The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er eitt af sextán landsliðum sem komust alla leið í úrslitakeppni EM í Sviss en blaðamenn The Athletic eru hins vegar á því að ekkert lið spili í ljótari aðalbúningum á mótinu. Fótbolti 4. júlí 2025 07:02
Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, kom í heimsókn til íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á liðshótelið í Gunten í dag. Fótbolti 3. júlí 2025 22:30
Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur bæst í hóp þeirra sem hafa sent frá sér yfirlýsingu eftir fráfall Diogo Jota, sem lést í bílslysi í nótt. Enski boltinn 3. júlí 2025 22:01
Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ „Ég er alls ekki sáttur með stigið, en miðað við hvernig leikurinn spilaðist þá held ég við eigum ekki meira skilið því miður,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir svekkjandi 2-2 jafntefli við Aftureldingu í leik þar sem Blikar komust í 0-2. Íslenski boltinn 3. júlí 2025 21:47
Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Njarðvíkingar eru á toppnum í Lengjudeild karla í fótbolta eftir stórsigur á Grindavík í kvöld. Þetta var gott kvöld fyrir Reykjanesbæ því Keflvíkingar unnu líka sinn leik og þar var langþráður sigur á ferðinni. Íslenski boltinn 3. júlí 2025 21:25
Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslandsmeistarar Breiðabliks fataðist flugið í Mosfellsbæ í kvöld þegar liðið missti 0-2 forystu úr greipum sér, lokatölur 2-2. Heimamenn í Aftureldingu náðu þar með að tryggja sér gott stig og færst því nær efri hlutanum í Bestu deildinni. Blikar urðu hins vegar af mikilvægum stigum í toppbaráttunni. Íslenski boltinn 3. júlí 2025 21:17
Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Stjörnumaðurinn Kjartan Már Kjartansson er nýjasti atvinnumaður okkar Íslendinga í fótboltanum en hann er á leiðinni til fornfrægs liðs í skosku úrvalsdeildinni. Fótbolti 3. júlí 2025 21:12
Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Spænska kvennalandsliðið byrjar vel á Evrópumótinu í fótbolta í Sviss en liðið vann 5-0 sigur á nágrönnum sínum frá Portúgal í kvöld. Fótbolti 3. júlí 2025 20:58
Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Þróttur sótti þrjú stig til Akureyrar í kvöld þegar liðið vann 2-1 endurkomusigur á Þórsurum í Lengjudeild karla í fótbolta. Íslenski boltinn 3. júlí 2025 20:03
Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið EM-fríið verður aðeins lengra hjá Framaranum Elainu Carmen La Macchia heldur en öðrum leikmönnum Bestu deildar kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 3. júlí 2025 19:43
Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Belgíska kvennalandsliðið varð að sætta sig við sömu úrslit og það íslenska í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í fótbolta í Sviss. Fótbolti 3. júlí 2025 17:59
Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Æðstu menn hjá Liverpool, framkvæmdastjórinn Michael Edwards og íþróttastjórinn Richard Hughes sendu í kvöld frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna banaslys Diogo Jota í nótt. Enski boltinn 3. júlí 2025 17:27
Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Diogo Jota, leikmaður Liverpool, lést í nótt ásamt bróður sínum eftir að þeir lentu í bílslysi á Spáni. Nú vitum við meira um hvað þeir voru að gera og hvert þeir voru að fara. Enski boltinn 3. júlí 2025 17:00
Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ Bretinn Tom Goodall er leikgreinandi og hluti af þjálfarateymi íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Hann ræddi við Sýn um sitt hlutverk á EM, þar sem hann er að frá morgni og fram á nótt, og hvernig er að vinna með Íslendingunum. Fótbolti 3. júlí 2025 16:16
„Það er ekki þörf á mér lengur“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, styrktarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er til staðar fyrir þá leikmenn sem vilja leita til hennar en segir mikilvægt að vera ekki yfirþyrmandi. Gunnhildur nýtur sín sem þjálfari í teymi landsliðsins og segir það ekki kitla að sprikla með á æfingum. Fótbolti 3. júlí 2025 15:32
Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Irene Paredes verður í leikbanni þegar Spánn mætir Portúgal á Evrópumóti kvenna í fótbolta í kvöld, vegna rauðs spjalds sem hún fékk fyrir ári síðan. Fótbolti 3. júlí 2025 14:33
Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ „Cecilía og Sveindís mynda gott teymi saman í að hlæja og fíflast, en eru um leið mjög einbeittar,“ segir Ólafur Pétursson markmannsþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta. Hann var skiljanlega ánægður með það sem hann sá frá Cecilíu Rán Rúnarsdóttur í marki Íslands í fyrsta leik á EM í Sviss. Fótbolti 3. júlí 2025 13:46
Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Íslenska landsliðið í fótbolta mætti aftur til æfinga í dag á EM í Sviss eftir svekkjandi tap gegn Finnlandi í fyrstu umferð riðlakeppninnar í gær. Æfingasvæði liðsins er við herstöð og sjá mátti skriðdreka á ferð hjá í morgun. Fótbolti 3. júlí 2025 13:02
Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ Ásmundur Haraldsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, segir það hafa gert stelpunum okkar gott í morgun að fá heimsókn frá Höllu Tómasdóttur forseta, eftir tapið gegn Finnlandi í fyrsta leik á EM í fótbolta í gærkvöld. Fótbolti 3. júlí 2025 12:31
EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Það var svo sannarlega þungt hljóð í teymi Sýnar á EM í Sviss, eftir 1-0 tap gegn Finnlandi í fyrsta leik mótsins, og erfitt fyrir menn að sjá mögulega fyrir stelpurnar okkar í framhaldinu. Fótbolti 3. júlí 2025 12:04
Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta segir fráfall fótboltamannsins Diogo Jota sorglegar fréttir að fá. Þær setji lífið í stærra samhengi. Fótbolti 3. júlí 2025 11:33
Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Portúgölsku bræðurnir og knattspyrnumennirnir Diogo Jota og André Silva létust í bílslysi á Spáni í nótt. Fótboltamenn og fleira íþróttafólk, alls staðar að úr heiminum, syrgir fallna félaga sem létust langt fyrir aldur fram. Liverpool fána er flaggað í hálfa stöng fyrir utan Anfield leikvanginn og stórstjörnur senda fjölskyldunni samúðarkveðjur. Fótbolti 3. júlí 2025 11:23
Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Minning portúgalska landsliðsmannsins Diogo Jota og bróður hans Andre Silva verður heiðruð fyrir leik kvennalandsliðs Portúgals við Spán á EM í kvöld. Jota og Silva létust í bílslysi í nótt. Fótbolti 3. júlí 2025 11:05
Varð fullorðinn úti Óskar Borgþórsson segist vera spenntur fyrir komandi tímum hjá Víkingi. Hann segist hafa lært að verða fullorðinn úti í Noregi þegar hann var í atvinnumennskunni. Íslenski boltinn 3. júlí 2025 10:00
Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Liverpool, lið portúgalska knattspyrnumannsins Diogo Jota, hefur birt yfirlýsingu vegna skyndilegs fráfalls Jota og bróður hans André Silva í bílslysi á Spáni í nótt. Enski boltinn 3. júlí 2025 09:32
Glódís mætti ekki á æfingu Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur ekki jafnað sig af magakveisunni sem neyddi hana af velli í gær og mætti ekki á æfingu íslenska landsliðsins í morgun. Fótbolti 3. júlí 2025 09:08
„Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Portúgalska knattspyrnusambandið birti yfirlýsingu á miðlum þess í morgun vegna skyndilegs fráfalls Diogo Jota, landsliðsmanns Portúgal, og bróður hans André Silva. Portúgölsk knattspyrnuhreyfing sé í áfalli og syrgi mæta menn. Fótbolti 3. júlí 2025 09:04
Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Fjárhagsstaðan er afar slæm hjá Sheffield Wednesday, sem spilar í Championship deildinni á Englandi. Um mánaðamótin borgaði félagið bara leikmönnum undir 21 árs aldri laun, því þeir eru verðmæt söluvara, og nú má allt aðalliðið rifta samningi sínum ef þeir vilja. Enski boltinn 3. júlí 2025 08:32
Diogo Jota lést í bílslysi Diogo Jota, leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, er látinn eftir að hafa lent í bílslysi í nótt á Spáni. Bróðir hans var með honum í bílnum og lést einnig. Fótbolti 3. júlí 2025 08:23
Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Bandaríkin og Mexíkó munu mætast í úrslitaleik um Gullbikarinn eftir sigra í undanúrslitunum gegn Gvatemala og Hondúras. Sem verður síðasti keppnisleikur liðanna áður en þau halda og spila heimsmeistaramótið á næsta ári. Fótbolti 3. júlí 2025 08:18