Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Pressan gríðar­leg eftir eyðslu sumarsins

    Englandsmeistarar Liverpool létu svo sannarlega til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumar. Tvívegis var metið yfir dýrasta leikmann Bretlandseyja slegið og þá var gengið frá kaupum á fleiri öflugum mönnum. Vissulega voru leikmenn seldir til að vega upp á mótið eyðslunni en markmið félagsins er skýrt það sem eftir lifir tímabils.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Isak dýrastur í sögu ensku úr­vals­deildarinnar

    Englandsmeistarar Liverpool hafa formlega tilkynnt Alexander Isak sem nýjasta leikmann félagsins. Sænski landsliðsmaðurinn kostar 125 milljónir punda, nærri 21 milljarð íslenskra króna. Er hann nú dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Hár­prúður Eiður heillar

    Þykkt hár Eiðs Smára Guðjohnsen í nýrri auglýsingu fyrir veðmálasíðuna Epicbet hefur vakið athygli. Stutt er síðan hár hans var farið að þynnast ansi mikið. Eiður hefur ekki tjáð sig um það sjálfur en virðist hafa farið í hárígræðslu.

    Lífið
    Fréttamynd

    Andri Lucas flytur til Eng­lands

    Íslenski landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen er orðinn leikmaður Blackburn Rovers á Englandi. Hann kemur til félagsins frá KAA Gent í Belgíu og skrifar undir þriggja ára samning.

    Enski boltinn