Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Drónar nýttir til að flytja lyf og sýni á Grænlandi

Grænlensk heilbrigðisyfirvöld í samstarfi við danska sjúkraflutningafyrirtækið Falck hyggjast á næstu mánuðum prófa notkun dróna við að flytja lyf og greiningarsýni milli byggða á Grænlandi. Tilgangur verkefnisins er að kanna hvernig drónar geta styrkt heilbrigðiskerfið á stöðum þar sem innviðir eru áskorun og langt er í næsta sjúkrahús en landið er án vegakerfis.

Erlent
Fréttamynd

Flaug í mjög lítilli hæð áður en hún hafnaði í vatninu

Í nýrri bráðabirgðaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um flugslysið í Þingvallavatni í febrúar kemur fram að Neyðarlínunni hafi borist stutt símtal frá einum farþeganna. Á myndum úr skýrslunni má sjá að flugvélin virðist fljúga í mjög lítilli hæð yfir Þingvallavatni í um sjö sekúndur áður en hún hafnar í vatninu.

Innlent
Fréttamynd

Ný loftferðalög skerða skipulagsvald sveitarfélaga yfir flugvöllum

Ný ákvæði laga um loftferðir, sem Alþingi samþykkti á lokasprettinum í fyrrinótt, gera skipulagsreglur flugvalla rétthærri skipulagi sveitarfélaga. Bæði Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg lögðust gegn lagabreytingunni og sagði fráfarandi borgarstjórnarmeirihluti í Reykjavík hana kollvarpa því skipulagsvaldi sem sveitarfélög hefðu yfir flugvöllum.

Innlent
Fréttamynd

„Við­bjóðs­legt“ hótel sem Play bauð stranda­glópum í París

Það var engin lúxussvíta sem beið farþega sem þáðu hótelgistingu frá Play í París í dag. „Algjör horbjóður“ raunar, samkvæmt einum þeirra farþega sem Vísir náði tali af. Flugfélagið aflýsti ferð sinni frá París til Íslands og bauð farþegum sínum þrjá kosti í kjölfarið; hótelgistingu og fyrsta far heim, seinkun heimferðar eða endurgreiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Eiga rétt á fullri endur­greiðslu og bótum

Tugir kvartana hafa borist Neyt­enda­­sam­tökunum síðustu daga eftir ó­­­venju­­mikið af af­­lýsingum á flugferðum. For­­maður sam­takanna segir flug­­fé­lögin oft sleppa því að upp­­­lýsa fólk um fullan rétt sinn á skaða­bótum sem sé mun meiri en flestir átti sig á.

Neytendur
Fréttamynd

Telja fullvíst að viðvörunin hafi verið villuskilaboð

Í nótt var rauðu neyðarstigi lýst yfir á Keflavíkurflugvelli vegna farþegaþotu PLAY sem var að koma inn til lendingar. Kerfi vélarinnar sendi viðvörun um að vandamál væri með varaeldsneyti en forsvarsmenn telja fullvíst að um villu hafi verið að ræða. Til stóð að sama vél færi til Parísar í dag en fluginu hefur verið frestað til morguns því verið er að ganga úr skugga um að ekkert sé að vélinni.

Innlent
Fréttamynd

Rautt neyðarstig á Keflavíkurflugvelli í nótt

Lýst var yfir rauðu neyðarstigi á Keflavíkurflugvelli í nótt þegar farþegaþota á leið frá Malaga til Keflavíkur lenti í vandræðum. Vélin lenti í Keflavík klukkan rúmlega hálf tvö í nótt og neyðarstigi aflétt í kjölfarið.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er fúlt“

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair segir að það sé óneitanlega fúlt að hafa þurft að fella niður ferðir félagsins til London út mánuðinn. Hann vonast til þess að lausnir sem félagið hefur borið á borð breskra yfirvalda dugi til að leysa málið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óvænt símtal skömmu eftir brottför setti allt úr skorðum

Tíu mínútum eftir að flugvél Niceair hélt í jómfrúarflug flugfélagsins til Bretlands barst símtal á skrifstofur félagsins þar sem þeim var tjáð að þau fengju ekki að taka farþega með til Íslands í því flugi. Hann segir ekki sameiginlegan skilning á skýringum varðandi hvert vandamálið sé.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi brottfara í maí aldrei verið meiri

Brottfarir Íslendinga í maí voru um 65 þúsund talsins og hafa ekki mælst svo margar í maí síðan mælingar hófust. Þetta kemur fram í talningu Ferðamálastofu. Þá voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um 112 þúsund talsins sem er fimmti fjölmennasti maímánuður frá því að mælingar hófust.

Innlent
Fréttamynd

Lækkun af­sláttar í frí­höfn liður í að­gerðum gegn þenslu

Fjármála- og efnahagsráðherra lagði tillögur að breytingum á fjármálaáætlun fyrir fjárlaganefnd í dag, sem ætlað er að vinna gegn þenslu og verðbólgu í hagkerfinu. Meðal tillagðra breytinga á tekjuhlið ríkissjóðs er lækkun á afslætti á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi í fríhöfninni.

