Braut blað í sögu MTV verðlaunahátíðarinnar Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift vann til níu verðlauna á MTV Video Music verðlaunahátíðinni sem haldin var í New Jersey í Bandaríkjunum í nótt. Lífið 13. september 2023 14:18
Sjaldséðar myndir af fjölskyldu Beyoncé Tónlistarkonan Beyoncé birti mynd af sér ásamt foreldrum sínum, Tinu og Mathew Knowles, í tilefni af 42 ára afmæli sínu á dögunum. Foreldrar hennar eru skilin og því sjaldséð að sjá mynd af þeim saman. Lífið 12. september 2023 15:32
Musk hafi tekið mynd af sér í miðjum keisaraskurði Tónlistarkonan Grimes segir Elon Musk, milljarðamæring og fyrrverandi kærastann hennar, hafa tekið mynd af sér þar sem gerður var á henni keisaraskurður við fæðingu eins barna þeirra. Þetta kemur fram í óútkominni ævisögu milljarðamæringsins sem erlendir slúðurmiðlar hafa undir höndum. Lífið 12. september 2023 08:31
Umdeild afsökunarbeiðni vegna enn umdeildari bréfa Leikarahjónin Mila Kunis og Ashton Kutcher hafa sætt harðri gagnrýni nú um helgina eftir að meðmælabréf sem þau skrifuðu um leikarann Danny Masterson voru birt. Masterson var á fimmtudag dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir nauðgun. Lífið 10. september 2023 23:00
Rihanna og ASAP gáfu syninum óvenjulegt nafn Sonur bandaríska tónlistarfólksins Rihönnu og ASAP Rocky hefur verið nefndur. Hann heitir Riot Rose Mayers og er þess getið í erlendum slúðurmiðlum að nafnið vekji athygli en talið er að hann sé nefndur eftir einu frægasta lagi rapparans. Lífið 8. september 2023 11:57
Jimmy Fallon biðst afsökunar: „Mér líður svo illa“ Þáttastjórnandinn Jimmy Fallon hefur beðið núverandi og fyrrverandi starfsmenn sína afsökunar á því að hafa stuðlað að „baneitraðri“ vinnustaðamenningu á setti í þáttunum The Tonight Show. Honum segist líða gríðarlega illa. Lífið 7. september 2023 22:59
Masterson dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir nauðgun Danny Masterson, leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í That ´70 Show, hefur verið dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. Masterson var sakfelldur í vor fyrir að nauðga tveimur konum á árum áður. Erlent 7. september 2023 19:10
Dorrit hitti „kynþokkafyllsta mann heims“ Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú Íslands, hitti breska rithöfundinn og grínistann David Walliams. Hún sýnir frá þessu á Instagram-síðu sinni, þar sem hún birtir mynd af sér og bretanum fræga. Lífið 7. september 2023 17:54
Sagður bera ábyrgð á baneitraðri vinnustaðamenningu Núverandi og fyrrverandi starfsmenn sem unnu á bakvið tjöldin í framleiðslu á bandaríska skemmtiþættinum The Tonight Show saka Jimmy Fallon, um að hafa stuðlað að baneitraðri vinnustaðamenningu á setti þáttanna. Sextán starfsmenn, fjórtán fyrrverandi og tveir núverandi lýsa málum í viðtali við bandaríska tímaritið Rolling Stone. Þannig lét Jerry Seinfeld Jimmy Fallon eitt sinn biðja starfsmann afsökunar. Lífið 7. september 2023 16:36
Gekkst undir fullt brjóstnám og greindist svo í annað sinn Ofurfyrirsætan Linda Evangelista hefur greint frá því að hafa tvívegis greinst með krabbamein og hafa gengist undir fullt brjóstnám. Hún segir horfurnar ágætar en ekki frábærar. Erlent 7. september 2023 07:36
Sagður hafa fengið nóg af partýstandinu Joe Jonas er sagður hafa fengið nóg af partýstandi Sophie Turner. Segir bandaríski slúðurmiðillinn PageSix að það sé ein af helstu ástæðum þess að þau hafi skilið að borði sæng. Lífið 6. september 2023 09:18
Giftu sig tvisvar en halda nú hvort í sína áttina Hollywood hjónin Joe Jonas og Sophie Turner hafa ákveðið að binda enda á fjögurra ára hjónaband sitt. Frá þessu greina erlendir slúðurmiðlar. Lífið 4. september 2023 10:05
Hollywood-stjörnurnar sáu Messi leggja upp tvö gegn meisturunum Margar af stærstu stjörnum Hollywood lögðu leið sína á leik Los Angeles og Inter Miami til að berja Lionel Messi augum. Fótbolti 4. september 2023 08:31
Sameiginleg ást okkar DiCaprio Það hefur verið stefna íslenskra stjórnvalda um langa hríð að nýta beri sjávarauðlindir við Ísland – sett hefur verið skýr löggjöf sem tryggir að veiðarnar séu sjálfbærar, byggðar á vísindalegum grunni, lúti eftirliti og séu í samræmi við alþjóðalög. Skoðun 2. september 2023 12:01
Kvikmyndaframleiðendur vona að samstaða náist á Alþingi um veiðibann Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma ákvörðun matvælaráðherra um að heimila hvalveiðar í haust og vonast til þess að samstaða náist á Alþingi um að banna veiðarnar til frambúðar. Innlent 1. september 2023 09:38
