Neville segir að um augnabliks brjálæði hafi verið að ræða hjá Núñez Liverpool og Crystal Palace gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik annarrar umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Darwin Núñez, framherji Liverpool, fékk rautt spjald í leiknum fyrir að skalla leikmann Palace. Enski boltinn 16. ágúst 2022 07:31
„Þetta er hræðileg byrjun hjá Liverpool“ Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur hjá Sky Sports í Bretlandi, fer ekki í grafgötur með það að félagið er í erfiðri stöðu í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City, sem hefur keppt við félagið um titilinn síðustu ár, er strax komið með fjögurra stiga forskot á þá rauðklæddu. Enski boltinn 15. ágúst 2022 23:16
Fyrstur frá Joe Cole til að sjá rautt í frumraun á Anfield Úrúgvæinn Darwin Núñez fékk að líta beint rautt spjald í frumraun sinni með Liverpool á Anfield í kvöld, þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace. Hann er aðeins annar Liverpool-maðurinn í sögunni sem fær rautt í fyrsta leik á Anfield. Enski boltinn 15. ágúst 2022 21:31
Díaz bjargaði stigi eftir rautt spjald Núñez Liverpool og Crystal Palace skildu jöfn, 1-1, í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Liverpool spilaði síðasta hálftíma leiksins manni færri eftir að nýji maðurinn Darwin Núñez fékk beint rautt spjald. Enski boltinn 15. ágúst 2022 20:55
Rúnar Alex aftur að láni frá Arsenal Rúnar Alex Rúnarsson hefur verið lánaður frá enska knattspyrnufélaginu Arsenal, líkt og á síðustu leiktíð. Að þessu sinni fer hann til tyrkneska félagsins Alanyaspor. Enski boltinn 15. ágúst 2022 16:40
Sakaður um að nauðga konum í læstum neyðarrýmum Saksóknari lýsti því fyrir rétti í Englandi í dag hvernig knattspyrnumaðurinn Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City, hefði ásamt félaga sínum gert sér að leik að nauðga ungum konum í afgirtri glæsivillu sinni í Cheshire-sýslu. Enski boltinn 15. ágúst 2022 16:31
Segja Ronaldo sitja einan í kaffiteríunni og að hann sé ekki hrifinn af aðferðafræði Ten Hag Það er aldrei lognmolla í kringum Manchester United og þá sérstaklega ekki þegar liðinu gengur jafn illa og raun ber vitni. Nú hefur The Athletic heimildir fyrir því að Cristiano Ronaldo sitji einn og yfirgefinn í matsal félagsins og hagi sér reglulega eins og prímadonna sé eitthvað sem honum líkar ekki við á æfingum. Enski boltinn 15. ágúst 2022 16:00
Klopp: Voru of fljótir að gagnrýna Darwin Nunez Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósaði nýja framherja liðsins á blaðamannafundi fyrir leik á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Enski boltinn 15. ágúst 2022 15:01
„Háðugleg útreið“ Manchester United endaði með lögregluheimsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk um helgina tilkynningu um mann sem hafði misst stjórn á skapi sínu í heimahúsi er hann horfði á fótboltaleik. Lið hans var að tapa stórt en er lögregla kom á staðinn hafði hann náð að róa sig og sætt sig við tapið. Innlent 15. ágúst 2022 13:21
Utan vallar: Hugur manns er hjá þeim sem halda bæði með FH og Man. United Að vera bæði FH og Manchester United stuðningsmaður í dag er algjört kvalræði og þau hin sömu hljóta að þurfa á miklum og jákvæðum stuðningi að halda eftir enn eina martraðarhelgina. Fótbolti 15. ágúst 2022 10:01
Chelsea þarf að punga út rúmlega átta milljörðum fyrir ungstirnið úr Bítlaborginni Enskir fjölmiðlar greina frá því að Chelsea sé á höttunum á eftir Anthony Gordon, leikmanni Everton. Chelsea hefur boðið 40 milljónir punda en liðið frá Bítlaborginni sættir sig ekki við minna en 50 milljónir punda. Enski boltinn 15. ágúst 2022 09:01
Reiður Ten Hag lét leikmenn Man Utd hlaupa í steikjandi hita Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður. Enski boltinn 15. ágúst 2022 07:31
Tuchel vill ekki sjá Taylor dæma hjá Chelsea aftur Thomas Tuchel var ekki par hrifinn af frammistöðu Anthony Taylor, dómara, í leik Chelsea gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. Fótbolti 14. ágúst 2022 23:25
Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. Enski boltinn 14. ágúst 2022 21:30
Kane tryggði Tottenham stig á ögurstundu Chelsea og Tottenham Hotspur skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust í Lundúnaslag á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. Enski boltinn 14. ágúst 2022 17:36
