

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.
Mark var dæmt af FH í uppbótartíma seinni hálfleiks í leik liðsins í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta gegn Þrótti Reykjavík í Kaplakrika í gær. Markið var skorað í stöðunni 3-2 fyrir Þrótti R. en myndbandsupptökur sýna að ekki var um rangstöðu að ræða.
Þróttur hafði betur gegn FH 2-3 í hörkuleik. Þróttur jafnar Breiðablik að stigum og baráttan um Evrópusæti er orðin mikil.
Andri Lucas Gujohnsen opnaði markareikning sinn í undankeppni EM 2025 skipuðu leikmönnum U-21 árs og yngri þegar liðið hafði betur gegn Tékklandi í Fossvoginum í kvöld.
Andri Fannar Baldursson skoraði sigurmark af dýrari gerðinni þegar íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta karla bar sigurorð af því tékkneska í undankeppni EM 2025 á Víkingsvellinum í dag.
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, er komin í veikindaleyfi frá störfum sínum út þennan mánuð.
Þáttur fjögur af Besta þættinum er kominn út en þar mættust landsliðsmennirnir Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Ingvi Traustason í skemmtilegri viðureign á milli Fram og Keflvíkur. Með Herði var bróðir hans Hlynur Atli Magnússon fyrirliði Fram og með Arnóri var Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkur.
Mikill uppgangur er í fótboltanum á Dalvík og hann einskorðast ekki bara við karlaflokkana. Á næsta tímabili stefna Dalvíkingar á að tefla fram liði í meistaraflokki kvenna í fyrsta sinn í áraraðir.
Dalvík/Reynir tryggði sér sæti í Lengjudeild karla um síðustu helgi og hefur farið upp um tvær deildir á tveimur árum. Mikill uppgangur er á Dalvík enda hefur orðið bylting í aðstöðumálum félagsins.
Íslenskir fótboltaáhugamenn ræddu frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í leik liðsins gegn Bosníu Hersegóveníu í undankeppni EM 2024 sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld á samfélagsmiðlinum X-inu.
Tindastóll bar sigurorð af Selfossi í næstsíðustu umferð í keppni liðanna í neðri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta á Jáverk-vellinum í dag. Tindastóll mun heyja harða og æsispennandi baráttu um að forðast fall úr deildinni í lokaumferð deildarinnar.
Keflavík hafði betur gegn ÍBV, 1-2, í fallbaráttuslag liðanna í Bestu deild kvenna í fótbolta á Hásteinsvelli í dag en með sigrinum náði Keflavík að bjarga sér frá falli í bili.
Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir lærisveina sína hafa gert of mörg mistök og gefið of mörg færi á sér þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Lúxemborg á útivelli í undankeppni EM 2024 í kvöld.
Frammistaða íslensku leikmannanna í tapinu gegn Lúxemborg ytra í undankeppni EM 2024 í kvöld var ekki upp á marga fiska. Varnarlína íslenska liðsins var hvað eftir annað grátt leikin, of mikið bil var á milli línanna hjá liðinu og ekki tókst að skapa nógu mörg færi.
Íslenskir fótboltaáhugamenn létu skoðun sína á frammistöðu íslenska karlandsliðins í leik liðsins gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á samfélagsmiðlinum X-inu.
Fyrrum handboltakonan og alþingismaðurinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var gestur Helenu Ólafsdóttur í Bestu upphituninni fyrir umferð helgarinnar í Bestu deild kvenna. Farið var um víðan völl og meðal annars snert á aðstöðumálum sem hafa verið í deiglunni í vikunni.
Áfrýjunardómstóll Knattspyrnusambands Íslands vísaði máli Halldórs Árnasonar, aðstoðarþjálfara Breiðabliks í Bestu deild karla, frá í vikunni. Halldór er langt því frá sáttur með niðurstöðu KSÍ og segir vegið að æru sinni. Hann hefur talað við lögmann vegna málsins.
Hjónin Björn Sigurbjörnsson og Sif Atladóttir hafa staðið í ströngu með kvennaliði Selfoss í Bestu deild kvenna í fótbolta á yfirstandandi tímabili. Fall Selfyssinga úr Bestu deildinni hefur verið staðfest en Björn er þjálfari liðsins og Sif leikmaður.
Skagakonur hafa ákveðið að styðja við bakið fjölskyldu Violetu Mitul, leikmanns Einherja, sem lést af slysförum í smábátahöfninni á Vopnafirði á þriðjudaginn.
Máli Halldórs Árnasonar aðstoðarþjálfara Breiðabliks í Bestu deild karla var vísað frá áfrýjunardómstóli KSÍ í dag. Halldór vildi fá leikbanni hnekkt eftir rautt spjald sem hann fékk eftir leik Breiðabliks og KA fyrir skömmu.
Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta knattspyrnudeild Breiðabliks um eitt hundrað þúsund krónur vegna framkomu karlaliðs félagsins fyrir leik liðsins gegn Víkingi Reykjavík í Bestu deild karla á dögunum.
Knattspyrnukonan Bergþóra Sól Ásmundsdóttir er gengin í raðir sænska úrvalsdeildarfélagsins Örebro frá Breiðabliki.
Pálmi Rafn Pálmason ætlar að koma KR í fremstu röð á nýjan leik. Liðið leikur í þriðju efstu deild á næsta tímabili en hann mun stýra liðinu næstu þrjú árin.
Selfoss er fallið úr Bestu deild kvenna eftir 1-2 tap gegn ÍBV á Hásteinsvelli. Áslaug Dóra kom Selfyssingum yfir eftir hornspyrnu en Olga Sevcova skoraði svo tvö mörk fyrir Eyjakonur og gerði útaf við allar vonir gestanna.
Mál Morten Beck, fyrrum leikmanns FH hefur verið vísað frá af áfrýjunardómstóli Íþróttasambands Íslands, ÍSÍ. Beck var að áfrýja ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að aflétta félagaskiptabanni FH en félagið hafði upprunalega verið dæmt í slíkt bann þar sem það skuldaði Morten laun.
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir þá stöðu sem upp er komin varðandi komandi leiki Breiðabliks í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í vetur, sýna þá grafalvarlegu stöðu sem íslenskur fótbolti er í.
Gunnleifur Gunnleifsson, fyrrum landsliðsmarkvörður, stýrði sínum fyrsta leik sem aðalþjálfari Breiðabliks eftir að Ásmundur Arnarsson lét af störfum fyrir skömmu. Frumraun hans gekk ekki að óskum en leiknum leik með 4-0 tapi gegn Þrótti.
Grindavík gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Víkings í Lengjudeild kvenna í kvöld.
Þróttur heimsótti Breiðablik í Kópavoginn og lagði þær af velli 0-4. Þetta var fyrsti leikur í úrslitakeppni Bestu deildar kvenna og sömuleiðis fyrsti leikur Gunnleifs Gunnleifssonar við stjórnvölinn eftir að Ásmundur Arnarsson lét af störfum sem aðalþjálfari Breiðabliks.
Framganga KA í Bestu deild karla á yfirstandandi tímabili er klár vonbrigði að mati Atla Viðars Björnssonar, sérfræðings í uppgjörsþáttunum Stúkan á Stöð 2 Sport.
Tuttugu og eitt mark var skorað í lokaumferð deildarkeppni Bestu deildar karla í í gær. Nú er endanleg niðurröðun liða fyrir úrslitakeppni deildarinnar, sem hefst þann 16. september næstkomandi, ráðin. Víkingur Reykjavík er einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum.