Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Masters: McIlroy og Quiros gáfu tóninn á Augusta

Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Spánverjinn Alvaro Quiros deila efsta sætinu að loknum fyrsta keppnisdegi á Mastersmótinu í golfi á Augustavellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Þeir léku báðir á 7 höggum undir pari eða 65 höggum á fyrsta risamóti ársins. Y.E Yang ig K.J. Choir eru þar á eftir á 5 höggum undir pari. Phil Mickelson hóf titilvörnina með því að leika á -2 eða 70 höggum og Tiger Woods er einu höggi þar á eftir.

Golf
Fréttamynd

Masters: Mickelson heiðraði Seve Ballesteros

Phil Mickelson sá um hátíðarkvöldverð á Augusta golfvellinum í gærkvöld þar sem að fyrrum sigurvegurum mótsins er boðið. Spánverjinn Seve Ballesteros, sem tvívegis hefur sigrað á mótinu, gat ekki mætt að þessu sinni vegna veikinda eftir erfiða meðferð vegna heilaæxlis. Mickelson tileinkaði Ballesteros kvölverðaboðið og var spænskur matur í hávegðum hafður.

Golf
Fréttamynd

Masters: Fyrrum þjálfari Tiger Woods segir að hann sé bitlaus

Butch Harmon fyrrum þjálfari Tiger Woods segir bandaríski kylfingurinn sé "bitlaus“ og hann eigi ekki eftir að bæta met Jack Nicklaus sem sigraði á 18 risamótum á ferlinum. Woods sigraði á 8 risamótum þegar Harmon var þjálfari hans en alls hefur Woods sigrað á 14 risamótum.

Golf
Fréttamynd

Masters: Sagan segir að Luke Donald eigi ekki möguleika

Enski kylfingurinn Luke Donald þarf að skrifa nýjan kafla í sögu Mastersmótsins í golfi ef hann ætlar sér að sigra á fyrsta stórmóti ársins. Donald, sem hefur aldrei sigrað á einu af fjórum risamótum ársins, stóð uppi sem sigurvegari á par 3 holu mótinu sem ávallt er haldið degi áður en Mastersmótið hefst. Sagan er ekki með Donald þar sem að það hefur aldrei gerst að sigurvegarinn á par 3 holu mótinu hafi klætt sig í græna sigurjakkann við verðlaunaafhendinguna á lokadeginum á Augusta.

Golf
Fréttamynd

Masters: Nökkvi spáir Nick Watney sigri á Augusta

Mastersmótið í golfi hefst á fimmtudaginn á Augusta vellinum í Georgíu en þetta er fyrsta risamót ársins af alls fjórum. Phil Mickelson hefur titil að verja á mótinu og er hann líklegur til afreka ef marka má þann hóp manna sem Þorsteinn Hallgrímsson, golfsérfræðingur Stöðvar 2 sport, ræddi við í vikunni.

Golf
Fréttamynd

Masters: Rástímarnir fyrstu tvo keppnisdagana

Phil Mickelson, sem hefur titil að verja á Mastersmótinu í golfi, verður í ráshóp með Geoff Ogilvy og áhugamanninum Peter Uihlein á fyrstu tveimur keppnisdögunum á fyrsta risamóti ársins. Uihlein sigraði á opna bandaríska áhugamannamótinu á síðasta ári og samkvæmt venju fær hann þann heiður að leika með sigurvegaranum á Mastersmótinu þegar hann hefur titilvörnina.

Golf
Fréttamynd

Masters: Íslenskir kylfingar hafa enn tröllatrú á Tiger Woods

Þrátt fyrir að Tiger Woods hafi ekki sýnt neina snilldartakta á atvinnumótum í golfi á undanförnum mánuðum eru enn margir sem hafa trölltrú á bandaríska kylfingnum fyrir Mastersmótið sem hefst á morgun á Augusta vellinum. Þorsteinn Hallgrímsson, golfsérfræðingur Stöðvar 2 sport, hitti nokkra íslenska kylfinga á dögunum í Hraunkoti í Hafnarfirði þar sem Mastersmótið var umræðuefnið og er greinilegt að Tiger Woods er enn ofarlega á blaði hjá flestum.

