Áhugamaður um norðurljós datt í lukkupottinn á Íslandi Bandarískur áhugamaður um norðurljós fékk heldur betur sýningu er hann ferðaðist til Íslands í síðustu viku með það að markmiði að fanga norðurljós á filmu. Innlent 19. janúar 2023 14:38
Webb fann fyrstu fjarreikistjörnuna Geimvísindamenn hafa í fyrsta sinn fundið fjarreikistjörnu með James Webb sjónaukanum (JWST). Umrædd reikistjarna kallast LHS 475 b og er í um 41 ljósárs fjarlægð. Hún er talin á stærð við jörðina en hún er nokkur hundruð gráðum heitari en jörðin. Erlent 11. janúar 2023 23:57
Fundu tvær reikistjörnur á lífbelti fjarlægs dvergs Geimvísindamenn hafa fundið tvær reikistjörnur á sem eru á lífbeltinu svokallaða á braut um fjarlæga stjörnu. Báðar reikistjörnurnar eru á stærð við jörðina en ein þeirra fannst árið 2020. Erlent 10. janúar 2023 23:12
Gæti sést til halastjörnu með berum augum frá Íslandi Halastjarna gæti sést með berum augum á norðurhveli jarðar, þar á meðal Íslandi, í byrjun næsta mánaðar. Umferðartími halastjörnunnar er svo langur að síðast þegar hún átti leið hjá jörðinni voru fyrstu nútímamennirnir að koma fram. Erlent 4. janúar 2023 12:04
Geimfari úr fyrsta mannaða Apollo-leiðangrinum látinn Bandaríski geimfarinn Walter Cunningham sem flaug út í geim í Apollo 7-leiðangrinum á sjöunda áratug síðustu aldar er látinn, níræður að aldri. Þó að Cunningham hafi aldrei fengið að fara til tunglsins sjálfur ruddi hann brautina fyrir seinni Apollo-leiðangrana sem héldu þangað. Erlent 4. janúar 2023 08:39
Fyrsta stikla fyrstu myndarinnar sem tekin var upp í geimnum Framleiðendur fyrstu kvikmyndarinnar sem tekin var upp í geimnum birtu í gær fyrstu stiklu myndarinnar sem ber heitið Áskorunin, eða The Challenge. Myndin var tekin upp í Alþjóðlegu geimstöðinni í október í fyrra. Bíó og sjónvarp 2. janúar 2023 10:11
Staðfesta endalok Insight-leiðangursins Meira en fjögurra ára löngum leiðangri Insight-lendingarfarsins á Mars er lokið. Þetta staðfesti bandaríska geimvísindastofnunin NASA eftir að stjórnendum leiðangursins tókst ekki að ná sambandi við geimfarið. Erlent 22. desember 2022 14:56
Búa sig undir að kveðja jarðskjálftamælinn á Mars Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur misst samband við lendingarfarið Insight á reikistjörnunni Mars. Orka geimfarsins hefur farið dvínandi undanfarna mánuði og er nú gert ráð fyrir að dagar þess séu taldir. Erlent 20. desember 2022 12:19
Geimárið 2022: Gleggsta auga mannkynsins opnaðist og jarðvarnir voru efldar Geta mannkynsins til þess að rannsaka óravíddir alheimsins tók risavaxið stökk fram á við á árinu sem er að líða. James Webb-geimsjónaukinn hreiðraði um sig í sólkerfinu og byrjaði að senda myndir sem eiga sér enga hliðstæðu aftur til jarðar. Erlent 19. desember 2022 14:00
Könnuðu skemmdirnar á ferjunni við geimstöðina Áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu notuðu vélmennaarm til þess að kanna skemmdir sem urðu á rússneskri Soyuz-geimferju í gær. Yfirvöld á jörðu niðri íhuga hvort senda þurfi annað geimfar til þess að ferja hluta áhafnarinnar heim. Erlent 19. desember 2022 08:05
Grunar að örloftsteinn hafi valdið skemmdum á geimferju Rússneska geimstofnunin segir að mögulega hafi örloftsteinn valdið skemmdum á Soyuz-geimferju sem liggur við Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu. Geimferjan lekur kælivökva en hún á að vera nokkurs konar björgunarbátur fyrir áhöfnina. Erlent 15. desember 2022 23:54
„Ég sagði henni að einn daginn myndi ég taka mynd af jörðinni frá tunglinu“ Japanskur milljarðamæringur, tónlistarmaður og leikari verður fyrsti almenni borgarinn sem fer á braut um tunglið. Hann hefur valið átta manna áhöfn listamanna til að fara með sér í þetta vægast sagt óvenjulega ferðalag. Einn af þeim er bandarískur maður sem búsettur er á Íslandi. Lífið 15. desember 2022 09:04
Lending Orion tókst vel og gagnavinnsla næst á dagskrá Verkefni geimfarsins Orion lauk fyrr í kvöld þegar það lenti í Kyrrahafi eftir tæpan mánuð á flugi umhverfis tunglið. Erlent 11. desember 2022 23:02
Í beinni: Orion snýr aftur til jarðar eftir ferð um tunglið Geimfarið Orion lendir aftur á jörðinni í dag eftir mánaðarferðalag í kringum tunglið. Hægt verður að fylgjast með endurkomunni í streymi sem finna má í fréttinni. Erlent 11. desember 2022 16:00
Geimherinn vill rannsaka jónahvolfið frá Íslandi Utanríkisráðuneytinu hafa verið kynntar hugmyndir um mælingar á jónahvolfinu frá Íslandi, af geimher Bandaríkjanna (e. United States Space Force). Fullrúar USSF hafa þegar komið hingað til lands í vettvangskönnun. Innlent 7. desember 2022 06:31
Fundu merki um að Mars sé enn jarðfræðilega virkur Athuganir á reikistjörnunni Mars benda til þess að þar sé að finna virkan möttulstrók undir yfirborðinu. Reikistjarnan hefur fram að þessu verið talin jarðfræðilega óvirk en strókurinn sem menn telja sig hafa fundið gæti knúið jarðskjálfta, misgengishreyfingar og jafnvel eldgos. Erlent 6. desember 2022 10:52
Bein útsending: Síðasta ferðin um tunglið í bili Heimför Orion geimfarsins sem skotið var á loft í fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar aftur til jarðarinnar hefst í dag. Þá mun geimfarið einnig fara mjög nærri yfirborði tunglsins og það í beinni útsendingu. Erlent 5. desember 2022 15:45
Gengu í geimnum til að setja upp sólarsellur Tveir bandarískir geimfarar fóru í geimgöngu fyrir utan Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu í gær. Verkefni þeirra var að festa tvær nýjar raðir af sólarsellum utan á geimstöðina. Geimstöðin hefur ný birt myndband frá göngunni. Erlent 4. desember 2022 10:06
Fylgdust með skýjafari á Títani með hjálp Webb Langþráðar myndir James Webb-geimsjónaukans af Títani, stærsta tungli Satúrnusar, gerðu stjörnufræðingum kleift að fylgjast með þróun skýja í lofthjúpi hans í síðasta mánuði. Athugarnirnar eru í samræmi við loftslagslíkön sem spáðu fyrir um að ský gætu hæglega myndast á þessum tíma árs. Erlent 2. desember 2022 22:00
Umdeildur gervihnöttur orðinn eitt bjartasta fyrirbærið á næturhimninum Nýtt bandarískt fjarskiptagervitungl er nú á meðal björtustu fyrirbæranna þar sem það ferðast um næturhimininn en til stendur að senda fleiri en hundrað slík á loft. Stjörnufræðingar óttast að þau muni spilla fyrir athugunum frá jörðu niðri og menga næturhimininn. Erlent 1. desember 2022 07:00
