Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

PSG setur Messi í tveggja vikna agabann

Franska stórveldið Paris Saint-Germain hefur ákveðið að setja Lionel Messi, einn besta knattspyrnumann sögunnar, í tveggja vikna agabann eftir að leikmaðurinn ferðaðist til Sádi-Arabíu í leyfisleysi.

Fótbolti
Fréttamynd

Selma Sól og stöllur misstu frá sér sigurinn

Selma Sól Magnúsdóttir og stöllur hennar í Rosenborg þurftu að sætta sig við svekkjandi jafntefli er liðið heimsótti Avaldsnes í norskú úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 1-1, en sigur hefði lyft Rosenborg á toppinn.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við vorum heppnar“

„Þetta var erfiður leikur með framlengingunni. Ég hélt við værum að fara í vítaspyrnukeppni en við unnum,“ sagði Jill Roord, einn af markaskorurum Wolfsburg í ótrúlegum 3-2 sigri liðsins á Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Leeds í­hugar að skipta aftur um stjóra

Það hefur hvorki gengið né rekið hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Leeds United á leiktíðinni. Liðið mátti þola stórt tap gegn nýliðum Bournemouth um liðna helgi og nú íhuga forráðamenn félagsins að reka Javi Gracia. Sá hefur aðeins verið í starfi í 10 vikur.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Virkaði sem sirkus alla vikuna“

„Þetta virkaði sem sirkus alla vikuna,“ sagði Guðmundur Benediktsson, Gummi Ben, um hið svokallaða „vallarugl“ fyrir leik FH og KR í Bestu-deild karla sem fram fór á laugardaginn.

Fótbolti