Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Eftir erfiða tíma getur Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern Munchen, náð sögulegum árangri með liði sínu í dag takist þeim að tryggja sér tvennuna í Þýskalandi með sigri í bikarúrslitum. Fótbolti 1. maí 2025 11:02
„Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Franska knattspyrnugoðsögnin Thierry Henry hlóð ungstirni Barcelona, Lamine Yamal, lofi eftir frammistöðu Spánverjans í leik Barcelona og Inter Milan í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Henry segir Yamal hafa spilað líkt og hann hafi verið andsetinn. Fótbolti 1. maí 2025 10:31
Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir, sýnir áhyggjum landsliðsþjálfarans varðandi stöðu hennar vegna meiðsla og mögulegri þátttöku á EM í Sviss skilning. Sjálf hefur hún ekki áhyggjur og er á góðri leið. Fótbolti 1. maí 2025 09:32
„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Það er kannski skrýtið að hugsa til þess núna, tveimur Íslandsmeistaratitlum, fjórum bikarmeistaratitlum og einstöku Evrópuævintýri síðar, en þegar Arnar Gunnlaugsson var ráðinn þjálfari Víkings höfðu fáir trú á því að hann ætti eftir að ná langt með liðið. Íslenski boltinn 1. maí 2025 09:01
Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Það voru skoruð stórglæsileg mörk þegar Barcelona og Inter gerðu 3-3 jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Mörkin má nú sjá á Vísi. Fótbolti 1. maí 2025 08:02
Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Gæti Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, átt eftir að feta í fótspor systur sinnar Hlínar með því að komast út í atvinnumennsku og í A-landsliðið? Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum eru sannfærðir um það. Íslenski boltinn 30. apríl 2025 23:17
Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Leikmennirnir ungu Chido Obi og Sekou Kone voru hafðir með í hópi Manchester United sem ferðaðist til Spánar fyrir leikinn við Athletic Bilbao annað kvöld en mega samt ekki spila. Enski boltinn 30. apríl 2025 21:45
Chelsea meistari sjötta árið í röð Yfirburðir Chelsea í knattspyrnu kvenna á Englandi halda áfram en liðið varð í kvöld Englandsmeistari sjötta árið í röð. Enski boltinn 30. apríl 2025 21:41
Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Spænski miðjumaðurinn Rodri, núverandi handhafi Gullboltans, er byrjaður að æfa með liði Manchester City að nýju eftir að hafa slitið krossband í hné í september í fyrra. Enski boltinn 30. apríl 2025 19:46
Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Cristiano Ronaldo þarf enn að bíða eftir fyrsta stóra titlinum með Al Nassr eftir að sádiarabíska liðið tapaði 3-2 gegn Kawasaki Frontale frá Japan í undanúrslitum Meistaradeildar Asíu í dag. Fótbolti 30. apríl 2025 19:04
Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Staðan er 3-3 eftir hreint ótrúlegan fyrri leik Barcelona og Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, á Camp Nou í kvöld. Fótbolti 30. apríl 2025 18:30
Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Íslandsmeistarar Breiðabliks og Þróttur eru í hópi fjögurra efstu liða Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir þrjár umferðir, eftir sigurleiki í gærkvöld. Mörkin úr leikjunum má sjá á Vísi. Íslenski boltinn 30. apríl 2025 17:35
Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Félög í sádísku úrvalsdeildinni í fótbolta eru sögð renna hýru auga til þriggja framherja Liverpool í von um að tryggja sér þjónustu þeirra í sumar. Ólíklegt þykir að Liverpool hyggist selja svo marga úr framlínu liðsins. Enski boltinn 30. apríl 2025 16:00
Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Ef spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Lengjudeildunum rætist standa Fylkir og Keflavík uppi sem sigurvegarar í þeim. Íslenski boltinn 30. apríl 2025 14:43
„Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að liðið verði að gera eitthvað einstakt í París ef liðið ætlar að slá Paris Saint-Germain úr leik og komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 30. apríl 2025 13:45
