

Formúla 1
Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fyrrum heimsmeistarinn tekur sæti Vettels
Fyrrum heimsmeistarinn Fernando Alonso á nóg eftir í Formúlu 1 þrátt fyrir að vera 41 árs gamall. Hann hefur gert langtímasamning við Aston Martin um að keyra fyrir framleiðandann frá og með næsta tímabili í Formúlu 1.

Verstappen fyrstur í mark í Ungverjalandi
Max Verstappen styrkti stöðu sína á toppnum í Formúla 1 þegar hann kom, sá og sigraði í Ungverjalandi í dag.

George Russell á ráspól í Ungverjalandi
Breski ökuþórinn George Russell ræsir fyrstur í ungverska Formúla 1 kappakstrinum.

Fjórfaldi heimsmeistarinn Vettel hættir eftir tímabilið
Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, tilkynnti það í dag að hann ætli sér að hætta keppni að yfirstandandi tímabili loknu.

Hamilton hvergi nærri hættur: „Ég á nóg eftir“
Breski ökuþórinn Lewis Hamilton kom annar í mark í sínum þrjúhundruðasta kappakstri þegar franski kappaksturinn í formúlu 1 fór fram í gær. Þetta var besti árangur sjöfalda heimsmeistarans á tímabilinu, en þessi 37 ára ökuþór segist hvergi nærri hættur.

Verstappen fagnaði sigri eftir að Leclerc flaug út af
Max Verstappen var fyrstur í mark í Frakklandskappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Charles Leclerc gerði afdrifarík mistök þegar hann var með forystuna og féll úr keppni. Bretarnir í liði Mercedes komust þá báðir á verðlaunapall.

Ræddi um heilsufar Schumacher: „Ég sakna hans ekki, ég hitti hann oft“
Jean Todt, fyrrum forseti alþjóða akstursíþróttasambandsins FIA og yfirmaður Ferrari-liðsins í Formúlu 1, segist ekki sakna sjöfalda heimsmeistarans Michael Schumacher þar sem þeir félagarnir hittist oft.

Hómófóbía og kynþáttafordómar í F1
Lið Aston Martin í Formúlu 1 gaf út yfirlýsingu fyrir helgi þar liðið segist ekki hafa neina þolinmæði fyrir mismunun á vinnustað sínum. Kom yfirlýsingin í kjölfar lýsingu starfsmanns á andlegu ofbeldi sem hann varð fyrir.

Leclerc tók þrisvar framúr Verstappen
Charles Leclerc fór með sigur af hólmi í Formúlu 1-kappakstrinum sem fram fór í Austurríki í dag. Leclerc tók þrisvar sinnum framúr Max Verstappen í kappakstrinum og kom að lokum fyrstur í mark.

Geislabaugurinn bjargaði lífi formúlukappans í gær
Stærsta frétt Silverstone kappaksturs formúlunnar í gær var kannski ekki hver vann keppnina heldur frekar lukkulegi endirinn fyrir 23 ára ökumann Alfa Romeo liðsins eftir rosalega flugferð hans út úr brautinni.

Sainz náði í fyrsta sigur sinn í Formúlu 1 á Silverstone eftir frábæran kappakstur
Carlos Sainz vann Breska kappaksturinn sem fram fór á Silverstone brautinni í Englandi í dag. Þetta var fyrsti sigur Sainz í Formúlu 1 en hann náði í sinn fyrsta ráspól í gær. Kappaksturinn var fullur af dramatík og var sigurinn í mikilli hættu á tímabili.

Svakalegur árekstur í ræsingunni á Silverstone - Alfa Romeo bíll lenti á hvolfi
Breski kappaksturinn fór af stað með miklum látum í dag en eftir að Max Verstappen náði fyrsta sætinu strax af Sainz þá varð árekstur aftar á ráspólnum sem gerði það að verkum að kappakstrinum seinkaði um tæpa klukkustund. Zhou Guanyu lenti verst í árekstrinum en slapp við alvarleg meiðsli.

Verstappen gefur lítið fyrir baulið á Silverstone
Max Verstappen verður á öðrum ráspól í Breska kappakstrinum sem fram fer í dag. Í viðtali eftir tímatökuna í gær var mikið baulað á kappann af áhorfendum en hann og Lewis Hamilton, uppáhald heimamanna, tókust harkalega á um heimsmeistaratitil ökuþóra í fyrra.

Sainz á ráspól í Breska kappakstrinum
Silverstone brautin var blaut þegar tímatakan fyrir Breska kappaksturinn fór fram fyrr í dag. Það hafði vissulega áhrif en það var Carlos Sainz á Ferrari bílnum sem náði ráspólnum í kappakstrinum sem fram fer á morgun.

