Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Marcus Rashford gagnrýnir áætlun Manchester United sem félags en hann telur að hún snúist frekar um að bregðast við í stað þessa að skipuleggja sig frá grunni. Enski boltinn 13. ágúst 2025 14:00
Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma er á förum frá PSG og mögulega á leið til Manchester City. Hann yrði fyrsti leikmaðurinn til að skipta milli félaganna síðan þau gengu undir eignarhald tveggja óvinveittra ríkja við Persaflóann. Fótbolti 13. ágúst 2025 13:16
Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Jack Grealish spilar með Everton í ensku úrvalsdeildinni á komandi leiktíð eftir að Manchester City samþykkti að lána hann þangað. Enski boltinn 13. ágúst 2025 12:31
„Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Newcastle United eru ekki þeir einu sem eru hneykslaðir á háttalagi sænska framherjans Alexanders Isak. Enski boltinn 13. ágúst 2025 11:01
Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska úrvalsdeildin í fótbolta hefst á föstudagskvöldið og það er mikil spenna hjá knattspyrnuáhugafólki eftir mikla sviptingar á leikmannamarkaðnum í sumar. Enski boltinn 13. ágúst 2025 10:32
„Einhver vildi losna við mig“ Gianluigi Donnarumma hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Paris Saint Germain en hann sendi stuðningsmönnum félagsins kveðju þar sem hann ásakar franska félagið um að ýta sér út. Fótbolti 13. ágúst 2025 09:02
Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Tveir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Son Heung-Min, sem kvaddi Tottenham í sumar, hefur glatt Hjálmar Örn Jóhannsson mikið í gegnum tíðina. Enski boltinn 13. ágúst 2025 08:03
Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Yves Bissouma verður ekki með Tottenham í fyrsta stórleik tímabilsins í kvöld þegar liðið mætir Paris Saint-Germain í leiknum um Ofurbikar Evrópu. Enski boltinn 13. ágúst 2025 07:00
Vildi hvergi annarsstaðar spila Félagaskipti Jack Grealish til Everton hafa að vonum vakið nokkra athygli enda er Grealish dýrasti leikmaður í sögu Manchester City. Hann fer nú á láni til Everton en að hans sögn er Everton draumaliðið hans. Enski boltinn 13. ágúst 2025 06:45
Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Alls fóru 29 leikir fram í fyrstu umferð enska deildarbikarsins í kvöld. Þrettán lið úr B-deildinni tryggðu sig áfram í næstu umferð, þar sem úrvalsdeildarliðin byrja að tínast inn. Fótbolti 12. ágúst 2025 21:12
Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fantasýn er nýtt hlaðvarp Sýnar um Fantasy Premier League, draumaliðsleik ensku úrvalsdeildarinnar. Þáttastjórnendur eru Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban en fyrsti þátturinn fór í loftið í dag. Fótbolti 12. ágúst 2025 19:26
Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Jack Grealish, dýrasti leikmaður sem Manchester City hefur nokkurn tímann keypt, hefur verið lánaður til Everton. Lánssamningnum fylgir kaupmöguleiki sem hljóðar á um fimmtíu milljónum punda. Enski boltinn 12. ágúst 2025 15:50
Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Þrír dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Kristinn Kjærnested fór í frægðarför til Liverpool-borgar árið 2006 og sá grannaslag Liverpool og Everton á Anfield. Enski boltinn 12. ágúst 2025 15:01
Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Ronnie Stam, fyrrum fótboltamaður sem varð hollenskur meistari með Twente og spilaði með Wigan í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir eiturlyfjasmygl. Hann er sagður hafa verið mjög umsvifamikill í hollensku undirheimunum eftir að fótboltaferlinum lauk. Enski boltinn 12. ágúst 2025 14:32
Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur David Ornstein, blaðamaður The Athletic segir það staðfasta skoðun sænska framherjans Alexander Isak að hann muni aldrei aftur spila fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United jafnvel þó að hann verði ekki seldur í yfirstandandi félagsskiptaglugga. Enski boltinn 12. ágúst 2025 13:03
Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska knattspyrnusambandið hefur úrskurðað David Coote, fyrrverandi dómara í ensku úrvalsdeildinni, í átta vikna bann fyrir ummæli sem hann lét falla um Jürgen Klopp, fyrrverandi knattspyrnustjóra Liverpool. Enski boltinn 12. ágúst 2025 12:19
Enska augnablikið: Sá allra svalasti Fjórir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Það er einn maður í sögu deildarinnar sem er einfaldlega svalari en aðrir. Sá heitir Eric Cantona og er í miklu uppáhaldi hjá Henry Birgi Gunnarssyni, líkt og fleirum. Enski boltinn 12. ágúst 2025 08:02
„Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Harry Maguire, miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, segir öllum öðrum liðum ensku úrvalsdeildarinnar vera í nöp við Rauðu djöflana. Enski boltinn 12. ágúst 2025 07:01
Bale af golfvellinum og á skjáinn Þrátt fyrir að hafa lagt skóna á hilluna og snúið sér nær alfarið að golfi hefur Gareth Bale ákveðið að halda sér í sviðsljósinu með því að semja við TNT Sports. Mun hann vera hluti af teymi fjölmiðilsins í kringum ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu. Enski boltinn 11. ágúst 2025 23:30
Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson gæti staðið vaktina í marki Brentford þegar enska úrvalsdeildin í fótbolta fer af stað um næstu helgi. Enski boltinn 11. ágúst 2025 23:02
Donnarumma skilinn eftir heima Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma verður hvergi sjáanlegur þegar París Saint-Germian mætir Tottenham Hotspur í Ofurbikar Evrópu. Enski boltinn 11. ágúst 2025 19:45
Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Fjórir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir réði sér vart fyrir kæti þegar hinn 17 ára gamli Federico Macheda skoraði mark sem fór langt með að tryggja Manchester United enska meistaratitilinn árið 2009. Enski boltinn 11. ágúst 2025 15:01
Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Flest bendir til þess að franski miðvörðurinn Bafodé Diakité gangi í raðir Bournemouth frá Lille. Enski boltinn 11. ágúst 2025 12:48
Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Dýrasti leikmaður í sögu Manchester City, Jack Grealish, er við það að ganga til liðs við Everton að láni. City vill hins vegar ekki selja Savinho, sem er eftirsóttur af Tottenham. Enski boltinn 11. ágúst 2025 12:01
Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Crystal Palace tapaði áfrýjun hjá alþjóðaíþróttadómstólnum vegna máls þeirra gegn evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA. Crystal Palace mun því spila í Sambandsdeildinni á næsta tímabili. Enski boltinn 11. ágúst 2025 10:51
Newcastle loks að fá leikmann Illa hefur gengið hjá Newcastle United á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Félagið er þó nálægt því að semja við þýskan landsliðsmann. Enski boltinn 11. ágúst 2025 10:30
Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Chelsea vann 2-0 sigur á Bayer Leverkusen á föstudaginn og fylgdi honum eftir með því að leggja AC Milan að velli í gær, 4-1. Þetta voru einu tveir leikir Chelsea á undirbúningstímabilinu sem er í styttri kantinum vegna þátttöku liðsins á HM félagsliða. Enski boltinn 11. ágúst 2025 09:31
Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Stjórnarformaður bikarmeistara Crystal Palace, Steve Parish, segir að félagið stefni á að selja fyrirliðann Marc Guéhi fyrir lok félagaskiptagluggans til að forðast að hann fari frítt næsta sumar. Enski boltinn 11. ágúst 2025 08:30
Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Fjórir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Ríkharð Óskar Guðnason er einn mesti Paolo Di Canio maður landsins og sem ungur maður keypti hann sér treyju merkta Ítalanum þrátt fyrir að styðja allt annað lið. Enski boltinn 11. ágúst 2025 08:02
Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Crystal Palace, sem unnu Samfélagsskjöldinn fyrr í dag, komast að því á morgun hvort þeir spili í Europa League eða Sambandsdeildinni. Þjálfari liðsins myndi ekki skipta á skildinum fyrir sætið í efri keppninni. Fótbolti 10. ágúst 2025 23:16