga. Enski boltinn 19. september 2022 18:01
Segir það senda skýr skilaboð um stefnu félagsins að hafa notað yngsta leikmann sögunnar Ethan Nwaneri verð í gær yngsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi þegar hann kom inn af varamannabekk Arsenal í öruggum 3-0 sigri á Brentford. Hann var aðeins 15 ára og 181 dags gamall í sínum fyrsta leik. Enski boltinn 19. september 2022 07:01
Brighton búið að finna eftirmann Potter Enska úrvalsdeildarfélagið Brighton & Hove Albion hefur ráðið ítalska knattspyrnuþjálfarann Roberto de Zerbi til starfa. Enski boltinn 18. september 2022 23:02
Fyrrverandi leikmaður Liverpool segir Jamaíka hafa gert vel að fá Heimi Stan Collymore, fyrrverandi leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, hefur hrósað knattspyrnusambandi Jamaíka en á föstudaginn var Heimir Hallgrímsson kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíka. Enski boltinn 18. september 2022 22:30
Þrjár vítaspyrnur er nýliðarnir sigruðu meistarana Nýliðar Liverpool gerðu sér lítið fyrir og unnu afar óvæntan 2-1 sigur er liði tók á móti ríkjandi meisturum Chelsea í 1. umferð ensku Ofurdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld í leik þar sem öll mörkin voru skoruð af vítapunktinum. Fótbolti 18. september 2022 19:15
Fyrirliðinn Dagný nældi í gult þegar West Ham byrjaði tímabilið á sigri West Ham United vann 1-0 sigur á Everton í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Dagný Brynjarsdóttir bar fyrirliðaband Hamranna og nældi sér í gult spjald í síðari hálfleik. Enski boltinn 18. september 2022 17:01
Bakvörðurinn sem er orðinn framherji tryggði Aston Villa sigur á Man City Rachel Daly skoraði tvisvar í 4-3 sigri Aston Villa á Manchester City. Villa festi kaup á landsliðsbakverðinum Daly í sumar en í stað þess að spila henni sem bakverði vildi Villa prófa hana upp á topp, sú tilraun byrjar vel. Enski boltinn 18. september 2022 14:31
Ethan Nwaneri sá yngsti frá upphafi Ethan Nwaneri varð í dag yngsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi þegar hann kom inn af varamannabekk Arsenal í öruggum 3-0 sigri á Brentford. Enski boltinn 18. september 2022 14:00
Skytturnar skutu sér á toppinn með sigri á Brentford Arsenal er komið aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 3-0 sigur á Brentford í dag. Enski boltinn 18. september 2022 13:00
Phillips frá vegna meiðsla og HM í hættu Þegar Manchester City festi kaup á Kalvin Phillips í sumar var vonast til að hann myndi veita Rodri samkeppni sem aftasti miðjumaður liðsins. Phillips vildi fara í stærra lið sem væri að berjast um titla en að sama skapi spila til að tryggja sæti sitt í enska landsliðinu fyrir HM í Katar. Enski boltinn 18. september 2022 11:31
Son: Þrjú heppnismörk og ég er mjög stoltur Suður-kóreski knattspyrnumaðurinn Heung-Min Son komst loksins á blað í ensku úrvalsdeildinni er hann skoraði þrennu í 6-2 sigri Tottenham gegn Leicester í dag. Enski boltinn 17. september 2022 21:45
Son setti þrennu í stórsigri Tottenham Kóreumaðurinn Heung-Min Son spilaði rétt rúman hálftíma er Tottenham tók á móti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Eftir að hafa ekki skorað eitt einasta mark á tímabilinu hlóð Son í þrennu af bekknum og Tottenham vann öruggan 6-2 sigur. Enski boltinn 17. september 2022 18:27
Jóhann Berg lagði upp sigurmark Burnley Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley unnu góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Bristol City í ensku B-deildinni í kanttspyrnu í dag. Jóhann Berg kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik og lagði upp sigurmark heimamanna. Enski boltinn 17. september 2022 16:43
