
Grátlegt tap í úrslitum eftir vítakastkeppni
Íslenska U19 ára landslið karla í handbolta þurfti að sætta sig við grátlegt tap gegn Þjóðverjum í úrslitum Sparkassen bikarsins í Þýskalandi í kvöld. Jafnt var að loknum venjulegum leiktíma, 26-26 og því réðust úrslitin í vítakastkeppni.