Fylgdust með risasvartholi gleypa stjörnu á nýjan hátt Stjörnufræðingar náðu að fylgjast með því þegar risasvarthol í fjarlægri vetrarbraut gleypti stjörnu sem hætti sér of nærri fyrr á þessu ári. Rannsóknirnar mörkuðu tímamót því aldrei áður hefur slíkur atburður sést eins langt í burtu og aldrei í sýnilegu ljósi. Erlent 30. nóvember 2022 16:00
Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur veitt bandarísku fyrirtæki 57 milljónir dala til að þróa tækni til að prenta híbýli manna á tunglinu og jafnvel öðrum reikistjörnum. Fyrirtækið ICON frá Texas mun einnig þróa leiðir til að byggja innviði eins og vegi og lendingarpalla úr jarðvegi á tunglinu og Mars. Erlent 29. nóvember 2022 15:01
Leggja mikið kapp á að koma jarðsýnum frá Mars til jarðarinnar Geimvísindastofnanir Evrópu (ESA) og Bandaríkjanna (NASA) opinberuðu nýverið áætlun sem snýr að því að sækja jarðsýni til Mars og flytja til jarðarinnar. Vélmennið Perseverance, sem lenti á Mars í fyrra, er þegar byrjað að bora eftir jarðsýnum. Erlent 23. nóvember 2022 14:25
Loftsteinninn á við allt að tíu tonn af sprengiefni Einstakar mælingar sem náðust með jarðskjálftamælitækjum á loftsteini sem sprakk yfir Suðvesturlandi í fyrra benda til þess að krafturinn í sprengingunni hafi jafnast á við allt að tíu tonn af TNT-sprengiefni. Þrátt fyrir það var steinninn líklega aðeins einhverjir sentímetrar að stærð. Innlent 23. nóvember 2022 07:01
Fordæmalaus sýn á andrúmsloft fjarreikistjörnu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur birt nýjar mynd sem tekin var með James Webb geimsjónaukanum. Um er að ræða litrófsgreiningu af andrúmslofti fjarlægs gasrisa en greiningin hefur varpað ljósi á hvaða efni finna má í andrúmslofti reikistjörnunnar og er það í fyrsta sinn sem geimvísindamenn öðlast svo nákvæm gögn af þessu tagi. Erlent 22. nóvember 2022 17:04
Stjarna að fæðast í stundaglasi Frumstjarna í hjarta stundaglasslaga gasskýs sem James Webb-geimsjónaukinn náði nýlega mynd af er sögð veita innsýn í hvernig sólin og sólkerfið okkar leit út í frumbernsku sinni. Hún er talin á fyrsta stigi í myndunarferli sínu. Erlent 21. nóvember 2022 13:00
Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. Erlent 16. nóvember 2022 08:29
Bein útsending: Reyna enn að senda far til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) ætla að gera enn eina tilraunina til að skjóta Artemis-1 af stað til tunglsins í fyrramálið. Þetta verður í fjórða sinn sem geimskotið verið reynt en síðasta tilraun átti sér stað í september. Erlent 15. nóvember 2022 22:01
Leynilegu geimfari lent aftur eftir langa geimferð Geimher Bandaríkjanna lenti um helgina leynilegu geimfari á jörðinni eftir að það hafði verið út í geimi í 908 daga. Það er mettími en áður hafði geimfarið, sem ber heitið X-37B lengst verið 780 daga í geimnum. Þetta var sjötta geimferð X-37B. Erlent 14. nóvember 2022 11:15
Fundu brak úr Challenger fyrir tilviljun Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur staðfest að brak sem heimildarmyndargerðarmenn fundu fyrir tilviljun í sjónum undan ströndum Flórída sé úr Challenger-geimskutlunni sem fórst fyrir rúmum 36 árum. Ekki hefur verið ákveðið hvort hróflað verður við því. Erlent 11. nóvember 2022 14:02