Hallgrímur fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Víkingum: Vitum hvar við getum meitt þá „Það er bara fínt spennustig. Búnir að undirbúa okkur vel, fara yfir Víkingsliðið og erum klárir í leikinn,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, sem mætir Víking í úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli á morgun, laugardag. Íslenski boltinn 15. september 2023 22:46
Besta upphitunin: Sigur eða fall hjá Keflvíkingum Fallbaráttan verður í algleymingi á morgun þegar lokaumferð úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar kvenna fer fram. Þrjú lið eru í fallhættu. Íslenski boltinn 15. september 2023 15:45
„Eitthvað sem má alveg tala meira um“ Valur varð í fyrrakvöld Íslandsmeistari kvenna í fótbolta þriðja árið í röð. Tvöföld gleði er fyrir Elísu Viðarsdóttur, fyrirliða liðsins, sem fagnar ekki aðeins titli heldur á von á sínu öðru barni. Þá hvarflar ekki að henni að hætta knattspyrnuiðkun á næstunni, sem hún þakkar brautryðjendum sem á undan komu. Íslenski boltinn 15. september 2023 08:01
„Gríðarlega gott að taka þrjú stig af Val“ Stjarnan sótti þrjú stig gegn nýkrýndum Íslandsmeisturum Vals fyrr í kvöld. Leiknum leik með 1-0 sigri í jöfnum og spennandi leik. Stjarnan fer með þessum sigri upp í annað sæti deildarinnar. Íslenski boltinn 14. september 2023 22:28
Ekki sami sjarmi en stoltið mikið Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Vals, kveðst stolt af árangri liðsins sem varð Íslandsmeistari kvenna í fótbolta þriðja mótið í röð í gærkvöld. Titillinn var vís eftir tap Breiðabliks í gær og segir hún tilfinninguna aðeins frábrugðna, að verða meistarar uppi í sófa. Íslenski boltinn 14. september 2023 13:00
Skoraði sigurmarkið á Pæjumótinu í fyrra en lék í Bestu deildinni í gær Hin þrettán ára Bríet Fjóla Bjarnadóttir lék sinn fyrsta leik í Bestu deild kvenna þegar Þór/KA sigraði Breiðablik, 3-2, í gær. Íslenski boltinn 14. september 2023 12:00
Sjáðu sigurmark Þór/KA í uppbótatíma sem tryggði Val titilinn Þór/KA vann í gær 3-2 dramatískan sigur á lánlausu liði Breiðabliks, sem sýndi þó karakter í leiknum, í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta. Sigurmark Þór/KA kom í uppbótatíma seinni hálfleiks en úrslit leiksins sáu til þess að Valur hefur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn, þriðja tímabilið í röð. Íslenski boltinn 14. september 2023 11:00
Þorsteinn Már verður heiðursgestur KA á Laugardalsvelli Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, verður heiðursgestur KA á Laugardalsvelli á laugardaginn næstkomandi þegar að liðið mætir Víkingi Reykjavík í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í fótbolta. Íslenski boltinn 13. september 2023 14:29
FH-ingar rændir jöfnunarmarki á heimavelli: „Ég þoli ekki svona“ Mark var dæmt af FH í uppbótartíma seinni hálfleiks í leik liðsins í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta gegn Þrótti Reykjavík í Kaplakrika í gær. Markið var skorað í stöðunni 3-2 fyrir Þrótti R. en myndbandsupptökur sýna að ekki var um rangstöðu að ræða. Íslenski boltinn 13. september 2023 08:31
Umfjöllun og viðtöl: FH - Þróttur 2-3 | Þróttur heldur áfram að setja pressu á Evrópusætið Þróttur hafði betur gegn FH 2-3 í hörkuleik. Þróttur jafnar Breiðablik að stigum og baráttan um Evrópusæti er orðin mikil. Íslenski boltinn 12. september 2023 19:22
Andri Lucas: Við Ísak Andri strax farnir að tengja vel saman Andri Lucas Gujohnsen opnaði markareikning sinn í undankeppni EM 2025 skipuðu leikmönnum U-21 árs og yngri þegar liðið hafði betur gegn Tékklandi í Fossvoginum í kvöld. Fótbolti 12. september 2023 19:04
Andri Fannar: Fannst ég skulda liðinu þetta Andri Fannar Baldursson skoraði sigurmark af dýrari gerðinni þegar íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta karla bar sigurorð af því tékkneska í undankeppni EM 2025 á Víkingsvellinum í dag. Fótbolti 12. september 2023 18:57
Vanda í veikindaleyfi Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, er komin í veikindaleyfi frá störfum sínum út þennan mánuð. Íslenski boltinn 12. september 2023 14:17
Landsliðsmenn mættust í Besta þættinum Þáttur fjögur af Besta þættinum er kominn út en þar mættust landsliðsmennirnir Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Ingvi Traustason í skemmtilegri viðureign á milli Fram og Keflvíkur. Með Herði var bróðir hans Hlynur Atli Magnússon fyrirliði Fram og með Arnóri var Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkur. Íslenski boltinn 12. september 2023 13:16
Ætla að tefla fram kvennaliði í fyrsta sinn í áraraðir: „Dalvískar stelpur sem hafa sýnt þessu mikinn áhuga“ Mikill uppgangur er í fótboltanum á Dalvík og hann einskorðast ekki bara við karlaflokkana. Á næsta tímabili stefna Dalvíkingar á að tefla fram liði í meistaraflokki kvenna í fyrsta sinn í áraraðir. Íslenski boltinn 12. september 2023 11:30
