
Guðmundur segist bara hafa sagt sannleikann
Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson gengur til liðs við efstu deildar lið Fredericia fyrir næsta tímabil í danska handboltanum og mun þar leika undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Arnór segir símtal frá Guðmundi hafa mikið að segja í hans ákvörðun að ganga til liðs við félagið. Guðmundur sjálfur segist bara hafa sagt Arnóri sannleikann um félagið.