Golf
Fréttamynd

Kylfusveinn á Masters í 50 ár

Masters-mótið um helgina verður afar sérstakt fyrir Carl Jackson, kylfusvein Ben Crenshaw. Mótið um helgina verður það fimmtugasta í röðinni hjá þessum aldna heiðursmanni.

Golf
Fréttamynd

Kviknaði í einkaþotu Lee Westwood

Breski kylfingurinn Lee Westwood komst heldur betur í hann krappann um helgina þegar einkaþota hans varð að nauðlenda er eldur kom upp í flugvélinni.

Golf
Fréttamynd

Mickelson fagnaði sigri í Houston

Phil Mickelson vann í dag sigur á Houston Open mótinu í golfi. Þetta var í fyrsta sinn sem hann vinnur mót síðan hann fagnaði sigri á Masters í fyrra en það hefst nú á fimmtudaginn.

Golf
Fréttamynd

Westwood púttar á teppinu heima fyrir Masters

Enski kylfingurinn Lee Westwood æfir sig nú að kappi fyrir Masters mótið í golfi sem hefst næsta fimmtudag. Undirbúningur hans fyrir mótið felst meðal annars í því að pútta á teppi til fá tilfinningu fyrir þeim mikla hraða sem er á flötunum á Augusta National vellinum í Georgíu-fylki, Bandaríkjunum.

Golf
Fréttamynd

Veðbankar hafa trú á Tiger fyrir Masters

Þrátt fyrir að Tiger Woods hafi verið langt frá sínu besta að undanförnu á golfvellinum þá virðast veðbankar hafa óbilandi trú á því að hann blandi sér í baráttuna um sigurinn í fyrsta risamóti ársins í golfinu, Masters mótinu sem hefst næsta fimmtudag.

Golf
Fréttamynd

Mickelson sjóðheitur fyrir titilvörnina á Masters

Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson var sjóðheitur í gær á Houston Open mótinu sem fram fer á bandarísku PGA-mótaröðinni í Texas. Mickelson er efstur í mótinu ásamt landa sínum Scott Verplank eftir að hafa leikið á 63 höggum í gær eða níu höggum undir pari. Hann jafnaði þar með vallarmetið á Redstone vellinum í Houston.

Golf
Fréttamynd

Tiger hlær að eigin óförum

Kylfingurinn Tiger Woods kom ansi mörgum í opna skjöldu er hann ákvað að mæta í spjallþátt Jimmy Fallon. Fallon og kollegar hans hafa lítið annað gert síðustu 18 mánuði en gera grín að Tiger.

Golf
Fréttamynd

Gary Player efast um að Tiger Woods nái fyrri styrk

Gary Player frá Suður-Afríku er yfirleitt með sterkar skoðanir á hlutunum. Hinn 75 ára gamli kylfingur sem sigraði alls á 9 stórmótum á ferlinum er í miklum vafa um að Tiger Woods nái að bæta met Jack Nicklaus sem sigraði á 18 stórmótum á sínum ferli.

Golf
Fréttamynd

Watney fagnaði sigri á heimsmótinu á Doral vellinum

Nick Watney sigraði á heimsmótinu í golfi sem lauk á Doral vellinum í Miami í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 29 ára gamli bandaríski kylfingur sigrar á heimsmótaröðinni. Hann hefur hægt og bítandi skipað sér í hóp bestu kylfinga heims en hann lék lokahringinn á 5 höggum undir pari eða 67 höggum. Watney lék samtals á 16 höggum undir pari var tveimur höggum betri en Dustin Johnson.

Golf
Fréttamynd

Tiger minnti á sig með góðum hring

Tiger Woods sýndi í dag að hann kann ennþá sitthvað fyrir sér á golfíþróttinni þrátt fyrir að gengi hans að undanförnu hafi ekki verið upp á marga fiska. Hann lauk keppni á Cadillac mótinu á Heimsmótaröðinni með að leika á 66 höggum eða sex höggum undir pari Blue Monster vallarins í Flórída.

Golf
Fréttamynd

100 metra langt upphafshögg frá Woods vakti mikla athygli

Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan er efstur á heimsmótinu í golfi þegar keppni er hálfnuð á Doral vellinum í Miami. Hunter er einu höggi betri en efsti kylfingur heimslistans en Martin Kaymer frá Þýskalandi er annar á -8 ásamt Francesco Molinari frá Ítalíu.

Golf
Fréttamynd

Fáir áhorfendur fylgdust með efstu kylfingum heimslistans

Það gerist ekki oft að þrír efstu kylfingar heimslistans keppi á sama atvinnumótinu í golfi og það er enn sjaldgæfara að þeir leiki saman í ráshóp. Á heimsmótinu sem fram fer á Doral vellinum í Miami vakti það athygli hve fáir áhorfendur fylgdust með gangi mála hjá þremur efstu kylfingum heimslistans.

Golf
Fréttamynd

Bestu kylfingar heims verða saman í ráshóp í Miami

Forráðamenn PGA mótaraðarinnar í golfi hafa á undanförnum árum forðast það að setja bestu kylfinga heims saman í ráshópa á fyrstu tveimur keppnisdögunum á bandarísku mótaröðinni. Á þessu tímabili hefur PGA breytt um áherslur og spilað út "öllum sínum trompum“ á fyrstu tveimur keppnisdögunum. Á heimsmótinu sem hefst á fimmtudaginn í Miami verður gengið enn lengra þar sem að sex efstu kylfingar heimslistans verða saman í tveimur ráshópum.

Golf
Fréttamynd

Sabbatini sigraði með nýja svarta kúrekahattinn

Rory Sabbatini sigraði á Honda Classic meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af bandarísku PGA atvinnumótaröðinni. Hinn 34 ára gamli Sabbatini var með fimm högg í forskot fyrir lokadaginn en hann var einu höggi betri en YE Yang frá Suður-Kóreu. Sabbatini var samtals á 9 höggum undir pari.

Golf
Fréttamynd

Tiger Woods hrapar eins og steinn niður heimslistann

Kylfingar frá Evrópu eru í fjórum efstu sætunum á heimslistanum í golfi og það hefur ekki gerst frá 15. mars árið 1992. Tiger Woods hefur hrapað eins og steinn niður heimslistann á síðustu 12 mánuðum en hann er nú í fimmta sæti. Martin Kaymer frá Þýskalandi er efstur en hann er aðeins annar Þjóðverjinn sem nær þessum áfanga.

Golf
Fréttamynd

Donald sigraði á heimsmótinu í holukeppni

Luke Donald sigraði á heimsmótinu í holukeppni sem lauk í gær í Arizona í Bandaríkjunum en enski kylfingurinn hafði betur gegn Þjóðverjanum Martin Kaymer í úrslitaleiknum 3/2. Fyrir sigurinn fékk Donald um 160 milljónir kr. í verðlaunafé.

Golf
Fréttamynd

Kaymer nýr besti kylfingur heims

Þjóðverjinn Martin Kaymer verður á toppi heimslistans í golfi þegar nýr listi verður kynntur á mánudag. Hann verður þar með besti kylfingur heims og fer upp fyrir Englendinginn Lee Westwood sem verið hefur efstur undanfarna mánuði.

Golf
Fréttamynd

Ótrúlegir yfirburðir hjá Fowler gegn Mickelson

Rickie Fowler sýndi ótrúleg tilþrif á öðrum keppnisdegi á heimsmótinu í holukeppni í golfi í gær þar sem hann "rúllaði“ upp Phil Mickelson í 2. umferð í 32-manna úrslitum. Hinn 22 ára gamli Fowler sýndi enga miskun og vann hinn þaulreynda Mickelson 6 / 5 – sem er stærsti ósigur Mickelson í holukeppni frá upphafi. Ungir kylfingar stálu senunni í gær á þessu sterka móti en Fowler var á 8 höggum undir pari þegar leiknum lauk á 13. holu.

Golf