Dalvíkingar upp um tvær deildir á tveimur árum: „Það var heljarinnar partí“ Dalvík/Reynir tryggði sér sæti í Lengjudeild karla um síðustu helgi og hefur farið upp um tvær deildir á tveimur árum. Mikill uppgangur er á Dalvík enda hefur orðið bylting í aðstöðumálum félagsins. Íslenski boltinn 12. september 2023 09:01
Rætt um leikinn á X-inu: „Get in Alfredo“ Íslenskir fótboltaáhugamenn ræddu frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í leik liðsins gegn Bosníu Hersegóveníu í undankeppni EM 2024 sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld á samfélagsmiðlinum X-inu. Fótbolti 11. september 2023 20:39
Allt í hnút í fallbaráttunni fyrir lokaumferðina Tindastóll bar sigurorð af Selfossi í næstsíðustu umferð í keppni liðanna í neðri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta á Jáverk-vellinum í dag. Tindastóll mun heyja harða og æsispennandi baráttu um að forðast fall úr deildinni í lokaumferð deildarinnar. Fótbolti 10. september 2023 18:20
Umfjöllun: ÍBV - Keflavík 1-2 | Keflavík vann lífsnauðsynlegan sigur gegn ÍBV Keflavík hafði betur gegn ÍBV, 1-2, í fallbaráttuslag liðanna í Bestu deild kvenna í fótbolta á Hásteinsvelli í dag en með sigrinum náði Keflavík að bjarga sér frá falli í bili. Íslenski boltinn 10. september 2023 17:54
Åge Hareide: Getum ekki gefið svona mörg færi á okkur Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir lærisveina sína hafa gert of mörg mistök og gefið of mörg færi á sér þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Lúxemborg á útivelli í undankeppni EM 2024 í kvöld. Fótbolti 8. september 2023 22:01
Einkunnir leikmanna íslenska liðsins: Hörður Björgvin átti slakt kvöld Frammistaða íslensku leikmannanna í tapinu gegn Lúxemborg ytra í undankeppni EM 2024 í kvöld var ekki upp á marga fiska. Varnarlína íslenska liðsins var hvað eftir annað grátt leikin, of mikið bil var á milli línanna hjá liðinu og ekki tókst að skapa nógu mörg færi. Fótbolti 8. september 2023 21:35
Íslenska þjóðin á X-inu: „Svo sem alltaf verið meiri handboltaþjóð“ Íslenskir fótboltaáhugamenn létu skoðun sína á frammistöðu íslenska karlandsliðins í leik liðsins gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á samfélagsmiðlinum X-inu. Fótbolti 8. september 2023 19:36
„Þetta er náttúrulega ekki boðlegt“ Fyrrum handboltakonan og alþingismaðurinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var gestur Helenu Ólafsdóttur í Bestu upphituninni fyrir umferð helgarinnar í Bestu deild kvenna. Farið var um víðan völl og meðal annars snert á aðstöðumálum sem hafa verið í deiglunni í vikunni. Íslenski boltinn 8. september 2023 15:38
Halldór ósáttur: Mjög alvarlegt mál að vega að æru manna með þessum hætti Áfrýjunardómstóll Knattspyrnusambands Íslands vísaði máli Halldórs Árnasonar, aðstoðarþjálfara Breiðabliks í Bestu deild karla, frá í vikunni. Halldór er langt því frá sáttur með niðurstöðu KSÍ og segir vegið að æru sinni. Hann hefur talað við lögmann vegna málsins. Íslenski boltinn 8. september 2023 07:32
Í blíðu og stríðu: „Ég ætla fá að standa fyrir það sem ég vil standa fyrir“ Hjónin Björn Sigurbjörnsson og Sif Atladóttir hafa staðið í ströngu með kvennaliði Selfoss í Bestu deild kvenna í fótbolta á yfirstandandi tímabili. Fall Selfyssinga úr Bestu deildinni hefur verið staðfest en Björn er þjálfari liðsins og Sif leikmaður. Íslenski boltinn 7. september 2023 12:00
Skagakonur spila til styrktar fjölskyldu Violetu Skagakonur hafa ákveðið að styðja við bakið fjölskyldu Violetu Mitul, leikmanns Einherja, sem lést af slysförum í smábátahöfninni á Vopnafirði á þriðjudaginn. Íslenski boltinn 7. september 2023 08:01
Fékk rautt klukkutíma eftir leik fyrir að kalla dómara „helvítis hálfvita“ Máli Halldórs Árnasonar aðstoðarþjálfara Breiðabliks í Bestu deild karla var vísað frá áfrýjunardómstóli KSÍ í dag. Halldór vildi fá leikbanni hnekkt eftir rautt spjald sem hann fékk eftir leik Breiðabliks og KA fyrir skömmu. Fótbolti 6. september 2023 21:01
Blikar sektaðir fyrir „óásættanlega framkomu“ fyrir leikinn gegn Víkingum Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta knattspyrnudeild Breiðabliks um eitt hundrað þúsund krónur vegna framkomu karlaliðs félagsins fyrir leik liðsins gegn Víkingi Reykjavík í Bestu deild karla á dögunum. Íslenski boltinn 6. september 2023 16:51
Bergþóra gengin til liðs við Örebro Knattspyrnukonan Bergþóra Sól Ásmundsdóttir er gengin í raðir sænska úrvalsdeildarfélagsins Örebro frá Breiðabliki. Fótbolti 6. september 2023 13:30
„Á rosalega erfitt með að skilja við þetta í þessari stöðu“ Pálmi Rafn Pálmason ætlar að koma KR í fremstu röð á nýjan leik. Liðið leikur í þriðju efstu deild á næsta tímabili en hann mun stýra liðinu næstu þrjú árin. Íslenski boltinn 6. september 2023 07:00