Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Segir Keflavíkurflugvöll þann langversta í Evrópu sem bitni á afkomu flugfélaganna

„Ég er þeirrar skoðunar, og ef maður horfir á þessar skiptistöðvar sem við erum að keppa við, þá er Keflavíkurflugvöllur langversti flugvöllur í Evrópu, það er ekkert hægt að neita því,“ segir Pétur J. Eiríksson, fyrrverandi yfirmaður hjá Icelandair til 28 ára. Það er hans mat að staðan á Keflavíkurflugvelli bitni á afkomu Icelandair og Wow Air.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Svikalogn

Þetta stóð tæpt. Með farsælli lendingu í skuldabréfaútboði WOW air, þar sem flugfélaginu tókst að tryggja sér fjármögnun upp á um 7,7 milljarða króna, hefur meiriháttar efnahagslegu slysi verið afstýrt. Það er samt engin ástæða til að fara í kringum hlutina.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja þyrlupall í Vestmannaeyjum

Fimm þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að samgönguráðherra geri ráðstafanir til að Isavia geti hannað og komið fyrir þyrlupalli á Heimaey.

Innlent
Fréttamynd

WOW lauk 60 milljóna evra fjármögnun

Skuldabréfaútboði WOW air lauk í dag, 18. september. Stærð skuldabréfaflokksins nemur 60 milljónum evra, þar af 50 milljónir evra sem þegar hafa verið seldar og 10 milljónir evra sem verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Útboði WOW lýkur í dag

Skuldabréfaútboði WOW air lýkur í dag. Unnið er að því að afla aukins fjármagns og vonir standa til að heildarstærð skuldabréfaútgáfunnar verði tæplega 60 milljónir evra.

Viðskipti innlent