Stokke í raðir Aftureldingar Norski framherjinn Benjamin Stokke hefur gengið í raðir Aftureldingar. Hann skrifaði undir samning sem gildir út yfirstandandi leiktíð. Íslenski boltinn 30. apríl 2025 13:18
Bikarvörnin hefst gegn Fram Valur, sem varð bikarmeistari í fyrra, mætir Fram í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Þrír aðrir Bestu deildarslagir verða í sextán liða úrslitunum. Íslenski boltinn 30. apríl 2025 13:15
Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Sky Sports í Þýskalandi segir Bayer Leverkusen með auga á Hollendingnum Erik ten Hag. Hann sé ofarlega á lista til að taka við liðinu í sumar. Fótbolti 30. apríl 2025 12:30
Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Antonio Rüdiger, varnarmaður Real Madrid, hefur verið úrskurðaður í sex leikja bann fyrir að kasta hlut í dómara bikarúrslitaleiks Real Madrid og Barcelona. Fótbolti 30. apríl 2025 12:00
„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, er afar hrifinn af Eiði Gauta Sæbjörnssyni, framherja KR. Íslenski boltinn 30. apríl 2025 11:02
Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Aðeins eitt mark var skorað í fyrri leik Arsenal og Paris Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Það gerði Ousmane Dembélé. Fótbolti 30. apríl 2025 10:02
Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Bjarki Gunnlaugsson segir að það hafi verið högg þegar hann var úrskurðaður gjaldþrota. Ekkert annað hafi þó verið í stöðunni. Hann sagði nánasta samstarfsmanni sínum hjá umboðsskrifstofunni Total Football ekki frá gjaldþrotinu fyrr en eftir að fréttir af því birtust í fjölmiðlum. Íslenski boltinn 30. apríl 2025 09:34
ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Svo virðist sem Eni Aluko hafi gert sjálfsmark þegar hún gagnrýndi Ian Wright fyrir að taka of mikið pláss í umfjöllun um kvennafótbolta. Enski boltinn 30. apríl 2025 08:30
Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Albert Brynjar Ingason, einn af sérfræðingum Stúkunnar, var allt annað en ánægður með hvernig Stjarnan kom inn í leik sinn gegn ÍBV í 3. umferð Bestu deildar karla. Farið var yfir óvænt tap heimamanna í síðasta þætti Stúkunnar. Íslenski boltinn 30. apríl 2025 07:01
Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Það styttist í að félagaskiptaglugginn í Bestu deild karla loki og nokkur félagaskipti hafa dottið inn í blálokin. Arnór Borg Guðjohnsen hefur gengið til liðs við Vestra á láni og Fram hefur fundið markvörð. Íslenski boltinn 29. apríl 2025 22:16
Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Víkingur hefur samið við Ali Al-Mosawe, dansk-íraskan vængmann sem lék síðast með Hilleröd í dönsku B-deildinni í fótbolta. Íslenski boltinn 29. apríl 2025 21:25
„Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, er ánægð með byrjun liðsins á tímabilinu. Þróttur sótti eins marks sigur gegn Víkingi í jöfnum baráttuleik í kvöld og hefur ekki tapað enn í deildinni. Íslenski boltinn 29. apríl 2025 20:34
Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Breiðablik tók á móti nýliðum Fram í þriðju umferð Bestu deild kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. Það var ekki margt sem benti til þess að við fengjum markaleik í upphafi leiks en um leið og fyrsta markið kom þá opnuðust flóðgáttir. Breiðablik hafði að lokum öruggan sigur 7-1 og lyfti sér á topp deildarinnar. Íslenski boltinn 29. apríl 2025 20:31
Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Þróttur sótti 0-1 sigur gegn Víkingi í þriðju umferð Bestu deildar kvenna. Markmaðurinn Sigurborg Sveinbjörnsdóttir skoraði afar óheppilegt sjálfsmark sem reyndist eina markið í mjög færafáum leik. Íslenski boltinn 29. apríl 2025 20:00
Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Miðvörðurinn Anna Björk Kristjánsdóttir tekur slaginn með uppeldisfélagi sínu KR í Lengjudeild kvenna í fótbolta í sumar. Hún á að baki 45 A-landsleiki, mörg ár í atvinnumennsku og 163 leiki í efstu deild. Íslenski boltinn 29. apríl 2025 18:59