Mikið undir hjá vængbrotnum KR-ingum: „Þýðir ekkert að væla yfir þessu“ Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, segir tíma til kominn fyrir hans menn að ná í þrjú stig. KR mætir KA að Meistaravöllum í Bestu deild karla klukkan 18:00 í kvöld. Íslenski boltinn 29. júlí 2024 14:01
Sjáðu mörkin: Fram rúllaði yfir Val og Víkingur setti fimm Fjórir leikir voru á dagskrá í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Mörkin í leikjunum fjórum voru 17 talsins. Íslenski boltinn 29. júlí 2024 12:00
Ástbjörn og Gyrðir búnir að semja við KR Fótboltamennirnir Ástbjörn Þórðarson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson hafa náð samkomulagi um að leika með KR á næstu leiktíð. Samningur þeirra við FH rennur út að yfirstandandi leiktíð lokinni. Íslenski boltinn 29. júlí 2024 10:35
Tanja tekur við af Eysteini Pétri Breiðablik hefur ráðið Tönju Tómasdóttur í starf framkvæmdastjóra félagsins. Íslenski boltinn 29. júlí 2024 09:15
„Frábærir frá upphafi til enda“ Jökull Elísarbetarson, þjálfari Stjörnunnar, var í skýjunum með frammistöðu liðsins eftir 3-1 sigur á ÍA í Bestu deild karla í dag. Íslenski boltinn 28. júlí 2024 20:15
„Við komum okkur í frábæra stöðu til að loka þessum leik“ Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, þurfti að sætta sig við 3-1 tap á móti Stjörnunni á Akranesi í dag. Skagamenn leiddu í hálfleik en Garðbæingar gengu á lagið í síðari hálfleik. Íslenski boltinn 28. júlí 2024 19:43
Uppgjörið: Fram - Valur 4-1 | Framarar tóku Valsmenn í kennslustund Fram vann óvæntan og öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Valsmönnum í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Íslenski boltinn 28. júlí 2024 18:31
Uppgjörið: Víkingur - HK 5-1 | Meistararnir aftur á sigurbraut Íslandsmeistarar Víkings unnu afar öruggan 5-1 sigur er liðið tók á móti HK í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Íslenski boltinn 28. júlí 2024 18:31
Uppgjör: Vestri - FH 0-2 | FH-ingar sóttu stigin þrjú á Ísafjörð og komust upp að hlið Vals FH vann 2-0 seiglusigur þegar liðið sótti Vestra heima á Kerecis-völlinn á Ísafjörð í 16. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag. Ólafur Guðmundsson og Vuk Oskar Dimitrijevic sáu til þess að FH sigldi sigrinum í höfn. FH er nú með jafn mörg stig og Valur í þriðja til fjórða sæti deildarinnar. Íslenski boltinn 28. júlí 2024 17:56
Uppgjörið: ÍA - Stjarnan 1-3 | Stjörnumenn stálu sigrinum á Skaganum Skagamenn tóku á móti Stjörnunni á Akranesi í dag í Bestu deild karla. Gestirnir úr Garðabæ fóru með 3-1 sigur af hólmi í miklum baráttuleik. Íslenski boltinn 28. júlí 2024 16:16
FH að festa kaup á færeyska framherjanum Patrik Patrik Johannesen er við það að ganga í raðir FH en þessi færeyski landsliðsmaður er í dag leikmaður Breiðabliks í Bestu deild karla í knattspyrnu. Íslenski boltinn 28. júlí 2024 11:15
FH og Valur gera varanleg skipti á Bjarna og Herði FH-ingar tilkynntu nú rétt í þessu að lánsmaðurinn Bjarni Guðjón Brynjólfsson væri orðinn leikmaður félagsins til frambúðar, en Bjarni hefur verið í láni hjá FH frá Val í sumar. Fótbolti 27. júlí 2024 21:30
„Ég veit núna hvað ég er að fara út í og hvað ég þarf að laga“ Amanda Andradóttir var í síðustu viku seld frá Íslandsmeisturum Vals til hollenska meistaraliðsins Twente. Hún segir erfitt að kveðja uppeldisfélagið, í annað sinn, en telur tímabært að taka stökkið og er spennt fyrir skemmtilegum sóknarbolta. Fótbolti 27. júlí 2024 08:00
„Það er erfitt að brjóta okkur niður“ Ásta Eir Árnadóttir, leikmaður Breiðabliks, skoraði eina mark leiksins þegar liðið sigraði Fylki á heimavelli í 14. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Þrátt fyrir sigur fannst Ástu frammistaðan ekki upp á marga fiska. Íslenski boltinn 26. júlí 2024 21:30
„Sjaldan verið jafn súr og svekktur að tapa leik á móti toppliði“ Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, var súr og svekktur með tap á móti Breiðabliki í kvöld í 14. umferð Bestu deildar kvenna. Hann tók þó marga jákvæða punkta úr leiknum í kvöld. Íslenski boltinn 26. júlí 2024 20:45
Uppgjörið: Breiðablik - Fylkir 1-0 | Blikar aftur á toppinn Breiðablik tók á móti Fylki á Kópavogsvelli í kvöld í 14. umferð Bestu deildar kvenna. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Blika en Ásta Eir Árnadóttir skoraði eina mark leiksins í upphafi hans. Íslenski boltinn 26. júlí 2024 17:16
