Mistókst aftur að koma gervihnetti á braut um jörðu Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2023 22:08 Þessi myndir sýnir fyrstu tilraun Norður-Kóreu til að koma njósnagervihnetti á braut um jörðu í maí. Annað geimskot misheppnaðist í dag og stendur til að reyna í þriðja sinn í október. AP/KCNA Geimvísindamönnum og verkfræðingum Norður-Kóreu mistókst aftur í dag að koma njósnagervihnetti á braut um jörðu. Gera á þriðju tilraunina í október, samkvæmt yfirvöldum í einræðisríkinu. Ríkismiðill Norður-Kóreu, KCNA, segir villu hafa komið upp við geimskotið og unnið sé að því að greiða úr vandanum. Síðast reyndu Kóreumenn að skjóta njósnagervihnetti á braut um jörðu í maí. Þá lenti eldflaugin í hafinu skömmu eftir flugtak. Þá fór eitthvað úrskeiðis milli fyrsta og annars stigs eldflaugarinnar. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hefur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýst því yfir að hann vilji gervihnött til að fylgjast með Bandaríkjunum og Suður-Kóreu. Ríkisstjórn Kim hefur lengi unnið að þróun eldflauga sem eiga meðal annars að geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Þróun bæði eldflauganna og kjarnorkuvopnanna eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Herforingjaráð Suður-Kóreu tilkynnti í dag að eldflaugaskot hefði greinst frá Norður-Kóreu en ráðamenn þar höfðu látið Japani vita af því að þeir ætluðu sér að skjóta gervihnetti á loft í dag. Undanfarin ár hefur spennan á Kóreuskaganum aukist jafnt og þétt og þykir hún mjög mikil. Kim hefur ekki viljað taka þátt í viðræðum um kjarnorkuvopn sín, þar sem hann telur þau tryggingu gegn því að honum verði komið frá völdum. Norður-Kórea Geimurinn Tengdar fréttir Lætur yfirhershöfðingjann fjúka og boðar aukin hernaðarumsvif Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur látið æðsta hershöfðingja landsins fjúka. Varnarmálaráðherra landsins, Ri Yong-gil, hefur tekið við stöðunni. 10. ágúst 2023 10:00 Viðurkenna að þau hafi Travis í haldi Norður-kóresk stjórnvöld hafa viðurkennt í fyrsta sinn að þau hafi bandaríska hermanninn Travis King í haldi. Um er að ræða fyrstu svör þeirra við fyrirspurnum Sameinuðu þjóðanna um það hvar hermaðurinn sé niðurkominn. 3. ágúst 2023 23:30 Norður-Kóreumenn sýndu „bandaríska“ herdróna Norður-Kóreumenn efndu til sérstakrar hersýningar í gærkvöldi. Þar sýndu þeir nýjan búnað og voru þar í fyrirrúmi nýir herdrónar sem taldir eru keimlíkir bandarískum drónum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. 28. júlí 2023 07:43 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Ríkismiðill Norður-Kóreu, KCNA, segir villu hafa komið upp við geimskotið og unnið sé að því að greiða úr vandanum. Síðast reyndu Kóreumenn að skjóta njósnagervihnetti á braut um jörðu í maí. Þá lenti eldflaugin í hafinu skömmu eftir flugtak. Þá fór eitthvað úrskeiðis milli fyrsta og annars stigs eldflaugarinnar. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hefur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýst því yfir að hann vilji gervihnött til að fylgjast með Bandaríkjunum og Suður-Kóreu. Ríkisstjórn Kim hefur lengi unnið að þróun eldflauga sem eiga meðal annars að geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Þróun bæði eldflauganna og kjarnorkuvopnanna eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Herforingjaráð Suður-Kóreu tilkynnti í dag að eldflaugaskot hefði greinst frá Norður-Kóreu en ráðamenn þar höfðu látið Japani vita af því að þeir ætluðu sér að skjóta gervihnetti á loft í dag. Undanfarin ár hefur spennan á Kóreuskaganum aukist jafnt og þétt og þykir hún mjög mikil. Kim hefur ekki viljað taka þátt í viðræðum um kjarnorkuvopn sín, þar sem hann telur þau tryggingu gegn því að honum verði komið frá völdum.
Norður-Kórea Geimurinn Tengdar fréttir Lætur yfirhershöfðingjann fjúka og boðar aukin hernaðarumsvif Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur látið æðsta hershöfðingja landsins fjúka. Varnarmálaráðherra landsins, Ri Yong-gil, hefur tekið við stöðunni. 10. ágúst 2023 10:00 Viðurkenna að þau hafi Travis í haldi Norður-kóresk stjórnvöld hafa viðurkennt í fyrsta sinn að þau hafi bandaríska hermanninn Travis King í haldi. Um er að ræða fyrstu svör þeirra við fyrirspurnum Sameinuðu þjóðanna um það hvar hermaðurinn sé niðurkominn. 3. ágúst 2023 23:30 Norður-Kóreumenn sýndu „bandaríska“ herdróna Norður-Kóreumenn efndu til sérstakrar hersýningar í gærkvöldi. Þar sýndu þeir nýjan búnað og voru þar í fyrirrúmi nýir herdrónar sem taldir eru keimlíkir bandarískum drónum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. 28. júlí 2023 07:43 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Lætur yfirhershöfðingjann fjúka og boðar aukin hernaðarumsvif Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur látið æðsta hershöfðingja landsins fjúka. Varnarmálaráðherra landsins, Ri Yong-gil, hefur tekið við stöðunni. 10. ágúst 2023 10:00
Viðurkenna að þau hafi Travis í haldi Norður-kóresk stjórnvöld hafa viðurkennt í fyrsta sinn að þau hafi bandaríska hermanninn Travis King í haldi. Um er að ræða fyrstu svör þeirra við fyrirspurnum Sameinuðu þjóðanna um það hvar hermaðurinn sé niðurkominn. 3. ágúst 2023 23:30
Norður-Kóreumenn sýndu „bandaríska“ herdróna Norður-Kóreumenn efndu til sérstakrar hersýningar í gærkvöldi. Þar sýndu þeir nýjan búnað og voru þar í fyrirrúmi nýir herdrónar sem taldir eru keimlíkir bandarískum drónum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. 28. júlí 2023 07:43