Snoop Dogg hættur að reykja Rapparinn Snoop Dogg hefur ákveðið að leggja jónuna á hilluna. Hann tilkynnti á Instagram-síðu sinni fyrr í dag að hann hefði ákveðið að hætta grasreykingum en hann er þekktur sem einn duglegasti grasreykingamaður jarðar. Lífið 16. nóvember 2023 21:25
Jimmy Kimmel kynnir enn og aftur Óskarinn Sjónvarpsmaðurinn Jimmy Kimmel, sem stýrir spjallþáttunum Jimmy Kimmel Live, verður kynnir á Óskarsverðlaununum sem haldin verða í mars á næsta ári. Lífið 15. nóvember 2023 21:15
„Hvíldu í friði litli bróðir, þú lést mér alltaf líða betur“ Leikkonan Jennifer Aniston segist aldrei hafa upplifað annað eins flóð tilfinninga og að þurfa að kveðja vin sinn og samleikara Matthew Perry. Courtney Cox segir frá augnabliki með Perry í þáttunum sem höfðu meiriháttar áhrif á framvinduna. David Schwimmer deilir uppáhaldsmynd af þeim félögum. Lífið 15. nóvember 2023 16:50
„Ætli þú megir ekki eiga þessa tuttugu dali sem þú skuldar mér“ Matt LeBlanc segir að stundirnar sem hann varði með vini sínum Matthew Perry, séu meðal þeirra bestu í lífi hans. Þeir léku þá Joey og Chandler í hinum gífurlega vinsælu þáttum Friends. Matthew Perry féll frá í lok síðasta mánaðar. Bíó og sjónvarp 14. nóvember 2023 16:56
Verða sængur og koddar viðriðin næsta Met Gala? Fyrsta mánudag maí mánaðar koma stjörnurnar árlega saman í glæsilegum klæðnaði í tilefni af viðburðinum Met Gala, sem er gjarnan talinn stærsti tískuviðburður ársins. Tíska og hönnun 13. nóvember 2023 13:30
Sjötta barn Ramsay komið í heiminn Sjöttta barn stjörnukokksins Gordon Ramsay og eiginkonu hans Tana Ramsay er komið í heiminn. Drengurinn fæddist á afmælisdag pabba síns og hefur fengið nafnið Jesse James Ramsay. Lífið 12. nóvember 2023 03:13
Hundruð kvenleiðtoga streyma til landsins Reiknað er með rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogum frá áttatíu löndum á Heimsþing kvenleiðtoga sem hefst í Hörpu á mánudag og stendur í tvo daga. Þingið er haldið í sjötta skipti. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. Innlent 10. nóvember 2023 14:08
Fyrirtæki De Niro gert að greiða aðstoðarmanni hans 170 milljónir Canal Productions, fyrirtæki Roberts De Niro, var í dag dæmt til að greiða fyrrverandi aðstoðarkonu hans 170 milljónir króna í skaðabætur fyrir illa meðferð og kynjamismunun. Lífið 9. nóvember 2023 23:59
Kim Kardashian uppljóstrar leynilegu húðflúri Bandaríska raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hefur greint frá því að hún sé komin með húðflúr. Um er að ræða endalaust-tákn (∞). Lífið 9. nóvember 2023 11:46
Langþráður samningur í höfn í Hollywood Leikarar í Hollywood í Bandaríkjunum snúa í dag til vinnu eftir samanlagt sex mánaða verkfall. Samkomulag náðist í gærkvöldi sem bindur endi á lengsta verkfall í sögu leikara í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðnum vestan hafs. Lífið 9. nóvember 2023 11:10
Perry lagður til hinstu hvílu við hlið annarra stórstjarna Leikarinn Matthew Perry var lagður til hinstu hvílu í Forest Lawn kirkjugarðinum í Hollywood Hills í lok síðustu viku og er jarðaður við hlið annarra stórstjarna í grafreitnum Sanctuary of Treasured Love, en svæðið er afgirt og vaktað. Lífið 8. nóvember 2023 15:39
Barnastjarna úr My Sister‘s Keeper látin Bandaríski leikarinn Evan Ellingson, sem gerði garðinn frægan sem leikari í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta á sínum yngri árum, er látinn. Hann varð 35 ára gamall. Lífið 6. nóvember 2023 16:13
Pacino greiðir fjórar milljónir í mánaðarlegt meðlag Bandaríski leikarinn Al Pacino hefur samþykkt að greiða þrjátíu þúsund bandaríkjadali í mánaðarlegar meðlagsgreiðslur með fjögurra mánaða syni sínum, eða um 4,1 milljón króna. Lífið 5. nóvember 2023 16:54
Enn ein ásökunin á hendur Brand Leikarinn Russell Brand stendur enn einu sinni frammi fyrir ásökun um kynferðisbrot. Aukaleikari sakar hann um kynferðislega áreitni við upptökur á kvikmynd árið 2010. Erlent 5. nóvember 2023 12:05
Perry borinn til grafar Leikaranum Matthew Perry var fylgt til grafar í Los Angeles í gær. Fjölskylda, vinir og vandamenn voru viðstödd athöfnina. Lífið 4. nóvember 2023 21:32