Ólafur skrifar undir nýjan samning: „Með verkefni sem við þurfum að klára“ Fyrirliði karlaliðs Grindavíkur í Bónus deildinni í körfubolta, Ólafur Ólafsson, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Grindavík laut í lægra haldi gegn Val í úrslitaeinvígi deildarinnar á síðasta tímabili. Ólafur segir Grindavík vera með verkefni í höndunum sem þurfi að klára. Körfubolti 26. júlí 2024 15:01
HK spurðist fyrir um Frederik Schram og Valur bauð í Loga Hrafn HK spurðist fyrir um Frederik Schram, markvörð Vals, á dögunum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Þjálfarar liðanna tveggja kveðast þó báðir koma af fjöllum. Íslenski boltinn 26. júlí 2024 14:27
Theódór Elmar óttast krossbandsslit: „Vona það besta en hræddur um það versta“ Theódór Elmar Bjarnason, leikmaður KR í Bestu deild karla, varð fyrir hnémeiðslum á æfingu hjá liðinu í vikunni. Ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin eru. Íslenski boltinn 26. júlí 2024 09:51
Hjarta Guðmundar slær með St. Mirren: Mæta Val í kvöld Þrátt fyrir að hjarta fyrrverandi landsliðsmannsins í knattspyrnu, Guðmundar Torfasonar, slái með skoska liðinu St. Mirren er erfitt fyrir hann halda ekki með íslenskri knattspyrnu í kvöld þegar að Valsmenn taka á móti skoska liðinu í fyrri leik þeirra í 2.umferð Sambandsdeildar Evrópu. Fótbolti 25. júlí 2024 14:00
„Eðlilegt að leikmenn séu uppgefnir“ Þrátt fyrir tapið fyrir Val, 1-4, í Bestu deild kvenna í kvöld var þjálfari Tindastóls sáttur með sitt lið. Íslenski boltinn 24. júlí 2024 22:11
„Ég held að þetta hafi verið óður til ræstingafólksins“ Þjálfari Þórs/KA var sáttur eftir sigurinn á Keflavík, 0-1, suður með sjó í Bestu deild kvenna í kvöld. Íslenski boltinn 24. júlí 2024 21:53
Uppgjörið: Tindastóll - Valur 1-4 | Meistararnir sigu fram úr í seinni hálfleik Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér sigur á Tindastóli í Bestu deild kvenna í kvöld með því að skora þrjú mörk á fimmtán mínútum í seinni hálfleik. Lokatölur á Króknum 1-4, Valskonum í vil. Íslenski boltinn 24. júlí 2024 21:20
Uppgjörið: Keflavík - Þór/KA 0-1 | Norðankonur unnu suður með sjó Hulda Ósk Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins þegar Þór/KA sótti botnlið Keflavíkur heim í 14. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Íslenski boltinn 24. júlí 2024 21:10
„Bara galið að við fengum ekkert út úr þessum leik“ Guðni Eiríksson, þjálfari FH, trúði varla sínum eigin augum í leikslok eftir að lið hans tapaði á dramatískan hátt á móti Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld. Íslenski boltinn 24. júlí 2024 20:45
Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-2 | Andrea Mist hetja Garðbæinga Stjarnan sigraði FH á dramatískan hátt í 14. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Leikurinn fór fram á Kaplakrikavelli og sigraði Stjarnan með tveimur mörkum gegn einu en sigurmarkið kom í uppbótartíma. Íslenski boltinn 24. júlí 2024 20:30
Framkvæmdastjóri Rey Cup: Landsliðskonur hjálpa við að lokka stórliðin Helena Ólafsdóttir hitaði upp að venju fyrir umferðina sem framundan er í Bestu deild kvenna og fékk til sín góðan gest, Gunnhildi Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóra Rey Cup fótboltamótsins. Íslenski boltinn 24. júlí 2024 14:02
„Erum andandi ofan í hálsmálið á þeim“ „Það er alltaf gaman að fara út á land og spila. Það leggst vel í okkur. Vonandi komum við heim með þrjú stig,“ segir Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals. Valskonur eru á leið á Sauðárkrók þar sem þær mæta Tindastóli í Bestu deild kvenna í kvöld. Íslenski boltinn 24. júlí 2024 12:30
„Þegar mamma er glöð, þá eru allir glaðir“ Það eru margir sem ráku upp stór augu þegar að Afturelding greindi frá því að markvörðurinn Jökull Andrésson kæmi á láni til félagsins frá enska liðinu Reading. Þar með tekur hann slaginn með liðinu í Lengjudeildinni út tímabilið. Það eru margir á því að Jökull gæti spilað á hærra getustigi. Hann elskar hins vegar pressuna sem fylgir því að vera kominn aftur í uppeldisfélagið í Mosfellsbæ. Íslenski boltinn 24. júlí 2024 09:01
Reynsluboltinn Rasmus í Gróttu Miðvörðurinn Rasmus Christiansen er genginn í raðir Gróttu og mun þar mynda eitt reyndasta miðvarðapar Lengjudeildar karla í fótbolta ásamt Aroni Bjarka Jósepssyni. Íslenski boltinn 23. júlí 2024 21:15