Innlent
Fréttamynd

Danir og Færeyingar semja um sjö milljarða ratsjárstöð NATO

Jenis av Rana, utanríkisráðherra Færeyja, og Morten Bødskov, varnarmálaráðherra Danmerkur, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um uppsetningu nýrrar ratsjárstöðvar á Sornfelli í Færeyjum. Yfirlýsingin var undirrituð í Þórshöfn í tengslum við ríkisfund Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, með þeim Bárði á Steig Nielsen, lögmanni Færeyja, og Muté B. Egede, forsætisráðherra Grænlands, sem undirrituðu samstarfsyfirlýsingu þjóðanna um öryggis- og varnarmál.

Erlent
Fréttamynd

Icelandair flýgur á slóðir upphafsmanna flugsins

Ef einhver staður getur gert þá kröfu að teljast sá merkilegasti í flugsögunni, þá er það strandbærinn Kitty Hawk í Norður-Karólínu. Það var þar sem Wright-bræður, þeir Orville og Wilbur, gerðu flugtilraunir sínar í byrjun síðustu aldar og þann 17. desember árið 1903 tókst þeim fyrstum manna að fljúga þar vélknúinni flugvél.

Ferðalög
Fréttamynd

Úthlutun lóðar í Skerjafirði frestað á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar

Úthlutun lóðar og sala byggingarréttar við Einarsnes í Skerjafirði var sett á dagskrá fyrsta fundar nýrrar borgarstjórnar í dag. Þetta gerðist aðeins sólarhring eftir að málefnasamningur nýs meirihluta var kynntur þar sem segir að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar verði tryggt á meðan unnið sé að undirbúningi nýs flugvallar í nágrenni borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Tengiflugskerfið til Bandaríkjanna umbreytir rekstri Play

Flugfélagið Play flutti rúmlega 56.600 farþega í maí sem er 58% aukning frá aprílmánuði. Farþegafjöldinn í maí var jafnmikill og á öllum fyrsta ársfjórðungi. Forstjóri Play segir tengiflugskerfi til Bandaríkjanna umbreyta rekstrinum og að það gangi vel að koma sér fyrir á flugmarkaðnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ferðaðist þúsundir kílómetra til að ná fyrsta flugi Niceair

Þjóðverjinn Tino Oelker gerði sér ferð alla leið frá München í Þýskalandi til Akur­eyrar í vikunni í þeim eina til­gangi að fljúga með jóm­frúar­ferð Niceair til Kaup­manna­hafnar. Skapti Hallgrímsson hjá Akur­eyri.net tók viðtal við Oelker fyrir flugið á fimmtudaginn þar sem hann greindi frá óhefðbundnum áhugamálum sínum, ferðalaginu til Íslands og öðrum skemmtilegum ferðasögum.

Ferðalög
Fréttamynd

Höfðu ekki hug­mynd um Strætó á Kefla­víkur­flug­velli

Flestir þeirra ferðamanna sem Vísir ræddi við á Keflavíkurflugvelli í vikunni virtust ekki hafa hugmynd um að til staðar væru almenningssamgöngur að nafni Strætó sem gæti ferjað þau til höfuðborgarinnar. Flest voru búin undir hátt verðlag og sumir vissu vel af veðursviptingum hérlendis og voru tilbúin í sumar af eintómri rigningu.

Lífið
Fréttamynd

Bandarískur sjóður losar um stóran hluta bréfa sinna í Icelandair

Bandarískur vogunarsjóður, sem hefur verið á meðal stærstu hluthafa Icelandair frá því um mitt árið í fyrra, seldi í flugfélaginu fyrir nærri 200 milljónir króna á seinni helmingi síðasta mánaðar. Frá áramótum hefur sjóðurinn, sem er stýringu hjá Stone Forest Capital, losað um þriðjung bréfa sinna í Icelandair.

Innherji
Fréttamynd

Frum­kvöðlar frá fyrsta degi

Í dag fagnar Icelandair 85 ára afmæli. Við þessi tímamót er gaman að staldra við og í senn líta yfir farinn veg og til framtíðar. Að mínu mati er rauði þráðurinn í gegnum alla söguna einstakur kraftur og ástríða starfsfólks og sá mikli frumkvöðlaandi sem einkennt hefur félagið alla tíð og gerir enn.

Skoðun
Fréttamynd

Tökum flugið með Nice Air!

Nú í morgunsárið tók á loft flugvél flugfélagsins Nice Air frá Akureyrarflugvelli í sína jómfrúarferð og setti stefnuna á Kaupmannahöfn. Þar með er hafið áætlunarflug á milli Norðurlands og áfangastaða í Evrópu.

Skoðun