Selfyssingar halda áfram að safna liði Selfoss heldur áfram að styrkja kvennaliðið sitt fyrir átökin í Olís deildinni næsta vetur. Handbolti 10. apríl 2023 11:30
Bjarki Már og félagar bikarmeistarar í Ungverjalandi Veszprem er ungverskur bikarmeistari í handbolta eftir þriggja marka sigur á Pick Szeged í úrslitaleik í dag. Handbolti 9. apríl 2023 18:41
Lærisveinar Guðjóns Vals skelltu Rhein-Neckar Löwen Óvænt úrslit litu dagsins ljós í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag þegar Guðjón Valur Sigurðsson stýrði Gummersbach til sigurs gegn Rhein-Neckar Löwen á útivelli. Handbolti 9. apríl 2023 15:52
Gísli næstmarkahæstur í jafntefli gegn Kiel Það var hádramatík á lokasekúndunum þegar Kiel og Magdeburg skildu jöfn í toppslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Handbolti 9. apríl 2023 13:48
Óðinn Þór skoraði mest þegar lið hans færðist feti nær undanúrslitum Óðinn Þór Ríkharðsson, landsliðsmaður í handbolta, var markahæstur með sjö mörk þegar lið hans, Kadetten Schaffhausen, bar sigur úr býtum, 35-24, gegn Suhr Aarau á útivelli þegar liðin áttust við öðru sinni í átta liða úrslitum í úrslitakeppni um svissneska meistaratitilinn. Handbolti 8. apríl 2023 23:16
Viktor Gísli varði vel þegar Nantes vann toppliðið Viktor Gísli Hallgrímsson varði átta skot þegar lið hans, Nantes, skellti toppliði frönsku efstu deildarinnar í handbolta karla, Montpellier, 29-28 í kvöld. Handbolti 8. apríl 2023 21:51
Umfjöllun og myndir: Ísland - Ungverjaland 21-25 | HM-vonin veik eftir ungverskan sigur Íslenska landsliðið í handbolta tapaði fyrir Ungverjalandi 21-25. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili um laust sæti á HM 2023. Ísland var mest átta mörkum undir en Ungverjaland vann á endanum fjögurra marka sigur 21-25. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Handbolti 8. apríl 2023 18:30
„Við sýndum karakter að koma til baka eftir erfiðar mínútur“ Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, var svekktur eftir fjögurra marka tap gegn Ungverjum á heimavelli í umspili um laust sæti á HM 2023. Sport 8. apríl 2023 18:20
Steinunn: Verður áskorun að fara til Ungverjalands en það er allt hægt Íslenska landsliðið í handbolta tapaði gegn Ungverjum 21-25. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili um laust sæti á HM 2023. Steinunn Björnsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, var svekkt með niðurstöðuna en sá margt jákvætt og var bjartsýn fyrir seinni leikinn gegn Ungverjum. Sport 8. apríl 2023 18:08
Fjórar utan hóps gegn Ungverjum í dag Ísland mætir Ungverjalandi í undankeppni HM 2023 á Ásvöllum í dag. Handbolti 8. apríl 2023 14:19
Bjarki Már næstmarkahæstur þegar Veszprem tryggði sig í bikarúrslit Ungverska handboltastórveldið Veszprem er komið í úrslitaleik ungverska bikarsins eftir sigur á Tatabanya í undanúrslitum í dag. Handbolti 8. apríl 2023 13:36
„Vitum hvað við þurfum að gera til að stoppa þær“ Íslenska landsliðið í handbolta stendur í stórræðum þessa dagana þar sem liðið er í einvígi við Ungverjaland um laust sæti í lokamóti HM. Handbolti 8. apríl 2023 11:31
„Alveg ótrúlega nálægt því að komast á stórmót“ Íslenska kvennalandsliðið háir baráttu við það ungverska um að komast á lokamót HM í handbolta og hefst einvígið á heimaleik Íslands á Ásvöllum í dag. Handbolti 8. apríl 2023 08:00
Icelandair býður áhorfendum frítt á völlinn | „Þurfum á góðum stuðningi að halda“ Íslenska landsliðið í handbolta mætir Ungverjalandi í umspili um laust sæti á HM 2023. Leikurinn fer fram að Ásvöllum í Hafnarfirði á morgun og vonast landsliðsþjálfarinn eftir því að áhorfendur fylli kofann. Handbolti 7. apríl 2023 23:11
Mikilvægur sigur hjá Magdeburg í toppbaráttunni Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir Magdeburg í sigri liðsins gegn Bergischer í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Magdeburg á í harðri baráttu um þýska meistaratitilinn. Handbolti 6. apríl 2023 18:45
„Þyrfti eitthvað stórkostlegt að gerast ef þær eiga að fara að tapa rimmu“ Nöfnurnar Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir voru gestir í síðasta hlaðvarpsþtti Kvennakastsins þar sem meðal annars var velt fyrir sér hvaða lið myndi fagna Íslandsmeistaratitlinum í Olís-deild kvenna í ár. Handbolti 6. apríl 2023 12:01
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Afturelding 30-37 | Fjórði deildarsigur Aftureldingar í röð Afturelding gerði góða ferð á Selfoss en liðið vann sannfærandi 30-37 þegar liðin áttust við í næststíðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta í Set-höllinni í kvöld. Handbolti 5. apríl 2023 22:11
Umfjöllun: Stjarnan - Valur 37-32 | Fimmti tapleikur Vals í röð Stjarnan vann nokkuð sannfærandi fimm marka sigur á Val 37-32. Stjarnan endaði á að gera síðustu þrjú mörkin í fyrri hálfleik og gekk síðan frá Val í seinni hálfleik. Þetta var fimmti tapleikur Vals í röð. Handbolti 5. apríl 2023 21:55
„Við erum að hafa ógeðslega gaman að því að spila handbolta“ Árni Bragi Eyjólfsson gat gengið sáttur frá dagsverkinu eftir öruggan átta marka sigur Aftureldingar gegn Selfossi í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 30-38. Árni skoraði 13 mörk fyrir Mosfellinga og var langmarkahæsti maður vallarins. Handbolti 5. apríl 2023 21:35
„Áhyggjurnar liggja á mörgum stöðum“ Valur tapaði gegn Stjörnunni 37-32. Þetta var fimmta tap Vals í röð og Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, hafði áhyggjur af taphrinu Vals. Sport 5. apríl 2023 21:30
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - FH 26-37 | FH-ingar tryggðu sér annað sætið ÍR er í fallsæti á meðan FH er í baráttu um 2. sæti Olís-deildar karla. ÍR-ingar komast upp úr fallsæti með sigri svo lengi sem KA-menn vinna ekki Frammara á sama tíma. Handbolti 5. apríl 2023 21:08
Umfjöllun og viðtöl: KA - Fram 26-28 | Örlög KA-manna ráðast í lokaumferðinni KA misstókt að tryggja sæti sitt áfram í deild þeirra bestu á næstu leiktíð eftir 26-28 tap gegn Fram fyrir norðan nú kvöld. Heimamenn byrjuðu mun betur en tókst ekki að fylgja góðri byrjun eftir og Framarar unnu sætan sigur. KA er því einu stigi á undan ÍR fyrir lokaumferðina en annað þessara liða mun falla. Fram áfram í 4. sæti eftir sigurinn. Handbolti 5. apríl 2023 21:07
Umfjöllun: ÍBV - Haukar 37-24 | Eyjamenn sigldu Hauka í kaf ÍBV valtaði yfir Hauka, 37-24, þegar liðin leiddu saman hesta sína í næstsíðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í kvöld. Handbolti 5. apríl 2023 20:54
Úrslitin standa og Grótta heldur enn í veika von um úrslitakeppnissæti HSÍ hafnaði í gær kröfum handknattleiksdeildar Hauka sem kærði framkvæmd leiks liðsins gegn Gróttu í Olís-deild karla í handbolta þann 23. mars síðastliðinn. Eins marks sigur Gróttu, 27-28, stendur því og liðið heldur enn í veika von um sæti í úrslitakeppninni. Handbolti 5. apríl 2023 13:30
Hrannar hættir hjá Stjörnunni: „Ekkert farinn að skoða önnur mál“ Hrannar Guðmundsson tilkynnti óvænt frá því fyrr í vikunni að hann myndi hætta sem þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild kvenna í handbolta að yfirstandandi tímabili loknu. Hrannar átti eitt ár eftir af samningi sínum, en segir að nokkrar ástæður liggi að baki ákvarðarinnar. Handbolti 5. apríl 2023 12:46
Varð Evrópumeistari í hópfimleikum þegar handboltaferillinn var að hefjast Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur verið einn albesti leikmaður Olís-deildar kvenna á tímabilinu og raðað inn mörkum fyrir ÍBV á leið liðsins að bikar- og deildarmeistaratitlum. Það var þó ekki alltaf víst að hún myndi velja handboltann. Handbolti 4. apríl 2023 23:29
Hrannar hættir hjá Stjörnunni Hrannar Guðmundsson, sem gert hefur góða hluti sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í handbolta í vetur, mun hætta með liðið í sumar þrátt fyrir að samningur hans hafi átt að gilda til ársins 2024. Handbolti 4. apríl 2023 15:30
Hetjan í bikarúrslitaleiknum framlengir við Aftureldingu Úkraínumaðurinn Igor Kopishinsky hefur framlengt samning sinn við bikarmeistara Aftureldingar til tveggja ára. Handbolti 4. apríl 2023 14:30
Einar „rekinn“ í beinni: „Bitnar á blóðþrýstingnum og röddinni“ Þáttastjórnandinn Svava Kristín Gretarsdóttir tilkynnti um það í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld að Einar Jónsson, einn af sérfræðingum hennar í þættinum, hefði verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Fram í handbolta. Handbolti 4. apríl 2023 13:30
Völdu besta leikmann Olís-deildarinnar: „Hún er ógeðslega góð“ Svava Kristín Gretarsdóttir og sérfræðingar Seinni bylgjunnar gerðu upp Olís-deildina 2022-23 og hituðu upp fyrir úrslitakeppnina. Handbolti 4. apríl 2023 11:30
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti