Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, hefur heldur betur svarað gagnrýnendum sínum með frábærri frammistöðu á vellinum. Hann segist gera hlutina eftir sínu höfði. Enski boltinn 17. mars 2025 22:32
Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Breiðablik, ríkjandi Íslandsmeistari karla í fótbolta, er um þessar mundir í æfingaferð erlendis. Í myndbandi af æfingu liðsins má sjá Þorleif Úlfarsson, uppalinn Blika, sem hefur undanfarin ár spilað í Bandaríkjunum og Ungverjalandi. Fótbolti 17. mars 2025 21:47
Leifur Andri leggur skóna á hilluna Leifur Andri Leifsson hefur ákveðið að leggja takkaskóna á hilluna. Hann mun því ekki spila með HK í Lengjudeild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð. Frá þessu greindi félagið á mánudagskvöld. Íslenski boltinn 17. mars 2025 20:30
María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins María Catharína Ólafsdóttir Gros skoraði eina mark Linköping í 1-0 sigri á Malmö í riðlakeppni sænsku bikarkeppni kvenna í fótbolta. Þá skoraði Bryndís Arna Níelsdóttir sárabótarmark í 2-1 tapi Vaxjö gegn Rosengård. Fótbolti 17. mars 2025 20:04
Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Argentína mætir Úrúgvæ og Brasilíu í undankeppni HM karla í knattspyrnu síðar í mánuðinum. Argentínumenn þurfa að knýja fram sigur án fyrirliða síns Lionel Messi. Fótbolti 17. mars 2025 19:15
Frá Króknum á Hlíðarenda Framherjinn Jordyn Rhodes hefur samið við Val um og mun leika með liðinu á komandi leiktíð í Bestu deild kvenna. Hún þekkir vel til hér á landi eftir að skora 13 mörk í 22 leikjum fyrir Tindastól á síðustu leiktíð. Íslenski boltinn 17. mars 2025 18:16
Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Hinn þrítugi Simon Hjalmar Friedel Tibbling er við það að ganga í raðir Fram. Á hann að styrkja miðsvæði liðsins í Bestu deild karla í knattspyrnu. Íslenski boltinn 17. mars 2025 17:45
Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Morgan Gibbs-White, fyrirliði Nottingham Forest, hefur verið kallaður inn í enska landsliðið í fótbolta. Enski boltinn 17. mars 2025 17:03
Víkingur missir undanúrslitasætið Víkingur spilar ekki í undanúrslitum Lengjubikars kvenna í fótbolta. Liðinu var dæmdur ósigur í leiknum gegn Keflavík á föstudaginn þar sem það tefldi fram ólöglegum leikmanni. Íslenski boltinn 17. mars 2025 16:04
Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á fyrir höndum afar mikilvæga heimaleiki við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni í fótbolta. Miðasala á leikina hefst á morgun. Fótbolti 17. mars 2025 15:15
Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Þriðja þáttaröð af Lengsta undirbúningstímabili í heimi hefst í kvöld. Í fyrsta þættinum verða nýliðar Aftureldingar í Bestu deild karla teknir fyrir. Íslenski boltinn 17. mars 2025 14:49
Segir Arnór líta ruddalega vel út Þjálfari Arnórs Sigurðssonar hjá sænska meistaraliðinu Malmö er afskaplega spenntur fyrir því að geta brátt farið að nýta krafta íslenska landsliðsmannsins sem félagið lagði allt í sölurnar til að klófesta í febrúar. Fótbolti 17. mars 2025 13:31
Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Óhætt er að segja að Sergio Ramos hafi komið eins og stormsveipur inn í mexíkóska boltann. Hann fékk rautt spjald í leik í nótt fyrir að sparka í afturenda mótherja. Fótbolti 17. mars 2025 13:01
Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Fótboltamaðurinn Michail Antonio segir það hafa verið erfiðast, við lífshættulegt bílslys sitt, að hugsa til barnanna sinna og að hann yrði ekki til staðar fyrir þau. Bati hans gengur hins vegar betur en búist var við og framherjinn er staðráðinn í að skora fleiri mörk á ferlinum. Enski boltinn 17. mars 2025 12:05
Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Arne Slot, stjóri Liverpool, var spurður út í það á blaðamannafundi í gær af hverju hinn tæplega tveggja metra hái Dan Burn hefði ekki verið betur dekkaður áður en hann skoraði frábært skallamark á Wembley í gær. Hollendingurinn var með svör á reiðum höndum. Enski boltinn 17. mars 2025 11:30
Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli Fyrirliði landsliðs Kósóvó, sem mætir Íslandi í umspili Þjóðadeildarinnar síðar í vikunni, fór meiddur af velli í leik liðs síns um helgina. Fótbolti 17. mars 2025 11:02
„Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Síðustu dagar hafa verið draumi líkastir fyrir Dan Burn, varnarmann Newcastle United. Á föstudaginn var hann valinn í enska landsliðið í fyrsta sinn og í gær skoraði hann í sigri Newcastle á Liverpool í úrslitaleik deildabikarsins. Enski boltinn 17. mars 2025 10:30
Sjáðu Albert skora gegn Juventus Albert Guðmundsson kemur væntanlega fullur sjálfstrausts til móts við íslenska fótboltalandsliðið eftir að hafa skorað í síðustu þremur leikjum sínum fyrir Fiorentina. Fótbolti 17. mars 2025 10:03
Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson tileinkaði náfrænku sinni markið mikilvæga sem hann skoraði á Englandi í gær, nánast nákvæmlega fimm árum eftir að hún féll frá. Enski boltinn 17. mars 2025 09:03
Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Víkingar hafa samþykkt að selja einn sinn besta leikmann, Ara Sigurpálsson, til sænska knattspyrnufélagsins Elfsborg nú þegar þrjár vikur eru í þeirra fyrsta leik á nýrri leiktíð í Bestu deildinni. Íslenski boltinn 17. mars 2025 08:31
„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Ný aðstaða fyrir knattspyrnudeild Skagamanna mun gjörbreyta landslaginu fyrir félagið. Íslenski boltinn 17. mars 2025 08:00
Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Ekki tókst að ljúka leik Montpellier og Saint-Etienne í fallbaráttuslag frönsku deildarinnar í knattspyrnu í gær vegna óspekta áhorfenda. Fótbolti 17. mars 2025 07:31
Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Enski miðvörðurinn Marc Guehi verður að öllum líkindum eftirsóttur biti þegar félagsskiptaglugginn opnar í sumar. Fótbolti 16. mars 2025 23:30
Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Cole Palmer, leikmaður Chelsea, mun að öllum líkindum missa af leikjum enska landsliðsins í komandi landsleikjaglugga. Enski boltinn 16. mars 2025 22:47
Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Inter trónir enn á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-0 útisigur gegn Atalanta í toppslag helgarinnar. Fótbolti 16. mars 2025 21:46
Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Fulham ætlar að vera með í baráttunni um Evrópusætin og sannaði það með 2-0 sigri á Tottenham í Lundúnaslag á Craven Cottage í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 16. mars 2025 21:20
Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Barcelona vann magnaðan 4-2 endurkomusigur er liðið heimsótti Atlético Madrid í toppslag spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 16. mars 2025 20:02
„Við áttum skilið að vinna í dag“ „Ég er mjög tilfinninganæmur núna og er búinn að vera það í allan dag, sem er ólíkt mér,“ sagði Eddie Howe, þjálfari Newcastle, eftir að liðið tryggði sér sinn fyrsta titil í sjötíu ár í dag. Fótbolti 16. mars 2025 20:01
United nálgast efri hlutann Manchester United vann öruggan 3-0 sigur er liðið heimsótti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Enski boltinn 16. mars 2025 18:32
Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Hinrik Harðarson er genginn til liðs við norska félagið Odds BK frá ÍA. Fótbolti 16. mars 2025 18:11