
Umfjöllun: ÍBV - Valur 30-31 | Valsarar síðastir inn í átta liða úrslitin
Valur vann ÍBV með minnsta mun 30-31 og tryggði sér farseðilinn í átta liða úrslit bikarsins. Meistararnir voru með leikinn í hendi sér í seinni hálfleik en Eyjamenn gerðu vel í að koma til baka og fengu síðustu sókn leiksins til að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki og Valur fór áfram.