Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Dómur féll Gwyneth Paltrow í vil: Fær einn dollara í bætur

Kviðdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow beri ekki ábyrgð vegna atviks þar sem hinn 76 ára Terry Sanderson braut fjögur rifbein í skíðabrekku í Utah í Bandaríkjunum árið 2016. Er það mat kviðdómsins að Sanderson beri alfarið ábyrgð á slysinu.

Erlent
Fréttamynd

Renner birtir mynd­skeið af sér að ganga

Leikarinn Jeremy Renner hefur birt myndskeið af sér á samfélagsmiðlum þar sem hann sést labba á göngubretti sem ætlað er einstaklingum í endurhæfingu. Renner lenti í alvarlegu slysi á nýársdag, þar sem fleiri en 30 bein brotnuðu.

Lífið
Fréttamynd

Nauðungarvistun Bynes framlengd

Nauðungarvistun leikkonunnar Amöndu Bynes hefur verið framlengd um minnst viku og gæti verið framlengd í allt að mánuð. Barna- og táningastjarnan var vistuð á geðdeild fyrir viku, eftir að hún sást ganga nakin um götur Los Angeles.

Lífið
Fréttamynd

Majors hand­tekinn fyrir heimilis­of­beldi

Leikarinn Jonathan Majors var handtekinn fyrir heimilisofbeldi á Manhattan í New York í Bandaríkjunum í gær. Kona á þrítugsaldri sagði hann hafa ráðist á sig og var með nokkra áverka á höfði og búk.

Lífið
Fréttamynd

Harry Potter-stjarna fjölgar muggkyninu

Enski leikarinn Daniel Radcliffe, sem þekktastur er fyrir túlkun sína á töfrastráknum Harry Potter, og Erin Darke, bandarísk kærasta hans, eiga von á sínu fyrsta barni. Parið hefur verið saman í tíu ár.

Lífið
Fréttamynd

Hail­ey biðlar til Selenu vegna morð­hótana

Þegar allt virtist vera að róast í dramanu á milli Selenu Gomez og Hailey Bieber birti Selena alvarlega færslu á Instagram. Þar greinir hún frá því að Hailey hafi sett sig í samband við hana vegna morðhótana sem henni hafa borist vegna málsins.

Lífið
Fréttamynd

Paltrow ber vitni í dag

Gwyneth Paltrow og Terry Sanderson, sem höfðað hefur mál gegn henni vegna atviks þar sem hann braut fjögur rifbein í skíðabrekku í Utah í Bandaríkjunum árið 2016 munu líklega bæði bera vitni í dag. Réttarhöldin í þessu máli hófust í vikunni en Sanderson sakar Paltrow um að hafa rutt sig niður á skíðum svo hann hafi brotið rifbein og hlotið heilaskaða.

Erlent
Fréttamynd

Löngu hætt að leita að ástinni

Bandaríska leikkonan Diane Keaton hefur engan áhuga á stefnumótum og sér ekki fram á að hún fari aftur í samband á ævi sinni. Keaton hefur aldrei verið gift og liðin eru fimmtán ár síðan hún fór síðast á stefnumót.

Lífið
Fréttamynd

Segir málaferli gegn Paltrow vera „kjaftæði“

Lögmaður Gwyneth Paltrow, lýsti í vikunni dómsmáli sem höfðað hefur verið gegn leik- og athafnakonunni sem „kjaftæði“. Réttarhöldin í máli manns sem sakað hefur Paltrow um að hafa rutt sig niður á skíðum í Utah í Bandaríkjunum árið 2016 hófust á þriðjudaginn.

Erlent
Fréttamynd

Lét fjar­lægja fylli­efnin og varar ungt fólk við

Fyrirsætan og raunveruleikastjarnan Blac Chyna hefur látið fjarlægja öll fylliefni úr andliti sínu og hefur líklega sjaldan litið betur út. Hún sýndi frá öllu ferlinu á Instagram og varar ungt fólk við því að fá sér fyllingar.

Lífið
Fréttamynd

Lögð inn eftir að hún gekk nakin um götur LA

Barna- og táningastjarnan Amanda Bynes hefur verið vistuð á geðdeild eftir að hún gekk nakin um götur Los Angeles á sunnudagsmorgun. Hún er sjálf sögð hafa hringt á lögregluna eftir að hún stöðvaði bíl sem varð á vegi hennar.

Lífið
Fréttamynd

Moore birti hjart­næmt mynd­band á af­mæli Willis

Hjartnæmt myndband sem leikkonan Demi Moore birti í tilefni 68 ára afmælis fyrrverandi eiginmanns síns, leikarans Bruce Willis, hefur vakið gífurlega athygli. Ljóst er að samband Moore og Willis er ennþá gott þrátt fyrir að rúmir tveir áratugir eru liðnir síðan þau skildu.

Lífið
Fréttamynd

Succession-stjarna á von á barni

Ástralska leikkonan og Succession-stjarnan Sarah Snook og eiginmaður hennar David Lawson eiga von á barni. Hin 35 ára Snook afhjúpaði óléttubumbuna í frumsýningarpartýi fjórðu þáttaraðar Succession í New York í gærkvöldi.

Lífið