Úlfarnir engin fyrirstaða og meistararnir komnir á toppinn Manchester City vann einkar þægilegan 3-0 sigur á Wolves í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Sigurinn lyftir Englandsmeisturunum upp á topp deildarinnar. Enski boltinn 17. september 2022 13:30
Man United gekk frá Reading í fyrri hálfleik Manchester United vann einkar þægilegan 4-0 sigur á Reading í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildar kvenna í fótbolta í dag. Enski boltinn 17. september 2022 13:15
Fulham vann þó Mitrović hafi ekki skorað Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta í kvöld. Nýliðar Fulham lögðu nýliða Nottingham Forest á útivelli á meðan Aston Villa vann Southampton á Villa Park. Enski boltinn 16. september 2022 21:32
Skytturnar byrja á stórsigri Arsenal og Brighton & Hove Albion mættust í fyrsta leik ensku úrvalsdeildar kvenna í fótbolta í kvöld. Skytturnar unnu 4-0 stórsigur og byrja tímabilið af krafti. Enski boltinn 16. september 2022 20:46
Haaland sá fyrsti frá Noregi til að vera valinn Erling Haaland var strax í fyrstu tilraun valinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta enda hefur hann byrjað leiktíðina stórkostlega með Manchester City. Enski boltinn 16. september 2022 12:00
Jesse Marsch dæmdur í bann og sektaður um eina og hálfa milljón Jesse Marsch, knattspyrnustjóri Leeds United, verður ekki á hliðarlínunni í næsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Marsch var dæmdur í eins leiks bann fyrir hegðun sína í 5-2 tapi liðsins gegn Brentford þann 3. september síðastliðinn. Enski boltinn 16. september 2022 11:31
Solskjær sagði Man United að festa kaup á Håland þegar hann var enn í Molde Ole Gunnar Solskjær ráðlagði sínu fyrrum félagi Manchester United að kaupa framherjann Erling Braut Håland þegar hann var nýbúinn að brjótast fram á sjónvarsviðið með Molde í Noregi. Enski boltinn 16. september 2022 07:30
Foster leggur hanskana á hilluna Markvörðurinn Ben Foster hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Hann staðfesti það í hlaðvarpi sínu nú fyrir stuttu. Ekki er langt síðan Newcastle United reyndi að falast eftir kröftum markvarðarins en hann ákvað að segja pass og hefur nú lagt hanskana á hilluna. Enski boltinn 15. september 2022 17:45
Vann Berglindi en er nú orðin liðsfélagi hennar Franska knattspyrnufélagið PSG hefur fest kaup á miðjumanninum Jackie Groenen frá Manchester United en hún átti eitt ár eftir af samningi sínum við enska félagið. Fótbolti 15. september 2022 15:30
Toney í enska landsliðinu í fyrsta sinn Ivan Toney, framherji Brentford, er eini nýliðinn í enska landsliðshópnum sem mætir Ítalíu og Þýskalandi í Þjóðadeild Evrópu síðar í mánuðinum. Enski boltinn 15. september 2022 13:32
„Bandarísk fjárfesting í enskum fótbolta er augljós áhætta“ Sparkspekingurinn Gary Neville kallar eftir breyttu regluverki á Englandi með því markmiði að stöðva innreið bandaríska fjárfesta inn í enskan fótbolta, sem hann telur ógna leiknum. Enski boltinn 14. september 2022 23:31
Haaland ekki meðal tíu bestu í tölvuleiknum Einn leikmaður úr ensku úrvalsdeildinni er í hópi fjögurra bestu knattspyrnumannanna í nýjustu útgáfu af FIFA-tölvuleiknum sem kemur út í lok mánaðarins. Enski boltinn 14. september 2022 15:30
Klopp gerði grín að ummælum eiganda Chelsea um stjörnuleik: „Vill hann fá Harlem Globetrotters?“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, henti gaman að ummælum Todds Boehly, eiganda Chelsea, um að hafa stjörnuleik með leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 14. september 2022 13:30
Fyrrum liðsfélagarnir vita ekkert hvernig þeir eiga að stöðva Haaland Erling Braut Haaland mætir fyrrum liðsfélögum sínum í Borussia Dortmund er þýska liðið heimsækir Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Tveir leikmenn Dortmund segjast ekki hafa hugmynd um hvernig þeir eigi að taka á Norðmanninum. Fótbolti 14. september 2022 12:15