Möguleg sniðganga Hollywood hræsni í augum Vilhjálms Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist orðlaus yfir mögulegri sniðgöngu Hollywood-stjarna á Íslandi vegna hvalveiða. Hann sakar stjörnurnar um hræsni og telur að þær ættu frekar að leysa vandamál eigin lands áður en þær skipti sér að málum Íslands. Innlent 31. ágúst 2023 09:31
Fleiri Hollywood-stjörnur hóta að sniðganga Ísland vegna veiðanna Enn fleiri nöfn er nú að finna á undirskriftalista sem safnað er á í Hollywood gegn hvalveiðum Íslendinga. Leikstjórarnir Jane Campion, James Cameron og Peter Jackson eru meðal þeirra sem hafa bæst í hóp mótmælenda. Innlent 31. ágúst 2023 08:15
Hollywood-stjörnur hóta sniðgöngu verði hvalveiðar leyfðar á ný Baltasar Kormákur segir það skelfilegt fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað ef verður af sniðgöngu Hollywood-leikara og framleiðenda vegna hvalveiða. Matvælaráðherra kynnir ákvörðun sína á morgun. Ef hún leyfir hvalveiðir aftur ætlar hópur Hollywood leikara ekki að koma með verkefni sín til Íslands. Innlent 30. ágúst 2023 19:01
Hafi orðið heyrnarlaus af of miklu Viagra áti Hugh Hefner, stofnandi, útgefandi og aðalritstjóri Playboy-tímaritsins varð heyrnarlaus á öðru eyra af því að hann tók of mikið af stinningarlyfinu Viagra. Þetta segir Crystal Hefner, ekkja ritstjórans. Lífið 29. ágúst 2023 15:51
DiCaprio hvetur Ísland til að banna hvalveiðar alfarið Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio hvetur íslensk stjórnvöld til þess að banna hvalveiðar til frambúðar í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem fleiri en sextíu milljónir manna fylgja honum. Tímabundið bann við hvalveiðum rennur út á föstudag. Erlent 29. ágúst 2023 09:02
Martha Stewart fór á stúfana á Íslandi með Dorrit Martha Stewart, athafnakona og sjónvarpsdrottning, var stödd á Íslandi um helgina en virðist nú vera komin til Grænlands ef marka má samfélagsmiðla. Hún fór á stúfana með Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú og heimsóttu þær ýmis fyrirtæki, meðal annars Íslenska erfðagreiningu. Lífið 28. ágúst 2023 21:38
Kelis hristir mjólkurhristingana ei meir fyrir Murray Ástarsambandi Hollywood-leikarans Bill Murray og söngkonunnar Kelis er lokið eftir aðeins tvo mánuði. Lífið 25. ágúst 2023 23:52
Kevin Hart í hjólastól og segist heimskastur í heimi Kevin Hart segist vera illa farinn eftir að hafa slasað sig í spretthlaupi með fyrrverandi NFL leikmanninum Stevan Ridley. Hann kveðst vera heimskasti maður í heimi en hann notar hjólastól tímabundið vegna meiðslanna. Lífið 25. ágúst 2023 14:30
Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. Innlent 25. ágúst 2023 14:03
Fresta frumsýningu Dune vegna verkfalls Forsvarsmenn Warner Bros hafa ákveðið að fresta frumsýningu kvikmyndarinnar Dune: Part Two um rúma fjóra mánuði vegna verkfalls leikara. Timothée Chalamet, Zendaya og aðrir leikarar geta annars ekki tekið þátt í að kynna myndina vegna verkfalls leikara. Bíó og sjónvarp 24. ágúst 2023 23:22
Annað barn Rihönnu og A$AP komið í heiminn Annað barn söngkounnar Rihönnu og rapparans A$AP Rocky er komið í heiminn samkvæmt heimildum slúðurblaða vestanhafs. Lífið 21. ágúst 2023 21:33
Sannkallaður Hollywood-endir hjá Hollywood-liðinu í Englandi Wrexham í ensku D-deildinni í knattspyrnu heldur áfram að vekja athygli en liðið skaust upp á sjónarsviðið þegar Ryan Reynolds og Rob McElhenney festu kaup á liðinu. Í dag gerði liðið 5-5 jafntefli við Swindon Town eftir að vera tveimur mörkum undir þegar venjulegum leiktíma var lokið. Enski boltinn 19. ágúst 2023 22:46
Tíu ára fangelsi vegna dauða leikara úr The Wire Irvin Cartagena, dópsali í New York borg í Bandaríkjunum, hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa útvegað leikaranum Michael K Williams, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í HBO þáttunum The Wire, heróín sem búið var að blanda saman við fentaníl en efnið dró leikarann til dauða. Erlent 19. ágúst 2023 22:23
Britney hafi haldið framhjá með starfsmanni Sam Ashgari, eiginmaður Britney Spears, hefur tjáð sig í fyrsta sinn eftir að hann sótti um skilnað. Ástæðan fyrir skilnaðinum ku vera framhjáhald Britney en slúðurmiðlar vestanhafs herma að hún hafi haldið við starfsmann sinn. Lífið 18. ágúst 2023 08:14
Virðast vera aðeins meira en bara vinir Rappararnir Drake og Sexyy Red hafa enn á ný kynnt undir orðróm þess efnis að þau séu aðeins meira en bara vinir. Lífið 17. ágúst 2023 09:46