Barn Barker og Kardashian komið í heiminn Fyrsta barn trommarans Travis Barker og raunveruleikastjörnunnar Kourtney Kardashian er komið í heiminn. Kardashian tilkynnti um óléttuna í júlí þegar hún hélt á skilti á tónleikum Travis, sem er trommarinn í hljómsveitinni Blink-182, sem á stóð: „Travis, ég er ólétt.“ Lífið 4. nóvember 2023 18:21
Hjólreiðamaður kærir Arnold Schwarzenegger Hjólreiðamaður hefur kært líkamsræktarfrömuðinn, leikarann og stjórnmálamanninn Arnold Schwarzenegger. Arnold keyrði hjólreiðamanninn niður, sem segir Schwarzenegger hafa keyrt of hratt. Lífið 3. nóvember 2023 22:09
Falið að fylla skarð spjallþáttar James Corden Bandaríski uppistandarinn Taylor Tomlinson hefur verið ráðin til að stjórna nýjum kvöldspjallþætti á sjónvarpsstöðinni CBS. Þættirnir verða á dagskrá á sama tíma og þættir hins breska James Corden voru á stöðinni sem runnu sitt skeið í apríl síðastliðnum. Bíó og sjónvarp 3. nóvember 2023 13:29
Steven Tyler aftur sakaður um kynferðisbrot Söngvarinn Steven Tyler, sem er söngvarinn í hljómsveitinni Aerosmith, hefur aftur verið sakaður um kynferðisbrot. Í fyrra var hann kærður fyrir kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku. Erlent 2. nóvember 2023 22:33
Disney kaupir Comcast úr Hulu Forsvarsmenn Disney hafa keypt Comcast út úr streymisveitunni Hulu. Fyrirtækið mun borga minnst 8,6 milljarða dala fyrir um þriðjung í streymisveitunni, sem var með um 48 milljónir notenda í sumar. Viðskipti erlent 2. nóvember 2023 10:49
Forstjóri HBO sakaður um skítkast á fölsuðum X-reikningi Stjórnendur efnisveitunnar HBO eru sakaðir um að hafa á tíu mánaða tímabili svarað sjónvarpsgagnrýnendum undir fölsuðum aðgöngum á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, þegar þeim mislíkaði gagnrýni þeirra. Erlent 1. nóvember 2023 18:49
Rúrik meðal gesta í klikkuðu partý hjá Heidi Klum Rúrik Gíslason, athafnamaður og fyrirsæta, lagði land undir fót og mætti í árlegt Hrekkjavökupartí stórfyrirsætunnar Heidi Klum á næturklúbbnum Marquee í New York í gærkvöldi. Lífið 1. nóvember 2023 11:24
Heidi Klum toppar sig í búningadeildinni Fyrirsætan Heidi Klum er þekkt fyrir að taka hrekkjavökunni alvarlega, að minnsta kosti þegar kemur að búningum. Hún sló heldur betur í gegn í fyrra þegar hún mætti í sitt árlega hrekkjavökuteiti klædd sem ormur. Lífið 1. nóvember 2023 09:06
Ófæddur sonur Kardashian kominn með óvenjulegt nafn Trommuleikarinn Travis Barker, eiginmaður raunveruleikastjörnunnar Kourtney Kardashian, leysti frá skjóðunni hvað ófæddur sonur þeirra ætti að heita í hlaðvarpsþætti á dögunum. Lífið 31. október 2023 23:40
„Þetta er algjör vitleysa!“ „Þetta er algjör vitleysa!“ hrópaði Robert De Niro í réttarsal í New York í gær, þegar hann bar vitni í dómsmáli sem fyrrverandi starfsmaður leikarans höfðaði gegn honum. Lífið 31. október 2023 08:15
Yfirlýsing frá Vinunum um fráfall Perry Leikararnir úr þáttunum Friends segjast niðurbrotin eftir fráfall Matthew Perry. Jennifer Aniston, Courtney Cox, Lisa Kudrow, Matt LeBlanc og David Schwimmer sendu frá sér yfirlýsingu í kvöld. Lífið 30. október 2023 22:44
Dánarorsök Perrys óljós Formlegri niðurstöðu krufningar gamanleikarans Matthews Perry hefur verið frestað þar til niðurstöður eiturefnarannsóknar liggja fyrir. Lífið 30. október 2023 10:28
Stjörnurnar minnast Matthew Perry Leikarar, forsætisráðherra, íþróttalið og jafnvel sjónvarpsstöðvar eru meðal þeirra sem hafa minnst leikarans Matthew Perry sem fannst látinn á heimili sínu í Los Angeles í gær. Perry, sem lék, eins og flestir vita, Chandler Bing í þáttunum Friends, var 54 ára gamall. Lífið 29. október 2023 11:47
Matthew Perry látinn Matthew Perry, ein af stjörnum gamanþáttanna Friends, er látinn 54 ára gamall. Perry lék Chandler Bing í tíu þáttaröðum Friends á árunum 1994 til 2004. Þættirnir eru einhverjir vinsælustu sjónvarpsþættir sögunnar. Lífið 29. október 2023 00:32
Slekkur á athugasemdum eftir bók Britney Bandaríski tónlistarmaðurinn Justin Timberlake er búinn að slökkva á athugasemdum við færslur sínar á samfélagsmiðlinum Instagram. Töluverð reiði hefur beinst að söngvaranum í kjölfar opinberana í nýrri ævisögu Britney Spears. Lífið 27. október 2023 16:13