Uppfært: Man Utd ætlar ekki að rifta við Ronaldo Hermt var að Cristiano Ronaldo gæti verið á förum frá Manchester United á næstu dögum en samningi hans gæti verið rift vegna hegðunarvandamála. Það reyndist ekki vera rétt. Enski boltinn 14. ágúst 2022 16:00
Fyrsti sigur Forest í Úrvalsdeildinni í 23 ár Taiwo Awoniyi tryggði Nottingham Forest fyrsta sigurinn í ensku úrvalsdeildinni í 23 ár en Forest lék síðasti sigurleikur Forest í úrvalsdeildinni kom árið 1999. Awoniyi skoraði eina markið í 1-0 sigri á West Ham. Enski boltinn 14. ágúst 2022 14:55
Arteta: Aldrei upplifað annað eins Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hrósaði stuðningsmönnum liðsins í hástert eftir 4-2 sigur Arsenal á Leicester í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn var fyrsti leikur Arsenal á heimavelli á þessu leiktímabili. Enski boltinn 14. ágúst 2022 13:30
Þrjóska Ten Hag kemur í veg fyrir fleiri félagaskipti hjá United Það hefur sennilega ekki farið framhjá neinum að Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, setti Frenkie De Jong efstan á óskalistann sinn í félagaskiptaglugganum núna í sumar. Enski boltinn 14. ágúst 2022 12:00
De Gea: Þetta var mér að kenna David De Gea, markvörður Manchester United, tekur tapið gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í gær á sig og segir að hann hefði átt að gera mun betur í leiknum. Enski boltinn 14. ágúst 2022 10:00
Redknapp: Martinez of lítill til að spila í hjarta varnarinnar Jamie Redknapp, sérfræðingur Skysports um ensku úrvalsdeildina í fótbolta karla, telur að Manchester United geti ekki stillt argentínska leikmanninum Lisandro Martinez upp í hjarta varnarinnar ætli liðið að snúa taflinu sér í vil í næstu leikjum liðsins. Fótbolti 14. ágúst 2022 09:00
Gary Neville: „Aldrei liðið jafn illa á 42 ára ferli mínum sem United-maður Gary Neville, sparkspekingur hjá Sky Sports og fyrrverandi leikmaður Manchester United, fór ekki fögrum orðum um sitt fyrrum félag þegar hann ræddi háðulegt tap liðsins gegn Brentford í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla í dag. Enski boltinn 13. ágúst 2022 23:13
Erik ten Hag: „Spiluðum á barnalegan hátt" Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði að ekki væri hægt að skella skuldinni á tapi liðsins gegn Brentford í dag á taktískt upplegg sitt í leiknum. Fótbolti 13. ágúst 2022 20:51
Martröð Erik ten Hag heldur áfram Manchester United beið afhroð þegar liðið sótti Brentford heim á Gtech Community-leikvangnum í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla í dag. Enski boltinn 13. ágúst 2022 18:26
Jón Daði kom inná í jafntefli Jón Daði Böðvarsson spilaði um það bil hálftíma þegar lið hans, Bolton Wanderers, gerði markalaust jafntefli við Port Vale í ensku C-deildinni í fótbolta karla í dag. Fótbolti 13. ágúst 2022 18:02
Haaland ekki á meðal markaskorara er City skoraði fjögur Manchester City átti ekki í vandræðum með nýliða Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag en City vann mjög sannfærandi 4-0 sigur. Enski boltinn 13. ágúst 2022 16:15
Þrjú jafntefli í þremur leikjum í enska Southampton og Leeds gerðu 2-2 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag á meðan bæði Wolves og Fulham ásamt Brighton og Newcastle, gerðu markalaus jafntefli. Enski boltinn 13. ágúst 2022 16:10
Jesus allt í öllu í sigri Arsenal á Leicester Gabriel Jesus kom sá og sigraði þegar hann skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö í 4-2 sigri Arsenal gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 13. ágúst 2022 16:05
Gerrard hafði betur gegn Lampard Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa, er kominn með liðið sitt aftur á sigurbraut eftir að Villa tapaði gegn nýliðum Bournemouth í fyrstu umferð. Í dag hafði Gerrard og hans menn betur gegn lærisveinum Frank Lampard í Everton með 2-1 sigri. Enski boltinn 13. ágúst 2022 13:45
„Ég er ekki að sofa hjá honum“ Erling Haaland, leikmaður Manchester City, er eitt heitasta umræðuefni fjölmiðlamanna í Bretlandi en Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, virðist vera orðinn þreyttur á endalausum spurningum um Haaland á fréttamannafundum félagsins. Sport 13. ágúst 2022 12:31