Verstappen segir tengdaföður sinn ekki vera rasista en fordæmir ummælin
Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1, segir að faðir kærustu sinnar, Nelson Piquet, sé ekki rasisti, en fordæmir ummæli hans um Lewis Hamilton og segir þau hafi verið mjög móðgandi.

Piquet rekinn úr breska aksturíþróttasambandinu vegna ummæla um Hamilton
Breska akstursíþróttasambandið, BRDC, hefur rekið Nelson Piquet úr sambandinu fyrir rasísk ummæli hans um sjöfalda heimsmeistaran Lewis Hamilton.

Alpine stefnir á að finna konur til að keppa í Formúlu 1
Franska Formúlu-liðið Alpine hefur sett af stað verkefni sem ætlað er að finna konur sem gætu orðið samkeppnishæfir ökuþórar í Formúlu 1 á næstu átta árum.

Piquet biðst afsökunar og segist ekki hafa ætlað að gera lítið úr Hamilton vegna húðlitar
Nelson Piquet, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um ökuþórinn Lewis Hamilton og segir þau hafa verið illa úthugsuð.

Lewis Hamilton sakar fyrrum meistara og föður kærustu Verstappen um rasisma
Formúlukappinn Lewis Hamilton gagnrýnir orðanotkun fyrrum heimsmeistara í formúlu eitt og sakar þar þrefaldan meistara um kynþáttafordóma.

Ráðleggur Lewis Hamilton að hætta
Goðsögn úr formúlunni, þrefaldi heimsmeistarinn Jackie Stewart, er á því að landi hans Lewis Hamilton eigi bara að segja þetta gott og það sé best að hann hætti að keppa í formúlu eitt.

Red Bull lætur ökumann sem gerðist sekur um kynþáttafordóma fara
Ökuþórinn Juri Vips, sem ekur í Formúlu 2 og er varamaður hjá Red Bull í Formúlu 1, hefur verið látinn fara frá liðinu eftir að hann gerðist sekur um kynþáttafordóma.

Verstappen vann Kanada kappaksturinn
Max Verstappen náði að standa af sér áhlaup Carlo Sains þegar hann vann Kanadíska kappaksturinn fyrr í kvöld. Öryggisbíllinn var kallaður út þegar 21 hringur var eftir og gaf það Sains tækifæri á að vinna en Verstappen stóð uppi sem sigurvegari.

Rigning setti strik í reikninginn í tímatökunni í Montreal
Það var mikil dramatík í tímatökunni fyrir Formúlu-kappaksturinn í Montreal í Kanada sem fram fór í kvöld.

Hamilton kveðst klár í slaginn þrátt fyrir bakmeiðsli
Lewis Hamilton, ökuþór á Mercedes í Formúlu 1, segir að bakmeiðsli sem háðu honum í kappakstrinum í Aserbaídsjan um helgina muni ekki koma í veg fyrir þátttöku hans í Kanada næstu helgi.

Ferrari bílarnir féllu báðir úr leik og heimsmeistarinn kom fyrstur í mark
Heimsmeistarinn Max Verstappen kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstrinum sem haldinn var í Bakú í dag. Næstur kom liðsfélagi hans, Sergio Perez, en bæði Charles Leclerc og Carlos Sainz á Ferrari þurftu að draga sig úr keppni.

Toto kemur Hamilton til varnar: „Hefur verið að prófa nýja parta“
Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes í Formúlu 1, hefur komið sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton til varnar eftir að ökuþórinn var hægari en liðsfélagi sinn, George Russel, í tímatökum þriðju keppnina í röð.

Leclerc enn og aftur á ráspól
Ökuþórinn Charles Leclerc, sem keyrir fyrir Ferrari, hafði betur í baráttunni sinni við Red Bull-manninn Sergio Perez um að komast á ráspól í Formúlu 1-kappakstrinum sem fram fer í Bakú í Aserbaídsjan á morgun.

Framtíð Ricciardo hjá McLaren í lausu lofti
Það virðist sem Formúlu 1 lið McLaren sé að íhuga að rifta samningi Daniel Ricciardo áður en hann verður samningslaus á næsta ári.

Perez framlengir við Red Bull
Mexíkóski ökuþórinn Sergio Perez hefur skrifað undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við Red Bull.

„Við verðum áfram ástfangnir, er það ekki?“
Liðsfélagarnir Max Verstappen og Sergio Pérez í liði Red Bull í Formúlu 1 gefa lítið fyrir það að möguleg barátta um heimsmeistaratitilinn ógni vináttu þeirra. Pérez vann frækinn sigur í Mónakó um helgina.